Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 2
2 STJÓRNMÁL Föstudagur 17. desember 1976 blaSlö1' 1 1 I iW ^l 1 Utgefandi: Alþýðiiflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Sfðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Stðriðja og smáiðnaður Þótt stóriðja á (slandi sé mjög umdeilanleg og ákvörðun hafi verið tekin um smíði járnblendiverk- smiðju á Grundartanga, er það fagnaðarefni að Islendingum skuli hafa tekizf að ná samningum við norska fyrirtækið Elkem Spigerverket um smiði verksmiðjunnar. Þetta norska fyrirtæki hefur á sér gott orð og samvinna við það er vænlegri til árangurs, en ef bandaríska risafyrir- tækið Union Carbide hefði tekið verkið að sér, eins og stef nt var að. For- ystumenn norska Verka- mannaf lokksins lýstu því yfir í viðtali við Alþýðu- blaðið fyrir nokkru, að Elkem Spigerverket hefði komið til móts við kröfur verkamanna og náttúruverndarmanna um þátttöku í rekstri, vinnuvernd og mengunarvarnir. En erindi þessa leiðara var ekki að taka afstöðu til samningsins sem slíks, heldur að benda á tvö at- riði tengd honum. Fyrra atriðið er það hvort ekki sé orðið fyllilega tíma- bært að taka til endur- skoðunar þær iðn- þróunarhugmyndir, sem hafa verið að mótast á undanförnum árum. Stóriðja er ein lausnin til að f jölga atvinnugrein- um á íslandi og til að nýta raforkuna. Hin lausnin, og sú sem virðist mun vænlegri, er að efla hverskonar smáiðnað sem ekki hefur í för með sér sömu hættur og stór- iðjan. Akureyri er eitt Ijós- asta dæmið um kosti smáiðnaðar. Þar hafa þróazt iðnfyrirtæki sem byggja orðið á traustum grunni, skapa mikla at- vinnuog afla bæjarfélag- inu verulegra tekna. og komið í veg fyrir þær Þessi iðnaður hef ur aukið til muna jafnvægi í fjár- málum bæjarfélagsins rriiklu sveif lur, sem verða i bæjum og þorpum, þar sem öll afkoman byggist á útgerð. Svipaða sögu er að segja úr Borgarnesi. Þar hafa risið nokkur iðn- fyrirtæki, sem haft hafa mjög góð áhrif á atvinnu- líf og afkomu íbúanna. — Á hinn bóginn hafa Is- lendingar fyrir augum bæjarfélög, sem ein- göngu hafa tekjur af út- gerð, og þar sem allt fer úr skorðum þegar fiskinn skortir. Þar er ekkert uppá að hlaupa. Islendingar hafa um áratuga skeið selt úr landi margvísleg hráefni, óunnin eða hálfunnin. Aðrar þjóðir hafa haft af því ómældar tekjur að fullvinna þessi íslenzku hráefni og senda þau á markað. Þessa þróun þarf að stöðva þegar í stað. Síðara atriðið er að benda á fáránlega að- stöðu iðnaðar á íslandi. Iðnaðurinn hefur verið olnbogabarn íslenzkra at- vinnuvega, þótt rætt sé um hann sem einn helzta bjargvætt atvinnulífsins nú og á næstu árum. Iðnaðurinn á að taka við þeirri fjölgun, sem verður á vinnumarkaðn- um, en þó býr hann við skilyrði, sem eru miklu lakari en þekkist í ná- grannalöndum okkar, og nægir í því sambandi að nef na verð á raforku. Er- lendri stóriðju er gert mun hærra undir höfði en íslenzkum iðnaði. I þess- um efnum þarf að verða algjör stefnubreyting, ef smáiðnaður á að þróast eðlilega og verða sá bjargvættur, sem honum er ætlað að vera. —ÁG— EIN- DÁLKURINN Vatikanið i íslenzku efnahagslifi____ Aður hefur verið á þaö bent hér i þessum dálk- um hvernig Seðlabankinn hefur rifið sig iausan úr tengslum við löggjafarvaldið veitinganefnd. — einkum fjár- Undir stjórn Jóhannesar Nord- al er Seðlabankinn að verða eins konar vatikan islenzks efnahags- lifs, fririki sem nýtur þó verndar stjórnvalda. Páfaveldi án stjórn- skipulegra valdatengsla en meö mikil óbein völd og áhrif. Seðlabankinn hefur áður fært ýmsum stofnunum og félögum rausnarlegar gjafir, svo sem starfsmannafélagi bankans og nú hefur yfirmaður þessa vatikans tilkynnt forseta tslands og rikis- stjórn að hann hafi ákveðið að verja 300 milljónum af 337 milljón króna tekjum af sölu minnispen- ings til stjóöstofnunar. Aðalbankastjórinn taldi þó rétt aö leyfa islenzkum ráðamönnum að taka þátt i ákvörðunum um hvernig þessari upphæð skuli endanlega varið, en hann hefur tjáð þeim þær meginreglirr, sem þeir skuli starfa eftir. Sumir alþingismenn uröu hvumsa við er þeir heyrðu af þessari rausn og Sigurlaug Bjarnadóttir bar fram fyrirspurn á Alþingi til viðskiparáðherra hvers vegna lögkjöriö fjárveit- ingavald væri ekki haft meö i ráð- Ráðherra, sem þegar hafði set- ið veizluna í páfagaröi svaraði þvi til að lýðræðis yrði gætt þegar ríkisstjórn væri búin að Ihuga til- lögur aðalbankastjóra Seöla- bankans yrði málið lagt fyrir Al- þingi. Og sennilega hefur þaö aðeins verið fyrir siðasakir, ef aöal- bankastjórinn hefur látið hjá liöa aö tilkynna rikisstjórninni slikt i veizlunni við Hafnarstræti. —BS ••••••••••••••••••••••< ELDHUSIN ERU ÓDÍRARl Spyrjið, hringið eða skrifið biðjið um litmyndabækling. HAGI! Suðurlandsbraut 6, Reykjavík. Sími: (91) 84585. Akureyri. Sími: (96) 21507 4sP..s<G s- / & ■ <s- / <2> / vO ,<<> / / ' Ao' ✓ N.O ✓ ■ír’ /^ / ,••■■ Verslunin Glerárgötu 26, /^ Vinsælustu og bestu þríhjólin Aðror stá»rdir. smtðadar eftir beiðnc GLUÍiÁASMIDJAN Siöumúla 20. simi 38220 X karaar } Lagerstærðir miðað við jmúrop:; IJæð-,210 sm x breidci: 240 sro ‘210 - x - 270 sm VIPPU - BltSKURSHURÐIN isuiií QjDUGOTiJ 3 1179J DC1RB33. Varahlutaþ jónusta. Spitalastig 8, simi 14661, pósthólf 671. Aramótaferð í Þórsmörk 31. des. — 2. jan. Ferðin hefst kl. 07.00 á gamlársdagsmorgun og komiö til baka á sunnu- dagskvöld 2.jan. Fararstjóri: Guðmundur Jóelsson. Altar nánari upplýsingar og far- miðasala á skrifstofunni öldu- götu 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.