Alþýðublaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 16
„Fráleitt að skattleggja fengið meðlag sem tekjur" — segir í athugosemdum Rauð- s okkahreyfing- arirmar við skatta- frumvarpið Rauösokkahreyf ingin hefur sent frá sér álits- gerð um frumvarp um tekju- og eignaskatt# sem nú liggur fyrir alþingi, en i frétt frá henni segir, að Rauðsokkahreyfingin hafi frá upphafi barizt fyrír sérsköttun hjóna, þ.e. að hver fulltíða mað- ur sé sjálfstæður skatt- þegn og greiði skatta af eignum sínum og tekjum án tillits til hjúskapar- stéttar og njóti jafnframt þess réttar, sem þeirri skyldu fyrlgi. Rauösokkahreyfingin vill, aö hjón telji fram hvort i sinu lagi, álögð gjöld veröi birt hjá hvoru hjóna um sig I skattskrá og til- kynningar skattstjóra verði sendar þvi hjóna sem viö á hverju sinni. Eftirfarandi rök eru færð fyrir þessari kröfu: 1. Yfir 60% giftra kvenna hef- ur sjálfstæöar tekjur. Eölilegt er aö lög miðist viö aöstæöur meirihlutans. Þar af ieiðandi er ekkert eðlilegra en aö hvort hjóna standi skil á sköttum af sinum tekjum. 2. Hafi hjón mismunandi tekj- ur oa skattar eru teknir beint af launum einstaklinga eins og nú er, þýðir helmingaskiptareglan, aö þaö hjóna, sem hefur minni tekjur, á þaö á hættu að vera i sifelldri skuld við gjaldheimt- una. Hætta er einnig á þvi, aö gengiö veröi á séreign þess hjóna, sem minni tekjur hefur, og þaö verði enn háöara hinu fjárhagslega en nú er. 3. Réttur húsmæðra er á eng- an hátt meiri þótt þær séu skatt- lagöar fyrir helmingi launa eiginmannsins. Þaö tryggir ekki, aö þær fái þau laun til um- ráða, heldur er hér veriö aö leggja á þær kvöö, sem þær eru ekki i aöstööu til að standa viö á eigin spýtur. Sjálfsagt er, aö þeir sem vinna heimilsstörf séu sjálfstæöir skattborgarar, þótt þeir hafi ekki beinar launa- tekjur. Til þess að tryggja, að persónuafsláttur þeirra ónýtist ekki, skal millifæra hann, sem greiðslu á sköttum hins, ef ein- hverjir eru”. t álitsgerðinni segir, að Rauö- sokkahreyfingin hafi einskorðað sig við þau atriði frumvarpsins, sem snertir jafnrétti kynja. Hún geti þó ekki látiö hjá liöa aö benda á eftirtalin atriði: „1. lágmarkslifeyrir veröi skattiaus. Lágmarkslifeyrir einstak- linga er umdeilanlegur. Þó hlýt- ur hverju sinni að vera hægt aö finna þá upphæð sem einstak- lingur þarf sér til lifsviöurværis i nútfmaþjóðfélagi. Einnig væri æskilegt að taka tillit til þess, hversu margar vinnustundir liggja aö baki launatekjum ein- stakiings, áöur en þær eru skattlagðar. 2. Akvæöi um 2% launaafslátt af starfstengdum tekjum manna. sbr. 64. gr. 2. tl., kemur svo ójafnt niður að upptaka hans i stað allra þeirra t'rádráttarliöa, sem gilda skv. núgildandi lög- um og bent er á i athugasemd- um við frumvarpið, bls. 44, er ekki réttlætanleg. 3. Fráleitt er aö skattleggja fengiö meölag, sbr. 7. gr. 2. tl. Meðlag er ekki tekjur, heldur mótframlag þess foreldris, sem ekki hefur barn hjá sér, til þess, sem annast uppeldi barnsins. 4. 1 sambandi viö 25% vaxta- afslátt af greiddum vöxtum er rétt, að tekið sé tillit til þess i hvaöa framkvæmdum fólk stendur. (64. gr. 3. tl.)”. —ARH Fyrsta blað á Norðurlandi offsetprentað: Gjörbreytir aðstöðu til prentunar á Norðurlandi — segir ritstjóri Dags Fyrsta offsetprentaöa blaö á Noröurlandi kemur út i dag. Er þaö vikublaöiö Dagur, sem kem- ur út f fyrsta sinn offsetprentaö, en útgáfufélag blaösins hefur ný- veriö fest kaup á fullkominni off- setprentvél frá Bandarfkjunum. — Viö búumst viö breytingum á blaöinu smám saman, sagöi Erlingur Davfösson ritstjóri Dags, í samtali viö Alþýöublaöiö I gær. — Einhverjar breytingar munu veröa á útliti 1. töiublaös, en Kristján Kristjánsson hefur fram aö þessp Jiaapað blaöiö. — Blaöiö mun veröa vikublaö áfram til að byrja meö, en þaö er á dagskrá hjá okkur aö fjölga þvi I tvö tölublöö á viku. Þaö vantar mikiö á aö 8 siöna vikublaö þjóni þeim þætti I mannlegu samfélagi sem blaðinu er ætlaö. Blaöið hef- ur alltaf reynzt of lftiö, og þvi er fullur hugur á þvi i útgáfustjórn- inni aö stækka blaðiö, sagöi Erlingur