Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 6
6 SJÖNARRilO Föstudagur 17. desember 1976 SSSSr Eru íslendingar hættir að Eftir að ASÍ-þinginu lauk, hefur vart liðið sá dagur, að ekki hafi verið tilkynntar hækk- anir á matvörum, og öðrum nauðsynjum. Eins og áður hafa land- búnaðarvörurnar verið það, sem fyrst og mest hefur hækkað. Allar þessar hækkanir bera það.með sér, að hér sé um einskonar ögrunaraögerðir af hálfu stjórnvalda að ræða. A ASÍ-þinginu kom fram mikil andstaða viö launamálastefnu rikistjórnarinnar og einróma álit þingheims var það, að kaup- máttur launa hafi minrikaö til muna að undanförnu. Til þess að sýna það og sanna fyrir laun- þegum, hvaða álit höföingjarn- ir,sem við stjórnvöl þjóðarskút- unnar standa, hafa á ályktunum þings alþýöunnar i landinu, skella þeir nýrri holskeflu verð- hækkanna yfir iandslýð og rýra þannig kjörin enn meir. tsland láglaunasvæði Nú er svo komið, að i landi, þar sem áður bjó velferöarþjóð- félag, þar er nú láglaunasvæði. Og það sem verra er, ástandið fer siður en svo batnandi. Til þess aö geta lifað af kaupi sinu,parffólkaðvinna lengri og lengri vinnudag. Þróun þessi er mjög slæm. Með lengri vinnu- degi verða menn þreyttari, þaö þýðir lakari afköst, en léleg vinnuafköst eru að sjálfsögðu þjóðfélagtnu óhagstæð, sem aftur kemur út i auknum álög- um á launþegana, sem verða að vinna lengur til að geta mætt auknum álögum.Þetta er mikill vitahringur. Aukið vinnuálag kemur einnig út i aukinni streitu viðkomandi aðila. Streitan kemur svo niður á heilsunni, bæði geðheilsu og likamlegri hreysti. Þaö er engin tilviljun, aö sjaldati eða aldrei hafa sjálfsmorð verið eins tið hér á landi og nú. Ekki hægt að lifa af daglaununum. Það liggur ljóst • fyrir, að venjulegt launafólk getur alls ekki lifað af daglaunum sinum einum saman, en það er þó afar sanngjörn krafa, að svo sé. Maður, sdm vinnur 40 stunda vinnuviku, borgar skattana sina og húsaleigu án svika og undan- bragða, á ekki fyrir salti út á grautinn sinn, hvaö þá meir. Hann verður að vinna meira og meira, þá hækka tekjurnar og um leið skattarnir, en til þess að borga hækkaða skatta, verður hann að vinna meira. Út úr þessu er afar erfitt að losna. íslendingar hættir að hafa tima til þess að lifa? Þetta ástand er mjög óæski- legt. Fólk hættir að hafa tima til þess að gera annaö en að stunda vinnu sína, færri og færri hafa nokkuð tómstundagaman, þvi þeir h^fa engar tómstundir til að stunda það i. Fáir hafa tima til að lesa bækur eða stunda menninguna yfirleitt, fæstir hafa tima til að lesa blööin, þeir rétt hlaupa yfir fyrirsagnirnar (svo þú lest þennan pistil tæp- lega heldur, lesandi góður). Það er helzt, að hægt sé að sofa fyrir framansjónvarpið. Fólk er hætt að hafa tima til að láta tilfinn- ingarnar ráða, eins og til dæmis um jólin. Einu sinni (ekki fyrir svoýkjalöngu) hlakkaði öll fjöl- skyldan til jólanna, litli bróðir jafnt sem mamma, þó aö hún hefði mikið að gera i jólabakstr- inum og undirbúningur allur við jólahaldið kæmi örlitið illa við veskið hans pabba. Fá jólaljós. Eitt dæmi um það, aö hugur manna til jólanna hefur breytzt er þaö, hvað fá jólaljós sjást við Ibúðarhús i borginni, þegar þess er gætt, hvað fáir dagar eru til jola. Fyrir um það bil fimm árum var borgin vel lýst af þessum jólaljósum, en þeim hefur fækkaö ár frá ári, fækkað jafnt og þétt. Nú virðast þau i algeru lágmarki. önnur skýring er einnig sú, að fólk hafi hrein- lega ekki tima til að halda jól frekar en annað. t gamla daga voru jólin svo snar þáttur I lifi Islendinga, aö þéir fóru jafnvel i bað i tilefni þeirra og þurfti ekki svo lltið til að sú athöfn yrði framkvæmd. Pabbinn smiðaöi Jólatré úti i skúr meðan litla systir og stóri bróðir gægðust inn um gluggann til að fylgjast með og einnig til að reyna aö koma auga á sleð- ann sem bróðir átti að fá og brúðuna, sem systir átti að fá (samanber hinar rómantizku barnabókmenntir sem undirrit- aður las, meöan hann hafði tima til þess sem barn). Nútímajólahald. Nú er öldin önnur (einnig I eiginlegum skilningi). Nú eru náttúrlega keypt jólatré og gjaf- ir, en til að standa straum af þessum kostnaði þarf að vinna meira I desember og janúar, eða þá að slá enn einn vixilinn. Trénu er kastað inn á gólf, helzt þar sem litið ber á þvi. Börnin era látin úða einhverju ’engla- hári (eða hvað það nú heitir) á tréð, því enginn annar hefur tima til þess. Axel Ammendrup Svo þegar liöur á aðfangadag, fara börnin að kætast, mamman að