Alþýðublaðið - 13.07.1977, Síða 1

Alþýðublaðið - 13.07.1977, Síða 1
 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLI ÍPARÍS Þrjár hækkanabeiðnir samþykktar í gær: Hækkanir * * * AV / K Hinn kunni heiöursmaöur, Kristján Albertsson, varö áttatlu ára á laugardaginn var. Þrátt fyrir háan aldur er hann mjög ern og fæst áf kappi viö ritstörf. Hann hefur lengstum dvalizt erlendis: eöa frá stú- dentsárum sinum. Hann var meöal annars lektor I Þýzkalandi, Sviþjöö og Danmörku, en 1946 fluttist hann tilParisar, þar sem hann hefur veriö siöan. Kristján kemur þó oft til tslands og dvelst hér dágóöa stund hverju sinni. Sföustu tvo áratugi hefur hann fengizt mikiö viö ritstörf og fyrir skömmu sendi hann frá sér skáid- sögu. t byrjun þessa mánaöar kom Kristján I samkvæmi f islenzka sendiráöinu i Paris I tilefni af fyrstu áætlunarferö Flugleiöa til Frakklands. Þar ræddi hann viö gesti um islenzk málefni af alkunnri þekk- ingu. Á þessari mynd er meö Kristjáni, Gróa Torfhildur Björnsson, eiginkona Henriks Sv. Björnssonar, ráöuneytisstjóra utanrfkisráöuneytisins. — t blaöinu f dag er nánar sagt frá fyrsta áætlunarfluginu til J’arisar. mun minni en fariö var f ram á Rikisstjórnin samþykkti i gær tillögur verölagsnefndar um hækkun á útseldri vinnu iönmeistara og hækkun á gjaldskrám efnalauga og þvottahúsa. Allar hækkanirn- ar voru nokkru minni en at- vinnurekendur höföu fariö fram á og þurfa þeir aö bera sjálfir hluta kostnaöarauka vegna nýgeröra kjarasamn- inga. Alþýöublaöiö hefur fregnaö, aö iönmeistarar hafi fariö fram á 28% hækkun á launum og álagningu. t hækkunar- beibni þeirra var lögö til grundvallar mun hærri hækk- unarprósenta vegna sérkrafna enkjarasamningarnir kváöu á um, eöa allt aö 9%. Þeir fengu hins vegar leyfi til 20% hækk- unar a" launum og 10% álagn- ingar, en kauphækkanir kjarasamninganna eru lagöir til grundvallar þeim hækkun- um. Kostnaö vegna sérkrafa, sem eru ofan viö 2,5% veröa ibnmeistarar aö bera sjálfir. Sömu sögu er ab segja af af- greiöslu hinna hækkunar- beiönanna. Efnalaugaeigend- ur fóru fram á 15% hækkun, sem samsvarar nokkum veg- inn kauphækkunum, en fengu 10% og þvottahúsaeigendur fóru fram á 16% hækkun, en fengu 10%. Þeir veröa því einnig aö bera hluta kaup- hækkunarinnar sjálfir. Frank Bregnballe fisksjúkdómafrædingur: Engin einkenni nýrna- sjúkdóms í Laxalóni — ef sjúkdómurinn er fyrir hendi í fiskræktarstöðvum á íslandi, þá er hann kominn úr ám landsins ,,Ég fann engin einkenni „nýrnasjúkdóms” (Kidney desease) i þeim laxaseiöum er ég rannsakaöi i eldisstööinni aö Laxalóni, og ástand stofnsins má teljast mjög gott”. Þetta voru orö danska fisksjúkdóma- fræöingsins Frank Bregnballe á fundi, sem hann hélt meö blaöa- mönnum i gær. Aö sögn Bregnballes voru ein- ungis rannsikuö seiöi, sem báru þaö meö sér ab eitthvaö væri at- hugavert við heilsufar þeirra. 1 seiöum þessum fundust engin merki bakteria i húö eöa þörm- um. Hins vegar taldi sér- fræöingurinn aö ýmis ytri ein- kenni svo og bakteriur I blóöi bentu til þess aö orsök krank- leika þessara seiba væri sú aö og þröngt væri um þau. Þó tdk Daninn fram aö fjöldi þessara seiða miðaö við fjöld- ann i stööinni væri litill. Sömu einkenni fundust i fjallaurriöaseiöum og eins árs gömlum laxi. Bregnballe sagðist einnig hafa rannsakaö tvo regnboga- silunga og þeir heföu engin ein- kenni sjúkdóma haft. Orsök þess aö svo f áir regnbogasilung- arvoru rannsakaöir er sú aö viö athugun fannst enginn sem bar meö sér nokkur einkenni sjúk- dóma. Þó sagöi Bregnballe aö regnbogasilungarnir heföu bor- iö þaö meö sér aö nokkuö væri þröngt um þá. I skýrslu, sem Bregnballe dreiföi á fundinum bendir hann á aö mismunur á heilbrigöis- ástandi regnbogasilungs annars vegar og hinna fiskana hins vegar sé aö laxinn og fjalla- urriöinn halda sig alla jafna viö botninn og á botni kerja i fisk- Framhald á bls. 10 Laxalónsmálið: Neikvæð umsögn yfirdýralæknis og Norðmenn neituðu Alþýöublaöiö skýrði frá þvi fyrir skömmu aö Veiöi- og fiski- ræktarráö hefði leitað til norskrar stofnunar um aö fá hingaö til lands sérfræöing i fisksjúkdómum og aö stofnunin heföi gefiö neitandi svar. Blaöiö haföi samband viÖ Veterininsti- tutetog ræddi viö aöstoöarmann forstjórans, Bach Gansmo. Hann sagöi þaö rétt aö beiöni heföi borizt frá Islandi um aö þangað yröi sendur sérfræöing- ur I fisksjúkdómum til rann- sókna á fiskeldisstöövum á vatnasvæöi Reykjavikur. Þegar þessi beiöni heföi borizt hefði stofnunin haft samband viö Pál A. Pálsson yfirdýralækni og for- mann fisksjúkdómanefndar. Hann heföi látiö þaö i ljós aö hann vildigjarnanfá sérfræðing til starfa hér á landi, en hann teldi litiö gagn aö þvi aö sá mað- ur yrði hér I nokkrar vikur. Eitt til tvö ár væru nær lagi. Og þó viö viljum gjarnan hjálpa ykkur Islendingum, sagöi Gansmo, þá höfum viö ekki tækifæri á aö senda ykkur mann i svo langan tima. Og eftir þessa yfirlýsingu yfirdýralæknis tók stofnunin þá ákvöröun aö svara beiðninni neitandi. —ES Ráðherra skipar gjaldskrárnefnd Viöskiptaráöherra hefur skipaö þriggja manna gjald- skrárnefnd, sem ætlaö er aö fjalla um allar beiðnir um breytingar á verölagningu og þjónustu opinberra aöila. Er nefndin skipuö i fram- haldi af yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar um verölagsmál viö lausn kjaradeilunnar 22. júni sl. og samkvæmt ákvörð- un rikisstjórnarinnar frá 30. júni. 1 nefndinni hafa veriö skip- aöir þeir Georg Olafsson verö- lagsstjóri, formaöur, og al- þingismennirnir Halldór As- grimsson og Ólafur G. Einars- son. Beiönir um breytingar á gjaldskrám opinberra aöila skulu eftir sem áöur sendar viökomandi ráöuneyti sem munu siöan leita álits gjald- skrárnefndar og gera nefnd- inni grein fyrir sjónarmiöum sinum. Er nefndinni þannig Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.