Alþýðublaðið - 16.12.1976, Side 2

Alþýðublaðið - 16.12.1976, Side 2
2 STJÖRNMÁL Fimmtudagur 16. desember 1976 'btgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Síðumúla IX, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu HveTfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsími 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mányöi og 60 krónur í lausasölu. ÞAÐ ER BUDDA LAUN- ÞEGANS, SEM BLÍVUR Menn hampa oft töium, þegar þeir vilja sanna eða afsanna eitthvað í mál- flutningi. Hagfræðin hef- ur búið til kynstur af nýj- um talnaröðum og hug- tökum, sem notuð eru við útreikninga á stöðu þjóðarbúsins, fram- leiðslutekjúm, meðal- launum, afkomu ýmissa atvinnugreina og fleira. Allt eru þetta góð og gild rök við blákalda út- reikninga, en oft koma niðurstöðurnar ekki heim og saman við hin einf öldu fjármál alþýðuheimil- anna og buddu launþeg- ans. Þjóðhagsstofnun hefur i yf irliti greint f rá því, að á þessu á i verði verulega umsk pti til hins betra í íslenzkum efnahagsmálum og að þjóðartekjur muni aukast um þr já af hundraði. Þá á aðeins að draga úr verð- bólgunni. Þrátt fyrir þessa reikningslegu útkomu getur enginn maður sagt með góðri samvizku, að afkoma almennings í landinu hafi nokkuð skánað. Hins vegar hefur stöðugt sigið á ógæfuhlið- ina á þessu ári, og reikn- ingsstaða alþýðuheimil- anna er lakari en hún hef- ur verið um langt árabil. Enda er staðreyndin sú, að það eru almennir laun- þegar, sem tekið hafa á sig byrðarnar, sem um- skipti til hins betra í ís- lenzkum efnahagsmálum byggjast á. Ýmsir fullyrða, að er- fitt sé að greina erfið- leika launaþega. Þeir, sem þannig tala, hafa lítil kynni af ástandi á þús- undum alþýðuheimila. Þó er ástandið verst hjá öldruðum og öryrkjum og einstæðum foreldrum. Á barnmörgum heimilum eru erfiðleikarnir miklir. Þær stofnanir í Reykja- vík, sem hafa á undan- förnum árum reynt að veita sérstaka aðstoð fyr- ir jólin, hafa greinilega orðið varar við vanda- málin. „Við erum að kaf na, eftirspurnin er svo mikil", sagði formaður AAæðrastyrksnefndar í viðtali við Alþýðublaðið. A fáum dögum hafa um 300 manns leitað til nefndarinnar eftir að- stoð, aðallega einstæðar mæður, oft fullorðnar. Sama er upp á teningnum hjá Hjálpræðishernum. Og svona hef ur þetta ekki verið í f jöldamörg ár. Tölur Þjóðhagsstof n- unar segja ekki þessa sögu, né aðrar svipaðar. Þær segja heldur ekki f rá ' unga fólkinu, sem hefur reist sér hurðarás um öxl með f jarfestingu í íbúð og fær nú hvergi lán til að greiða samningsbundnar af borganir. Tölur má túlka á marga vegu. Dæmin sanna, að þær má nota svona rétt eftir hendinni. Þeir, sem á þær trúa segja, að það sé meðaltalið sem blívur. Mannlegu þættirnir koma þar hvergi nærri. Vera má, að umskipti hafi orðið til hins betra í íslenzkum efnahagsmál- um, en sú bót kemur ekki f ram í þeim dæmum, sem hér hafa veríð nefnd. Þegar á reynir er það budda launjáegans, sem segir allan sannleikann. Ef hún er tóm verður hún ekki fyllt með einhverj- um meðaltali, eða tölum um batnandi afkomu þjóðarbúsins. —AG. EIN- * Neyðin kennir naktri konu að spinna Þaö stjórnarblaðanna, sem óháðast er rikisstjórninni birtir I gær svohljóöandi frétt: „Alþýöusambandskosningarn- ar hafa mjög sennilega tekið af skarið i „samningum” flokkanna um kosningar I bankaráð rikis- bankanna. Er nú sennilegast að Sjálfstæðismenn og Framsóknar- menn neyti atkvæðastyrks á AI- þingi til þess að fá tvo menn hvor flokkur í öll bankaráðin. Ef svo fer má einnig telja vlst að Fram- sóknarmenn fái bankaráðsfor- menn i Búnaðarbankanum og Seðlabankanum en Sjálfstæðis- menn fái formenn I Lands- bankanum og Útvegsbankanum. Sá stjórnarflokkurinn sem ekki fær formann fær því varafor- manninn. Hvort sem stjórnarandstaðan býður fram sameiginlegan lista á móti stjórnarflokkunum eða ekki er liklegt að Alþýðubandalagið neyti atkvæða sinna til þess að fá einn mann i öll bankaráðin. Cr þessu fæst væntanlega skoriö á Alþingi á morgun.” Klausu þessari samkvæmt er engu likara en fóstbræðra- flokkarnir veröi að gleyma öllum skæruhernaði norðan heiða og hætta um sinn hótunum um gagn- kvæmar uppljóstranir glæpa- mála. Baráttunni gegn alþýöuvöldum verður nú snúið úr varnar- i sóknarbaráttu