Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 15
æsr Föstudagur 17. desember 1976 SJ0NARN8IP 15 Bíóin / Leikhúsin 3*3-20-75 Vertu sæl Norma Jean Ný bandarísk kvikmynd sem seg- ir frá yngri árum Marilyn Monroe á opinskáan hátt. Aðalhlutverk: Misty Rowe, Terr- ence Locke o.fl. Framleiðandiogleikstjóri: Larry Buchanan. ÍSLENZKUR TEXTI Bönnuð innan 14 ára Sýnd kl. 11 til laugardags. Demantastúlkan Afar spennandi og skemmtileg sakamálamynd i litum og cinemascope ÍSLENZKUR TEXTI Bönnuð börnum Endursýnd kl. 9 til laugardags. American Graffity Endursýnd kl. 5 og 7 til laugar- dags. 3* 2-21-40 Sími50249 SERPICO ISLENZKUR TEXTI. Heimsfræg sannsöguleg ný amerisk stórmynd um lögreglu- ■manninn Serpico. Kvikmynda- handrit gert eftir metsölubók Peter Mass. Leikstjóri Sidney Lufnet. Aðalhlutverk: A1 Pacino, John Randolph. Mynd þessihefuralls staðar fengið frábæra blaðadóma. Bönnuð innan 12 ára. Hækkað verð. Sýnd kl. 9 Aðventumyndin i ár: Bugsy Malone Ein frumlegasta og skemmtileg- asta mynd, sem gerð hefur verið. Gagnrýnendur eiga varla nógu sterk orð til þess að hæla henni. Myndin var frumsýnd í sumar i Bretlandi og hefur farið sigurför um allan heim siðan. Myndin er i litum gerð af Rank. Leikstjóri: Allen Parker. Myndin er eingönguleikin af börnum. Meðalaldur um 12 ár. Blaðaummæli eru á einn veg: Skemmtilegasta mynd, sem gerð hefur verið. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Góða skemmtun. LEIKFÉLAG 2(2 , REYKJAVtKUR SAUMASTOFAN sunnudag kl. 20.30 Siðustu sýningar fyrir jól Miöasala i Iðnó kl. 14.-20.30 Simi 16620 HORNIO Skrifið eða hringið í síma 81866 Maðurinn frá Hong Kong ÍSLENZKUR TEXTI Æsispennandi og viðburðarrik ný ensk-amerisk sakamálamynd i litum og cinema svope með hin- um frábæra Jimmy Wang Yu i hlutverki Fang Sing-Leng lög- reglustjóra. Leikstjóri: Brian Trechard Smith. Aðalhlutverk: Jimmy Wang Yu, George Lazenby. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Rally-keppnin Diamonds on Wheels Spennandi og skemmtileg, ný Walt Iíisney-mynd. ISLENZKUR TEXTl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 3^1-15-44 Slagsmál í Istambul Hressileg og fjörug itölsk slags- málamynd með ensku tali og isl. texta. Bönnuð börnum innan 12 ára Sýnd kl. 5.7 og 9. .lonabíó •’ 3*3-11-82 útsendari mafiunnar ,JíffiSraJEAN-LOUISTRINTIGNANT ANN-MARGRET' R0Y SCHEIDER ANGIE DICKINSON J'THE 0UTSIDE MAN" JEAN CLAUDE CARRJERE. JAí/Juic dÍÉ« E, lAK McLELLAN HUNTER SJMy tr, JEANCIAUDE CARRtEREandJACQUES DERAV *ih MICHEL CONSTANTl N UMBERTOORSINI Mjög spennandi, ný frönsk- amerisk mynd, sem gerist i Los Angeles Aðalhlutverk: Jean Louis Trintignant, Ann Margret, Angie Dickinson Leikstjóri: Jacques Deray Bönnuð börnum inan 16 ára. Sýnd kl. 5,7 og 9 3*16-444 Kynlifskönnuðurinn Skemmtileg og nokkuð djörf ný ensk litmynd um nokkuð óvenju- lega könnun gerða af mjög óvenjulegri kvenveru! Monika Ring Wald, Andrew Grant islenzkur texti Bönnuð innan 16 ára Sýndkl. 3,5,7,9og 11 Batnandi manni er bezt að lifa Sært þjóðarstolt. Arum saman hefur það brunnið fyrir brjóstum íslend- inga, sem um það hafa vitað, að við höfum þegið árlega umtals- verðar fjárhæðir úr sjóði Sam- einuðu þjóðanna, sem ætlaður var til styrktar vanþróuðum rikjum! Jafnhliða þessu höfum við dregizt langt aftur úr um greiðslur til sjóða, sem eiga að aðstoða vanþróuð riki og við höfum þó bundizt loforðum um. Hvorttveggja þetta er okkur auðvitað til háborinnar skammar. Hér eru þjóðartekjur á ibúa með þeim hæstu i heims- byggðinni, þó raunar sé það ótrúlegt hve illa stjórnvöldum tekst til um að þegnar þjóð- félagsins njóti þeirrar stað- reyndar. Segja má, að þetta séu heima- tilbúin vandræði að verulegu leyti, og vissulega er þráttfyrir allt, engin rikisstjórn verri en fólkið, sem hefur komið henni til valda, verðskuldar. Er ísland