Alþýðublaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 10. mars 1977 VIDHORF 5 ar um Portúgal, Hrafnhildur Schram sd um myndlistarkynn- ingu og Svava Jakobsdóttir kom og las Ur Leigjandanum, svaraði fyrirspurnum og ræddi við nemendur. Með bessu starfsári er lokiö fjórum önnum i Felagsmála skóla alþýðu. Nú er áformað að hefja skólastarfið þann 13. marz með 1. önn og er hún valin með það I huga að breikka grund- völlinn fyrir framhaldsannir skólans, en rætt hefur verið um að annir skólans yrðu þrjár. tJtkoma Vinnunnar sýningu sem unnt væri að flytja á milli staða. Stofn slikrar sýn- ingar yrði frá Sögusafninu en aukið við hann af verkalýðsfé- lögum viðkomandi staða. Þetta er á umræöustigi ennþá, en einnig hefur MFA stungið upp á þvl við MFA á hinum Norður- löndunum aö komið verði upp sameiginlegri farandsýningu milli landanna og útgáfu tlma- rits með sögulegu efni. Hafa þessar hugmyndir vakið at- hygli, enda er nú til umræðu á hvern hátt unnt yröi að koma á fót Sögusafni verkalýösfélag- anna á Norðurlöndum. 1 skýrslu Stefáns ögmunds- sonar kom fram að ekki hefur tekizt að halda útgáfu Vinnunn- ar reglulegri á slðasta ári og hefur það torveldað útbreiöslu ■titsins. Frá siöasta ársfundi hafa komið út fjögur tölublöö timaritsins, eitt undir stjórn Tryggva Þórs Aðaisteinssonar og þrjú undir stjórn Baldurs Óskarssonar, auk þess sem hið fjórða undir hans stjórn er væntanlegt innan tlðar. Auk þess komu svo sex tölublöð af Vinnunni út 1 dagblaðsformi meðan á febrúarverkfallinu 1976 stóö. Að frumkvæði miðstjórnar ASÍ hefur verið sett á laggirnar sérstök nefnd til að fjalla um út- gáfu Vinnunnar og finna grund- völl fyrir reglulega útgáfu hennar óg útbreiðslu. Nefndin er skipuð tveim mönnum frá miðstjórn og tveim frá MFA og vinnur hún nú að þessu verkefni slnu. Handbók verkalýðsfé- laganna Eftir mikla og timafreka vinnu og allskonar torfærur kom Handbók verkalýðshreyf ingarinnar út 1. desember sið- astliðinn. Henni hefur veriö mjög vel tekið að sögn Stefáns og bendir allt til að hún seljist upp á skömmum tima. Gert er ráð fyrir að 1. útgáfa bókarinn- ar endist vart nema I tvö til þrjú ár, þannig að brátt verður að fara að huga aö endurgerð hennar. Hreyfanleg sögusýning? Dagana 28. nóvember til 12. desember var haldin sýning á sögulegum minjum verkalýös- hreyfingarinnar I húsakynnum Listasafns alþýðu. Sýningin var haldin i tilefni 60 ára afmælis Alþýðusambands íslands og sóttu hana 600 manns. Auk muna úr Sögusafni verkalýðshreyfingarinnar var á sýningunni mikið af efni frá ýmsum verkalýðsfélögum og einstaklingum, auk þess sem notið var góðrar aöstoöar Þjóð- minjasafnsins. Sú hugmynd hefur verið rædd, aö koma upp „hreyfanlegri sögusýningu”, það er að segja Töluverð erlend samskipti Samskipti MFA við útlönd hafa verið bundin viö Norður- löndin og hafa fulltrúar sam- bandsins farið utan á fimm fundi og þing á vegum MFA- sambanda og verkalýðshreyf- inga, auk þess sem einn fræðslufundur var haldinn hér á landi i september siðastliðnum. Þá sendi MFA einn mann á sumarnámskeið Genfarskólans, Hermann Aðalsteinsson