Alþýðublaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 12
Eggjum sjaldgæfra fugla smyglað úr landi í Noregi: flrnaregg selst á allt að milljón! — Veit ekki um hliðstæð tilfelli hér, segir Finnur Guðmundsson — Nei, viö höfum aldrei oröið varir viö aö reynt væri aö smygla arnareggjum eöa arn- arungum úr landi, en hins vegar hefur þrisvar veriö komiö upp um tilraunir til aö smygla fálka- ungum úr landi. Sjálfsagt hefur þetta veriö reynt oftar og ef til vill tekizt. En vissulega er þetta alþjóölegt vandamál. Ég veit aö löggæzlumenn hafa þessi mál fremur i huga nú en áöur, en þaö virðist fremur tilviljunum háö hvort upp kemst um smygl af þessu tagi. Þannig hljóöar svar Finns Guömundssonar, fuglafræöings, er AB spurði hann um hugsan- legar tilraunir manna til aö smygla arnareggjum úr landi, I þvi skyni aö selja þau á himin- háu verði erlendis. Norömenn eiga nú mjög i vök aö verjast gagnvart ásókn ósvifinna pen- ingapuxa i hreiöur hafarnarins i Noregi, en aö sögn Finns Guö- mundssonar, er hafarnarstofn- inn þar mun stærri en á Islandi. Fullyrt hefur verið, i fjölmiölum i Noregi, að hafarnaregg hafi selzt erlendis á ótrúlega háu veröi, eða allt aö einni milljón Ósvifnir peningapuxar vega aö konungi fuglanna, erninum, I Noregi. A tslandi viröist þaö vera fálkinn, sem freistar. isl. króna pr. stykki! Smygl á eggjum sjaldgæfra og friöaöra fugla i Noregi virðist hafa færzt mjög i aukana sið- ustu ár, en á þaö hefur veriö bent aö refsingar viö slikum lögbrotum séu allt of vægar — áhættan sé óf litil miöaö viö hagnaöarvonina af tiltækinu. Þannig hefur veriö bent á atvik sem gerðist i Finnmörku i Noregi eigi alls fyrir löngu. Þar voru handteknir útlendingar I tveimur bilum og fundust 260-270 egg 18 fuglategunda i fórum þeirra, en einnig höföu þeir tekið nokkur hreiöur i heilu lagi með sér. Útlendingarnir fengu aðeins um 18 þús. kr. sekt og þykir þaö „billega” sloppiö. 1 norska blaöinu „Nordlys” segir Fritz Rikhardsen, viö Náttúrufræöistofnunina i Tromsö, aö árlega fái stofnunin margar fyrirspurnir frá útlend- um „fuglafræöingum” sem leiti upplýsinga um varpstaði sjald- gæfra fugla, sérstaklega arna, og fálka. — 1 tilfellum sem þess- um neitum viö að gefa upplýs- ingar og visum til laganna, seg- ir Rikhardsen. __ARH MIÐVIKUDAGUR alþýöu blaöiö „íslenzkt ullarband” framleitt á Spáni — selt í Svíþjóð! „Erfitt að koma í veg fyrir eftirlíkingar” — segir Þórður Magnússon hjá ÚtfIutningsstofnun iðnaðarins 1 mörgum fatabúöum erlendis eru á boöstólum flikur sem I fljótu bragöi viröast vera úr Islenzkri ull og sá grunur er gjarnan stað- festur meö merkimiöa á flikinni, þar sem á stendur aö hún sé gerö úr „100% islenzku bandi” eöa aö mynstrið sé „Icelandic look”, „Icelandic fashion” o.s.frv. A merkimiðanum er svo annaö hvort ekki getið um þaö hver framleiöandi viðkomandi flikur er, eöa aö nafn framleiöandans er birt meö lúsaletri neöanmáls. Kemur þá i ljós aö flikin er aö öllu leyti framleidd I