Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 3
?.a Föstudagur 17. desember 1976 FRÉTTIR 3 Ályktun bændafundar á Blönduósi „Ályktað um mái, sem menn höfðu ekki kynnt sér nægilega vel... — segja Sambandsmenn Eins og kunnugt er af fréttum var haldinn mjög fjölmennur fundur bænda á Blönduósi i siðustu viku. Var meðal annars fjallað um afurðasölumál landbúnaðarins og deilt á starfsemi Búvörudeildar SIS. I þvl sambandi geröi bænda- fundurinn m.a. eftirfarandi á- lyktun: „Fundurinn telur núverandi stjórnarfyrirkomulag Búvöru- deildar S.Í.S. óviöunandi og bend- ir á þá staöreynd, aö Búvöru- deildin hefur ekki skilaö réttu veröi á réttum tima til slátur leyfishafa. Fundurinn álitur brýna þörf á eftirfarandi breyt- ingum: A. Framleiöendur fái beina aðild aö stjórn Búvörudeildar S.t.S. og Osta- og smjörsölunni. B Búvörudeild hafi sjáifstætt bókhald og samvinnufélögunum séu sendir ársreikningar. C. Búvörudeild greiði sláturleyf- ishöfum mánabarlega upp I seld- ar og greiddar afurðir, aö frá- dregnum hóflega áætluöum kostnaöi.” í framhaldi af þessu hefur veriö send út yfirlýsing frá Búvörudeild Sambandsins, þar sem segir, aö ofangreind ályktun sé ekki rétt, heldur órökstudd fullyrðing. Sambandið selji afurðir slátur- húsanna i umboðssölu og skipti innkomnu söluandviröi til slátur- leyfishafanna mánaðarlega, sem sé sami háttur og c-liður ályktun- Borgarfundur um eldvarnir í Borgarnesi Gestir fá að spreyta sig á notkun slökkvitækja 1 kvöld kl. 20.30 verður hald inn almennur borgarafundur i Borgarnesi um uppbyggingu og mebhöndlun slökkvitækja. Er það Junior Chamber i Borgarnesi sem stendur að fundinum, og hyggur félagið jafnframt stuðla aö bættum eld- vörnum i kaupstaðnum og nær- liggjandi héruðum. Er ætlunin, að allar ibúðir og fyrirtæki verði heimsótt, og forráðamönnum boðið að kaupa slökkvitæki eða reykskynjara á mjög hagstæðu veröi. Kostar slökkvitækið 9000 krónur, en reykskynjarinn 13.000 kr. Hefur hreppsnefnd Borgarness ákveðið að greiða verðið niöur að einhverju leyti, en tækin verða boðin til sölu á morgun og sunnudag. A borgarafundinum verða eldvarnartækin til sýnis, og verður kveikt bál utan fundar- salar ef veður leyfir, þar sem fundargestir geta glöggvað sig á notkun tækjanna. Leiðbeinandi á fundinum verður Ástvaldur Eiriksson, slökkviliðsmaður á Keflavikur- flugvelli en hann mun einnig svara fyrirspurnum fundar- gesta. Jafnframt hyggst Junior Chamber gefa út blað um eld- varnir, svo og handhægan leiðbeiningabækling, þar sem bent er á rétt viðbrögð-verði eldur laus. Markmið Junior Chamber með þessari fræðslustarfsemi er aö vernda lif samborgar- anna, stuðla að auknum eld- vörnum, forða eignatjóni og út- vega nauðsynleg tæki á sem lægstu veröi. —JSS Bréfapóststofur opnar til kl. 22 i dag, föstudag, verða bréfapöststofur opnar til kl. 22, til móttöku á jólapósti. A morg- un, laugardag, verða allar póstsstofur opnar til klukkan 16.00. Fólki er vinsamlega bent á, að hraða póstlagningu jólapósts- ins, enda liður nú að jólum og það flýtir mjög fyrir póst- dreifingu að pósturinn sé snemma á ferðinni. Leiðrétting t frétt sem birtist i blaðinu I gær undir