Alþýðublaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 3
2K&U' Fimmtudagur 10. mars 1977
FRÉTTIR 3
ISLANDSMÓT í
BADMINTON
íslandsmeistaramót i
Badminton 1977 fer fram
i Iþróttahöllinni i
Laugardal laugardaginn
9. april og hefst kl. 10.
f.h. úrslitaleikir fara
fram sunnud. 10. april
kl. 2. e.h.
I meistar- og A-flokki
karla og kvenna verður
keppt i einliðaleik, tvi-
liðaleik og tvenndarleik.
í Old boys flokki verður
keppt i tviliðaleik.
Samkv. samþykktum
siðasta Badmintonþings
ber Badmintonfélögum
og deildum að senda
þátttökutilkynningar
fyrir sina keppendur
ásamt þátttökugjaldi.
Þátttökutilkynningar
þurfa að berast til skrif-
stofu BSÍ íþróttamið-
stöðinni Laugardal Box
864 fyrir 25. marz og er
gjald fyrir hvem ein-
stakling kl. 1200.- fyrir
einliðaleik og kr. 800
fyrir tviliðaleik og
tvenndarleik.
Vfoavangshlaup
Islands
Viöövangshlaap íslands fer
fram i Reykjavik sunnudaginn 27.
marz klukkan 14.
Keppt verður i eftirtöldum
flokkum:
Karlar 19 ára og eldri hlaupa 6
km.
Sveinar og drengir 15-18 ára
hlaupa 3 km.
Piltar 14 ára og yngri hlaupa 1.5
km.
Konur 15 ára og eldri hlaupa 3
km.
Telpur 14 ára og yngri hlaupa 1.5
km.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast FRl i siöasta lagi 20. marz,
skriflega ásamt þátttökugjaldi 50
krónur fyrir pilta og telpur en 100
krónur fyrir hina flokkana.
Haukar og KR leika til
úrslita í afmælismótinu
Islandsmótið f 1. deild i gang aftur
Orslit i afmælismóti Hand-
knattleiksráð Reykjvikur verða
leikin I kvöld. Heldur litið hefur
fariö fyrir þessu móti það hefur
hreinlega fallið i skugga lands-
liösins. Undanúrslit mótsins
voru leikin á mánudaginn, þá
sigraði KR Armann 25-21, i hálf-
leik var staðan 12-9 KR i vil og
varsigurþeirra eiginlega aldrei
i hættu.
Hinn leikurinn var leikur Vals
og Hauka. Sá leikur var mjög
spennandi og skemmtilegur og
lauk með sigri Hafnfirðinga, 23-
22. 1 hálfleik var staöan 13-11
fyrir Val.
Það verða þvi KR og Haukar
sem leika til úrslita i kvöld og
má búast við skemmtilegum
leik. KR-ingan eiga sterkt liö
núna, meö gömlu kempuna
Hilmar Björnsson i broddi fylk-
ingar og gefa þeir Haukunum
áreiðanlega ekkert eftir. Leik-
urinn hefst klukkan 21.
Um helgina fer Islandsmótið I
fyrstu deild karla af staö aftur
eftir langt hlé. A laugardaginn
leika 1R og FH og Vikingar og
Haukar. Hefst fyrri leikurinn
klukkan 15:40. A sunnudags-
kvöldið klukkan 20 leika slðan
Fram og Þróttur og siðan Valur
og Grótta.
Það verður gaman aö fylgjast
meö deildinni að nýju eftir langt
hlé. Þó svo að engir leikir hafi
verið leiknir hafa liðin æft baki
brotnu og landsliðsmennirnir
eru aö sjálfsögöu i toppþjálfun
—ATA
Getraunaspá Alþýðublaðsins
0KKUR FER FRAM
Það fórysem viö var að búast
siðastliöinn laugardag, útkoma
okkar var ekki góð, enda margir
snúnir og erfiðir leikir. Einnig er
nokkuð um erfiða leiki að þessu
sinni, en við setjum fram spána
stoltir og keikir, þess fullvissir,
að ef einhver notfærir sér spá
vora muni hann verða rikur mað-
ur innan skamms.
Aston Villa — Everton
Þetta er úrslitaleikurinn i
deildarbikarnum og fer hann
fram á Wembley leikvanginum i
Lundúnum. Villa er mikiö
baráttulið, sem ekki gefst upp
fyrr en I fulla hnefana. Við spáum
að Villa sigri 3-1.
