Alþýðublaðið - 16.12.1976, Page 5

Alþýðublaðið - 16.12.1976, Page 5
"Stfi1* Fimmtudagur 16. desember 1976 SÉRSTAKT KARFAVEIÐISVÆÐI - þar sem nota má 135 mm möskva t marz s.l. gaf sjávanitvegs- ráðuneytið út reglugerð um möskvastærð botn- og flotvörpu, sem gild.i taka 1. janiíar næst- komandi. Samkvæmt ákvæðum þessum verður lágmarksmöskvastærð i poka botn- og flotavörpu 155 mm. Ávalltskal allur pokinn gerður úr riðli með lágmarksmöskvastærð- inni 155 mm, en ef pokinn er styttri en 8 metfar skulu a.m.k. 8 öftustu metrar vörpunnar gerði úr slikum riðli. Möskvastærðar- breyting þessi tekur þó ekki til skipa, er stunda karfaveiðar á til- greindu svæði fyrir Suður- og Vesturlandi, sbr. hjálagt kort af þvi svæði. Reglugerð þessi var sett aö til- lögu fiskveiðilaganefndar og Haf- rannsóknastofnunarinnar, þar sem þetta var talin langraunhæf- asta leiðin ti) þess að draga úr» smáfiskadrápi, önnur en sú að loka helztu uppeldissvæðum ung- fisks. Sem dæmi um nauðsyn á þess- ari möskvastærðarbreytingu má nefna að islenzk togskip veiða 95.0% af þeim 3ja ára þor ski, sem islenzk skip veiða, 82,1% af 4ra ára þorski, 65,5% af 5 ára þorski, og 34,2% af 6 ára þorski. Samkvæmt skýrslu Hafrann- sóknarstofnunarinnar leiðir möskvastærðarbreytingin til þess að sóknarminnkunin i 3ja ára þorsk verður 36% i 4ra ár þorsk, 20% og 2% i 5 ára þorsk. Sóknar- minnkunin i 6 ára þorsk og eldri verður engin. Niðurstöður skýrslu Hafrannsóknarstofnun- arinnar um áhrif möskvastærð- arbreytingarinnar úr 120 mm i 155 mm á þorskafla togskipa eru þær, aö sóknarminnkunin i þorsk verði um 7% til að byrja með en um 2% þegar fram i sækir. Varðandi ýsuveiðarnar segir i skýrslu Hafrannsóknarstofnuna innar, að möskvastærðaraukn- inginkomiekki si?t togskipunum sjálfum til góða enda 80% af ýsu- aflanumveidd i botnvörpu. Tap ýsuveiðanna verði 15% en þegar fram I sækir muni ýsuafli tog- skipa vaxa um 26% frá þvi sem nú er. Þær möskvastæðrir, sem hér hefur verið lýst eru ónothæfar fyrir karfaveiðar og þess vegna hefur verið markað sérstakt karfaveiðisvæði, þar sem heimilt er að nota 135 mm möskva við karfaveiðar, en athuganir hafa leitt i ljós, að þá er hámarks möskvastærð sem hægt er að nota við karfaveiðar. Nato veitir námsstyrki Atlantshafsbandalagið (NATO) mun að venju veita nokkra styrki til fræðirannsókna i aðildarrikj- um bandalagsins á háskólaárinu 1977-78, og koma háskóla- menntaðir menn aðallega til greina. Markmiðið með styrkveiting- unum er að stuðla að námi og rannsóknum á tilgreindum kjör- sviðum, er snerta hagsmuni aðildarrikja Atlantshafsbanda- lagsinsoger stefnt að þviað gefa út nið!Urstöður rannsóknanna, sem fara skulu fram i einu eða fleiri aöildarrikjum. UR)hæð hvers styrks er 23.000 belgiskir frankar á mánuði — um 2-4 mánaöa skeið að jafnaði — eða jafnviröi þeirrar fjárhæðar i gjaldmiðli annars aðildarrikis, auk ferðakostnaðar. Utanrikisráðuneytiö veitir allar nánari upplýsingar um tilgreind kjöráviö og lætur i té umsóknar- eyðublöð. Umsóknir skulu berast ráðuneytinu i siðasta lagi 31 desember 1976. ÍSLAND AFÞAKKAR ÞRÓUNARSTYRK S.Þ. Á fundi sinum i júli- mánuði sl., ákvað þró- unarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) aðút- hluta tslandi samtals einni milljón dollara til næstu fimm ára. A framlagafundi til þróunar- stofnunarinnar sem haldinn var á yfirstandand allsherjarþingiS.Þ., lýsti fastafulltrúi Islands þvi yfir að Island myndi ekki þiggja þessa aðstoð frá stofnuninni. Frjálst framlag lslands til þróunarstofnunar S.Þ. árið 1977 er áætlað 16 milljónir króna. FRÉTTIR Til Ghana hélt Jón ásamt fjöl- skyldu sinni þann 9. nóvember siðastliðinn. Fjölskyldan var kvödd viö guðsþjónustu i Aðvent- kirkjunni i Reykjavik, laugardag- inn 30. október siðastliðinn os færði Sigurður Bjarnason foi- maður Samtaka safnaða aðvent- ista á Islandi Jóni og fjölskyldu islenzkt málverk að gjöf og mælti kveðju-og árnaðarorð. Meðfylgj- andi mynd var tekin við það tæki- færi. —AB ÍSLENZKUR TRÚB0ÐI í VESTUR- AFRÍKU Jón Hj. Jónsson fyrrverandi skólastjóri Hliðadalsskóla og starfsmaður safnaðar sjöunda dags aðventista á Islandi um margra ára skeið, hefur nú hafið störf sem kennari við kennara- skóla safnaðarins i Ghana i Vest- ur-Afriku. Jón hefur siðustu þrjú árin veitt bindindisstarfi aðvent- ista forstöðu og meðal annars verið einn þeirra sem starfrækt hafa hin fjölmörgu svokölluðu reykingarnámskeið viðs vegar um landið. 