Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 14
14 LISTIR/MENNING Föstudagur 17. desember 1976 biaóiö Nýjar bækur: PALU VAR EINN f HEIMINUM Palli var einn i heiminum, hin heimsfræga barnabók- Jens Sigsgaard — er nýlega komin út hjá Bókaútgáfunni Björk, Reykjavik. Þetta er þriðja útgáfa bókarinnar. Hún kom fyrst út haustið 1948 og aftur 1970, en hef- ur verið ófáanleg i bókaverzlun- um i mörg ár. Smávægileg breyt- ing hefur verið gerð á útgáfu þessari. Palli var einn i heiminum kom fyrst út hjá Gyldendal i Kaup- mannahöfn 1942. Bókinni var þá þegar afburðavel tekið og hefur siðan veriö prentuð i Danmörku aftur og aftur i stórum upplögum, þvivinsældir hennareru gifurleg- ar. Þá hefur bókin veriö þýdd á um 30 tungumál i öllum álfum heims og hvarvetna oröið slgild barnabók með endurteknum útgáfum. Jens Sigsgaard höfundur bókarinnar var um langt skeiö forstöðumaður Fröbelsskólans i Kaupmannahöfn. Hefur hann skrifaö margar aðrar vinsælar barna- og unglingabækur. Teikningar i bókinni eru eftir Ame Ungermann og eru þær i 4 litum. Vilbergur Júliusson skólastjóri þýddi Palla á islenzku , en Prent- smiöjan Oddi h/f, offsetprentaði. bókina. Hún er i vönduðu og sterku bandi, á góðum pappir og hin fallegasta að allri gerö. Þessi heimsfræga barnabók mun áreiðanlega veröa islenzkum börnum kærkomin, nú sem áður, þvi fyrri útgáfur hafa selst upp á skömmum tíma. SIRKUS - eftir Alistair Maclean Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út bókina Sirkus eftir hinn kunna skáldsagnahöfnund Alistar MacLean. Bókin fjaliar um dirfskufulla ferð Sirkusflokks inn i austur-Evrópu riki, þar sem að ráðamenn á vesturlöndum i Bandarikjunum telja að uppgötv- að hafi verið gereyöingaefni, sem sé mikilvirkara en önnur slik. Og svo sem i öðrum bókum sama höfnundar rikir mikil spenna frá upphafi til enda. ADAM VAR EKKI í PARADÍS Síðasta skáldsaga bandarísks metsöluhöfundar Bókaútgáfan Ásar hefur sent frá sér i islenzkri þýðingu Alf- heiðarKjartansdóttursiöustu bók metsöluhöfundarins Grace Metalious, en hún lést árið 1964, aöeins 40 ára að aldri. Þessi nýja bók nefnist Adam var ekki i paradis.og á bókarkápu segir ab þetta sé saga, skrifuð af konu, um konur i fjórum ættliðum, konur, sem skirrast einskis I ágirnd sinni i viötækri merkingu. Þær beita mönnum sinum fyrir sig miskunnarlaust , eiginmönnum og elskhugum. Grace Metalious varð kunn fyr- ir metsölubók sina, Sámsbær, en hún seldist i milljónum eintaka strax þegar fyrsta prentun henn- ar hafði komið i bókabúðir. Bókin Adam var ekki i Paradis seldist mjög vel i Bandarikjunum og viðar en hefur ekki verið þýdd á islenzku fyrr en nú, meira en 12 árum eftir að hún kom fyrst út. VOGUN VINNUR Skuggsjá hefur gefið út bókina Vogun vinnur, eftir Edmund Hilary, þann sem fyrstur manna setti fót á Everesttindinn, hæsta fjallstind jarðarinnar. A bókar- kápu segir, „Hér er sögð saga manns sem lifað hefur heillandi ævintýralifi, þar sem hættur leyndust svo að segja við hvert fótmál. MÖRG ERU GEÐ GUMA Ægisútgáfan hefur sent frá sér bókina Mörg eru geö guma. Höfundurinn er Ágúst Vigfússon. A bókarkápu segir að höfundur sé þeirrar náttúru að fólk leggi við hlustirnar þegar hann flytji mál sitt og les það sem hann skrifar. I þessa bók hefur verið safnað nokkru af þvi sem hann á i fórum sinum og hefur bókinni veriö val- ið heitið Mörg eru geð guma. í bókinni segir Vigfús af kynn- um sinum af mörgum ólikum manngerðum. Hugstæöastar eru höfundinum