þreytast yfir matseldinni og faöirinn að gera aö sárinu sem hann hlaut, þegar hann var að naglhreinsa timbrið i nýja hús- inu (hann gat nefnilega ekki fengið að vinna á aðfangadag- inn, svo hann ákvað að slappa af við nýbygginguna sina). Þegar búið er að boröa hát- iðarmatinn búa börnin sig undir að opna pakkana sina, meðan mamma þvær upp og pabbi fær sér smá blund, yfirkominn af þreytu af hugsuninni einni saman um það, hvað hann þurfi aö vinna mikið til að geta borg- aö vixilinn, sem hann sló til að standa straum af jólahaldinu. Jólin, sem áður voru gleði og upplyfting i skammdeginu, eru nú orðin, byrði mörgu fólki, þaö finna börnin og það eyðileggur saklausa ánægju þeirra. Til þess, að allt mannlif I landinu eigi ekki að eyði- leggjast, þarf að koma til móts viðkröfurlaunafólks um það, að laun af dagvinnu nægi til að halda lifi i fólki. Þaö þarf að breyta launastefnu rikisstjórn- arinnar. Axel Ammendrup OR VMSUM ATTUM Raunasaga 1 Heimilispóstinum, heimilis- blaði Grundar, segir Gestur Sturluson raunasögu, sem er raunaleg fyrir margra hluta sakir. Ekki sizt vegna þess að hún sýnir okkur á ljóslifandi hátthversu skammt öll viðleitni til að leysa vandamál ýmissa, sem minna mega sin, nær. Kerfiö er þess ekki umkomið að leggja hönd á plóginn, og þegar oröum sleppir og til at- hafna kemur má enginn rétta hjálparhönd. Jafnvel fjármála- ráðuneytið neitar að gefa eftir toll af sérsmiöaðri bifreið fyrir öryrkja. Gestur ritar þessa sögu vegna greinar Friöriks A. Brekkan i fyrra tölublaöi Heimilispósts- ins, en þar er bent á nauðsyn þess að fengnar verði bifreiðar til að flytja fólk i hjólastólum. Gestur segir m.a.: „Saga þessa bifreiðamáls er hálfgerð raunasaga. Fyrir hálfu öðru ári kom hingað bifreið tilaö aka með fólk i hjólastólum. Þessi bifreið er að visu ekki full- komin til sliks brúks, en þó miklu betri en engin. Bifreiðin var gefin öryrkjabandalaginu af ýmsum liknarfélögum. Þegar hún kom til landsins voru ekki nógir peningar til að greiða toll- inn, enrikiövildi ekki gefa eftír nema helming tollsins, en þá greip Ásbjörn ólafsson, stór- kaupmaður, inn i af sinni al- kunnu rausn og borgaði biiinn út úr tollinum. En þá var eftir þrautin þyngri, og það var að koma bifreiöinni i rekstur. Fyrst var hugmyndin að lög- reglan tæki aö sér aö reka bilinn en lögreglustjóri taldi ekki möguleika á þvi. Billinn stendur svo fleiri mán- uði aðgerðarlaus. — Þá er það næst að leigubilstjóri hér I borg- inni tók aö sér að aka bilnum, og gerði hann þaði nokkra mánuði. En þar sem maöurinn var sjálf- ur nokkuð fatlaður, gat þetta ekki verið til frambúðar. tsumar hefurSjálfsbjörg haft bilinn að láni, en ekki haft menn á honum nema i igripum. Það siðasta, sem ég hef frétt, er að nú sé verið að reyna að semja viö Strætisvagna Reykjavikur um rekstur bilsins, en með hvaða hætti það er hugsað, er mér ókunnugt. Vín skal til vinar drekka (?!?) Deilt er, og verða mun, um það hvort við hæfi sé að fagna unnum áföngum meö þeim hætti að skála i vini.Þarsem vel tekst til þarf eitt glas eða t'-ö af léttu vini ekki að vera til skaöa frem- ur en veitingar tóbaks. En þvi miður er sjaldan efnt til slikra veitinga nema ætluð sé talsverð neyzla mungátanna. Það tiðkast engu siður — og ekki sizt meðal opinberra embætta —• að efna til rikulegra veizlna þegar fagnað er ein- hverjum áfanga, jafnvel þegar hóflegri veitingar kæmu sér betur. Það á einkum við ef slikt gerist á almennum vinnutima. En þótt umdeildur siður sé húsfastur vilja blöð og timarit illu heilli hampa honum með þvi að birta i tima og ótima myndir af boösgestum með glas i ann- arri hendi og tóbak I hinni. A sextugsafmæli forseta vors heimsótti sjónvarpið Bessastaöi þegar rikisstjórnin árnaði for- setanum heilia, og viö það tæki- færi voru ráðherrarnir festir á filmu með glas i hendi. A forsiðu timarits fjölmenns starfsmannafélags var fyrir skömmu ein stór mynd, — og látum við neðri hluta myndar- innar flakka hér með, svona til nánari útskýringar. Það er rétt að undirstrika að margir fara vel með vin og tiö- um er þaö fyllilega viö hæfi aö skála i léttum veigum. En það er ástæðulitið að hampa þvi. Við látum það almennt óátalið þótt slikur siður eða ósiður haldist, en viljum siður auka veg hans. Þaö þarf engar reglur um þetta — aðeins smekkvisi þeirra sem velja fjölmiðlum mynda- efni. —BS. Þú skalt ekki haida aö þú fáir aö fara á þessar „fugia- veiöar” þinar á næstunni!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.