vara- formann Hins Islenska prent- arafélags. Hann hefur að lokinni dvöl þar tekið undir með fyrri nemendum af Islandi, aö mikiö gagn sé af að sækja þennan skóla. MFA hefur heimild fyrir tveimur plássum í þessum skóla á næsta sumarnámskeiði, en sakir kostnaðar treystir það sér ekki til aö senda nema einn. Þegar hefur veriö auglýst eftir umsóknum og bárust tvær um sóknir. Kostnaður MFA af hverjum nemanda mun vera sem næst 300.000 krónur, en ekki hefur fengizt styrkur til skólans á fjárlögum, þrátt fyrir Itrek- aðar umsóknir. Stjórn og starfslið Stjórn Menningar- og fræöslu- sambands alþýðu skipa þeir Stefán ögmundsson formaður, Karl Steinar Guðnason ritari, Magnús L. Sveinsson gjaldkeri, og meðstjórnendur Helgi Guð- mundsson og Daði Ólafsson. 1 varastjórn eru þau Grétar Þorleifsson, Jóhanna Sigurðar- dóttir og Tryggvi Benediktsson. Hvað starfsmannahald snert- ir eru þeir Stefán ögmundsson og Tryggvi Þór Aöalsteinsson heilir starfsmenn Hjörleifur Sigurðsson var starfsmaður sambandsins að hálfu á móti Listasafni alþýðu og Baldur Óskarsson hefur unnið tiltekin verkefni fyrir MFA á siðasta ári, en hann var fyrst og fremst ráðinn sem ritstjóri Vinnunnar þegar hann kom heim úr tveggja ára frli frá störfum. Nú verður sú breyting á, að Hjörleifur hverfur að fullu til starfa fyrir Listasafnið og Bald- ur Óskarsson mun vera að hætta störfum hjá MFA. -hm. AUKIÐ NAM- SKEIÐAHALD A ársfundi MFA ræddi Tryggvi Þór Aðalsteinsson starfsmaður sambandsins um verkefnin á næsta ári. 1 máli hans kom i ljós, að áhugi er á að auka námskeiðahald á vegum sambandsins mjög, auk þess sem mikill áhugi er á að vinna námsefnin og fjölfalda þau eftir að skólinn kemst á. Þar yröi um að ræða námsefni af ýmsu tagi. Meöal námskeiða sem á döf- inni eru má nefna námskeið siðar i þessum mánuði á Akur- eyri, sem haldið veröur I sam- vinnu við Iðju á Akureyri. Þá er i undirbúningi námskeið I sam- vinnu við trésmiöi og fleiri iönaöarmanna á Akureyri og annaö á Vesturlandi. í sam- vinnu viö Fræöslumiðstöð byggingarmanna er fyrirhugað námskeið og fleiri slik eru i deiglunni. Þá er byrjaö að huga að nám- skeiðahaldi um útgáfustarfsemi á vegum verkalýðsfélaga. Þar verður fjallaö um alla þætti slíkrar útgáfustarfsemi, hvort sem um er að ræða timarit eða bæklinga og bækur. Farið verður út i vinnslu efnis, prentaðferðir, útlitsteikningu, skrif, hvernig halda skuli blaöa- mannafundi. Þetta námskeið veröur að likindum fjögurra daga sam- fellt, vegna þeirra þátttakenda sem koma utan af landi. „Ekki má missa sjónar á eðlilegum og heil- brigðum atvinnurekstri” - segja Samtök íslenzkra verktaka Stjórn Samtaka is- lenzkra verktaka hefur ákveðið að senda frá sér yfirlýsingu vegna skipunar nefndar til að gera frumvarp að lög- um um stofnlánasjóð vegna kaupa á lang- ferðabifreiðum, vöru- bifreiðum og stórvirk- um vinnuvélum. Stjórn Samtakanna vill benda á þá hættu- legu þróun sem orðið hefur i mörgum grein- um atvinnurekstrar undanfarin ár, sérstak- lega með tilliti til öflunar nauðsynlegra tækja eins og stór- virkra vinnuvéla. Stjórnin telur að nauð- synlegt sé að