persónur sem hafa lent utangarðs i þjóðfélaginu. Hér slæðast þó með I förina ýmsir andans jöfrar og skörungar. Má þar nefna Sigurð Einarsson, Hannibal.Stein Steinar og fleiri. Ægisútgáfan Poseidon siysið Ægisútgáfan gefið út skáldsöguna Poseidonslysið eftir Paul Gallico. Hann hefur skrifað margar bækur, sem vakið hafa mikla athygli, en Poseidonslysið er þeirra þekktust, meðal annars vegna þess að hún hefur verið kvikmynduð. SS-foringinn önnur skáldsaga frá Ægisút- gáfunni nefnist SS-foringinn og er hún eftir Sven Hazel. Bækur hans hafa verið gefnar út i 52 löndum i stóru upplagi. A islenzku er þetta 8. bókin og eru þær allar sagðar hafa selzt upp. Þessi bók fjallar um orustuna um Stalingrad. ÚTGÁFUBÆKUR ÍSAFOLDAR ÁRIÐ 1976 25-30 TALSINS Utgáfubækur isatold- ar árið 1976 eru um það bil 25—30 séu endur- prentanir kennslubóka og annarra bóka taldar með. A þessu ári hafa 4 af Nonnabók- unum verið endurprentaöar þ.e. Nonni, Nonni og Manni. Ævintýri úr eyjum og Eldeyjan I noröurhöfum.En alls eru Nonna- bækurnar 12 að tölu og njóta að, þvi er virðist sömu vinsælda hjá hverri nýrrikynslóðsem upp vex. Þá hafa og verið endurprentaðar margar kennslubækur en eins og kunnugt er er Isafold með stærri útgefendum á sviði kennslubóka i landinu. Meðal þeirra bóka má nefna endurskoða.a útgáfu af bók Helga Skúla Kjartanssonar Þættir úr sögu nýaidar og einnig var Ensk Islenzk orðabókeftir Sigurð örn Bogason endurprentuð. Þann 16. júni s.i. hófst hundraðasta starfsár Isafoldar- prentsmiðju h.f. Að þvi tilefni kom úthjá forlaginu stór og vönd- uð Islenzk-dönsk oröabókeftir þá höfundana dr. Ole Widding, Harald Magnússon og Preben Meulengracht Sörensen. Þessi bók er eins og áður segir stór og fullkomin, meira en 900 bls. að stærð og má hiklaust fullyrða að hún taki við þar sem orðabók Sigfúsar Blöndals lýkur. Af orða- bókinni voru sérprentuö og bund- in sérstaklege 150 tölusett og árit- uð eintök i tilefni hundraðasta starfsársins, og eru ennþá fáan- leg eintök af þeirri útgáfu. Þá kom út á Iiönu voru ný mat- reiðslubók eftir húsmæörakenn- arana önnu Gisladóttur og Bryndfsi Steinþórsdóttur. Bókin ber heitið Við matreiðum og er 300 bls. að stærö og má segja að hún sé sniðin fyrir nýtlma lifn- aöarhætti, fyrir íslenzkar aöstæð- ur og islenzkan mat. Út er komin nýtt Lögfræöinga- tal eftir Agnar Kl. Jónsson en hann var einnig höfundur Lög- fræðingatais sem út kom árið 1950 og aftur 1963. Þetta nýja tal nær yfir alla Islenzka lögfræöinga frá árinu 1900 til ársloka 1975. Frá þvi að siöasta útgáfa kom út hafa bæzt I stétt lögfræöinga 260 nýjir lögfræðingar. Frfmerkjaverðlistinn tslenzk frimerki 1977 er kominn út og er þetta 21. útgáfa hans. Ritstjóri listans er og hefur verið frá upphafi Sigurður H. Þorsteins- son. Af þeim bókum sem eru óút- komnar má fyrst nefna nýja skáldsögu eftir Thor Vilhjálmss- son. Bókin hefur ekki hlotið nafn ennþá, en hver ný bók Thors vek- ur að vonum verðskuldaða athygli og eru margir sem biöa hverrar nýrrar bókar hans með óþreyju. Þá kemur út ný bók eftir Arna Óla, Grúsk. Árni hefur á langri ævi og löngum blaðamannsferli sinum stööugt verið að grúska I gömlum fræðum og sögum, hann hefur kafaö niður I djúp sögunnar og dregið fram I dagsljósiö ýmis- legt sem öðrum er hulið. Úr þessu grúski hans hafa oröið til fjórar bækur og nú bætist sú fimmta við. „Girnist þú fiskilán af sjó, svo tak minn character, og geym hann þér i barmi, og trú þú minu sakramenti, og reið þig