Derby — Birmingham.
Liö Derby er komið alla leiö
þangað, sem rotturnar skrlða,
komið á botninn, og er leikur
þeirra ekki gæfulegur um þessar
mundir. Birmingham ættiekki aö
verða i vandræðum.
Ipwich — Bristol City.
Leikmenn Ipwich virtust vakna
upp af værum blundi i leiknum á
móti Arsenal um siöustu helgi.
Bristol City veröur þeim engin
hindrun hafi þeir haldið vöku
sinni. Heimasigur.
Leicester — Coventry.
Leicester liðið er sterkt núna,
en Coventry bæöi slappt og
leiöinlegt. A heimavelli sigrar
Leicester auðveldlega.
Manchester United —
Leeds.
Þetta verður sjálfsagt hörku-
leikur. Allt bendir þó til þess aö
United fari með sigur af hólmi, en
smelli Leeds liðið saman er fátt
sem getur stöðvað þaö. Heima-
sigur en jafntefli til vara (Fyrsti
tvöfaldi leikurinn).
Middlesboro —
Liverpool.
Liverpool trónar nú á toppnum
og hefur gert það lengi. Leikmenn
þess geta þó ekki sagt að það sé
einmanalegt á toppnum, þvi
Ipswich hefur fylgt þeim sem
skugginn, og fleiri lið eru þar eigi
allf jarri. Middlesbro er þó ekkert
lamb að leika sér við og sérstak-
lega eru þeir illskeyttir á heima-
velli. Jafntefli enútisigur til vara.
(Annar tvöfaldi leikurinn).
Newcastle — Norwich.
Þessi leikur vinnst örugglega
með minnsta mun, verður mikill
baráttuleikur en Newcastle ætti
aö hafa þaö á endanum.
■ Blackpool — Bolton.
Hér verður heldur ekkert gefið
eftir. Þetta eru tvö af efstu liöum
annarrar deildar og i toppbarátt-
unni er hvert stig dýrmætt. Ég
hef þó meiri trú á Bolton og spái
útisigri en jafntefli til vara.
(þriöji tvöfaldi leikurinn).
Bristol Rovers —
Millwall.
Ég verö hreinskilnislega aö
viðurkenna þaö aöég hafði ekkert
sérstakt um þennan leik að segja,
hann gæti farið hvernig sem er
min vegna. Ég kastaði þvi upp
tening og það kom i hlut Millwall
að sigra.
Burnley — Sheffield
United.
Burnley má muna fifil sinn feg-
urri. Fyrir fáum árum var liðiö i
fyrstu deild en er nú eitt af lang-
neöslu liðunum i þeirri annarri.
Otisigur.
Cardiff — Chelsea.
Chelsea, Lundúnaliöið sem hef-
ur haft forystu i annarri deild
mestan hluta þessa keppnistima-
bils og yfirleitt haft mikla yfir-
burði I deildinni, hefur heldur bet-
ur látið undan siga að undan-
förnu. Liðið vinnur varla leik og
er forysta íiðsins meira að nafn-
Kr. 800
© The Football League
Leikir 12. marz
Aston Villa - Everton 1 . .
Derby - Birmlngham2 .
Ipswlch - Brlstol Clty 2 ..
Lelcester - Coventry2 ..
Man. Utd. - Leeds2 ....
Mlddlesbro - Uverpool2
Newcastle - Norwich 2
Blackpool - Bolton2 . .
Brlstol Rovers - Millwall*
Burnloy - Sheff. Utd.2 ..
Cardiff - Cholsea* ...
Nott'm Forest - Hull Clty3
mu til núna. Þeir ættu þó aö ráða
við Cardiff og er spáin sú og jafn-
tefli til vara. (Fjóröi og siöasti
tvöfaldi leikurinn).
Nottingham Forest —
Huli City.
Þetta er annar teningsleikurinn
á seðlinum. Undirritaöur gat ekki
gert upp við sig hvernig leikurinn
skyldi fara og lét þvi teninginn
ráöa. Heimasigur sagði teningur-
inn og það verður þvi svo aö vera.
—ATA
SkrifiB grelnllega nafn og helmiiisfang
KERFI 16 RAÐA
4 leikir meS tveim merkjum
8 leikir meö einu merki
Pósthólf 864
IþróttamlSstöSlnnl
Roykjavik
27
i
%
^-íl
ÍI
z í
m