Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER — Askriftar- síminn er 14-900 Framsókn samninga vill ekki við EBE Sammála stjórnarandstöðunni og hættan á undanþágusamningum er því úr sögunni Það er nú ljóst, að Framsdkn- arflokkurinn mun taka sömu.af- stöðu gegn hugsanlegum iand- helgissamningum við Efna- hagsbandalagið og stjórnarand- stöðuflokkarnir hafa þegar tek- ið. Þetta kom fram i ræðu Þór- arins Þórarinssonar, formanns þingflokks Framsóknarflokks- ins, við útvarpsumræður I fyrrakvöld. Þetta þýðir i raun, að á Aiþingi er ekki meirihluti fyrir fiskveiðisamningum við Efnahagsbandalagið. Verður þvi væntanlega ekki um neina samninga að ræða. Orð Þórarins Þórarihn sagði orðrétt: „1 til- efni af þessu finnst mér rétt að skýra frá þvi, að það hefur verið rætt i þingflokki Framsóknar- flokksins hvernig bregðast skuli við, ef slikar tillögur um bráða- birgðasamning koma fram. Hefur slik málaleitan, ef til kæmi, engar undirtektir feng- ið....Aðalatriðið er þó það, að á- stand þorskstofnsins leyfir ekki frekari undanþágur.” Af þessum orðum verður eng- in önnur ályktun dregin en sú, að Framsóknarflokkurinn sé sammála skoðunum Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, að enginn grundvöllur sé fyrir samningum við Efnahags- bandalagið, og þvi sé úr sögunni sú hætta, að nokkrir samningar verði gerðir. Til 1. desember 1977 Þórarinn Þórarinsson sagði, að nú væri þannig ástatt, aö Efnahagsbandalagsrikin hefðu fiskveiðisamninga viö ísland, sem veitti þeim rétt til að veiða rúmlega 66 þúsund tonn á tima- bilinu 1. desember 1976 til 1. desember 1977. Það væri þvi ekki nema eðlilegt, að Islend- ingar vildu fá að vita hvort Efnahagsbandalagið hefði eitt- hvað að bjóða til að mæta þessu. Enn hefði ekki komið neitt tilboð frá Efnahagsbandalaginu, sem gæti mætt framangreindu afla- magni, og þvi siður að það geti gert kröfur um viðbótarundan- þágur fyrir Breta. Engir samningar Siðan sagði Þórarinn orðrétt: „Það eru þvi engar horfur á, að gerðir verði samningar við Efnahagsbandalagið um gagn- kvæm fiskveiðiréttindi i náinni framtið.” Þá fjallaði Þórarinn um hugmyndir, sem hann taldi Framsóknarflokkurinn hefur nú gert hreint fyrir sinum dyrum, og lýst yfir þvi, að hann viljienga fiskveiðisamninga við Efnahagsbandalagið. Enn er óljóst um afstöðu Sjálfstæöis- fiokksins til máisin. Hins vegar lét Þórarinn Þórarinsson orð falla i útvarps- umræðum i fyrrakvöld, sem að fram hefðu komið hjá Efna- hagsbandalaginu og samninga- manni þess Gundelach um ein- hverskonar bráðabirgðasamn- ing. Um þessar hugmyndir sagði Þórarinn: „011 bjartsýni Gundelachs er þvi á sandi byggð.” —AG. gefa fyllilega i skyn, að Sjálf- stæðisflokkurinnn vilji ganga til samninga. Hann sagði orðrétt: „Þvi er heldur ekki að leyna að stundum virðist Sjálfstæðis- flokkurinn hafa verið fúsari tn samninga en samrýmzt hefur sjónarmiðum Framsóknar- flokksins.” —AG Vilja Sjálfstæðismenn semja við EBE? Guðrún Jónsdóttir geðiæknir en d sama tima 12 karlmenn. hefur gert könnun á tiðni sjáifs- Guðrún ræðir i viðtalinu or- viga (sjálfsmorða) á islandi á sakir sjálfsviga og sjálfsvigstil- árunum 1962 til 1973 að báðum rauna, á hvaða aldri tilhneiging árunum meðtöldum. 