upp á mina velvild við þig, en aldrei má þér guð I huga koma meðan þú lærir þennan minn kröftuga lær- dóm. Svo skaltu fiska framar öðrum og aldrei skaltu I sjó drukkna” svo segir sira Páll Björnsson I Selárdal I einu rita sinna. Lýður Björnsson sagn- fræðingursérum útgáfu Caracter Bestiæ eftir sr. Pál, en það er höfuðrit um galdra á Islandi. Bókin heitir I gerð Lýðs Kenni- mark kölska og er reyndar þrjár ritgerðir um galdra eftir þá sr. Pál I Selárdal og Daða Jónsson. Engin þeirra hefur áður verið prentuð. Bókin er með ýtarlegum inn- gangi og skýringum og er riku- lega myndskreytt. Á siöustu timum hefur vaknað allmikill áhugi fyrir þessum fornu fræðum og eru fáar bækur betur til þess fallnar að kynna nýtima fólki hinn forna galdur en einmitt þessi. Þó sira Páll i Selárdal hafi löngum verið kenndur við myrk- asta timabil Islandssögunnar, þá var hann að öðru leyti meðal merkustu manna landsins.Há- lærður maður, annálaður ræöu- skörungur, búhöldur og brautryðjandi og framfaramaður I útvegsmálum. Fólkiö á Steinshólier 9. bindið i ritsafni Stefáns Jónssonar. Einar Bragi skáld sér um útgáfu þessa bindis eins og þeirra fyrri, en myndskreytingu annast Jón Reykdal. Fólkið á Steinshóli hef- ur verið ófáanleg I mörg ár og verður það sjálfsagt mörgum gleðiefni að rifja upp kynni sin af Lilla og öðru fólki á Steinshóli á ný. Þau átta bindi sem áöur eru útkomin hafa fengið hinar beztu viðtökur hjá lesendum, enda hef- ur þar ekkert verið til sparað að gera bækurnar sem bezt úr garði. Tveggja kosta völheitir nýjasta skáldsaga Anitru, en áður eru komnar út eftir hana 9 bækur hjá Isafold. Sagan gerist i hinu fagra um- hverfi Heiðmerkur i Noregi, og fjallar um ástir, afbrýði og ættar- erjur. tsafold mun á þessum vetri endurútgefa 3 bækur sem hafa verið ófáaniegar um langt árabil, en munu þó aðeins verða til I mjög takmörkuðu upplagi. Þess- ar þrjár bækur eru: tslandsferðin I907en það er frá- sögn um för Friðriks konungs áttunda og rikisþingmanna til Færeyja og tslands sumariö 1907. Tveir danskir blaðamenn, Svenn Poulsen og Holger Rosen- berg, fylgdust með konungi alla ferðina og skrifuðu bók þessa sem er meir en 330 bls. og með yfir 200 myndum. t ís og myrkri eftir Friðþjóf Nansen. I ferðabók þessari segir frá frækilegasta þætti Fram-leiðangursins norska (1893—96) þegar Friðþjófur Nansen fór viö annan mann frá leiðangursskipinu, og gerði til- raun til að komast á norður-heimskautið en snéri siöan suður á bóginn og komst Framhald á bls. 10. Tækni/Vísindi Leyndardómur Veddel selsins 4. Þaö er enn óráðin 0o' gáta hvernig Vedd- ei selurinn getur komið hratt upp af 600 metra dýpi án /L þess að fá kafara- veikina illræmdu. T9&.-4-/7Z Veiki þessi stafar af þvi að nitur leysist upp I blóðinu vegna ,þrýstihgsins, þegar kafarinn er I, kafi. Þegar þrýstingurinn* 1 lækkar snögglega breytist nitrið, I loftbóiur og getur þaö leitt til- örkumla og jafnvel dauða. LUNGsS UNbER. PRESSUR.E Svo viröist sem lungu seisins’ leggist algjörlega saman þegar hann kafar niður á mikið dýpi. Loftiði lungunum þrýstist þá út I barkannog kemur þaö I veg fyrir aö nitrið i loftinu geti bundist blóðinu. Þetta kemur einnig I veg fyrir að selur- inn geti unnið súr efni og þvi fækkar ' hjartaslögunum , v uns þau verða ein- ÁKungis 10% af þvi lAsem eðlilegt er. Þá SíSJdregur hann svo til Jalgjörlega úr blóð- streymi til allra, likamsvefja, nema' hjarta og heila.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.