ennfremur. Offsetvél Dags, er sem fyrr segir bandarisk, og talin mjög fullkomin, aö sögn Erlings. Sagði hann þau eintök sem til reynslu heföu veriö prentuö f vélinni lof- uöu góöu um framtiðina. — Vélin er hraövirk og fjöihæf og kemur væntanlega til meö aö gjörbreyta allri aöstööu til prent- unar á Noröurlandi, sagöi rit- stjórinn. Dagur mun eiga pressuna, en prentsmiöja Odds Björnssonar mun kaupa alla þá varahluti og annað sem vantar i fullkomna offsetprentsmiðju, svo sem tölvu og þess háttar. Mun prentsmibja Odds slðan reka offsetprent- smiöjuna. Dagur mun verða sett- ur I blý, en prentaður I offset. — Þetta mun verða mikill mun- ur frá þvi sem áður var sagði Er- lingur Davfösson ritstjóri Dags, að lokum. —AB Einn annasamasti vetur Flugfélags Norðurlands Liöandi vetur hefur veriö ein- hver annasamasti i sögu Flug- félags Norðuriands, aö sögn for- ráöamanna félagsins, og hefur aukning á feröum verið mjög mikil. — Viö jukum við vélakost okk- ar i fyrravor, og höfum nú stærri og nýrri vélar, þaö hefur trúlega sitt aö segja, sagöi Sig- uröur Aöalsteinsson fram- kvæmdastjóri og flugmaður Flugfélags Noröurlands I viðtali viö blaöiö. — Einnig bættum við viö okk- ur i leigufluginu, en leiguflugiö er alveg nauösynlegt fyrir okk- ur þar sem mun hærri nettótekj- ureru af þvi heldur en farþega- fluginu, sagöi Siguröur enn- fremur. Flugfélag Noröurlands hefur á að skipa fjórum flugvélum, einni fimm farþega, tveimur tiu farþega og einni nitján farþega. Tiu farþega vélarnar eru komn- ar vel til ára sinna, að sögn Sig- uröar og er þaö næst á dagskrá Flugfélagsins að endurnýja þær. Vænti Sigurður þess þó ekki aö það yröi þetta ár, þar sem félagið festi kaup á stórri flugvél ekki alls fyrir löngu, og þeir rétt að byrja aö rétta úr sér eftir þaö átak. Flugfélag Norðurlands stund- ar sjúkraflug, jafnframt farþega og leiguflugi, og var siðast liðiö ár farið alls um 100 sjúkraferðir, aöallega norðan- lands, en þó einstaka ferö til og frá Reykjavik meö sjúklinga. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1 977 Tekiö eftir: tsienzku dagbiööin fá sent mikiö efni frá sovézku fréttastofunni APN i Reykjavik. Þaöan kom nýi. grein, sem nefnist: „Aparnir þrir, tyflt ,,and- ófsmanna” og 258 milljónir Sovétborgarar.” Þar segir m.a.: „Muniö þiö eftir myndinni af öpunum þrem- ur: Einn heidur höndum fyrir eyrum (heyrir ekki), annar fyrir augum (sér ekki) og þriöji fyrir munn- inn (talar ekki). Tylft „andófsmanna” skipar mú fastan „het ju”-sess á siöum hinna allsstaöar náiægu vestrænu blaða, sem engu aö siður heyra ekki, sjá ekki og tala ekki, þegar um er að ræða llf og starf 258 milljóna Sovét- borgara.” Siöan er kvartað undan þvi hve litið erlendu biööin skrifa um sovézk 'málefni. (Sjá næstu klausu). Séð: 1 sama fréttabréfi APN og sömu grein segir orörétt: ,,í staöinn þröngva blöðin kappsamlega upp á lesendur blaðrinu úr „messiasi” nntimans, Amairik, sem visað hefur veriö úr eigin landi. Hinn einstaklega fáfróði Bukovski fellir krókódila- tár og heldjir' áfram ab ófrægja lif ókkar, Vestræn blöö gefa einnig hinum móðursjúka Sakarov riku- legt rúm, en hugmyndir hans um frelsi og lýðræði eru 'eins fjarlægar sann- leikánum eins og hann sjálfur lifi fólksins.” * Séö: í sömu grein APN fréttastofunnar er fariö nokkrum oröum um tvo sovézka rithöfunda. Þar segir: ,,Já, nokkrum fyrr- verandi sovézkum borgurum, ma. fyrr- verandi bókmennta- mönnum hefur veriö visað á dyr. Það væru þó mikil mistök aö álita aö bók- menntir okkar hafi misst eitthvaö við þaö aö segja skiliö viö Solzjenitsin, Kuznetsov og þeirra lika aö fullu og öllu. Staöreyndin er sú, aö fyrir brottförina skipuðu þeir þar mjög litil- fjörlegan sess.” Lesiö: Að þessari sérstöku grein lýkur á eftirfarandi orðum: „Sjálfshyggju- menn, sem hrópa um rétt sinn fyrir umheiminum, krefjast i reynd, — meö hjálp vestræns áróöurs — aö þeir fái einhvern einka- rétt og troba þannig á rétti 258 milljóna manna, sem álíta sig hafa jafnan laga- legan og siöferöilegan rétt.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.