Alþýðublaðið - 25.01.1977, Side 13
albvöu-
biaöiö 'Þriðjudagur 25. janúar 1977
Þriðjudagur
25. janúar
7.00 Morgunútvarp Veöurfregnir
kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgun-
leikfimikl. 7.15 og 9.05 Fréttir
kl. 7.30 8.15 (og forustugr. dag-
bl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn
kl. 7.50.Morgunstund barnanna
kl.8.00: Herdis Þorvaldsdótt-
ir les framhald sögunnar
„Beröu mig tilblómanna” eftir
Waldemar Bonsels (8). Til-
kynningar kl. 9.30. Þingfréttir
kl. 9.45. Létt lög milli atriöa.
Hin gömlu kynnikl. 10.25: Val-
borg Bentsdóttir sér um þátt-
inn. Morguntónleikarkl. 11.00:
Michael Ponti og Sinfóniu-
hljómsveitin i Hamborg leika
Pianókonsert i c-moll op. 185
eftir Joachim Raff: Richard
Kapp stjórnar. Hljómsveit
franska rikisútvarpsins leikur
Sinfóniu i C-dúr eftir Georges
Bizet: Sir Thomas Beecham
stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir. Til-
kynningar. Við vinnuna: Tón-
leikar.
14.30 Listþankar: þriöjiog siöasti
þátturSigmarsB. Haukssonar.
Fjallaö um auglýsingaiðnaö og
list.
15.00 Miödegistónleikar Dvorák-
kvartettinn og Josef Kodusek
leika Strengjakvintett i Es-dúr
op. 97 eftir Antonin Dvorák.
Kammersveit undir stjórn
Libors Peseks leikur „Sögu
hermannsins”, ballettsvitu
eftir Igor Stravinski.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 Litli barnatiminn Guörún
Guðlaugsdóttir stjórnar timan-
um.
17.50 A hvitum reitum og svört-
um. Jón Þ. Þór flytur skákþátt
og greinir frá úrslitum i jóla-
skákþrautum.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Hver er réttur þinn? Lög-
fræöingarnir Eirikur Tómas-
son og Jón Steinar Gunnlaugs-
son sjá um þáttinn.
20.00 Lög unga fólksins Sverrir
Sverrisson kynnir.
20.50 Frá ýmsum hliðum Hjálmat
Arnason og Guömundur Arni
Stefánsson sjá um þáttinn.
21.30 Sönglög eftir Tsjafkovski
Evgeni Nesterenko syngur:
Evgeni Shenderevitsj leikur á
pianó.
21.50 Ljóömæli Jóhanna
Brynjólfsdóttir les
22.00 Fréttir
22.15 Veöurfregnir Kvöldsagan:
„M inningabók Þorvalds
Thoroddsens” Sveinn
Skorri Höskuldsson prófessor
les (35).
22.40 Harmonikulög Jo Basile
leikur.
23.00 A hljóöbergi,,Fröken Júlia”
natúraliskur sorgarleikur eftir
August Strindberg Persónur og
leikendur: Fröken Júlia / Inga
Tidblad, Jean / Ulf Palme,
Kristin / Marte Dorff. Leik-
stjóri: Alf Sjöberg. Siöari hluti.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Sjjonvarp
Þriðjudagur
25. janúar
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingar. og dagskrá
20.35 Sögur frá Munehen. Þýskur
myndaflokkur Þjóöleg
skemmtun. Þýöandi Jóhanna
Þráinsdóttir.
21.25 Utan úr heimi. Þáttur um
erlend málefni ofarlega á
baugi. Umsjónarmaöur Jón
Hákon Magnússon.
22.05 tþróttir. Landsleikur íslend-
inga og Pólverja i handknatt-
leik.
'23.10 Dagskrárlok.
1 kvöld er á dagskrá sjónvarps- Myndin i kvöid nefnist Þjóöleg
ins mynd úr þýska mynda- skemmtun. Þýöandi er Jóhanna
flokknum Sögur frá Munchen. Þráinsdóttir.
