Alþýðublaðið - 16.12.1976, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 16.12.1976, Qupperneq 9
œsr Fimmtudagur 16. desember 1976 SJÖNARMHl 9 DESEMBER 1976 Enn einu sinni halda jólin innreið sina i islenzkt þjóðlif með öllu þvi tilstandi. sem þvi fylgir er ,,trú- rækin” þjóð býr sig undir að fagna jólaboð- skapnum, sem hún telur sig trúa. I skólum landsins, sér- staklega þeim sem hýsa yngstu kynslóðina er kappsamlega að þvi unnið að undirbúa börnin sem bezt undir það mikla ævin- týri sem i vændum er. Rifjuð eru upp öll fallegu jóla- lögin, um hann Sigga sem er á nýjum buxum og Sollu i' bláum kjól o.s.f. Vissulega er þetta allt saman mjög indælt og fallegt ef aðeins ætti við um alla. Ef allar Sollur og allir Siggar ættu þvi láni að fagna að eiga foreldra og aðstandendur sem hafa efni á þvi að klæða þau i ný föt fyrir jólin, að maður tali nú ekki um, ef allir hefðu efni á þvi að veita sér þær dýrðlegu krásir sem á boðstólum eru i kjötbúðum jólanna. Þvi miður hef ég fulla ástæðu til að efast um, að hér á landi sé málum þann veg háttað, að allar Sollur og Siggar fagni komandi jólum iklædd nýjum buxum og bláum kjólum. Leitað á náðir „Hersins” t Alþýðublaðinu i gær, var rætt við Ingibjörgu Jónsdóttur, deildarstjóra i Hjálpræðis- hernum, um aðstoð þá sém Herinn hefur veitt efnalitlum heimilum undanfarin ár. Þar kom fram, að hún man ekki eftir slikri eftirspurn eftir hjálp frá þvi hún hóf starf sitt. Hún sagði: ,,Við höfðum til dæmis opið einn morguninn á milli 10 og 12. Þá komu 120 manns til þess að afla sér fatnaðar. Mest var eftirspurnin eftir barnafatnaði.” siðar segir Ingibj'órg ,,En mest áberandi er það, að við fáum nú heimsóknir fólks sem við höfum aldrei séð hér áður. Það er ofur „venju- legt” fjölskyldufólk, sem hrein- lega hefur ekki ráð á fata- kaupúm. Mér sýnist það vera bezti vitnisburðurinn um það hve kaupið sem fólk fær fyrir vinnu sina dugar nú skammt. Svo mörg voru þau orð. Ekki er þetta fagur vitnisburður um þá kaupgetu sem hér rikir hjá láglaunamönnum, en án efa sannur. Þannig er ástandið á tslandi árið 1976, eftir rúmlega sjötiu ára virka baráttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum sinum. Verkafólk og láglaunastéttir megna vart að halda islenzk jól. Samt sem áður er engan bilbug að finna hjá kaup- mönnum sem dag eftir dag, viku eftir viku, auglýsa i blöðum og sjónvarpi, fjölbreytt- úrval jólagjafa. Og „prisarnir”, þeir eru af þeim stærðar- gráðum, að menn eru hættir að bera skynbragð á að einu sinni vartilkróna, meira aðsegja ein króna. Það verður sannarlega fróð- legt að heyra hvaða boðskap forsætisráðherra mun færa lág- launafólki i komandi áramóta- ræðu sinni. Skyldi hann eggja menn til að herða sultarólina ennum sinn,eðaætli hann brýni fyrir mönnum að gæta hófs i kröfum sinum, vegna þess að þó svo að gætt hafi batnandi viðskiptakjara erlendis, sé óvarlegt að fyllast allt of mikilli bjartsýni? Ekki veit ég hvor tuggan það verður, nema báðum verði hnýtt I eina spyrðu, en hitt þykist ég vita, og það er, að láglaunafólk á orðið sifellt erfiðara með að sætta sig við hið hróplega launamisrétti sem rikir i þessu landi. Stjórnmála- mönnum og verkalýðsforystu er þvi vissara að fara að standa i „stykkinu” og reyna að gera alvöru úr þvi að bæta i reynd kjör þeirra sem minnst mega sin, vilji þeir að á þá sé hlustað, ...en nóg um það. islenzkt jólahald. Oft hefur verið um það rætt, að jólahald hér beri sifellt meiri svip þess að vera einn alls- herjardans i kringum gullkálf. Heíur sumum blöskrað þetta svo, að þeir hafa komið fram með þá hugmynd að afnema jólahald. En við hvern er að sakast? Er það sök kaupmannanna sem keppast við að ílytja inn alls kyns varning til að pranga inn á fólk? Er það sök kirkjunnar, sem hefursofnaðá verðinum og nær ekki lengur eyrum fólksins? Eða er það ef til vill okkur sjálfum að kenna, sem látum fánýtan varning og kökubakstur ræna okkur boðskapnum sem jólin eiga að boða, einfaldlega vegna þess að við höfum