fyrirsögninni „Mál Kristjáns og Hauks” urðu þau leiðu mistök að dálkar vixluðust i uppsetningu. Dálkur nr. 4 í fréttinni á að vera nr. 2, dálkur nr. 2 I fréttinni á að vera nr. 3 og dálkur nr. 3 i fréttinni á að vera nr. 4. Rétt þykir að benda lesendum á þessi mistök þar eð annað kynni að valda misskilningi. Jólasveinar nálgast Akranes: Viðstaddir þegar kveikt verður á jólatré á Akratorgi Frá Akranesi barst þessi frétt i morgun: Jólasveinar eru nú víöa komnir á kreik. 1 morgun varö þeirra vart á Akrafjalli og stefndu þeir til byggða. Kváðust þeir vera á leið niöurá Akratorg á Akranesi og verða þar á morgun, laugardag klukkan 16, en þá verður kveikt þar á jóla- tré. Jólatréö er gjöf frá Tönder, vinabæ Akraness i Danmörku. Þorvaldur Þorvaldsson, for- maður Norræna félagsins á Akranesi afhendir tréð fyrir hönd ■ gefenda, en Daniel Agústinusson, forseti bæjar- stjórnar, veitir þvi viötöku fyrir hönd bæjarbúa. Barnakór syngur undir stjórn Jóns Karls Einarssonar, og á eftir er dagskrá i umsjá Æskulýösráðs og Skagaleik- flokksins. arinnar geri kröfu um. Varðandi A og C liði ályktunar- innar skuli beat á, að skipulag þaðsemóskaðsé eftir hjá Búvöru- deild, sé að mestu það sama og nú er rikjandi. Starfandi sé sérstök samstarfsnefnd sláturleyfishafa og Búvörudeildar og tvisvar á ári séu haldnir fundir meö öllum sláturleyfishöfum sem Búvöru- deild selur fyrir. Loks segir að allar upplýsingar um sölu og kostnað Búvörudeild- ar liggi að sjálfsögðu fyrir i bók- haldi hennar, sem endurskoðað sé af þar til kjörnum endurskoðend- um og Endurskoðunarskrifstofu Sambandsins. Þarna virðist þvi vera ályktað um mál, sem menn hafi ekki kynnt sér nægilega. —JSS Lítil viðbrögð við ummæl- um Kristjáns Péturssonar Svo sem fram hefur komið, hef- ur sú ákvörðun að færa rannsókn á máli leigubflstjórans Guðbjarts Pálssonar frá embætti bæjar- fógetans f Keflavik til Sakadóms Reykjavikur, sætt nokkurri gagn- rýni. Hefur verið haft eftir yfirsaka- dómaranum í Reykjavik, Hall- dóri Þorbjörnssyni, að hann sjái engin rök fyrir flutningi máisins til Reykjavíkur, og ennfremur að hann telji lang eðlilegast að rann- sókn málsins verði lokið I Kefla- vik. Kristján Pétursson hefur lýst vanþóknun sinni og furðu á þess- ari málsmeðferð. t Alþýðublaðinu I gær birtust svohijóðandi um- mæli Kristjáns „Ég sé ekki betur af þvi svona hættir eru mér ekki neitt nýmæli orðið, en að ég sjái mig tilneyddan til að birta þau sakargögn sem ég hef I höndum. Það mundi ég auðvitað gera á mina ábyrgð”. Sagðist Kristján telja að þegar jafn viðtæk mál væru á ferðinni ættu landsmenn fullan rétt á að vita um það sem hann gæti af mörkum latið til að upplýsa um hvað málið snúist. Vegna þessara ummæla Kristjáns hafði Alþýðublaðið samband við Halldór Þorbjörns- son yfirsakadómara. Sagðist Halldór litið geta sagt um slik ummæli, en sér vitanlega væru gögn Kristjáns, sem og önn- ur gögn varðandi þetta mál nú i höndum Sakadóms. Þá hafði blaðið samband viö Þórð Björnsson, rikissaksóknara og bar ummæli Kristjáns undir hann. Sagðist Þórður ekki vilja tjá sig um þetta mál að svo komnu enda vildi hann ekki eiga orðaskipti við Kristján