1 Sjjónvarp
SÖGUR FRÁ MUNCHEN
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir —Véiarlok —
Geymslulok á Wolkswagen i aliflestum litum. Skiptum á
einum degi meö dagsfyrirvara fyrir ákveöiö verö. Reyniö
viöskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.
t... TIL KlfÖLPS 13
HOBMIÐ1
Skýringar vegna Ijósmynda
Herra ritstjóri,
Geriö svo vel að birta eftir-
greint i heiðruðu blað yöar:
Fyrir nokkru spurði vinkona
min hvenær ég heföi á siðast-
liðnu sumri veriö I orlofsdvöl
húsmæöra. Þegar ég sagöist
enn ekki hafa notiö þeirra fri-
inda, kvaðst hún hafa séð ljós-
mynd af mér, sem hlyti að hafa
verið tekin i orlofsdvöl, þar sem
grein, er birt var með myndinni,
hefði fjallað um orlofsdvöl hús-
mæðra, og verið byggð á sam-
tali viö Steinunni Fnnbogadótt-
ur, sem mjög hefir látið sig
varða þetta mál.
Þessi vinkona min kom aftur
til min i gær, og hafði þá tekið
með sér úrklippu Alþýöublaðs-
ins frá 12. des.sl. Allt stóð þetta
heima. Þar var myndin af
Steinunni og frásögn af samtali
við hana um orlofsmálið.
Með greininni er birt mynd af
húsmóður, sem situr i sólskins-
skapi með vindling i höndum við
kaffiborð, hlaöið kökum. Er
auðsætt að þessi kona kann vel
að meta þann árangur, sem orð-
inn er af baráttu Steinunnar
Finnbogadóttir fyrir orlofsdvöl
húsmæðra, og er nú auðskiliö
hvers vegna vinkonu minni lék
hugur á að aö vita hvenær og
hvar ég hefði dottið i þennan
lukkupott.
Myndin, sem birtist af mér
við kaffiborðiö er prýöilega tek-
in, og ég er ekkert að kvarta
undan félagsskap við þá ágætu
konu Steinunni Finnbogadóttur,
i orlofsdvalargreininni. En þar
sem jafnan er réttara aðhafa það
fremur, sem sannara reynist en
hitt sem blekkingum veldur, er
þess að geta, aö myndin er tekin
af mér i sumarbústað okkar
hjónanna fyrir löngu, er ljós-
myndari og blaðamaður frá Visi
ákváðu, einn sólskinsdag, að
leita uppi eitthvert fólk, sem
væri i sumarbústað, ljósmynda
og rabba við þaö um dag
og veg. Þar sem blaðamaðurinn
á Visi reyndist vera góðkunn-
ingi minn fengum við okkur
kaffisopa, og var þá tekin mynd
af mér með vinkonu minni, sem
haföi heimsótt mig þennan dag.
Löngu siðar er þessi mynd
tekin i heimildarleysi i staðinn
fyrir að sýna fremur tvær bros-
mildar konur en eina, orlofs-
málinu til vegsemdar, hefir ver-
ið talið betur fara á þvi að
klippa myndina i tvennt og birta
• einungis þann hluta hennar, þar
sem ég sést, ein við orlofs-
dvalarborðiö mitt i sumarbú-
staðnum, sem kunningjar minir
nefna stundum Armannslund i
góðlátlegu gamni þeirra um hve
miklu betur ég uni mér þar en
annars staðar að sumarlagi.
Ekki kann ég við þessa blaða-
mennsku ykkar , og tel bezt
fara á því að hver njóti þess
sem honum ber, Armannslund-
ur minn og orlofsdvalastaðir
þeir, þar sem húsmæður fá
hvild og hressingu að sumar-
lagi, m.a. vegna baráttu Stein-
unnar Finnbogadóttur fyrir þvi
að þær fái eigi siður tilbreytingu
frá hversdagsleikanum en þær
konur, sem geta notið fristund-
anna aö sumarlagi i bústöðum
sinum með ljósmyndurum,
blaðamönnum og öðrum góðum
gestum, er vilja sækja þær þar
heim.
Dýrieif Ármann
Frú Dýrleif Ármann.
Við biðjum þig afsökunar á
þessari notkun myndar, sem þú
gerir að umræðuefni. Auövitað
er myndin hvorki betri né verri,
þrátt fyrir þessa birtingu. En
okkur verða á mistök, eins og
öðrum. 1 þessu tilviki er það
sama sólin, sem skin á Ar-
mannslund og orlofsdvalar-
heimili, en ekki rétta andlitið.