ekki tima til að hugleiða hann? Ekki treysti ég mér til að svara þvi, en án efa er margt sem hjálpast þar að. Þó vil ég Gunnar E. Kvaran r-----------------\ ekki gera litið úr sök okkar sjálfra, sem i hugsunarleysi og hégómaskap gerum sifelltmeiri kröfur til ytri búnaðar jóla- haldsins. Glæsileikinn, bæði hvað varðar gjafir og mat verður sifellt magnaðri og smám saman ler fólk að trúa þvi að aukaatriði sé aðalatriði. en aðalatriði aukaatriði. Eins og flestir vita, er langt siðan farið var að framleiða leikföng i uppeldislegum tilgangi. Leik- föngin eru einkum gerð með það fyrir augum að þroska athyglis- gáfur barnsins, örva imyndunar- afl og auka handlagni þess. Til þessara leikfanga teljast ýmiss konar röðunar- og samsetningar- leikföng úr tré og plasti eða málmi, svo sem alls konar kubb- ar, hringkeilur, slagtré, mynda- þrautir, mekkanó o.s.frv. Auk þess leir og annar efniviður sem örvar hugmyndaflug og sköpunarþörf barnsins. Gott leikfang á réttu augna- bliki, hefur sömu þýðingu fyrir andlegan þroska barns og rétt viðurværi hefur fyrir heilbrigði þess. Leikfang, sem búið hefur veriö til af umhugsun, keypt af umhugsun —• miðað við þroska barnsins stuðlar að heilbrigðum og eðlilegum þroska. Helstu skilyrði, sem gott leik- fang þarf að uppfylla eru: 1. Leikfangið þarf að hæfa þroska barnsins. 2. Leikfangið bjóði upp á ein- hverja möguleika. 3. Nauðsynlegt er, að leikfangið , sé hættulaust. 4. Leikfangið þarf að þola hörku- lega meðferð. 5. Auðvelt sé að þrífa leikfangið. Litum' dálitið nánar á hvern lið fyrir sig: Hæfir leikfangið þroska barnsins? Hver á að nota leikfangið, til hviers á að nota það og hvaða möguleika býður það upp á? Ef tveggja ára barni er gefið gler- bollastell, mun það fljótt brotna, vera barninu ónýtt leikfang þar sem barnið hefur ekki þroska til að umgangast það á réttan hátt. Sé þetta sama gler-bollastell get- ið sex ára barni, mun það veita þvi mikla gleði, einmitt vegna þess að það getur brotnað, barnið þarf að gæta þess betur og það likist mjög kaffibollunum i eld- hússkápnum hjá mömmu. Hvaða möguleika gefur leikfangið? Leikfangið þarf að höfða til imyndunarafls barnsins, það á sjálft að finna út möguleika þess og takmarkanir. Má þar nefna kubba og mekkanó, sem gefa hugmyndaflugi barnsins lausan tauminn. í dag býr barnið til skip og brú, á morgun bila og hús. Leikfang - f y rir hvern - til hvers? ✓ Er leikfangið hættulaust? Oft eru á fallega leikfanginu leyndar hættur. Má þar nefna prjón á bildekkjum og augu, sem fest eru með löngum oddi i mörg- um gæludýrum. Orsmáar plast- kúlur, sem stundum eru notaðar til að stoppa með gæludýr, eru mjög hættulegar. Bilar og önnur leikföng úr málmi geta verið stór- varasöm, t.d. ef barn dettur á þau, og sama er að segja um leik- föng með hvössum brúnum eða lausum nöglum. Ef leikfangið er úr plasti þarf að gæta þess, að ekki flisist úr þvi, ef það brotnar. Ekki skal gefa börnum undir skólaaldri dálka eða hnifa. Var- ast ber að hafa i leikfangakassa litla óvitans smáa hluti, sem hann getur sett upp i sig. Þolir leikfangið hörkulega meðferð? Miklu skiptir, að leikföng yngstu barnanna þoli óbliða með- ferð, t.d. bit og högg ýmiss konar. Við kaup leikfangs þarf að hugsa um, hvernig meðferð það getur fengið i höndum barnsins, og þvi ber aðganga úr skugga um, hvort leikfangið þolir högg áfallalaust. Er auðvelt að þrifa leikfangið? Tréleikföng þarf að vera unnt að þvo án þess að málningin flagni af, auðvelt þarf að vera að þvo gæiudýrin og inni i þeim á að vera svampur eða annað efni, sem þolir þvott. Mestu skiptir þetta fyrir yngstu börnin, þar sem þau setja leikfangið mikið að munninum til að kynnast þvi. NÝ BÓK i ÚRVALi ISLENZKRA SAMTÍMA- LJÓÐA: ÍSLENZK LJÓÐ 1964 1973 eftir 61 höfund RITGERÐAÚRVAL EFTIR 19 ÞJÓÐKUNNA MENN ISLENZKAR URVALSGREINAR ARSRITIN TVÖ: | ALMAWK ALMANAK með 1977 ARBÓK ’ * iSLANDS og ! VTj>’ ANDVARI i AAENNINGARSJÓÐUR OG ÞJÓÐVINAFÉLAGIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.