vanþróað riki? M iðað við þá staðreynd, að við höfum þegið umtalsverða öl- musu úr sjóðum sem áttu að koma ofurlitið til móts við brennandi þarfir hinna bágast stöddu meðal þjóða, mætti ætla að svo væri! Vissulega skortir okkur margt, sem hugur okkar girnist, og margt skortir á um það, sem við teljum að stefna beri að i nútið og framtið. En þegar við litum til lifskjara okkar annarsvegar og lifskjara almennt i vanþróuðum rikjum, verðum við að játa, að það er himinvitt gap milli okkar og þeirra. Það er ekkert launungarmál að milljónatugir deyja árlega i vanþróuðu rikjunum beinlinis úr hungri. Og i viðbót við það hrjá þau sjúkdómar, sem engin ráð, i þeirra höndum, eru til að bæta úr. Þessa mættum við vel minnast, þegar við erum að 'springa af ofáti, eða dæla i okkurlyfjatöflum og öðru sliku i milljónatali! A sama hátt mættum við hug- leiða, að jafnvel þótt um sé að ræða margháttuð landsgæði i þróunarrikjunum eiga ibúar þeirra-margir hverjir-engan kost á að hagnýta þau, vegna vankunnáttu og æpandi fá- tæktar. Margt þykir ganga úrskeiðis hér. En þó skulum við hugleiða, að við eigum nýtizkulegan skipaflota, sem daglega færir okkur björg i bú i rikara mæli en jafnvel gerist meðal annarra þjóða, sem standa á svipuðu menningarstigi. Og við eigum vélvæddan landbúnað, sem fær er um að framleiða drjúgum meiri matföng en við torgum þráttfyrir alla okkar matarlyst. Iðnaðurinn er að stiga á legg, þó hægt þyki eflaust ýmsum ganga. Hér er ekkert ólæsi-ekki Oddur A. Sigurjónssor enn-að minnsta kosti og lands- menn búa við sæmilegt stjórn- málafrelsi og geta tjáð sig i ræðu og riti innan sæmilegra takmarka. Þegar allt þetta er hugleitt, verður varla hjá þvi komizt að viðurkenna, að með þvi að taka við fé, sem ætlað er vanþróuðum þjóðum, erum við að slátra lambi fátæka mannsins. Og m'eð þvi að skirrast við að inna okkar skyldur af höndum þeim til að- stoðar erum við að sverjast i fóstbræðralag við fépúkann, sem ekkert sér né skilur, nema að hremma til sin hinn þétta leir, aðferðin skipti ekki máli. Snúið á rétta leið. Þvi verður að fagna einlæg- lega þeim ákvörðunum stjórn- valda, að hafna nú og framvegis öllum fjárstyrk okkur til handa úr sjóðum hinna bágstöddu. Vissulega hefði mátt fyrr til þess koma, en þar um má gilda, að batnandi manni sé bezt að lifa. En við eigum ekki að láta hér við sitja. Viðeigum að taka á okkur þá sjálfsögðu rögg að feta okkur rðsklega upp eftir stiganum, sem liggur að þvi marki, að standa við okkar skuldbindingar um framlög til þessara sjóða. Þá og þá fyrst getum við farið að rétta úr þeim siðferðilega keng i þessu efni, sem við stöndum nú i. Við eigum ekki, þó okkur kunni að finnast að vel væri unnt að ráðstafa þvi fé, sem til þess fer. hér innanlands, að ganga fram á sviðið undir hinu illræmda vigorði: ,,Á ég að gæta bróður mins?” Það er ekki sæmilegt þjóð, sem vill heita og vera menningarþjóð og ekki kafna undir þvi nafni. Auðvitað þurfum við til ýmissa að leita um allskonar aðstoð, t.d. i tæknilegum efnum. Fyrir það eigum við að vera menn til að greiða eins og tii stendur. En við skulum lika hafa það hugfast, að þrátt fyrir mannfæð okkar, getum við lika verið þess umkomnir að veita aðstoð i ýmsu, sem við kunnum fullt svo vel og aðrir. Þessari kunnáttu eigum við að beita til fram- dráttar þeim sem miður mega sin og ekki endifega krefjast rikulegra daglauna að hverju kvöldi. I HREINSKILNI SAGT - Ritstjórn Alþýðublaðsins er í J: Síðumúla 11 - Sími H.isí.oslil' (ir^nsásv7 Sími .<2«r>r>. lnolunNii(>Mki|»li IfiO . <il liÍHMÍ.kliipla Jni'lNADMlRANKl \f\J lSi.WDS Aosiurstrst: 5 iirt'i 21 200 Hatnartjarðar ApciteK Afgreiðslutími: Virka daga kl. V 18.30 Laugardaga kl. 10 12.30 Helgidaga kl 1112 Eftir lokun: Upplýsingasimi 51A00

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.