Alþýðublaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 5
bUMMd*' Þriðjudagur 15. febrúar 1977
VETTVANGUR í 5
Um fyrsta lið má segja, að
hann gekk bæði fljótt og vel i
gegn.baðvarekkisizt að þakka
viðhorfi Jakobs Möllers, fjár-
málaráðherra, sem var mikill
styrktarmaður málsins, og
þessi lög voru framlögð sem
stjórnarfrumvarp og voru sam-
þykkt 1943. Um endurskoðun
launalaganna var allt þyngra.
Þar var utanþingsstjórnin
ófáanleg til að taka við og flytja
frv. um. Þar gekk hvorki né rak
fyrr en Nýsköpunarstjórnin
kom tfl. Það var beinlinis ein af
kröfum Alþýðuflokksins i
unræðum um þátttöku i þeirri
stjórn, að settyrðu ný launalög.
Skipuð hafði verið nefnd með
fulltrilum lir öllum þingflokkum
og frv. flutt af þingmönnum og
varð að lögum 194$. Lögin um
réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna komu svo ekki fyrr
en 1954.”
Og næsta stórskrefið i hags-
munamálum bandalagsins? ”
„Fyrir utan samningsréttar-
lögin var árið 1962 sett á lagg-
irnar fræðslunefnd og þá haldiö
námskeiö i Borgarnesi. Sfðan
hefur hún starfað. Þing banda-
lagsins ákvað á liðnu hausti að
fela Bandalagsstjórn, að ráða
starfsmann frá nýliðnum ára-
mótum, til þess að vinna að
fræðslumálum. Það er mitt
starf nú.
Yfirsókn um skipulagningu
þess starfs hefur sjö manna
fræðslunefnd, og nú eru haldin
helgarnámskeið fyrir áhuga- og
trúnaöarmenn.”
„Hafið þið trúnaðarmenn á
vinnustöðum?”
„Með endurskoðun á
samningsréttarlögum, fengum
við lagaákvæði um trúnaðar-
menn á vinnustað, sbr. lög um
stéttarfélög og vinnudeilur.
Þessu eru nú bandalagsfélögin
sem óðastaökoma á, en visir að
þessu mun hafa verið til hjá
ýmsum félögum innan banda-
lags okkar og ætið hjá starfs-
mannafélagi rikisstofnana.
Þessi háttur mun fyrst hafa ver
ið tekinn upp i Dagsbrún, hér á
landi, og þykir öllum launþega-
félögum mikil nauðsyn, þegar
reynt hafa.”
„Hvað álitur þú um verkfalls-
réttinn?”
„Ég tel verkfallsréttinn
nauðsynlegan, fyrst og fremst
vegna alltof stirðra sambúðar-
hátta af hálfu viðsemjenda
okkar, en frjálsir samningar
eru, að minu mati, langæski-
legastir, ef þeirra er kostur.
Aðalhættan, sem fólgin er i
óskoruöum verkfallsrétti, er, aö
sterkustu hóparnir skeri sig frá
heildinni og neyti aflsmunar
fyrir sig, hvað sem hinum liöur.
Ég tel aldrei of brýnt fyrir
launþegum, að mattur þeirra
byggist á samstöðu um, að veita
þeim aðstoð, sem lakasta
aðstöðu hafa. Markmið heildar-
samtaka verður að vera, að
slikt hlutverk sé rækt.”
„Viltu segja eitthvað að
lokum, Guðjón?”
„Afmælisósk min til BSRB er,
að bandalaginu takist jafnan að
halda órofa samstöðu um hags-
munaimálallra bandalagsfélaga
og rækja þannig meginhlutverk
sitt”, lauk Guðjón B. Bald-
vinsson máli sinu.
ólafur Björnsson, pró-
fessor, um hríð for-
maður bandalagsins og
ötull baráttumaður
fyrir framgangi þess.
og vinna að stofnun sam-
bandsins. Það undirbjó lög og
boðaði til stofnfundar.”
„Hvernigvar ástandið um kjör
og ráðningar opinberra starfs-
manna á þessum tima?”
„Það var nú ekki beysið.
Þarna réðu geöþóttaákvarðanir
stjórnvalda, bæði um ráðningar
og kjör. Þá þóttu 300 kr
mánaðarlaun nokkuð há, en
dæmi voru til að það gat verið
lOOkrlaunamunurá mánuðihjá
mönnum, sem unnu hliðstæð
störf. Orlof var lika háð geð-
þótta, gat verið svona frá einni
viku niður i ekki neitt. 1 annan
stað mátti segja, aö launa-
greiðslur væru hreinn
óskapnaður. Dæmi voru til, að
sami maður gaf 14 kvittanir
fyrir launum i sama mánuð-
inum! Þetta voru allskonar
„bótasnifsi” og kallaðar oln-
bogabætur i kuldalegri gaman-
semi.”
„En hver urðu viðbrögð
stjórnvalda?”
„Þau voru nú dálitiö misjöfn.
Við settum fram þrjú atriði,
sem við lögöum aðaláherzlu á.
1) Lifeyrissjóð fyrir alla
starfsmenn rikisins.
2) Endurskoöun launalaganna
frá 1919.
3) Lög um réttindi og skyldur
opinberra starfsmanna.
Sigurður Thorlacius
skólastjóri, fyrsti for-
maður B.S.R.B. frá
stofnun 1942 til 1945, er
hann lézt.
Guðjón B. Baldvinsson
Viðtal við
Guðjón B. Baldvinsson.
„Þú varst i fyrstu stjórn
BSRB, Guðjón?
„Já, ásamt Sigurði Thor-
lacius, skólastjóra, sem var
formaður og Lárusi Sigur-
björnssyni, skjalaverði.”
„Og voruð það þið, þessir
þrir, sem beittuð ykkur mest
fyrir stofnuninni?”
„Ja, við vorum aö minnsta
kosti i áhugahópnum, en þaö
var Jóhann Ámason, banka-
fulltrúi i Útvegsbankanum, sem
boðaði til fyrsta fundarins. Til-
drögin voru nýtt kolaverð i
Rvík, og auðvitað stórhækkað.
Þetta var 1940, um haustiö. Það
hratt þessu beinlinis af stað. A
þessum fundi, sem var mjög
fjölmennur, var stofnað full-
trúaráð, sem átti að skipuleggja
Fyrsta Kjararáð BSRB á fundi með sáttasemjara og samninganefnd rikis-
ins 1963. Talið frá vinstri: Haraldur Steinþórsson, Teitur Þorleifsson,
Magnús Torfason, Inga Jóhannesdóttir, Guðjón B. Baidvinsson, Kristján
Thorlacius. Fyrir miðju er Torfi Hjartarson, sáttasemjari og hægra megin:
Sigtryggur Klemenzson, Gunnlaugur Briem, Jón Þorsteinsson og Jón
Erlingur Þorláksson.
Lárus Sigurbjörnsson