Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 9
8 VETTVANGUR Föstudagur 17. desember 1976 MaMö** alþyóu- blaöiö Föstudagur 17. desember 1976 VETTVANGUR 9 KAUPGARÐUR AUGLÝSIR: Til jólanna: Mikið úrval af jólasœlgœti, kertum, jóladúkum, jólalöberum, merkispjöldum o. fl. I jólamatinn: Úrbeinuð fyllt lœri, frampartar og hryggir. Lambahamborgarhryggir. Londonlamb. Hangikjöt. Svínahamborgarhryggir. Svínakótelettur. Svínabógar. Úrbeinuð reykt svinalœri Kjúklingar. Kalkúnar o. fl. o. fl. Allt dilkakjöt ennþó ó gamla verðinu. Opið til kl. 22.00 föstudag og laugardag. ATH. Þvörusleikir, Hurðaskellir og Kjötkrókur koma í heimsókn ó laugardaginn kl. 17.00 til kl. 18.00. Komið í KAUPGARÐ og lótið ferðina borga sig. KAUPGARÐUR ó leiðinni heim. Kaupgardur Smiöjuvegi 9 Kópavogi Niðurstöður könnunar á lestrarvenjum kvenna úr starfsstúlknafélaginu Sókn og Bandalagi háskólamanna MENNTUNIN HEFUR SKIPT K0NUM í TV0 AÐGREINDA MENNINGARHÓPA athyglisverð ritgerð Þóris Ólafssonar Kennaraháskóii íslands Stakkahlið — Reykjavik Baðvörður Öskað er eftir baðverði i vaktavinnu. Stundvisi og reglusemi áskilin. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Væntanlegir umsækjendur sendi umsókn- ir sinar til Kennaraháskóla tslands, Stakkahlið, fyrir 1. janúar. Rektor ARNARFLUG HF.j / Flugfreyjur - Flugþjónar / Arnarflug h.f. mun i vor ráða til starfa nokkrar flugfreyjur/flugþjóna. Námskeið fyrir væntanlegt starfsfólk mun hefjast föstudaginn 7. janúar. Umsækjendur verða að hafa góða almenna menntun. Sérstök áhersla er lögð á tungumálakunnáttu. Lágmarksaldur umsækjanda skal vera 20 ár. Umsóknir, ásamt mynd, berist skrifstofu félagsins, Siðumúla 34, eða i pósthólf 1406 fyrir 22. desember n.k. Umsóknareyðu- blöð fást á skrifstofu félagsins. Arnarflug h.f. Ný Húsgagnaverslun i Haf narf irði Viö höfum opnaö nýja hús- gagnaverslun I rúmgóðum húsakynnum aö Reykjavikur- vegi 64. ^iö munum hafa á boöstólum ilestar tegundir af húsgögnum. Komið og reyniö viöskiptin. — Næg bilastæöi. Sjón er sögu rikari. HÚSGAGNAVERSLUN HAFNARFJARÐAR Reykjavikurvegi 64 — Hafnarfiröi — Simi 53860. Frá menntamálaráðuneytinu Fósturheimili óskast fyrir tvo drengi i öskjuhliöarskóla frá næstu áramótum. Upplýsingar í sfma 23044 laugardag frá 10-5 og eftir helg- ina I menntamálaráöuneytinu, verk- og tæknimenntunar- deild. Menntamálaráðuneytið. í nýútkomnum Skirni, timariti Hins islenzka bók- menntafélags, er birt próf- ritgerð eftir Þóri Ólafsson BA um bóklestur og menntun, en hún er byggð á könnun sem Þórir gerði meðal hóps kvenna úr tveimur ólikum starfs hópum. Annars vegar var valið tilviljanaúrtak kvenna úr starfsstúlkna- félaginu Sókn, en i þvi eru ófaglærðar konur sem stunda störf á sjúkra- húsum og likum stofn- unum, einnig starfsstúlkur á barnaheimilum sem ekki eru rekin af Sumargjöf, svo og konur sem starfa við heimilishjálp á vegum Félagsmá lastof nunar Reykjavikurborgar. Til samanburðar var valin jafnstór hópur kvenna úr Bandalagi háskólamanna (BHM), en þar er um að ræða konur með lang- skólanám að baki. Þórir Ólafsson heimsótti konurnar úr Sókn og BHM og spurði þær fjöl- margra spurninga: hvernig þær verðu fristundum sinum, hvort þær læsu bækur, hvaöa bækur þær læsu, hvernig þær öfluðu bókanna sem þær læsu, hvort þær læsu erlend timarit og bíöö o.s.frv. Könnun þessari var meöal annars ætlað aö leiöa þaö i ljós, hvort hugsanlegt væri, að greinanlegur munur væri á þvi hvernig íslend- ingar meö ólikan menntunarlegan bakgrunn fullnægja lesþörfum sinum. Tekið skalfram, að allarkon- urnarsem talað var við, voru fæddar á árunum 1940-45. Var gert að skilyrði að þær ynnu allar utan