Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 16
Sjálfsvíg hafa ekki aukizt hlutfallslega FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1976 Aukin þrýstingur vegna breyttra viðhorfa - segir Guðrún Jónsdóttir geðlæknir á Geðdeild Borgarspítalans Geðdeild Borgar- spitalans var fyrsta geðdeildin sem sett var á stofn á almennu sjúkrahúsi hér á landi, tekin i notkun i júni- mánuði 1968. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur geðlæknis þar, er talið mjög heppilegt að hafa slikar deildir inn á almennum sjúkra- húsum, þar sem mikið atriði er fyrir sjúk- lingana sjálfa að vera ekki greindir frá öðrum sjúklingum með þvi að setja þá á sérstakar geðlækningastofnanir. Sagði Guðrún sam- starfið við aðrar deildir sjúkrahússins mjög gott, en það sem háði deildinni nokkuð væri skortur á starfsliði. Ástæðan til þess að blaðið hafði tal af Guðrúnu var sú, að þvi hefur heyrzt fleygt, að tiðni sjálfsviga (sjálfsmoröa) hafi mjög farið vaxandi og einnig, að þrýstingur á geðsjúkrahús og geðdeildir hafi mjög aukizt upp á siðkastið vegna aukinnar þarfar. Sjúklingar geðdeildar Borgarspitalans eru að mikl u leyti fólk sem gert hefur tilraun til sjálfsvigs og Guðrún þvi flestum fróðari um þau mál, auk þess sem hún hefur rann- sakað sjálfsvig á Islandi á árunum 1962 til 1973 og orsakir þeirra. Breytt viðhorf skapa aukinn þrýsting Það kom i ljós í viðtalinu við Guðrúnu, að fjöldi sjúklinga á geðdeildinnihefur fariö vaxandi ár frá ári. Þannig voru 384 sjúklingar þar árið 1974, 435 árið 1975 og á þriðjudaginn var, 14. des., hafði sjúklingatalan náð um 400, þannig að talið er vist, að hún fari i ár yfir þann fjölda sem var siöasta ár. Af þessum fjölda i ár eru liölega 170 sem koma í fyrsta skipti á deildina og yfir 50 sem koma af Slysavarðstofunni eftir sjálfs- vigstilraunir. Þessi aukni sjúklingafjöldi, telur Guörún, stafar að miklu leyti af þvi að viðhorf fólks hefur breyzt mjög gagnvart geðrænum sjúkdómum og trú hefur aukizt á möguieikum til að lækna þá. Þetta kemur af aukinni fræðslu um þessi mál meðalalmenningsEinnig kemur til, að mörg heimili, risa ekki undir þvi að hafa þar einstak- ling meö geörænan sjúkdóm vegna aukinnar vinnu aðstand- enda utan heimilisins. Þjóðfélagsmyndin hefur breyzt að þessu leyti, en jafnframt skilningur almennings á þessum málum. Erfiðleikar við að fá pláss fyrir langlegusjúk- linga annars staðar, skapar mikil vandamál. Ekki hlutfallsleg fjölgun sjálfsviga Eins og fyrr segir hefur Guðrún gert könnun á sjálfs- vigum á Islandi á árunum 1962 til 1973. Til viðbótar þeim athug- unum eru nú komnar tölur fyrir árin 1974 og 1975, en sjálfsvig voru 22 bæði árin, 1974 16 karlar og 6 konur og 1975 14 karlar og 8 konur. Tölur eru ekki til fyrir árið sem er að liöa. Ekki kemur fram i könnuninni hlutfallsleg fjölgun, heldur aö tiöni sjálfs- viga er mjög breytileg frá ári til árs og mánuði til mánaðar Þannig er árið 1966 með lang- hæsta tölu sjálfsvlga á þeim tólf árum sem könnun Guðrúnar tekur yfir, eöa 37, en hins vegar kvaðst hún ekki hafa gert sér grein fyrir ástæðunni. Hvað árstima snertir, er mjög almenn skoöun aö sjálfsvig og sjálfsvigstilraunir séu i hámarki i dimmasta skamm- deginu. Þetta er, að sögn Guðrúnar, rétt hvað snertir konur. Þar eru mánuðirnir október, nóvemberog desember með hæsta tiðni. En hjá karl- mönnum er tiðni sjálfsviga hæst i marzmánuöi og mái, þ.e. þegar daginn lengir. Samanlagður fjöldi sjálfsviga Guðrún Jónsdóttir á árunum 1962 til 1973 var 261 og skiptist þannig, að karlar voru 209 en konur 52. Þetta hlutfall milli kynja er hið mesta á Norðurlöndum, en hvað snertir fjölda sjálfsviga eru Islendingar i næstneðsta sæti á