Alþýðublaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 11
SK&" Fimmtudagur 10. mars 1977
VIÐ 11
spékoppurinn
— Héma færðu nafnspjaldið mitt f ungi
maður—ég heiti úlfar og er sérfræðingur
i augnlækningum...!
— Er það alveg hreina dagsatt að þú sért
ekki að giftast mér vegna peninganna,
hússins, bilsins og sjónvarpsins?
— Eruð þér með viðgerðarþjónustu fyrir
heimilisrakvélar?
— Við verðum að hafa auga með honum
þessum... ég er fjári smeykur um að hann
ætli sér að brjótast út úr klefanum ein-
hvern tima á næstunni!
Sæmundur G. Lárusson
Skattamálin í ólestri
Annar hluti:
Ekki má ræða svo um skatta-
lagafrumvarpiö, aB láta undir
höfuð leggjast að minna á grein
sem Arndis Björnsdóttir ritaði
fyrir skömmu og ber yfirskrift-
ina — FORPOK-
UNARSTEFNA.
Þar segir, að nú hafi þau
furðulegu tiöindi gerst, að fyrir
alþingi okkar Islendinga liggi
frumvarp til laga um
breytingar á gildandi skatta-
lögum. Þar sé gengið I þveröf-
uga átt við núverandi þjóð-
félagsþróun og konur beinllnis
hvattar og veröi i sumum tilfell-
um að hverfa frá útivinnu, þar
sem þær yröu fyrirsjáanlega að
greiða með sér.
Það hafi þó verið yfirlýst
stefna stjórnvalda fyrr og siðar,
að skattar megi aidrei verka
letjandi á launþega.
Slðan rekur Arndis allar þær
villur og öfugþróun sem felast i
frumvarpinu og endar greinina
með þessum oröum: Nei það er
stjórnarheimiliö, sem þarf að
draga saman seglin og taka upp
megrunarstefnu I eyðst.u sinni.
Grein Sigriðar Kristinsdóttur
-Hugleiðing 2. flokks borgara-
ætti að minu mati að heita —
hugleiöing 1. flokks borgara —
svo vel er greinin skrifuð, og af
miklum skilningi á hlutverki
konunnar I þjóðfélaginu.
Eða hvar væri karlmaðurinn
staddur, ef konan væri ekki til.
Nú þegar jafnrétti kynjanna er
orðiö að veruleika og konur
farnar að sitja I nefndum og
ráðum á hinu háa Alþingi, þá
eiga konur ekki að kalla sig 2.
flokks þjóðfélagsþegna. Þær
standa nú orðið jafnfætis karl-
manninum, og eru löngu búnar
að sýna, að þær eru fyllilega
færar um að taka sér sömu
skyldur og ábyrgö á herðar og
karlmenn.
Eg sem þessar línur rita, er
fyllilega sammála þeim sjónar-
miðum sem koma fram i grein
Sigriðar um þetta efni.
Enn um skattana.
Einnig minnist Sigriöur á það
atriði sem fram kemur I frum-
varpi Guðmundar H. Garðar-
sonar á Alþingi 1976 að allir sem
komnir væru yfir 16 ára aldur
greiddu skatta og væru sérstæð-
ir skattþegnar án tillits til kyns
eða hjúskaparstéttar. Annaö er
jafn fáránlegt og að láta hjón
hafa einn seðil.
Núverandi gjaldheimta af
ibúöarhúsnæöi manna er mjög
ranglát og striðir gegn allri
óspilltri réttlætiskennd þar sem
búið er að greiða skatta og
skyldur af þessu fé sem byggt er
fyrir og húsnæðislán aö nokkru
verðtryggð.
F ramhaldssagan
F órnar-
lambið
ur! sagðihann. — Helvizkur mæl-
irinn er bilaður! Nú flýtti hann
sér að bensíngeyminum og skrúf-
aði lokið af, en eftir það flautaði
hann hugsandi.
— Hvað er að? spurði Drúsilla
skelfd.
— Máliö er leyst! Við erum
benslnlaus.
Það leið smástund áður en Drú-
silla skildi, hve illa var komið
fyrirþeim. Húnhafði búizt við, að
þau þyrftu bara að ganga að
næstu bensinstöö og sækja bensin,
en Sebastian sagði henni hrelldur,
að hann héldi, að það væri engin
bensinstöð nálægt.
— Og við erum ekki einu sinni
við þjóöveginn. Þaö er vafasamt
að við rekumst á bil meö auka-
geymi á sér, þó svo að bill kæmi
fram hjá. Sagði hann þungbúinn.
— Eða einhvern, sem gæti dregið
okkur. Ég er hræddur um, að við
séum strönduö hér...
— Gerir þaö nokkuð?
— Gerir það nokkuð? Skilurðu,
að við verðum vlst að vera hér I
nótt? Eða ráfa um I þokunni til að
finna náttstað? Hann fékk hósta-
kast. — Þessi þoka fer svei mér
illa með hálsinn á manni!
— Vertu þá ekki að hangsa
þarna úti! Komdu inn og lokaöu
glugganum, flýtti Drúsilla sér að
segja. — Það ekur enginn hratt i
svonaþoku.svo að viö heyrum, ef
það kemur blll.