heim- ilis. Meðallengd skólagöngu mismunandi Þórir bendir á mörg athyglisverð atriði i niðurstöðum á könnun um skólagöngu kvennanna i Sókn og BHM. Meðallengd skólagöngu Sóknarkvenna eftir skyldunám nær ekki einu ári, en meðallengd skólagöngu BHM-kvennanna eftir skyldu er rúm 10 ár. BHM-konurnar eru að sjálfsögðu allar meö háskóla- próf eða hliðstæð próf, en nám Sóknarkvennanna eftir skyldu skiptist i gagnfræðanam, hiísmæðra- nám, fóstrunám og annaö nám. Flestar Sóknarkonur sem stundað hafa nám eftir skyldu hafa farið i húsmæðraskóla, en engin BHM-- kvennanna hefur stundaö slikt nám. Segir Þórir að „það sé ekki óliklegt að það spegli einhvern mismun á viðhorfum þessara tveggja hpa til stöðu konunnar i samfélaginu.” Þá er ekki siður athyglisvert að kanna menntun maka kvennanna. Þar kemur I ljós eð lengd skólagöngu maka Sóknarkvenna nær ekki einu sinni einu ári, en meöallengd skóla- göngu eiginmanna BHM-kvenna er 7,5 ár. Langalgengast er að eiginmenn BHM-kvennanna hafi lokið námi i háskóla, en Sóknarkonur eru flestar giftar mönnum með iðn- menntun. Þessi niðurstaða staðfestir raunar það sem oft hefur verið haldið fram, að fólk með langa skólagöngu að baki sé liklegra til að eiga langskóla- genginn maka og öfugt, eða eins og Þórir segir: „Þetta litla úrtak stað- festir þvi i einu og öllu að inngifti sé mjög áberandi meðal menntastétt- anna á íslandi.” Hvernig fristundum er varið? 12 BHM-konur nefndu bóklestur sem helztu tómstundaiðju sina, en einungis 3 Sóknarkonur. Flestar Sóknarkonur nefndu hins vegar handavinnu sem höfuðtómstunda- iðju sina en aðeins 2 BHM-konur. Hvað fjölmiðlanotkun snertir, þá var athyglisvert að fáar konur kváðust horfa á sjónvarp eða hlusta á útvarp i fristundum sinum Virtust þær fremur telja það lið i daglegum lifs- venjum en ekki fristundaiðju. Munur á lestrarvenjum Þegar viðtal fór fram voru 59% BHM-kvenna með bók i takinu, en aðeins32% Sóknarkvenna. Af þvi má draga þá ályktun að þær fyrmefndu séu mun iðnari viö bóklestur. Segir Þórir það vera athyglisverða stað- reynd að 45% kvennanna voru aö lesa bók þegar viötölin áttu sér stað og benti það til þess að bóklestur sé ennþá snar þáttur i fristundaiðju islenzkra kvenna á þessum aldri Einkum sé þetta athyglisvert þar sem nær allar konurnar stundi störf utan heimiiis og séu með börn á þeim aldri að þau hljóti aö taka til sin tals- verðan tima. Skáldsagan reyndist langvinsælasta bókmenntategundin hjá báðum hópum, en um 70% bók- anna sem konurnar höfðu lesið voru skáldsögur. Fram kom einnig, að talsvert fleiri Sóknarkonur höfðu áhuga á ævisögum og dulrænu efni en BHM-konur. Ahugi á trúmálum, ferðasögum og þjóðsögum var svipaður. BHM-konur lásu miklu meira af fræðibókum oe um helm- ingur þeirra sagðist lesa nútimaljóð, sagnfræði og stjórnmálafræði oft eða talsvert oft. Sóknarkonur höfðu hins vegar litinn sem engan áhuga á slik- um bókum. Mismunandi öflun lesefnis Mikill munur var á þvi hvernig konurnar öfiuðu sér bókanna sem þær lásu siðast. Sóknarkonumar áttu aðeins 3 af 23 bókum, er þær lásu siðast, en BHM-konur hins vegar 25 af 32 bókum. Bókasöfn áttu 18 af bókum þeim sem Sóknarkonur lásu, en aðeins 5 af bókum hinna. Þórir segir orðrétt: „Margar Sóknarkonur sögðust lesa mikið og mest bækur af söfnum. Þærfæru reglulega á safnið og sögðust þekkja konur sem færu reglulega þangað og fengju fullar töskur af bókum. Allmargar þeirra kvörtuðu undan þvi að erfitt væri fyrir þær að nálgast það lesefni, sem þærhefðu áhuga á. Voruþað einkum konur i úthverfum, er notuðu bóka- bilana. Sögðu þær úrval bóka af mjög skornúm skammti, einkum væri erfitt að ná i nýútkomnar