Við erum fremur auralausir
hér á blaðinu, og geymum þvi
vandlega gamlar myndir. Við
gripum til þeirra til aö mynd-
skreyta greinar, og komiö hefur
fyrir aö sama myndin birtist
nokkrum sinnum. Þetta veröur
að virða okkur til vorkunnar.
Hins vegar höfum við engan
rétt á þvi, að færa fólk frá frið-
sælum dvalarstað eitthvað út i
buskann. Ég endurtek afsökun
blaðsins og mina og vona að
þetta hafi ekki bakaö þér
óþægindi.
Ritstjóri.
TÍÐ UMFERÐASLYS
í DANMÖRKU
í Danmörku er haf-
inn mikill áróöur gegn
slysum i umferðinni. t
framhaldi af því hefur
danskur læknir, Steffen
Torp, komið fram með
þá kenningu að hægt sé
að komast að mestu
leyti hjá umferðar-
óhöppum, ef allir þeir
sem hafa ökuskirteini,
gangist undir sáifræði-
legt próf.
En það eru ekki allir á sama
máli og Torp. Annar spekingur,
sem er hvorki meira né minna
en mag. scient. soc.og heitir
östergaard, hefur sagt, að þetta
séu aðeins orö Torps, en hvergi
skjalfest. Að hans áliti séu þess-
ar rannsóknir læknisins ekki
þeirra fjármuna viröi sem fara
til þeirra.
Aðrar rannsóknir sem farið
hafa fram i Véstur-Þýskalandi
benda til að raunverulega finn-
ist engar „óhappakrákur” i
umferöinni. Aöeins 1-2% þeirra
sem hafi lent i umferöaróhöpp-
um, endurtaki þessa óskemmti-
legu lifsreynslu. Hins vegar sé
það staöreynd, að margir noti
umferöina, þegar þeir ætli að
fremjasjálfsmorö,þ.e. stökkvi i
veg fyrir bifreiöar o.þ.h.
Meira um kenningar
Torps.
En ef vikið er aftur að danska
lækninum Steffen Torp, og
kenningu hans um hvernig
minnka megi tiöni bifreiða-
slysa, þá er rauði þráðurinn i
henni sá, aö fimmti hver maður
sem aki bifreiö, eigi við sálræna
erfiðleika að striða, sem valdi
þvi aö viðkomandi sé óöruggur
bilstjóri.
„Þaö eru miklu fleir bilstjór-
ar sem eru i sjálfsmorðshug-
leiðingum, en fólk gerir sér al-
mennt grein fyrir, segir hann.
Þaö er þvi beinlínis nauðsyn-
legt, aö gera mönnum grein
fyrir, á hve ófullnægjandi hátt
er staöiö að uppáskriftum öku-
tækja. Þar af leiöandi verður að
breyta þeim reglum sem gilda
um bilprófin.
Nú er þeim svo háttað aö
læknirinn skoðar þann sem
gangast skal undir ökupróf.
Skal hann gefa vottorð um
hvernig sálarástandi viðkom-
andi sé háttað. I reynd þýðir
þetta, að ekkert eftirlit sé með
hvort fólk sé yfirleitt tilbúið að
taka við stjðrn ökutækis. Að
minu viti er miklu eðlilegra að
fólk gangist undir strangt sál-
fræðilegt próf og niöurstöður
séu látnar ráða hvort viökom
andi fá bilpróf eða ekki.
Sem dæmi, þessu til rökstuðn-
ings má nefna stórslys sem varð
i Sviþjóð á sinum tima. Þar létu
sjö manns lifið og raunar allir i
bilunum sem skullu saman,
nema einn — nefnilega sá, sem
ætlaöi aö fyrirfara sér.
Mennirnir eru býsna mismun-
andi. Sumir eru fljótir að
reiðast, en aörirþurfa mjög litiö
til að veröa „stressaöir.” Enn
aðrir verða mjög óöruggir við
akstur, ef þeir hafa fengiö sér
aðeins eitt litið staup af vini.
Það er heldur ekki vist, að all-
ir beiti réttum viðbrögðum viö
erfiðar aðstæður. Hið rétta er,
að hluti ökumanna sýnir rétt
viðbrögð, en hina er auövelt aö
finna eftir aö þeir hafa gengiö i
gegn um sálfræðileg próf.”