Sebastian settist við hliðina á
henni og lokaöi glugganum. —
Fyrirgeföu, sagði hann afsak-
andi.
— Það er ekkert að fyrirgefa!
Þetta var ekki þér að kenna. Þú
vissir ekki, að bensinmælirinn
var ónýtur.
— Ég átti að aðgæta það. Ég
gæti lamið sjálfan mig.
— Skitt veri með það! Þaö er
ekkert viö þessu að gera. Veföu
teppinu um þig. Þaö kemur
kannski einhver framhjá og
hjálpar okkur.
— Það er fallegl af þér aö taka
þessu svona. Flestar stúlkur
myndu verba öskuvondar.
— Ekki ef þær væru ástfangnar
af þér, hugsaði Drúsilla, en
upphátt sagði hún. — Þetta er
sannkallaö ævintýri. Þú gætir
kannski notað þaö i næstu sögu?
Nú var orðiö niðamyrkur úti.
Sebastian kveikti á ljósunum, en
þokan var svo þétt, að ljósiö skeir
ekki gegnum hana, svo að hann
slökkt aftur :stynjandi. Drúsilla sá
ekki framan i hann, en hún var
sér meðvitandi um návist hans.
Hann kveikti i sigarettu og I birt-
unni sá hún, að hann var mjög al-
varlegur. Nú sagði hún hikandi:
— Hafðu ekki áhyggjur, Sebasti-
an. Það skiptir engu máli. Mér
stendur á sama.
— Ég er fegin, að þaö varst þú,
sem fórst meö mér , en ekki ein-
hver önnur, sagði hann snögg-
lega. — Ég þekki enga aöra, sem
tæki þessu svona vel.
Hún fékk hjartslátt viö þessi
orð hans, en hún þagði, þvl aö hún
óttaöist, aö röddin kæmi upp um
hana. Sebastian hélt áfram að
reykja þegjandi.
— Þér verður kalt, ef við
sitjum hér til morguns, sagöi
hann allt i einu. — A ég aö ganga á
næstu benslnstöð?
— Nei.nei! Þúþarft kannski að
ganga i tiu milur... og gætir villzt
i þokunni.
— Ég fæ kannski að sitja i, ef
ég kemst út á þjóðveginn.
— Hvað er klukkan?
— Að verða átta!
— Heldurðu, að bensfnstöðv-
unum verði ekki lokaö, þegar þú
kemstþangaö? Þær loka snemma
á haustin. Hún þagöi, en sagöi
svo:
— Nú heyri ég eitthvað! Þetta er
mótorhjól!
— Þú hefur góða heyrn.
Sebsastian opnaði og stökk út. —
Égætla að reyna að stööva hann.
Drúsilla elti hann. Þau veifuðu
ákaft, þegar þau sáu glitta i
ljósin I þokunni. Svo nam ekillinn
staðar og leit á þau efa-
semdaraugum, þegar Sebastian
útskýrði málið.
ökumaöurinn, fýlulegur ungur
maöur, sagði snúinn: — Ég er
ekki með aukageyma á mér!
— Ég bjóst ekki heldur við þvi,
en þér getið kannski látiö vita á
næstu bensinstöö, sagð Sebastian
óþolinmóöur.
— Það get ég... ef það borgar
sig!
Sebastian sótti pundsseöil i
vasann. — Segið þeim, hvar við
erum stödd og biðjið þá um aö
senda okkur bensin strax, sagði
hann og rétti fram pundsseöilinn.
Unglingurinn stakk honum i
vasann og svaraði: — Okei! Svo
þaut hann af stað.
— Þetta var gott! sagöi
Sebastian,sem hafðiléttmikiö. —•
Það er ekki lengi verið aö aka
hingað i bil. Þér er Iskalt,
Drúsilla... komdu! Viö skulúm
breiða teppiö ofan á okkur aftur!
Þau gsngu að bilnum, en þar
vafði Sebastian teppinu um þau
bæði. — Er þetta betra? En þú
skelfur enn, sagði hann áhyggju-
fullur. — Það er lika voðalega
kalt.
— Það gerir ekkert til, sagði
Ðrúsilla glablega. — En það fer
illaum þig undir stýri. Reyndu að
færa þig nær og teygja úr
fótunum...
— Allt i lagi! Viltu halla þér aö
mér og blunda?
Drúsillu langaöi ekkert til aö
sofa, en hún hafði ekki á móti þvi
að halla sér að Sebastlan. Hann
tók utan um hana og hún hallaði
sér andvarpandi að honum.
eftir JAN TEMPEST
K0STAB0Ð
á kjarapöllum
KJÖT & FISKUR
Breiöholti
Simi 7 12011
i 1201
.Gl**?
<&%
<>* ®
* POSTSENDUM
TRULOFUNARHRINGfl
jloli.iimrs llriissoii
IL.uiQ.Uirai 30
é'iiiu 10 200
Heimiliseldavélar,
6 litir - 5 gerðir
Yfir 40 ára reynsla
Rafha við Oðinstoig
Simar 25322 og 10322
Loftpressur og
traktorsgröfur
til leigu
Véltækni hf.
Simi á daginn 84911
á kvöldin 27924