Noröur- löndum. Aðeins Noregurer fyrir neöan. Hvað aldur snertir viröast ■árin frá 60 til 69 ára aldurs vera erfiöust hjá karlmönnum, 38,4%, og raunar einnig hjá konum, 12,6%. Róttækari aðferðir karla Það er athyglisvert, að tilraunir til sjálfsviga eru 8-10 sinnum fleiri en sjálfsvig og aö konur eru i miklum meirihluta meðal þeirra sem mistakast slikar tilraunir. Meðal sjúklinga sem lagöir eru inn vegna sjálfs- vigstilrauna eru 39 konur á móti 12 karlmönnum, af tilraunum sem takast má hins vegar segja að hlutfallið sé þveröfugt, karl- menn i miklum meirihluta, eða l:14.Þetta kemurmeðalannars til af þeim aöferðum sem notaðar eru: karlmenn nota mun róttækari aðferðir, eins og skotvopn til dæmis, en konur hneigjast fremur að lyfjatöku og öðrum aðferðum, sem unnt erað ráða bót á, ef viðkomandi kemst undir læknishendur. Aðstæður persónulegar og þjóðfélagslegar En hverjar eru orsakir þess, að fólk reynir aö svifta sig lifi? Að baki sérhvers sjálfsvigs hlýtur að liggja harmleikur þeirrar manneskju sem slikan verknaðfremur. En hverjar eru rætur slikra persónulegra harmleikja? — Þær eru mjög mis- munandi, segir Guðrún. — Persónulegar og þjóðfélags- legar. Menn geta fengið staö- festingu á þvi, að þeir séu haldnir banvænum sjúkdómi og lifið verður þeim óbærilegt við þá vitneskju. Erfiðleikar i fjár- málum, fjölskylduerjur, tilraun til að ná sér niðri á einhverjum nákomnum. Samkvæmt athug- uninni sem fyrr getur um, voru 36,8% haldnir geðsjúkdómum sem staðfestir voru. 21,8% voru haldin geðrænum vandamálum vegna ofneyzlu áfengis og lyfja. Auk þess var talið, en ekki stað- fest með geðskoðun fyrir andlát, aö 16,1% hafi þjáöst af þung- lyndi. — En hvernig bregðast þeir við, sem gert hafa tilraun til sjáífsvigs og vaknað á sjúkra- húsi? — Þaðskiptirmjögitvöhorn. Margir eru vonsviknir þegar þeir vakna og uppgötva að þeir lifa enn. Aðrir eru fegnir að þetta skyldi hafa mistekizt. Af samræðum við þetta fólk hef ég komizt að þvi, að dauðaósk og lifslöngum eru mjög jöfn á metum hjá þvi. En það er nú svo, að þeir sem vonsviknir eru og jafnvel reiðir okkur fyrir að lifga þá við, komast yfirleitt yfir það hugar- ástand og það er i raun ótrúlegt, hve skamman tima þaö tekur að komast ;yfin það. Og ég get sagt, að þegar vel tekst til, er þetta þakklátasta starf sem ég get hugsað mér, sagði Guðrún Jónsdóttir að lokum. —hm Hafa „strætó-flugfargjöldin" áhrif á Bandaríkjaflug Flugleiða? LAKER UNDIRBÝÐUR FLUGFAR- GJÖLD A N-ATLANTSHAFSLEIÐ I fyrradag féll i hæstarétti i London dómur i máli Fred Laker, eigianda flugfélagsins Laker Air- ways, gegn samgönguyfirvöld- um, sem hafa neitað aö veita Laker flugfélaginu leyfi til að hefja reglubundiö flug yfir Norö- ur-Atlantshafiö á lægra verði en önnur flugfélög hafa hingað til boðið. Dómur féll á þann veg að þá- verandi samgönguráöherra hefði ekki haft heimild til aö koma í veg fyrir ráöagerð „Strætisvagnafar- gjalda” Laker, þótt svo hann hefði taliö slikt ekki þjónahags- munum brezkra flugsamgangna. Laker hefur lengi haft á prjón- unum að bjóða upp á mjög ódýrar flugferðir til Bandarikjanna, með vissum skilyröum þó. M .a. veröur engin þjónusta veitt um borð nema greitt sér sérstaklega fyrir hana önnur en neyðarþjónusta. Farþegar verða aö vera mættir á flugvöll tilteknum tima fyrir aug- lýsta brottför og þar ræður biðröð þvi hverjir munu fá far. Félagið verður ekki bótaskylt gagnvart þeim, sem lenda það aftarlega i röðinni aö þeir komast ekki meö. Með slikum og öðrum ráðstöf- unum telur Freddy Laker sig þess umkominn aö bjóða mjög ódýrt flugfar á leiðinni milli London og New York og segir sjálfur aö þetta muni ekki keppa svo mjög við áætlunarflug almennt, heldur miklu fremur