Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 5
Si&r Föstudagur 17. desember 1976 WEBKALÝÐSMÁL 5 Kröfur danska verkamannasambandsins: F organgskröf ur: Hækkun lægstu launa og áfangahækkanir Ejler Sönder, form. Danska verkamanna- sambandsins. launum til þess aö bæta verka- mönnum atvinnuleysi sem stafar af stöðvun fyrirtækja um leneri eða skemmri tima og einnig vegna breytinga á rekstri, flutn- ingi fyrirtækja o.s.frv. Greiðslur atvinnurekenda til fræðslu- og menningarstarfsemi hækki um helming frá þvi sem at- vinnurekendur greiða nú. Atvinnuöryggi trúnaðarmanna verði tryggt betur en verið hefur. Hollustuhættir á vinnustöðum verði virkari en verið hefur. Orlof hækki úr 9.5% i 12.5%. Auk framangreindra krafna eru svo^ fjölmargar kröfur sem samið verður um i einstökum félögum og starfsgreinum. Samningarnir i Danmörku munu hafa mikla þýðingu fyrir samningagerð hér á landi, sér- staklega með tilliti til þess að við erum tveimur mánuðum seinna á ferðinni með okkar samninga. Verkamannasamband Islands er vafalaust byrjað'að undirbúa sinar kröfur og verða þær að sjálfsögðu ræddar i verkamanna- félögunum og siðan lagðar fram á ráðstefnu þeirri um launamál sem Aiþýðusambandið gengst fyrir i febrúar n.k. Samningar velflestra launþega í Danmörku falla úr gildi 1. marz n.k. og eru landssamböndin sem óðast að reka endahnútinn á kröfur sínar. Danska Verkamannasambandið er langstærsta lands- sambandið þar í landi. Voru kröfur afgreiddar á afar fjölmennum fundi fulltrúa velfestra vinnustaða innan sambandsins. Hækkun láglauna i kr. 970.00 á klstasl. úr kr. 780.00 — 800.00 sem er meðalkaup láglaunafólks. önnur forgangskrafan er áfangahækkun kaups á væntan- legu samningstimabili, með sama hætti og varð hjá okkur á yfirstandandi ári. Hækkun lægstu launa hefur lengi verið á dagskrá danskra launþega, en ekki fengizt viðun- andi árangur. Nú reikna verka- lýðssamtökin hins vegar með þvi, að viðtækur stuðningur blaða og annarra fjölmiðla við hækkun láglauna muni færa samtökunum meiri hækkun launa en nokkru sinni fyrr, að þvi er snertir lág- launafólk. Auk þessara höfuðkrafna eru settar fram ellefu aðrar kröfur og skahnokkurra þeirra getið hér.' Er þar fyrst að nefna kröfuna um að verðlagsuppbætur á kaup Þorsteinn Pétursson skrifar: bæti að fullu verðhækkanir hverju sinni. Þá er krafizt skemmri vinnu- tima fyrir þá sem vinna óþrifaleg og einnig fyrir þá sem vinna sér- staklega heilsuspillandi störf og loks skemmri vinnutirna fyrir vaktavinnu. Aukavinna verði bundin sér- stökum takmörkunum. Þess er krafizt að stofnaður verði sjóður, sem atvinnurekend- ur greiði sem svarar 0.5% af Fulltrúar vinnustaðanna leggja siðustu hönd á kröfugerðina, 29. okt. s.l Hverra hagur er atvinnulýðræði ? Atvinnulýðræði er‘nú mjög til umræðu innan samvinnuhreyf ingarinn- ar hér á landi, enda væri það aðeins eðli samvinnu- samtakanna samkvæmt að þau yrðu vagga at- vinnulýðræðis hér á landi. HLYNUR 1 forystugrein Hlyns, timarits samvinnustarfsfólks, fjallar Gunnar Sigurðsson um atvinnu- lýðræði og einkum með tilliti til þeirrar spurningar hverra hag- ur slikt sé. Einkum fjallar Gunnar um það hvernig atvinnulýðræöi fer saman við hugmyndir verka- fólks og forystumanna þess um bættan aðbúnað við störf og betri vinnustaði og mannlegri. Forystugrein Hlyns er svo- hljóðandi: Ein Volk, Ein Reich, Ein Fúhrer. öll þekkjum við