1 viðtali til sliks verknaðar er sterkust við Guðrúnu, sem birt er á bak- og á hvaða árstima er mest um siðu blaðsins i dag, kemur fram sjálfsvig. að á þessum árum voru sjálfs- Þar kemur einnig fram su at- vig á landinu samtals 261 og hyglisverða staðreynd að mikill skiptist talan svo millikynja, að munur er á milli ára, hvað karlar voru 209 en konur 52. sjálfsvig snertir, og að á árinu Einnig kemur fram i viðtalinu 1966 skutum við Islendingar að misheppnaðar tilraunir til öðrum þjóðum aftur fyrir okkur sjálfsviga hér á landi eru um 8 i liðni sjálfsviga, með hvorki til 10 sinnum fleiri en sjálfsvig meira né minna en 37 slika og að konur séu i miklum meiri- verknaði. hluta þeirra sem mistakast. A — hm árinu 1976 hafa 39 konur verið lagðar inn á geödeild Borgar- spítalans vegna slikra tilrauna, Sjá baksfðu 1 gær voru hengdar upp á Borgarspitalanum myndir frá Listasafni ASt. Starfsmannaráð Borgarspitalans stendur fyrir þessari sýningu sem á að standa fram I janúar. Á sýningunni verða 35 myndir eftir 22 islenzka listamenn, ein og fleiri eftir hvern. Hér á myndinni sézt Hrafnhildur Schram hengja upp verkin á vegum Listasafns ASt, en starfsmaður sjúkrahússins réttir henni hjáiparhönd. Ein svona sýning hefur áður verið halcan á Borgarspitalanum, þaö var i fyrra og var þar um að ræða sölasýningu á vegum starfs- mannaráðsins. —hm. (AB-mynd: ATA:) Ekkert Sig- öldurafmagn á þessu ári Þessa dagana er unnið að undirbúningsprófunum á fyrstu vélasamstæðunni viö Sigölduvirkjun, sem gera þarf áður en vatni er hleypt á. Ljóst er, að þeim veröur ekki lokið fyrir jói og verður þvi ekki notast við Sigöldurafmagn á þessu ári, eins og ýmsir aöilar höfðu jafnvel gert sér vonir um.. Byggingaverktakinn við Sigöldu, Energóprjójekt, lauk starfi sinu við virkjunina þann 18. nóvember siðastliðinn. Var þá eftir litilsháttar steypu- vinna Þau verkefni munu þó vera það smávægileg að það mun ekki koma i veg fyrir að starfræksla virkjunarinnar geti hafizt þó þeim verði ekki lokið fyrr en næsta vor. Samkvæmt upplýsingum blaðsins verður fyrsta véla- samstæða Sigölduvirkjunar tekin I notkun um mánaðamót janúar-febrúar, önnur i april en þriðja og siöasta vélasam- stæða virkjunarinnar mun væntanlega taka að snúast I júlimánuði næsta sumar. — GEK Hvað lesa þær? Sóknar- konur? — BHM- konur? Mótar menntun manna lestrarvenjur þeirra bæði það hversu mikið menn lesa og hvað þeir lesa? Hvaða þjóðfélagshópar eru það sem lesa bækur Snjó- laugar frá Skáldalæk og Guðrúnar frá Lundi? Er það fólk úr ölium félagslög- um og stéttum sem les bækur Hannesar Péturs- sonar, Guðbergs Bergsson- ar og Dags Sigurðarsonar. Alþýðublaðið birtir i dag niðurstöður athyglisverðr- ar könnunar sem Þórir Ölafsson gerði, en hún var hluti af BA-verkefni hans við Námsbraut I þjóðfé- lagsfræðum við Háskóla ís- lands. Þórir vildi kanna hvort hugsanlegt væri að greinilegur munur sé á þvi hvernig Islendingar með ó- likan menntunarlegan bak- grunn fullnægi lesþörfum sinum. Hann valdi þvi til- viljunarúrtak 50 kvenna i Reykjavik sem allar eru fæddará árunum 1940-45 og sem allar vinna utan heim- ilis. Helmingur kvennanna var úr starfsstúlknafélag- inu Sókn, en hinn helming- urinn var úr Bandalagi há- skólamanna. Þórir lagði á- kveðnar spurningar fyrir konur þessar og eru niður- stöður úr könnuninni mjög athy glisverðar fyrir margra hluta sakir. Sjá nánar bls. 8 og 9 Góðar sölur Tveir Vestmannaeyja- bátar seldu isfisk I Þýzka- landi I gærmorgun. Alsey tæp 59 tonn fyrir röskiega 8,1 millj. sem gerir á nú- verandi gengi tæplega 138 kr. pr. kg. Alsey seldi i Bremerhaven. Glófaxi seldi I Cuxhaven rösklega 37 tonn fyrir 5,25 milljónir, sem gerir 141,50 kr. pr. kg. Þetta munu verða með siöustu sölum i Þýzkalandi fyrir þessi n.k. jól á ís- lenzkum isfiski. —OS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.