bækur. Hefði það komið fyrir að þær biðu meira en ár eftir sumum bókum. Kom það einnig fram i spurningunni um þaðhvort þær læsu bókmenntagagnrýni dagblaðanna að hún gegndi oft á tiðum litlu hlutverki fyrir þær, þar sem þær hefðu gleymt henni þegar þær næðu i viðkomandi bækur á safninu. Flestar Sóknarkon- urnar sögðust gera mjög litið af þvi að kaupa skáldsögur, þær væru of dýrar, þær vildu heldur kaupa bækur sem allt heimilisfólkið hefði not af, skáldsögur vildu þær fá á bóka- söfnum. Voru i þessu sambandi oft nefndar til að kaupa aðgengilegar fræðibækur, svo sem alfræðibækur Almenna bókafélagsins”. BHM-konurnar lesa hins vegar meira af bókum sem þær kaupa sjálfar eða fá lánaðar hjá kunn- ingjum.Einnig kemur fram mikill munur á aðstöðu þessara hópa kvenna sem felst i málakunnáttu BHM-kvennanna. Þær lesa bækur á erlendum málum og kaupa mest slikar bækur. Þórir birtir svar einnar BHM-konu við þeirri spurn- ingu, hvað henni finndist vanta i islenzka bókaútgáfu: „Ég get ekki um það dæmt, ég er henni ekkert háð, ef ég sé bók og hef áhuga á henni get ég yfirleitt lesið hana, málið skiptir sjaldnast máli. Læsi ég hins vegar einungis islenzku gæti ég imyndað mér, að mér þætti ástandiö ömurlegt”. r Gafst upp við Laxness Þórir segir að i athugun sinni hafi komið i ljós mikill munur á notkun hinna tveggja hópa kvenna á bók- unum sem þær lesa. Kveðst hann hafa orðið enn betur var við þetta i viðtölum við konurnar sjálfar en raunverulega komi fram i úr- vinnslunni. BHM-konurnar virðast mun likari i bókmennta-atferli sinu, þær eru samstæðari heild með lik viðhorf. Bókin hefur allt annað gildi fyrir þær en Sóknarkonur. Hjá Sóknarkonum var algengt að þær vissu ekki hvað bókin hét sem þær voru að lesa, né eftir hvern hún var, það virtist ekki skipta þær máli. Ein Sóknarkonan sagði við Þóri: „Ég les alveg ókjör af bókum og fer reglu- lega á safnið og fæ þar bækur, en þetta eru allt ástarþvælur, sem ég les, allt eins. Ég les oft eina bók á nóttu ef hún er spennandi, einnig sé égoftþegarég er byrjuð á bók, að ég heflesiðhana áður. Þetta rennur allt saman, allt eins.” Siðan sagöi hún: „Ég ætlaði einu sinni að fara að reyna að lesa skárri bækur og byrjaði á bók eftir Laxness, en þegar ■ ég var búin að lesa 5 blaðsíður vissi ég ekki hvað hafði staðið á þeirri fyrstu svo ég hætti”. Þórir tekur þó fram að þetta viðhorf sé ekki algilt meðal Sóknar- kvenna margar þeirra hafi veriö mjög gagnrýnar á bækur sem þær höfðu lesiö. „Rauðamyrkur” Hannesar Pét- urssonar var vinsæi bók meðal BHM-kvenna en aðeins 2 Sóknar- konur merktu við hana. „Ég ætlaði einu sinni að fara að reyna að lesa skárri bækur og byrjaði á bók eftir Laxness, en þegar ég var búin að lesa 5 blað- siður vissi ég ekki hvað hafði staðið á þeirri fyrstu svo ég hætti”, sagði ein Sóknarkonan. Flestar Sóknarkonurnar höfðu lesið „Ráðskonuna” eftir Snjó- laugu Bragadóttur. Færri BHM-konur virtust spenntar fyrir þessari tegund bókmennta IWjög margar BHM-konur höfðu áhuga á „Truntusðl” Sigurðar Guðjónssonar, en aöeins 5 Sókn- arkonur. Hvaða bækur hefur þú lesið? Þórir afhenti öllum konunum lista yfir 55 innlendar og erlendar bækur sem gefnar voru út á árinu 1973 og bað þær að merkja við þær bækur sem þær höfðu lesið eða höfðu áhuga á að lesa. Val Sóknarkvennanna reyndist mjög handahófskennt og þær dreifðu sér nokkuð jafnt á allan bókalistann. BHM-konurnar hópuð- ust hins vegar um fáar bækur, sem bendir til ákveðnari bókmennta- smekks hjá þeim. 6 BHM-konur höfðu lesið eða höfðu áhuga á að lesa „Króksa og Skerði” eftir Cervantes en engin Sóknar- kona, þær virtust ekki kannast við Cervantes og ekki hafa áhuga á honum. 