Alþýðublaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 10. MARZ ..Hundrað-karl- arnir'' hefja störf á ný t gærdag var haldinn fund- ur i samstarfsnefnd um öryggismál við Kröflu, sem skipuð er af iðnaðarráðu- neyti og Alntannavörnum. Þar var rætt um hvaða ákvarðanir bæri að taka varðandi þá 100 starfsmenn Kröfluvirkjunar sem ekki hafa fengið leyfi til að hefja aftur störf að loknu helgar- leyfi. Varð að samkomulagi á fundinum að láta Almanna- varnarnefnd Mývatnssveitar og Almannavörnum rikisins eftir að taka ákvöröun um þetta atriði. í gærkvöldi var siðan hald- inn fundur i almannavarnar- nefnd Mývatnssveitar og að l oknum fundi nefndarinnar sendi hún frá sér ályktun, þar sem nefndin felst á fyrir sitt leyti aö aliir starfsmenn Kröfluvirkjunar hverfi aftur til starfa á ný, enda verði eftirfarandi öryggisráðstöf- unum fullnægt: 1. Að framkvæmdaaðilar sj- ái til þess, að starfsmenn komi i skipulögðum hóp- um og verði skráöir inn á svæðið. 2. Að tekin veröi upp stöðug skráning á fólki inn og út af svæðinu allan sólar- hringinn. 3. Að áherzla verði lögð á að jarðfræðingur verði stöö- ugt til taks við skjálfta- vaktina. Þetta álit nefndarinnar var siðan staðfest af Almannavörnum I gærkvöldi og má þvi búast viö að um- ræddir hundrað starfsmenn hverfi aftur til starfa strax I dag. Áframhaldandi landris. I gærkvöldi var allt við það sama á Kröflusvæðinu, land- ris hélt þar áfram og frá þvi klukkan 15 á þriöjudag til sama tima I gærdag mældust alls 121 skjálfti á mælum skjálftavaktarinnar i Reyni- hlið. Fimmtán þessara skjáifta reyndust vera yfir tvö stig á richter og þar af tveir af stæröargráöunni 2,6 stig. Guðmundur Sigvaldason jaröfræðingur sagöi i viðtali við Alþýðublaðið siðdegis i gær, en hann var þá nýkom- inn til Reykjavikur frá Kröflu, að i gærmorgun hefði ekki verið komiö fram það munstur i jaröskjálftahreyf- inguna sem búist hef Framhald á bls. 10. Atvinnurekendur segjast hafa Nægan skiln- ing en Iftið svigrúm Það gerðist i rauninni ekkert frá- sagnarvert á fundinum, sagð Björn Jónsson forseti ASi, þegar Alþýðublaðið innti hann eftir gangi mála á fyrsta samningafundi ASÍ og vinnuveitenda- sambandsins, sem haldinn var i fyrradag. Hann var með hefðubundnu formi, eins og fyrstu fimdirnir eru venjulega. Samningsaðilar lýstu sjónarmiðum sinum og rætt var um vinnu brögð. Niðurstöður urðu þær, að ákveðið var að visa málinu til sáttasemjara. Þá var Björn spurður um undirtektir atvinnurekenda við kröfur ASÍ, og sagði hann þær hafa verið með hefðbundnum hætti, þ.e. að atvinnurekendur ‘ hefðu sagst skilja nauðsyn þess að hækka launin, en af tur á móti segðust þeir hafa litið svigrúm til að koma til móts við kauphækkunarkröf urnar. Ekki kvaðst Björn' geta sagt til um, hversu langan tima samningar kæmu til með að taka, en 1. mai markaði timann Björn Jónsson, forseti ASt. þvi þá rynnu fyrri samningar út. Að öðru leyti væri ekkert hægt að segja um ganga mála enn sem komiö væri. —jss Rúmeníu- söfnuninni aflýst! Rauða krossi íslands og Hjálparstofnun kirkjunn- ar barst í gær skeyti um að hjálparbeiðni sú sem RKI og HK hafði borizt um aðstoð vegna jarð- skjálftanna miklu í Rúm- eníu væri afturkölluð. Rikisstjórn Rúmeníu hef- ur ákveðið að afþakka aðstoð utanlands frá og telur sig geta ráðið fram ú vandamálum sínum ein og óstudd og með þeirri hjálp sem þegar hefur borizt eða er á leiðinni. Rúmeníusöfnuninni, sem Alþýðublaðið sagði frá í gær, hefur því verið af- lýst. —ARH mm Jón Sigurðsson sóknarstjóri. hagrann Verdbólgu- nefndin enn á rökstólum Búist við að álit hennar liggi fyrir á næstu vikum — Ég get ekkert tjáð mig um það á þessu stigi, hvert verður efnislegt inni- haia niöurstöðu nefndarinnar, en ég geri ráð fyrir þvi að þær muni liggja fyrir á næstu vikum — ef til vill fyrir lok þessa mánaðar. Nefndin hefur haldið regiulega fundi og starfað mikið undanfarið og við höf- um farið yfir marg- visleg gögn og upplýs- ingar sem málið varða. Framangreint kom fram I samtali Alþýöublaðsins við Jón Sigurðsson hagrann- sóknarstjóra I gær, en Jón er. formaður nefndar þeirrar er forsætisráðherra skipaði 11. oktober 1976 „til að leita leiða til þess að ná hraöa verðbólg- unnar niöur i það, sem gerist I nágrannalöndum okkar”. 1 nefndinni eiga sæti fulltrúar allra þingflokka, Alþýöusam- bands Islands, Vinnuveitenda- sambands Islands, Bandalags starfsmanna rikis og bæja og Stéttarsambands bænda. Auk þess 4 skipaðir af rikisstjórn- inni án tÚnefningar. 1 bréfi sem sent var út til framan- greindra aðila og sem varðaði nefndina, sagði m.a., að rikis- stjórnin geri ráð fyrir að álit nefndarinnar og tiÚögur verði undirstaða umræöna á Alþingi og viðræðna rikisstjórnarinn- arvið aöila vinnumarkaðarins um heildarstefnu I verðlags- og launamálum í bréfinu sagöi enn fremur að stefnt skyldi að þvi aö hún skilaði áliti og tillögum eigi siðar en i febrúarmánuði 1977, en eins og fram hefur komið hér á undan er útlit fyrir að það dragist enn um sinn að niðurstöður nefndarinnar verði gerðar opinberar-ARH íslendingur rádinn til Kenya Um s.l. áramót voru auglýstar hér á landi 11 ráðunautastöður við norræna samvinnu- verkefnið í Kenya. Stöðurnar voru aug- lýstar á öllum Norðiu'- iöndunum og bárust um þær um 300 um- sóknir, þar af um 20 frá íslandi. 25. janúar komu hingaö til lands 4 fulltrúar norræna sam- vinnuverkefnisins I Kenya og starfsmenn við skrifstofu verk- efnisins i Kaupmannahöfn og ræddu þeir við 7 islenzka um- sækjendur. Að þvi búnu var Tómasi Sveinss. viðskiptafræð- ingi boðin staða við stjórnun og skipulagningu með aösetri i Mombasa, sem er aðalhafnar- borg Kenya. Aö þvi er fram kemur i fréttabréfi Aðstoðar Is- lands við þróunarlöndin gat Tómas ekki tekiö aö sér verk- efnið, vegna óviðráðanlegra or- saka, þegar til átti að taka, og var þá Gunnari Pálssyni deildarstj. boðin staðan og tók hann við henni. Ráðningartimi hans er ffa 1. mai n.k. til 1. mai 1979. —ARH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.