sérhver grein atvinnurekstrar geti staðið undir sér og endurnýjað tæki sin með eðlilegum hætti. Stofnun fjölda opinberra sjóða sýnir aðeins hversu illa er kom- ið fyrir rekstri einkafyrirtækja, sem aftur endurspeglar um- komuleysi rikisvaldsins til þess að gera nauösynlegum atvinnu- fyrirtækjum kleift að starfa á eðlilegum grundvelli. Stjórn Samtakanna vill sér- staklega vekja athygli á þeim doða sem viröist vera allsráð- andi. Menn eru hættir að velta fyrir sér hvers vegna allir þess- ir sjóðir eru stofnaöir. Það er ekki lengur spurt hvort hægt sé aö breyta ófremdarástandinu og gera atvinnufyrirtækjum kleift að starfa. Islendingar verða aö gera sér ljóst nú þegar, að fleiri leiðir eru til aö koma á rikisrekstri en hrein þjóðnýting. Til er sú leið, sem er viðurkennd, að stjórna þannig aö einkarekstur sé á all- an hátt undir rlkinu kominn þó svo aö atvinnufyrirtækin séu talin i einkaeign. Þá er um raunverulegan rikisrekstur aö ræða með venjulegu sjóöafar- gani, sem siðan rikið stjórnar aö geðþótta. Stjórn Samtakanna vill áminna menn um að missa ekki sjónar á eðlilegum og heil- brigðum atvinnurekstri og vara menn viö að falla I gryfju ríkis- rdcstrar á öllum sviöum. Telur stjórn Samtakanna að nauðsynlegt sé að fella niður tolla af vinnuvélum og gera af- skriftarreglur þannig úr garði að heilbrigður rekstur atvinnu- tækjanna geri það kleift að hægt séað endurnýja þau á eðlilegum tima. Telur stjórnin nauðsyn- legt aö heimila aftur erlend lán ogað almennum lánastofnunum ségertkleiftaötaka aö sérhlut- verk stofnlánasjóða. söffnun A þingi Alþýöuflokksins siöastliöiö haust var gerö Itarleg úttekt á eignum, skuldum og fjárhagslegum rekstri flokksins. Var þctta gert á opnum fundi, og fengu fjölmiölar öll gögn um máliö. Hefur enginn stjórnmálaflokkur gert fjárhagslega hreint fyrir sinum dyrum á þann hátt, sem þarna var gert. Þaö kom i Ijós, aö Alþýöuflokkurinn ber allþunga byröi gamalla skulda vegna Alþýöu- blaösins. Nú um áramótin námu þær 8,4 milljónum króna aö meötöldum vangreiddum vöxtum. Ilappdrætti flokksins hefur variö mestu af ágóöa sinum til aö greiöa af lánunum. Þaö hefur hinsvegar valdiö þvi, aö mjög hefur skort fé til aö standa undir eölilegri starfsemi flokksins, skrifstofu meö þrjá starfsmenn, skipulags- og fræöslustarfi. Kramkvæmdastjórn Alþvöuflokksins hefur samþykkt aö hefja söfnun fjár til aö greiöa þessar gömlu skuldir aö svo ntiklu leyti sem framast er unnt. Veröur þetta átak nefnt „Söfnun A 77” og er ætlunin aö leita til sem flestra aöila um land allt. Stjórn söfnunar- innar annast Garöar Sveinn Arnason framkvæmdastjóri flokksins. Má senda framlög til hans á skrifstofu flokksins i Alþýöuhúsinu, en framlög má einnig senda til gjaldkera flokksins, Kristinar Guömundsdóttur eöa formanns flokksins, Benedikts Gröndal. Þaö er von framkvæmdastjórnarinnar, aö sem flestir vinir og stuöningsmenn Alþvöu- flokksins og jafnaöarstefnunnar leggi sinn skerf I þessa söfnun, svo aö starfsemi flokks- ins komist sém fyrst i eölilegt horf. Alþýöuflokkurinn X

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.