Danmörku, Þýzkalandi eöa jafnvel á Spáni og islenzk ull kemur þar hvergi nærri! Ctflytjendur isl. ullarvöru eru nokkuö uggandi um sinn hag vegna þessarar þróunar, enda i mörgum tilfellum erfitt aö eiga viö mál á borö viö þetta. Þóröur Magnússon, hjá tJtflutnings- miöstöö iönaöarins, tjáöi AB i gær, aö bezta vörnin viö þessu væri auövitaö aukin kynningar- starfsemi á isl. ullarframleiöslu erlendis. — Viö eigum bæöi viö aö glima rangar merkingar á flikum, sagöi Þóröur, en verra er þegar bein- linis er stolið okkar „módelum” af ullarbandi. Höfundarrétturinn aö hönnuninni er þá ekki virtur. Mest hefur borið á fatnaöi sem likist handprjóni, en einnig ber nokkuö á ofnum fatnaöi. Aö sögn Þóröar ber einkum á eftirlikingunum á isl. prjóna- fatnaði á markaöi i Danmörku, Þýzkalandi og fleiri Evrópu- löndum. Einnig kom upp tilfelli i Bandarikjunum þar sem á mark- aöinn þar komu flikur, sem auglýstar voru sem „Icelandic look”. Ekkert var hins vegar um þaö getiö aö varan væri framleidd úr eftirlikingu af isl. ullarbandi og þaö I Danmörku. Framleiöandinn breytti hins vegar merkingunni þegar mál þetta haföi veriö skráö hjá dóm- stóli I Bandarikjunum, en þaö var aldrei tekið til dóms. I Danmörku er framleitt „Gullfoss-band” og á Spáni er framleitt „Islandia- band” fyrir sænska aöila. I Þýzkaiandi eru framleiddar flikur þar sem beinlinis er sagt á vörumerki aö þær séu geröar úr „100% Islenzku bandi”. Stjórn Útflutningsmiðstöövar iðnaöarins hefur fjallaö um mál þetta aö ósk útflytjenda ullarvara og komizt aö þeirri niðurstööu, aö nauösynlegt væri aö Útflutnings- miöstööin heföi vakandi auga meö þróun mála og geröi ráö- stafanir til aö hefta hana, ef og þar sem þess væri kostur. Þegar hefur veriö hafizt handa meö gagnasöfnun og sérfræðingar haföir meö I ráöum. Þóröur Magnússon sagöi, aö ef til vill yröi leitað til dómstóla i fleiri löndum til aö fá þar úrskurö þess efnis, aö framleiöendur eftir- likinga veröi aö auglýsa á áber- andi hátt hvar viökomandi vara sé framleidd og aö þar komi greinilega fram aö um sé aö ræöa „Icelandic look”. —ARH Sovétmenn keyptu 28% útflutts iðnvarnings 1976: Heildarútflutningur jókst um 106% frá árinu 1975! Heildarútflutningur iönaöar- vara á siöasta ári nam 17.583 millj. kr. og er þaö 106% aukn- ing frá fyrra ári, en þá nam út- fhitningsverömætiö 8.521 millj. kr. Segir I ársskýrslu útflutn- ingsmiöstöövar iðnaöarins aö aukninguna megi aö miklu leyti rekja til aukins útflutnings á áli, en útflutn.verömæti annarra iönaöarvara jókst þó um 49% frá. árinu 1975. Mikil aukning hefur orðið i útflutningi skinna- og ullarvara og má nefna aö ár- iö 1972 eru flutt út 129 tonn af lopa, en 1976 er magniö oröiö 361 tonn. En hverjir kaupa svo Islenzk- an iðnvaming? Ef áliö er dregiö frá kemur i ljós, aö enn sem fyrr eru þaö Sovétmenn sem eru stærsti kaupandi isl. iönvarn- ings. Þeirkeyptu 28% útfluttrar iönaöarvöru ársins 1976 og nam verömæti þess tæplega 1.5 milljaröi kr6na. Ariö áöur keyptu þeir 26% útflutningsins aö verömæti rúmlega eins milljarös kr. Næst stærstu kaupendurnir eru Vestur- Þýzkaland, sem keypti fyrir 700 millj. kr. 1976, og Bandarikin, sem keyptu fyrir 436 millj. kr. Tollfrelsi í 15 löndum Útflutningur vara undir liön- um „ullarvörur, prjónavörur, lopi og band” hefur aukizt mjög siðustu árin og mest er sölu- aukningin til EBE-landanna: eöa 73% milli áranna 1975 og 1976. 