við leiguflug hóp- ferða, en þaö hefur tekið nokkurn skerf farþega frá þeim flugfélög- um, sem haldiö hafa uppi reglu- bundnu áætlunarflugi. „Strætisvagnaflug” Lakers verður reglubundið, og hann skuldbindur sig að fljúga alla auglýsta daga, þótt ekki verði um fulla nýtingu að ræða. En einmitt á þeim forsendum helztum Ur- skurðaði hæstiréttur að ekki væri hægt aö meina flugfélaginu um ieyfi. Flugmálayfirvöld New York rikis höfðu fyrir sitt leyti fallist á hinar ódýru flugferöir, enda talið aðþær fullnægðu kröfum um lág- marksþjónustu og myndu koma farþegum til góða. Sjáifur hefurLakersagtað með slikum ferðum muni nýr hópur fólks bætast i raðir farþega, fólk, sem ekki taldi sig hafa efni á að’ ferðast á þessari leiö og af ein- hverjum ástæðum gat ekki fallið inn i hópferðaáætlanir leigufé- laga. Með dómi þessum er siðustu hindruninni fyrir flugáætlun Lakers hrundið úr vegi, og þegar dómurinn var upp kveðinn á mið- vikudag sagöi Fred Laker að flugið myndi geta hafizt um páska. Alþýðublaðið náði ekki I gær sambandi við talsmann Flug- leiða, en Flugleiðir (og áður Loft- leiðir) hafa boöið upp á eitthvert ódýrasta flugfargjald á leiðinni yfir N-Atlantshaf I föstu áætlun- arf lugi, og ekki er vitaö hvort eða hvernig flug Lakers kunni að hafa áhrif á Bandarikjaflug Flugleiða. —BS. alþýðu blaöið Heyrt: (og séð á Alþingi) Ragnhildi Helgadóttur lýsa yfir þvi að hún gæti ekki tekið þá áhættu að greiða atkvæði með tillögu Magn- úsar Kjartanssonar um hækkaða fjárveitingu til geödeildar Landspitalans. Kvaðst Ragnhildur óttast, að ef hún greiddi tillögunni atkvæði yrði hún ekki að- eins talin „þrýstihópur”, sem hún reyndar væri, heldur „háþrýstihópur”, sem hún teldi sig ekki vera, hvað svo sem kollegar hennar af gagnstæða kyn- inu kynnu um bað að segja. • Lesið: 1 Frjálsri verzlun: „Þaö mun hafa vakið at- hygli og umtal ekki slzt innan veggja Alþingis, að einn skeleggasti bindindis- frömuður landsins, Steinar Guðmundsson, birti nýlega i blaðisinu, Snepli, áskorun til þingmanna og annarra framámanna i þjóöfélaginu um að þeir tækju höndum saman I baráttunni gegn á- fengisbölinu. I grein sinni gat Steinar þess, að hann byggist við sérstaklega góðum undirtektum og lið- sinnifrá „alkóhólistunum á Alþingi”. • Tekið eftir: Að viötal séra Emils Björnssonar, frétta- stjóra sjónvarpsins, við Brynjólf Bjarnason, þar sem meðal annars var fjallað um skoðanir Brynjólfs á kommúnisma og trúarbrögðum, hafi vak- iö verulega athygli. Margir stjórnmáiamenn hafa talið þetta eitt merkasta viðtal af þessu tagi, sem sýnt hef- ur verið i sjónvarpi. Væri óskandi að fleiri slikir fylgdu á eftir, þar sem „pólitikusar” fengju að segja skoðanir sfnar, án þess aö einhver þurfi að vera með til að andmæla. • Séð: 1 Frjálsri verzlun: „Mörgum Alþýöubanda- lagsmanninum finnst framiþeirra ólafs Ragnars Grímssonar og Baldurs óskarssonar vera skjótur i flokknum þar sem þeir voru þegar við inngöngu i bandalagið kosnir i mið- stjórn þess. En kommar viðurkenna, að hentistefna hafi oft áður ráðið skipan manna i helztu áhrifastöð- ur i flokknum og á fram- boðslista hans. Þannig er nú reiknað með þvi að Ólaf- ur Ragnar skili bandalag- inu einhverju af fylgis- mönnum austur á fjörðum og þær vonir eru bundnar við Baldur, að hans vegur fari vaxandi á komandi tiö innan verkalýðshreyfing- arinnar. Þeir, sem bezt þekkja til i Alþýðubanda- laginu segja, að ólafur Ragnar verði sennilega felldur út úr miðstjórninni næst þegar kosiö veröur en Baldur sé fastari i sessi þar. Hann mun ætla sér stóra hluti i Verzlunar- mannafélagi Reykjavikur og hver veit nema hann gefi kost á ser til for- manns.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.