i gegnum fjöimiðla. Þó teldi hann eðlilegast að Kristján Pétursson afhenti yf- irsakadómara þau gögn sem hann hefði varðandi þetta mál. —GEK A.m.k. 80 heimili þiggja aðstoð frá systrafélag- inu Alfa fyrir j ðlin Systvuféia; ið Alfa, sem starf- rækl er aí safnaðarkonum úr söfnuði sjöunda dags aðventista, hefur löngum sett mikinn svip á þau félög sem unnið hafa að hjálparstarfsemi til þeirra sem verst eru staddir i þjóðfélaginu. Hefur það verið viðtekin venja að halda basar og flóamarkaði til fjáröflunar félaginu, og hefur það venjulega gefið góða raun. Einnig hefur fataúthlutun ætið verið stór þáttur I starfsemi félagsins. ,Sið- asta fataúthlutun systrafélagsins var i nóvembermánuði. Að venju kom fjöldi fólks og voru afhentar fleiri þúsund flikur, sem systrafé- lagskonur sögðust alls ekki hafa komist yfir að telja. Mest fór af skófatnaði og barnafatnaði sem alltaf er mest spurt eftir Vand- ræðin eru bara þau að barnafatn- aður er það sem minnst berst af, en hver einasta barnaflik sem fyrir lá gekk út. Er við litum við i bækisöðvum systrafélagsins i Ingólfsstræti I gær voru þar fyrir margar hend- ur að vinna mikið verk. Voru fé- Þaö voru margar hendur á lofti er við litum inn og trufluðum systrafé- lagskonur við störf sfn í gær. — Mynd ATA lagskonur i óðaönn að senda út matarpakka og peningagjafir til fólks sem á þarf að halda. Siðast- liðiö ár sendi systrafélagið mat- arglaðning til 30 heimila og pen-' inga i 50 staði. Eru það mikið sömu heimili sem þess háttar sendingar fá og einungis þeir sem fyrirfram er vitað að mest þurfa á að halda. Hægt er að gerast styrktarfélagi að Alfa og eru mörg fyrirtæki sem styrkja félag- iðárlega með peningaupphæðum. Einnig mun systrafélagiö senda 7 fatakassa til Afriku, þar sem Svein Johansen mun taka við þeim og dreifa meðal innfæddra. —AB. S tj ór narf lokkar nir áhugalausir um dagvistarmál t umræðum á Alþingi sfðastliðinn miðvikudag, þegar greidd voru atkvæði um hinar ýmsu og ein- stöku tillögur, bar það meöal annars til tiðinda, að Albert Guðmundsson sá ástæðu til að hlaupast und- an flokksaganum og greiða atkvæði samkvæmt eig- in sannfæringu. Svava Jakobsdóttir hafði flutt breytingatillögu við frumvarp til fjárlaga, þar sem gert var ráð fyrir að fjárveiting til dagvistunarheimila yrði hækkuð úr 110.7 miljónum I 178 miljónir. Þeir sein studdu þessa tillögu voru þingmenn Al- þýðuflokksins, Alþýðubandalags og Samtaka, og svo Albert Guðmundsson. Allir aörir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillög- unni og svo að sjálfsögðu þingmenn Framsóknar- flokksins með tölu. Þessi breytingartillaga hefur þó nokkra sérstööu I hugum almennings eins og nú er ástatt. Það vita þingmenn einnig, eða ættu að vita. Þetta var þess vegna ekki baratíllaga um aukin útgjöld rikissjóðs, heldur miklu fremur könnun á þvl, hver væri hinn raunverulegi hugur þingmanna til þess alvarlega ástands, sem nú hefur skapast I dagvistunarmálum hér á landi. Fjárveitingar til þessara mála hrökkva skammt og duga ekki einu sinni til að viðhalda þvi ástandi sem nú er hvað þá heldur að bæta úr. —BJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.