1977 - Ár samviskufanpns islandsdeild Amnesty International hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynn ingu: Amnesty International hefur ákveðið að helga eitt ár sem ár samvizkufangans (Prisioner of conscience year). Samtökin hyggjast efna til undirskriftar- söfnunarþarsem skorað verður á Sameinuðu þjóðirnar að sam- þykkja ályktun þar sem þvi verð- ur beint til allraþjóða veraldar að halda ákvæði mannréttindayfir- lýsingar Sameinuðu þjóðanna og að öllum þeim sem fangelsaðir hafa veriö vegna skoðana sinna veröi sleppt. Hér er átt við þá sem sviptir hafa verið frelsi vegna skoöana sinna en hafa hvorki beitt ofbeldi né hvatt til ofbeldis. Islandsdeild Amnesty Inter- national tekur þátt i þessari bar- áttu. Til að marka upphaf árs samvizkufangans er að frum- kvæði samtakanna von á góðum gesti hingað til lands. Gestur þessi er friðarverðlaunahafinn Sean MacBride. Seán MacBride er Iri, sem fæddur er i Paris 26. janúar 1904. Hann tók virkan þátt i frelsishreyfingu Ira og var þá fangelsaður oftar en einu sinni. Hann hefur átt sæti á Irska þing- inu og verið utanrikisráðherra lands sins. Hann hefur verið virk- ur félagi fjölmargra alþjóðlegra félaga og stofnana um frið og mannréttindi, m.a. verið aðalrit- ari Alþjóðalögfræðinganefndar- innar, stjórnarmaður og einn stofnanda Amnesty Internation- al. Hann hlaut friðarverðlaun Nobels 1974. Seán MacBride er nú umboðsmaður Sameinuðu þjóð- anna fyrir Namibiu og kemur sem slikur fram sem aðstoðar aðalritari Sameinuðu þjóðanna. 1 dag, 16. desember kl. 11 f.h. heldur hann háskólafyrirlestur i Lögbergi (húsi lagadeildar). Fyrirlestur þennan kallar hann „Kúgun leiðirtil ofbeldis”. Fyrir- lestur þessi er haldinn á vegum lagadeildar og Amnesty Inter- nationaloger öllum opinn. Meðan á heimsókn Seán MacBride stendur mun hann ganga á fund forseta Islands og sitja boð bæði utanrikisráðherra og lagadeildar Háskóla Islands. Héðan fer hann til Luxemborgar að morgni föstu- dags 17. desember. Þá hefur Islandsdeild Amnesty International sent út undirskrift- arlista með áskorun til Samein- uðu þjóðanna. Undirskriftarlistinn er sem hér segir: Beiðni um að allir sam- viskufangar verði látnir lausir nú þegar Undirrituðum ofbýður að i mörgum heimshlutum skuli fólk sem hvorki hefur beitt ofbeldi né hvatt til þess, hafa verið fangels- að eingöngu vegna stjórn- eða trúmálaskoðana, kynþáttar, lit- arháttar eða móðurmáls, þrátt fyrir fjölmargar mannúðlegar og göfugar yfirlýsingar á alþjóða- vettvangi og þá fyrst og fremst mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna fyrir þremur áratugum. Er þvi skorað á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera þeg- ar gagngerar ráðstafanir til að tryggja að ákvæði mannréttinda- yfirlýsingarinnar veröi hvar- vetna i heiðri höfö og aö sérhver rikisstjórn sjái um að allir sam- viskufangar verði látnir lausir nú þegar. Islandsdeild Amnesty Inter- national var stofnuð árið 1974. Heimilisfang hennar er: Hafnar- stræti 11, Reykjavik, simi 14824. Stjórn skipa nú: Hilmar Foss, lögg. skjalaþ. og dómt., formaö- ur, Hrafn Bragason, borgardóm- ari, varaformaður, Gerður Helgadóttir, læknaritari, ritari, Einar Magnússon, bankafulltrúi, gjaldkeri, og Sigurður Magnús- son, fyrrv. blaðafulltrúi, með- stjórnandi. Fjárframlögum til Islands- deildar Amnesty International er veitt móttaka á giróreikning nr. 11220. Þeirsem áhuga hafa á þessum málum eru hvattir til að gerast félagar og senda umsókn sina til Islandsdeildar Amnesty Iner- national, Hafnarstræti 11, Reykjavik. —BJ FRA MENNINGARSJOÐI NÝR BÓKAFLOKKUR: ÍSLENZK RIT i samvinnu við Háskóla islands JÓN Á BÆGISÁ i útgáfu Heimis Pálssonar BJARNI THORARENSEN í útgáfu Þorleífs Haukssonar HIÐ MERKA HEIMILDARIT SAGA REYKJAVIKURSKOLA 1. bindi Fróðleiksbrunnur og Heimilisprýði

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.