1975 keyptu Austur- Evrópulöndin mest af þessum vörum, eöa fyrir 675 millj. kr. Lönd Efnahagsbandalagsins keyptu hins vegar vörur úr þessum flokki fyrir 409 milljónir 1975. Áriö 1976 snýst þessi þróun viö og keyptu EBE-löndin þá fyrir 707 milljónir, en Austur- Evrópulöndin fyrir 680 millj. króna. 1 ársskýrslu útflutningsmiö- stöövarinnar er tollalækkunum á markaössvæöi Efnahags- bandalagsins þakkaö þessi þró- un. Lækkanir þessar hafa átt sér staö stig af stigi frá árinu 1973 og 1. júli næstkomandi er síöasta lækkunin og fellur tollurinn þá alveg niöur. Viö þau timamót munu Islenzkar vörur njóta tollfrelsis 115 löndum alls. —ARH. Séö: 1 Vestmannaeyjablaö- inu Brautinni: „Um dagiim komu hingaö meö Herjólfi tveir stórir vörubilar, og bilstjórar þeirra geröu sér litiö fyrir og fylltu þá af vikri, sem þeir ætluöu siöan meö upp á Selfoss og seljaþar, án þess aö spyrja kóng eöa klert hér I Ey jum. Bæjarstjórinn okkar var hins vegar vel á veröi og brá skjótt við, er honum bárust fréttir af þessu háttarlagi hinna sunn- lenzku bilstjóra, skundaði niöur á bryggju og lét bil- stjórana kvitta fyrir mót- töku vikursins, og siðan veröa þeir rukkaöir eins og viö erum rukkaðir fyrir pússningasandinn, sem viö sækjum til fastalandsins.” Heyrt: Aö Jónas Kristjáns- son, ritstjóri Dagblaösins, hafi nú i hyggju aö stofna islenzka fréttastofu, er sjái erlendum fjölmiölum fyrir fréttum frá Islandi. Mun ætlun hans sú, aö frétta- stofan veröi til húsa i rit- stjórn Dagblaðsins. Hann hefur leitaö hófanna um þetta mál hjá forráða- mönnum fréttastofa I ná- grannalöndunum, en ekki er vitaö um undirtektir. Frétt: Aö menn hugleiöi nú mjög framtiö Útvegsbank- ans, sem hefur átt við veru- lega erfiðleika aö strlöa. Til eru hugmyndir um að leggja bankann niður i þeirri mynd sem hann starfar I dag, — aö Lands- bankinn og Seðlabankinn taki viö verkefnum hans, og aö húsnæöismál Seöla- bankans veröi leyst meö þvi, aö hann fái Útvegs- bankahúsiö. Ekki er vist aö allir séu sammála þessari hugmynd. Tekiö eftir: 1 Vestmanna- eyjablaðinu Brautinni er háöfuglinn Palli spé látinn segja þetta: „Mér er sagt, aö eigendur bifreiöaverk- stæða I bænum séu aö íhuga aö fara I mál viö bæinn vegna þess aö þaö er fariö aö malbika götumar.” Frétt: Aö skipstjóri nokkur utan af landi hafi komið til Reykjavikur, gengiö inn 1 bilaumboö, keypt þar bil fyrir röskar fimm milljónir og borgaö á boröið. I sömu ferö hafi hann fest kaup á litilli Ibúö i Reykjavik svona rétt til aö fjárfesta aurana sina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.