10 BHM-konur merktu við „Umrenninga" Hamsuns, en aðeins 3 úr Sókn. 10 BHM-konur merktu við Guðberg Bergsson („Það sefur i djúpinu”) en 3 úr Sókn. 11 BHM- konur merktu við „Rauðamyrkur” eftirHannes Pétursson.en 2úr Sókn. Hinsvegar merktu 7 Sóknarkonur við „Dularfulla stúlkan” eftir Henry Rowland en engin BHM-kona. 7 Sóknarkonur merktu við „Gamall maður og gangastúlka” eftir Jón Kr. tsfeld, en 2 BHM-konur, og 4 Sóknar- konur merktu við „Æðisgenginn flótti” og ,,A valdi flóttans”, en engin BHM-kona. Sú bók sem flestar BHM- konur höfðu lesið eða höfðu áhuga á að lesa var „Truntusól" Sigurðar Guðjónssonar, en alls merktu 15 við hana en 5 Sóknarkonur. Flestar Sóknarkonur merktu við „Ráðskona óskast i sveit” eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk, eða alls 15. Aðeins 5 BHM-konur merktu hins vegar við þessa bók. Um þetta segir Þórir: „Þessar tvær bækur eru liklega dæmigerðar fyrir þann mun, sem er á bókmenntasmekk þessara tveggja hópa. „Truntusól” er i senn lýsing á sálrænum erfiðleikum höfundar og gagnrýni á islenzka nútima samfélagshætti. „Ráðskona óskast i sveit” er hins vegar dæmigerð afþreyingarskáldsaga, atburðar- rásin ljós og spennandi eða eins og ein Sóknarkonan sagði við mig: „Spennandi saga, sem oft gæti gerzt”. Einnig kom i ljós, að konurnar fóru mjög ólikar leiðir i gagnrýni/mati á bókum sem þær höfðu lesið. BHM- konurnar notuðu flestar álika frasa og tiðkast i opinberri bókmennta- umræðu, þær lýstu þvi hvort bækur væru vondar eða góðar og þa hvers vegna. Sóknarkonurnar voru hins vegar gjarnari á að rifja upp sögu- þráðinn sjálfan og gefa bókinni viðtækari einkunn. Ein BHM-kona sagði um „Sölku Völku”: „Persónulýsingin i „Sölku Völku” er mjög góð og minnisstæð, einnig eru aðrar persónur vel afmarkaðar og þær gleymast ekki. Umhverfinu er vel lýst, þaö verður heillandi og lifandi”. Sóknarkona sagði um sömu bók: „Persónan (Salka Valka) höfðar til min, hún er athyglisverð, hún er tákn fyrir þrautseigju þjóðarinnar, lif og fórn- fýsi fólksins i landinu." Tveir aðgreinanlegir menningarhópar Höfundur ritgerðarinnar, Þórir Ólafsson, segir i niðurlagi hennar að hlutverk könnunar þessarar hafi verið að athuga hvort kenningar um það, að félagslegir þættir ráði miklu um lestrarvenjur, ætti við islenzkar aðstæður. Siðan segir Þórir: „Til þess að kanna þetta voru ólikir lesendahópar valdir tveir hópar kvenna með mjög olika og mislanga skólagöngu að baki og lestrarvenjur þeirra kannaðar litil- lega. Þættir, sem varða bókaöflun, tiðni bóklestrar, tegundir lesinna bóka, notkun á bókmenntum til umræðu, notagildi og upplifun efnis- ins eru með mjög óliku sniði hjá þessum tveimur hópum eins og fram hefur komið. Með svo óliku sniði að vart getur talizt að hóparnir eigi nema litið sameiginlegt á þessu sviði. Hóparnir hafa mjög ólika aðstöðu til þess að afla sér bóka og ólika þjálfun i þvi að nota sér bókmenntir. Sóknarkonurnar eru nær algerlega hábar innlendri bókaútgáfu og bóka- söfnum, þær hafa hlotið litla eða enga tilsögn i lestri bókmennta á stuttri skólagöngu. BHM-konurnar geta nýtt sér mikið magn ódýrra erlendra bóka, auk þess sem þær vegna tilsagnar og umgengni við bókmenntasinnað fólk geta nýtt sér mun fjölbreytilegri bókmenntir en Sóknarkonur. Sú breyta, sem mestu veldur um þennan mun á hópunum. er tvimæla- laust sú ólika menntun, sem þeir hafa að baki. Menntun er félagslegt fyrirbæri sem setur mark sitt mjög áberandi á lestrarvenjur einstak- linganna i þessum hópum. Að þvi leytihefur menntun kvennanna skipt þeim i tvo aðgreinanlega menningarhópa". —ARH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.