Alþýðublaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 11
alþydu-
biaöíö
Þriðjudagur 15. febrúar 1977
spékoppurinn
Ég nenni aldrei að hlusta á hana. Hún talar
aldrei illa um neinn.
ur.
Oh, Pétur. Ég stenzt ekki svona drungalegt og
biðjandi augnaráð.
Sæmundur G. Lárusson:
Þankar um íslenzkt þjóðlíf
Þriðji hluti
Ég held, að það híjóti að fá
nokkuð góöar undirtektir, þar
sem sýnt var fram á, að með
nokkuð góðum rökum, aö ríkið
myndi hagnast vel. Þarna hefði
verið um úrbætur aö ræða um
ókomna framtið, og einstakir
lifeyrissjóöir hefðu fengið að
halda sér, eftir sem áður, og þaö
verið þeim, sem þeirra njóta,
lyftistöng til lána við bygginga
framkvæmdir og fleira. Ég
vona, að Guðmundur Garðars-
son og félagi hans tryggingar-
sérfræðingurinn gleymi ekki
þessu ágæta frumvarpi.
Rannsóknar-
blaðamennska
Morgunblaðsins
Eins og ég minntist á I upp-
hafi, hafa flest blaðanna látiö
drjúgum til sin taka i baráttunni
við rotið þjóðfélag. Mannlifsins
morgunblöð rumska þó oftast
seint, en stundum létta þau þó
blundinum. Slikt gerðist fyrir
nokkru, þegar þrír blaðamenn
Morgunblaðsins tóku saman
myndarlegan greinaflokk um
Klúbbmálið svokallaða, sögu
þess og ýmsar hliðar.
Hins vegar komst það ekki
með tærnar, þar sem Vilmund-
ur Gylfason hefur hælana, og
væri það vel ef við ættum marga
lika hans. Þá væri áreiðanlega
minni spilling hér en raun ber
vitni. Auövitað er það t.d. likast
þvi að bankar, einn eöa fleiri,
hafi gert Guðbjart Pálsson út
eins og togara árum saman, og
ef svo er, til hvers?
Er það kannske þetta sem við
eigum að missa sjónar á I þvi
endemis moldviðri, sem hefur
verið þyrlað upp i kringum
þetta mál?
Eins hlýtur hugurinn að
hvarfla að Framsóknarflokkn-
um og aðdróttunum i hans garð.
Já vissulega hafa ráðamenn
Framsóknar dregist inn i vafa-
söm mál eina ferðina enn. i þvi
sambandi eru nefnd húsakaup,
bankalán, Klúbbmál og Grjót-
jötunsmál.
Eins og réttilega hefur verið
bent á, hefur Timinn snúist
harkalega gegn hinni nýju
stefnu blaðanna, þ.e. að fjalla
um þessi mál. Vörnin er aö
nokkru leiti fólgin i þvi, að etja
forsætisráðherra á foraðið, og
tilgangurinn er auösær: aö
halda i völdin hvað sem það
kostar.
En það eru fleir' skandaímál
á ferðinni, en þau sém talin eru
héraðofan, og er þá fyrst til að
taka Kröflumálið. Þar er hægt
að eyða og sóa, meöan verð-
bólgan gerir almenna launþega
nær ósjálfbjarga, a.m.k. okkur
gamla fólkið, sem erum að
burðast við að halda heimili.
Furðulegt fyrirbæri
Mér satt að segja dauöbrá,
þegar verðlagsstjóri tilkynnti
lækkun á brauðum og jafnframt
hvað hafði valdið henni. Jú,
bakarar höfðu fengiö hveiti á
hagstæðara verði, en áður tiðk-
aðist og það var þeim að þakka,
að framleiösla þeirra lækkaði i
veröi til kaupenda.
Einhver hefði nú freistast til
að haida að einhver innflytj-
andinn hefði runnið á vaðið, en
það var öðru nær. Þetta dæmi
sýnir þó glögglega, að þeir
hefðu getað verið búnir að finna
þessa leið. Og hver veit nema
þeir hafi einmitt verið búnir að
þvi, en ekki kært sig um að fara
hana.
Þaö er þó vonandi, að þetta sé
aðeins byrjunin, og að von sé á-
fleiru úr sömu áttinni.
Þaö sem er að gerast i eggja-
framleiðslunni núna segir betur
en nokkuð annað, hvilik óstjórn
er iþessum málum. Varan hrúg
ast upp, og brátt er allt á hvin-
andi niðurleið.
Ef landið á ekki að fara á
hvinandi kúpuna þá verður að
gripa til skjótra en öruggra að-
geröa. Sem stendur er raunin
sú, aö fleiri og fleiri fara á
framfæri hjá borginni sl. tvö ár.
Sömu sögu er að segja utan af
landsbyggöinni. Og hvað veröur
um breiðu bökin með þessu
áframhaldi? Eigendur þeirra
verða liklega að greiða hærri
skatta, en þeirhafa gert fram til
þessa, og væri þeim það ekki
nema rétt mátulegt.
Þessi þróun þarf þó ekki að
halda áfram, éf snúið er við þótt
seint sé. Til dæmis mætti byrja
á þvi, að hætta að skattleggja
ellilifeyri þeirra sem engra
lifeyrissjóða njóta. Þess I stað
ætti að lofa okkur að njóta þess-
arra fáu króna, þvi viö erum
löngu búin að leggja inn fyrir
þeim.
Ellilifeyrisþegar eiga vist
áreiöanlega allt annað skilið er'
þá meðferð sem þeir fá að hálfu
stjórnvalda.
Verðlagsstjóri.
Ég vil ekki ljúka þessari grein
minni svo, að minnast ekki á
verölagsstjóra og þá stefnu sem
hann hefur tekið I starfi sinu.
