Alþýðublaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 7
SES"
Fimmtudagur 10. mars 1977
ÚTLÖND 7
Holóttar götur og hættulegir vegfarendur gera vinnuna erfiða:
— Það er enginn
leikur að vera leigbil-
stjórii New York, segir
Angel Anthony Rivas,
sem hefur ekið einum
af óteljandi „gulu
leigubílum” stór-
borgarinnar um sex
ára skeið. Borgin er
iðandi af lífshættulegu
fólki og göturnar eru
ekki svipur hjá sjón,
svo slitnar eru þær.
Hið slæma efnahags-
ástand, sem hefur rikt i
New York undanfarið,
hefur gert það að verk-
um, að malbikunar-
framkvæmdir og
viðhaid gatna hefur
lagst niður, og þar af
leiðir að bílarnir
hrynja saman innan
fárra ára. —
Þessi orð Rivas gátu
farþegar hans staðfest,
þvi ekki var möguleiki
fyrir þá að tala saman,
þegar bifreiðin var
komin upp i 50 kiló-
metra hraða. Hávaðinn
var nánast óbærilegur,
og ekki hefði veitt af
teygjubeltum til að
styðja við bakið á
mannskapnum.
Ástandið verst i
Harlem
Billinn hékk varla saman.
RUBurnar léku á reiðiskjálfi og
öll tæki hringluöu laus, og héngu
á skakk og skjön inni i bilnum.
Þrátt fyrir þetta fullvissaöi
Rivas farþegana um, aö gatan.
ÞAÐ ER EKKERT
GRÍN AÐ VERA
LEIGUBÍLSTJÓRI
í NEW YORK
Anthony Rivas hefur ekið leigubil I New York um sex ára skeið. Hann
vonast til að geta tekið upp nám við menntaskóla innan skamms, en þvi
miður snúa fæstir þeirra, sem einu sinni hafa tekið til við aksturinn, til
baka. Margir þeirra eru námsmenn sem aka á nóttunni, en lesa á daginn,
en flestir stunda þessa atvinnu allt sitt lif.
sem ekin var, væri ein sú bezta I
borginni.
— Eru þaö þá einkum göturn-
ar, sem gera atvinnuna svo
erfiöa?
— Nei þaö er fólkið sem á
stjáiíborginni, og þá einkum aö
næturlagi. I hverri viku er ráö-
ist á nokkra leigubflstjóra. A
sföasta ári voru fjórir drepnir
og nokkrir svo illa Utleiknir, aö
þeir uröu aö hætta aö vinna.
Astandiö er langverst i
Harlem. Allflestir hinna 12.000
leigubflstjóra sem eru i New
York neita aö aka um Harlem.
Ég er einn af fáum, sem aka
þangaö, en þá læsi ég dyrunum
lika tryggilega áöur en ég legg
af staö. Billinn er þannig UtbU-
inn, aö þaö þarf aöeins aö ýta á
„Gulu leigubílarnir” eru
mikið á ferðinni i New
York, og þarna sjást
nokkrir þeirra i Avenue
og the American, sem er
ein stærsta verzlunar-
gatan i borginni.
hnapp til aö læsa öllum dyrum
og farangursgeymslu. Til þessa
UtbUnaöar hef ég oft þurft aö
grlpa, og betur aö fleiri geröu
þaö.
1 nótt var t.d. einn starfs-
félaga minna drepinn I Harlem.
Hann var hreinlega skotinn
niöur, áöur en nokkur gat áttaö
sig á, hvaö um var aö vera.
— Hefur þU einhvern timann
verið beittur ofbeldi, þessi sex
ár sem þU hefur unniö viö
akstur?
Rændur einu sinni
— Sem betur fer, hef ég
sloppiö nokkuð vel. Þaö gerir
liklega gæfumuninn, aö ég er
ungur og viöbragösfljótur. Þó
hef ég verið rændur einu sinni
en ofbeldismennirnir höföu aö-
eins fáa dollara upp Ur krafsinu.
Maður er þó alltaf haldinn vissri
tilfinningu, þvi þaö er aldrei aö
vita hvers konar manneskja er I
aftursætinu. Skothelt gler milli
farþega og bflstjóra gefur alltaf
vissa öryggistilfinningu, en...
Og eitt megiö þiö vera viss
um, þaö eru ekki bara hvitu
bflstjórarnir, sem neita aö aka
til Harlem. Svertingjarnir eru
alveg eins hræddir og viö hinir.
Neyðarúrræði
Það er ekki nema von, aö ein-
hver spyrji hvers vegna menn
reyni ekki að fá sér einhverja
aöra vinnu, þegar þaö getur
kostaö lifiö aö aka leigubifreiö I
New' York.
— Ég vil helst af öllu komast I
aöra vinnu, eöa aftur I nám seg-
ir Rivas, og ég vona aö þessu
timabili I lifi minu sé aö veröa
, lokið.
Þegar ég byrjaöi, fyrir sex ár-
um, stundaöi ég nám i mennta-
skóla. Þá varö konan ófrisk, svo
þaö var ekki um annaö aö gera
en aö fá sér vinnu. Eftir nokk-
urn tima fór fjárhagurinn aö
rétta viö, en þá bættist annaö
barn við, svo ég varö aö halda
áfram að aka.
En þrátt fyrir þær hættur sem
steöja að, hef ég aldrei veriö
vopnaöur I vinnu. Ég veit þó aö
margir félaga minna hafa byssu
I bilnum hjá sér, jafn vel þótt
þeir hafi ekki leyfi til aö bera i
þær.
Við erum tryggöir, en sú
upphæö sem fæst ef eitthvaö
kemur fyrir er ekki mikil. Viö
þénum vel I akstrinum, ef, viö
vinnum langan vinnudag. En
þeir sem sitja meö hendur i
skauti, hafa varla I sig og á. —
Þýtt JSS
F V F í
Félagsfundur
verður haldinn i Flugvirkjafélagi íslands
að Síðumúla 11 i kvöld, fimmtudaginn 10.
þessa mánaðar kl. 20:30.
Dagskrá:
1 Þróun I viðhalds- og aðstöðumálum.
2. Sveinsprófið
3. önnur mál.
Stjórnin.
HORNID
Skrifið eða hringið
í síma 81866
Frá Hofi
Timinn er peningavirði. Komið i Hof, þar
er besta úrvalið af garni og hannyrðavör-
um. 20% afsláttur af smyrnateppum.
Hof, Ingólfsstræti 1
(á móti Gamla Bió)