Alþýðublaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. febrúar 1977 VIÐHORF 3 Þingmál Alþýðuflokksins: Þingflokkur Alþýðuf lokksins. Það hefur vakið at- hygli, hve þingmenn Alþýðuflokksins hafa látið mikið að sér kveða i haust og vetur. Þeir hafa oft tekið for- ustu i stjórnarand- stöðu, þegar mikilvæg deilumál hefur borið á góma, svo sem i kröflu- málum, dómsmálum, efnahagsmálum og fleiru. Sérstaklega hef- ur þó verið tekið eftir, hve mörg frumvörp og tillögur þeir hafa flutt, en þar endurspeglast jákvæð umbótastefna flokksins á mörgum sviðum þjóðfélagsins. í þingflokknum eru nú fimm menn, þeir Gylfi Þ. Gislason, Benedikt Gröndal, Sig- hvatur Björgvinsson, Eggert G. Þorsteinsson og Jón Ármann Héðins- son. Þrir varaþing- menn hafa komið inn fyrir þá skamman tima hver, þeir Bragi Sigur- jónsson, Eyjólfur Sig- urðsson og Pétur Pétursson. Hér verða talin þau mál, sem þing- mennirnir hafa flutt og er getið fyrsta flutn- ingsmanns, sem jafnan ber þunga málflutn- ings. Ekki er getið mála, þar sem þing- menn Alþýðuflokksins eru meðflutningsmenn annarra. 1) Frumvarp um afnám deildaskiptinga r Alþingis, veigamikil stjórnarskrárbreyt- ing, sem nýtur sifellt meira fylgis (Benedikt ofl.). 2) Frumvarp um þingsköp Al- þingis, sem leggur til meiri háttar endurbætur á starfshátt- um þingsins til aö auka áhrif þess og virðingu (Benedikt). 3) Frumvarp um umboös- nefnd Alþingis, er taki við kvörtunum landsmanna, sem ekki ná rétti sinum eða eru mis- rétti beittir af stjórnkerfinu (Benedikt). 4) Þingsályktunartillaga um vestfjarðaskip, bráðnauðsyn- lega samgöngubót fyrir Vest- firöi (Sighvatur). 5) Þingsályktunartillaga um skipun sérstakrar þingnefndar til að kanna gang og fram- kvæmd dómsmála (Sighvatur o.fl.). 6) Þingsályktunartillaga um lagaákvæði, er banni opinber- um starfsmönnum að veita við- töku umtalsverðum gjöfum umfram það, sem starfsréttindi kveða á um (Sighvatur ofl.). 7) Þingsályktunartillaga um öflun upplýsinga um þjóðartekj- ur á mann og kaupmátt launa helstu starfsstétta á tslandi og á , öðrum Norðurlöndum (Gylfi ofl.). 8)Frumvarp um dvalarheimili aldiraðira að ríkið greiði hluta af byggingarkostnaði þeim á móti sveitarfélögum (Benedikt ofl.). 9) Breytingartillögur viö frv. u m launaskatt til að auka at- vinnumöguleika aldraðra, likamlega fatlaöra, vangefinna og þroskaheftra (Bragi ofl.). 10) Þingsályktunartillaga um afnám tekjuskatts af launatekj- um, þar sem ennfremur erlýst i heild megintillögum Alþýðu- flokksins i skattamálunum (Gylfi ofl.). 11) Fyrirspurn um, hvernig flvtja megi til landsins hinar miklu skipaviðgerðir, sem fram fara erlendis (Pétur, Eggert). 12) Þingsályktunartillaga um 18ára kosningaaldur.sem hefur verið lögleiddur i langflestum nágrannarikjum okkar (Eyjólf- ur ofl.). 23) Frumvarp til laga um eignaráð yfir landinu, gögnum þess og gæöum, — hið lands- fræga baráttumál Alþýðu- flokksins endurflutt (Bragi ofl.). 14) Þingsályktunartillaga um fiskimjölsverksmiðju i Grinda- vik, sem mundi skila stórfelld- um verðmætum ml á loðnuver- tiöinni (Jón Armann ofl.). 15) Þingsályktunartillaga um könnun á efnahagslegri og félagslegri stöðu ellilifeyris- þega (Eyjólfur). 16) Fyrirspurn um trygginga- mál sjómanna (Eyjólfur). 17) Fyrirspurn um saman- burð á vöruveröi á tslandi og I London (Eyjólfur). 18) Fyrirspurn um Kröflu- virkjun (Bragi). 19) Breytingatillögur þing- mannanna viö fjárlagafrum- varpið snertu aöstoö við þessa aðila m.a.: Námsflokka, KFUM (Vatnaskóg), námsstyrki lam- aðra og fatlaðra, umferða- fræðslu gamals fólks, Sjálfs- björg, Styrktarfélag vangef- inna, leiklistarskóla, Þjóöleik- hús, Rithöfundasamband Is- lands, alþjóöaskákmót, neyt- endasamtökin, sjúkrahús. 20) Frumvarp um fljótvirkari og ódýrari meðferð minniháttar mála fyrir héraösdómstólum (Bragi ofl.). 21) Þingsályktunartillaga um niöurfellingu gjalda af efni og búnaði til stofnframkvæmda hitaveitna (Bragi ofl.). 22) Frumvarp um 100.000 kr. lágmarkslaun á mánuði, i sam- ræmi við einróma ályktun Al- þýðusambandsþings (Benedikt ofl.). 23) Frumvarp um Utanrlkis- málastofnun tslands, óháða fræöslu- og rannsóknarstofnun um utanrikis- og varnarmál (Benedikt). 24) Þingsályktunartillaga um byggingu nýs þinghúss vestan við gamla húsið, samkeppni og fyrstu skóflustungu á aldaraf- mæli gamla þinghússins 1981 (Benedikt o.fl.). 25) Þingsályktunartillaga um vinnuvernd og starfsumhverfi, sem krefst nýrrar umbótalög- gjafar á þessu sviði, sem er eitt af stórmálum verkalýðs- hrevf ingarinnar (Benedikt ofl.). 26) Breyingatillaga viðskatta- lögum algera sérsköttun hjóna (Gylfi ofl.). 27) Frumvarp til laga um at- vinnulýðræði, sem gerir aö lög- um, að I öllum atvinnufyrir- tækjum, stofnunum osfrv., sem hafa 50 eða fleiri starfsmenn, skuli starfsfólkið fá að kjósa 2 I stjórn (Sighvatur ofl.).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.