Það varð ljóst, um leið og sá
góði maður tók við starfi, að
hann myndi ekki feta I fótspor
fyrirrennara sins og láta stjórn-
ast af kerfinu.
Hann vakti traust manna er
hann kannaöi vöruverð i
London, og þá kom það bezt
fram, að hann notar aörar að-
feröir en tiðkast hafa til þessa.
Þvi hafa vaknaö vonir manna
um, að hér sé á ferðinni maður
sem vilji og ætli aö leggja á sig
breyttar vinnuaðferðir, sem
veröi öllum til hagsbóta.
Vil ég að endingu óska
þessum unga embættismanni til
hamingju með þann árangur
sem hann hefur þegar náð og
jafnframt farsældar I starfi.
F órnar- Ný framhaldssaga
lambið Drúsilla er áreiðanlega svöng en Þær voru báðar yngri en hún. eftir gönguferðina. Svo voru þær sendar á heima- — Nei, nei, sagði Drúsilla og vistarskóla, en menntun Drúsillu tók við diski með hörðu beikoni og var lokiö, og siðustu þrjú árin ecei. sem Eva rétti henni bros- hafðihún eldað mat og hugsað um
Drúsilla leit á hundana og fór
hjá sér. —Afsakið, sagði hún, og
roðnaði viö, ekki vegna áminn-
ingarinnar, heldur vegna þagnar-
innar, sem varð, þegar hún kom
inn i stofuna. Hún hafði heyrt
öminn af samtali, þegar hún kom
inn i forstofuna, en nú þögðu allir.
Hún gerði ráð fyrir, að þau hefðu
verið að tala um hana, og braut
heilann um, hvað Chepney-
fjölskyldan hefði sagt. Þau voru
öll vingjarnleg við hana, en henni
fannst þó einhvern veginn, að hún
væri fyrir. Þessar þrjár vikur,
sem hún hafði búið hjá þeim hafði
hún lagt sig fram við að aölagast
þeim, en hún virtist alltaf gera
eitthvað rangt.
Georg Chepney klappaði
vingjarnlega á öxlina á Drúsillu,
þegar hann gekk fram hjá henni.
— Betra er seint en aldrei, sagði
hann og blistraöi á hundana.
— Hringdu bjöllunni, Katrin!
Við veröum að fá nýlagað kaffi
handa Drúsillu, sagði Maud
Chepney, þegar maður hennar
var farinn út með hundana. —■
Kannski best sé að fá beikon lika.
En Katrin hafði hringt og Maud
Chepney sagði, þegar stofu-
stúlkan kom inn : —Gjörið svo vel
að hella upp á könnuna fyrir frk.
Drúsillu, Rósa.
Maud frænka er vingjarnleg en
á rangan hátt, hugsaði Drúsilla
beygð. Hana langaði til að komið
væri fram við sig eins og hún
tilheyröi fjölskyldunni en ekki
eins og virtan en erfiöan gest. Það
hafði verið fallegt af Maud
frænku að bjóða henni að búa hjá
sér, sagði hún við sjálfa sig, og
Davið hafði lika álitið það bestu
lausnina, en iifið á „Joceiyns”
var gjörólikt þvi lffi, sem hún
hafði lifaö hjá ömmu sinni, þó að
enginn annar en hún sæju það.
Gamla frú Fakenham hafði átt
hús uppi i sveit. Hún hafði verið
m jög einkennileg, en Drúsilla var
svo vön henni, að hún fann það
ekki. Frú Fakenham hafði veriö
óvenju ern eftir aldri og unnið
mikið i blómagarðinum eða á
hænsnabúinu. Þangað til Drúsilla
varð sextán ára hafði sama
kennslukonan kennt henni og
kenndi tveim dætrum prestsins,
Drúsilla hafði haldið, að amma
sin væri bláfátæk og grátbeðið
hana um að mega vinna úti, en
frú Fakenham varð svo sár og
sorgmædd yfir tillögunni, að
DrúsUla þorði ekki að fara lengur
Ut i þá sálma. Þaö kom henni þvi
mjög á óvart að frétta eftir lát
ömmu sinnar, að hún hefði látið
eftir sig fimmtiu þúsund pund i
gulltryggðum verðbréfum, mikið
seðlamagn og poka með gull-
mynt, sem var svo þungur, að
Drúsilla loftaði honum ekki. AUt
hafði þetta fundist i gamaldags,
læstri kistu i svefnherberginu.
Þar var lika erfðaskrá gömiu
konunnar, sem ánafnaði „hjart-
kæru barnabarni sfnu, Drúsillu
Fakenham” allar sfnar eigur
eftir sinn dag.
Drúsilla hafði ekki vitað i hvorn
fótinn hún átti að stiga. Hún gat
einhvern veginn ekki skilið, að nú
var bundinn endir á þá einu til-
veru, sem hún þekkti. Hún hafði
heyrt minnzt á Maud frænku, en
aldrei séð hana fyrr en eftir
jarðarförina. Hún varð mjög
undrandi, þegar Davið sagði
eftir JAN TEMPEST
KOSTABOÐ
á kjarapöllum
KJÖT & FISKUR
Breiðholtl
Simi 7 12(11» — 7 1201
<9
*5r
’ PÖSTSENDUM
TRULOFUNARHRINGA
i jloli.omís TLmsson
U.niSiilicgi 30
é>mu 10 200
Dunn
Síðumúla 23
/ími 84900
S
Heimiliseldavélar,
6 litir - 5 gerðir
Yfir 40 ára reynsla
Rafha við Oðinstoig
Símai 25322 og 10322
Birgir Thorberg
málarameistari
simi 11463
onnumst alla
málningarvinnu
— uti og inni —
gerum upp gömul husgögn