þessi slagorð, a.m.k. við, sem munum ár siðari heimsstyrjaldarinnar. Um skamman tima náðu þjóö- verjar stórkostlegum efnahags- legum árangri undir þessum kjörorðum, en eftirleikinn þekkjum við öll, þvi er Der Filhrer brást, hrundi spilaborg einveldisins. Um langan aldur hefur stefna þessi viðast rikt i stjórnun fyrirtækja almennt eða allt fram á okkar daga. En eins og i Þýskalandi forðum er þessi stefna að ganga sér til húðar og við tekur valddreifing. Fjár- magnseigendur og stjórnendur stórfyrirtækja, er hafa mátt horfa upp á minnkandi arðsemi m.a. vegna aukinna kröfugerða starfsfólks og þverrandi þræls- ótta vegna breyttra þjóðfélags- legra aðstæðna fundu fyrir nokkrum árum upp eitt alls- herjar töframeðal, atvinnulýð- ræði. Aukna þátttöku hins al- menna starfsmanns i stjórnum og ákvarðanatöku fyrirtækja og stofnana, bæði hvað snertir langtimamarkmið svo og innri stjórnun. Viða er nú komið i lög, að ákveðið hlutfall i stjórnun fyrirtækja skuli skipað starfs- mönnum. 1 mörgum tilfellum hefur þetta tekist vel, framleiðni hef- ur aukist, þvi m.a. hefur tekist að fækka starfsfólki verulega þar eð það hefur fengið aukna ábyrgðartilfinningu og ánægju af vinnu sinni um leið og það hefur fengið aukna hlutdeild i skipulagningu hennar og bein áhrif á stjórnun fyrirtækjanna, sem það hefur skapað með vinnu sinni. Arangurinn hefur einnig orðið bætt skipulagning og aukin afköst. Vinnuveitendur hafa loks i verki viðurkennt þá staðreynd, sem löngu er kunn orðin af ótaí skoðanakönnunum austan hafs og vestan, að þegar allt kemur til alls, eru það ekki launin ein, sem skipta sköpum um lifsham- ingju fólks á vinnustað, heldur önnur atriði, svo sem frama- vonir, alúðlegir stjórnendur, þátttaka i skipulagningu, stjórnun og ákvarðanatöku svo þvi finnist það vera „eitthvað”. Þessa eðlisþætti hafa vinnuveit- endur i auknum mæli reynt að beisla og oft með góðum árangri, þvi aukin arðsemi og ánægt starfsfólk fara jafnan saman. Að þessu leyti má með nokkrum sanni segja, að at- vinnulýðræði i reynd sé beggja hagur. Það er þvi undarlegra, að hér á landi hefur gætt verulegrar tortryggni atvinnurekenda i garð atvinnulýðræðis gagnstætt launþegasamtökunum. Búast hefði mátt við að þessu yrði öfugt farið, þvi með þvi að gefa hinum almenna starfsmanni hlutdeild i daglegri stjórnun og ákvarðanatöku er hann um leið gerður meðábyrgur i rekstri fyrirtækisins og viðhorf hans til þess breytast i þá veru, að hon- um finnst hann vera einn af eigendunum, þó svo þegar allt kemur til alls, þá ráöi hann litlu sem engu þegar kemur til stórá- kvarðaná, t.d. um sjálfa tilveru fyrirtækjanna. Frá sjónarmiði launþegasam- takanna og þeirra stjórnmála- flokka, er styðja og styðjast við þau, ætti sú hætta að vera fyrir hendi, að stéttarvitund launþega minnkaði og þurrkað- ist smám saman út. Þessara áhyggna virðist þó eigi gæta hjá islenskum launþegasamtökum og islenskir atvinnurekendur virðast fæstir hafa meðtekið hugmyndir erlendra starfs- bræðra sinna. Skoðun min er sú, að mál þessi öll þurfi að ræða af hreinskilni af beggja hálfu, án allrar tilfinningasemi með köldu raunsæi til þess aö koma i veg fyrir mistök og þvi er það gleðiefni, að Samvinnuhreyf- ingin skuli nú hafa tekið þetta til umræðu, þvi ef atvinnulýðræði getur einhvers staðar orðið öllum til góðs er það innan hennar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.