og krossferðin hefst i saiarkynnum bankaráð- anna klukkan tiu I fyrramálið, stundvislega. Krossfarar fjöl- menni, og taki með sér gesti. (Rikis)stjórnin. En hvort þetta er aðeins skemmtileg hugdetta blaða- mannsins eða stjórnarflokkarnir hafa svarizt i fóstbræðralag ætti að vitnast á Alþingi i dag. —BS. I Björgvin Guðmundsson um fjárhagsáætlun Reykjavíkur 1977 Stefnan er: Auknar skatta- - minni framkvæmdir — stórhækkun rekstrargjalda, — engin framlög til eflingar Bæjarútgerðar, né bygginga leiguíbúða álögur I langri og itarlegri ræðu, sem Björgvin Guðmundsson borgar- fulltrúi flutti viö fyrstu umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavfk- ur fyrir 1977 benti hann á, aö fjárhagsáætlunin Reykjavikur fyrir 1977 benti hann á, að fjár- hagsáætlunin einkenndist af þrennu: 1) auknum álögum á borgarbúa 2) stórhækkun rekstrargjalda 3) samdrætti á sviöi mikilvægra framkvæmdaþátta. Björgvin Guðmundsson deildi fast á þá fyrirætlun meirihluta borgarstjórnar að innheimta fasteignagjöld næsta árs með 40% álagi i stað 30% á þessu ári. Hann sagöi m.a. „Lágtekjufólk, sem á nú þak yfir höfuöið, hefur aö undan- förnu verið aö kikna undan há- um fasteignagjöldum. Þó hyggst Sjálfstæðisflokkurinn nú hækka þessi gjöld frá yfirstand- andi ári. Ég er andvigur þessari stefnu. Ég tel, að fasteignagjöld af ibúðarhúsnæði eigi að vera án álags. Þaö á hvorki aö vera 30% álag, né 40% álag. Og ellilif- eyrisþegar og öryrkjar, sem að- eins eiga eina ibúö af hóflegri stærð, ættu aö vera fasteigna- gjaldsfrjálsir, eins og ég hefi lagt fram tillögu um hér i borg- arstjórn”. Hækkun án leyfis Um fyrirhuguð útsvör, sem eiga að hækka um einn milljarð og rösklega þó, benti Björgvin á, að þau væru sett inn i fjár- hagsáætlun meö 10% álagi, þ.e. 11% af brúttótekjum. Samt sem áður kom i ljós að borgarstjóri hefur ekki fengiö ley fi til slikrar hækkunar hjá félagsmálaráð- herra, sem þó er skilyröi i lögunum þar um, hinsvegar teldi borgarstjóri sig hafa vil- yrði hans fyrir álagi á útsvörin! Björgvin benti ennfremur á, að siðan Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið félagsmálaráö- herra, hafi meirihluti borgar- stjórnar lagt 11 prósentiö á án þessað spyrja leyfis! Siöan seg- ir orörétt: Lögin kveða á um 10% Utsvar af brúttótekjum, en ekki 11%. Ljóst er að löggjafinn hefurþvi ætlazt til að aðrar leiö- ir væru reyndar fyrst, svo sem sparnaður i rekstri, og mikil spurning er hvort ekki beri aö nýta heimild til álagningar aö- stöðugjalda að fullu áöur en á- lag er lagt á útsvörin. Launafólk er að sligast Ég hefisömu afstööu til álags á útsvörin og álagsins á fast- eignagjöldin. Ég er andvigur sliku álagi. Hinn almenni launamaður er að sligast undir skattabyrðinni. Hann veröur að vinna myrkr- anna milli, til þess að hafa fyrir sköttum. 011 dagblööin skrifa fjálglega um aö létta þurfi skattabyrðina ogekki hvaö sizt Morgunblaöiö. En þaö er ekkert gert til að draga Ur henni. Þvert á móti er hún aukin hér i borgarstjórn, t.d. með hækkun fasteigna- gjalda. Þó er einn skattur, sem meirihluti borgarstjórnar vill ekki hækka og það eru aðstöðu- gjöldin, sem lögð eru á atvinnu- rekendur. Sá skattur er aðeins nyttur aö 90%! Afstaða Sjálfstæðisflokksins til þriggja helztu tekjustofna borgarinnar, Utsvara, aöstöðu- gjalda og fasteignagjalda, leiöir glögglega i ljós hverjum Sjálf- stæðisflokkurinn vill hlifa og hverjum iþyngja I skattálagn- ingu I framhaldi ræðu sinnar benti Björgvin á, að nú ætti að inn- heimta af borgarbúum tæpa 10 milljarða skv. fjárlagafrum- varpi meirihlutans. Þaö væri um 2ja milljarða hækkun frá yfirstandandi ári. Hækkun á rekstrargjöldum nemi 1,7 milljörðum, sem væri 31,6%. En hækkun á framkvæmda- og eignabreytingaliðúm nemi 15,6% frá yfirstandandi ári. Hér sé þvi um að ræða mikinn magnsamdrátt. Þegar litið sé á skerf rekstr- argjalda af heildarupphæð fjár- hagsáætlunar 1976, sé hann 70,7%, en áætlaður á næsta ári 73,3%. A sama hátt er bent á, að eignabreytingaliður nemi 29,3% 1976 en eigi að verða 26,7% á næsta ári! Siöan rekur borgarfuiltrúinn nokkuð itarlega framlög og framkvæmdir i skólamálum og bendir á hvernig sifellt er tregð- Framhald á 14. siðu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.