Alþýðublaðið - 13.07.1977, Side 2

Alþýðublaðið - 13.07.1977, Side 2
2 STJÖRNMÁL/ FRÉTTIR Miðvikudagur 13. júlí 1977 að m Tötgefauði: Alþýöuflokkurinn. Rekslur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Árni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Síöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsími 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánitði og 60 krónur i lausasölu. Hverjir selja landið? Á ísiandi hafa deilur orðið harðar vegna aðildar útlendinga að stóriðju. Heyrzt hafa fullyrðingar eins og þær, að landið og orkan hafi verið seld útlendingum fyrir lítið sem ekkert. I umræðum um varnar- málin hefur verið talað um landsölu. Svo mjög hefur verið einblínt á þessi mál, að menn hafa algjörlega gleymt að gaumgæfa raunverulega og alvarlega landsölu, — sölu á íslenzkum laxveiði- ám. Um þessar mundir er aðalvertíð íslenzkra lax- veiðimanna að hefjast. En því fer fjarri að þeir eigi aðgang að mörgum beztu laxveiðiám landsins. Sumar þeirra eru eingöngu leigðar útlendingum að öllu leyti eða hluta, allt sumarið eða hluta úr sumri. Svo ramt kveður að þessari leigu til útlendinga, að til eru ár á íslandi, þar sem (slendingar fá alls ekki að bieyta línu árið um kring. Auðugir útlend- ingar haf a tekið þessar ár á leigu með þeim skil- yrðum, að þar fái ekki aðrir að veiða en leigu- takar, þótt þeir komi ekki að ánum nema örfáa daga á sumri. Þannig hafa til dæmis bandarískir, brezkir og svissneskir auðjöfrar tekið á leigu heilar ár, ýmist sjálfir, eða fengið islendinga til að ,,leppa" samningana fyrir sig. Þá hefur f jöldi útlendinga á leigu margar af beztu laxveiðiánum á langbezta veiðitímanum. Islend- ingar mega svo koma og hirða molana, sem af borðum hrjóta fyrir og eftir bezta laxveiðitíma- bilið. Ef þetta er ekki að selja landið sitt, þá eru engin dæmi til um slíkt. (slenzkir laxveiðimenn geta ekki keppt við erlenda milljónamæringa i tilboðum um laxveiðiár. Það sem eru vasa- peningar útlendinganna Enn berast ill tíðindi frá Kröflu. Sérfræðingar þar telja ólíklegt, að virkjunin verði að nokkru gagni á næstu mánuðum. Þetta umdeilda millj- arða-fyrirtæki er að öðl- ast þann vafasama heiður í sögunni, að hafa verið mistök frá upphafi til enda.— Ekki verður þó eru fjársjóðir á íslenzka vísu. Margir veiðiréttar- eigendur hafa látið hagnaðarvonina ráða ferðinniog beinlínis vísað löndum sínum á brott. Þessari öf ugþróun þarf að gefa meiri gætur en gert hefur verið. I fyrsta lagi verður að tryggja að g ja Idey ristek j ur af þessari leigu komi að fullu og öllu til skila. Einnig er nauðsynlegt að setja einhverjar skorður við leigutöku útlending- anna. Að öðrum kosti eru fslendingar sviptir rétti til afnota af eigin landi. Áuðvitað ættu veiði- réttareigendur að hafa með neinum rétti sagt, að forráðamenn virkjunar- innar hafi ekki verið varaðir við. Úr þessu verður Kraf la varla annað en skóla- bókardæmi um pólitíska ákvörðun af versta tagi. Allir reyna að sverja af sér króann, utan einn maður, Jón G. Sólnes. forgöngu um breytingar. Það yrði þeim til sóma. Ekki er verið að gera því skóna, að út- lendingum verði meinað að veiða lax á (slandi. Það er hins vegar stað- reynd, að Island er að verða eitt bezta laxveiði- land í heimi. Fréttir af laxveiði í tærum berg- vatnsám Islands berast víða, og erlendis eru lax- veiðar auðugra manna gaman. Ásókn þeirra í íslenzkar laxveiðiár eykst með hverju árinu sem líður. Því verður að spyrna við fótum. Verði gróðasjónarmiðið endan- lega ofan á í þessu máli Segja má, að þrátt fyrir allt sé sú afstaða hans að standa og falla með þessari framkvæmd mun geðfelldari en hinna, sem reyna að koma ábyrgð- inni hver á annan. Það hins vegar afsakar ekki mistökin, né dregur úr þeirri ábyrgð, sem forystumennirnir bera. eiga (slendingar engan kost að keppa við erlenda laxveiðimenn. Þessu verður að breyta og það verður að koma í veg fyrir, að útlendingar geti tekið á leigu heilar ár um árabil, þar sem enginn fær að koma nálægt, nema þeir. Núverandi ástand er til vansæmdar. Til að fylgja eftir þessum kröfum verða islenzkir laxveiði- menn að sýna og sanna, að þeir geti umgengizt ár og náttúru landsins á sómasamlegan hátt. önnur umgengni verður útlendingaleigunni til f ramdráttar. íslenzkir skattborgarar munu fyrr eða síðar greiða kostnaðinn við Kröfluvirkjun. Þeir verða að draga dýr- keyptan lærdóm af þessu ævintýri. En skyldi nokkur verða kallaður til ábyrgðar fremur en venjulega? —AG- í stjórn Alþjóða- leikhúsmála- stofnunarinnar Á þingi Alþjóðlega leikhús- málastofnunarinnar, sem haldið var i Stokkhólmi i s.l. mánuði var Sveinn Einarsson, Þjóðleikhús- stjóri kosinn i stjórn samtakanna, og er jafnframt fyrsti íslending- urinn sem hlotnast þessi sess. Alþjóðlega leikhúsmálastofn- unin hefur aðalskrifstofu i Paris og starfar undir verndarvæng UNESCO menningarmálastofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Aðildarþjóðir Alþjóða leikhús- málastofnunarinnar eru um 40 talsins, þar á meðal öll Norður- löndin, flest öll önnur Evrópulönd og Bandarikin. A sfðari árum hafa riki frá Suður-Ameriku, Afriku og Aslu bætzt 1 hópinn. Halla Haraldsdóttir sýnir að Laugarvatni Halla Haraldsdóttir við eitt verka sinna. Siðastliðinn hálfan mánuð hef- ur Halla Haraldsdóttir sýnt 15 listaverk i andýri Gistihúss Héraðsskólans að Laugavatni. Hér er um að ræða bæði mósaík- myndir og það sem listakonan kallar sementsmyndir. Halla Haraldsdóttir hefur hald- ið fjölmargar sýningar bæði hér- lendis og erlendis, og á síðasta ári vann hið þekkta Orditmann fyrir- tæki i Þýzkalandi tvö af verkum Höllu i stein. Myndir Höllu verða til sýnis i Héraðsskólanum eitthvað fram i ágúst og auk áðurnefndra 15 mynda mun hún á næstunni skreyta veggi teriunnar með nokkrum verka sinna. Undratæki fund- ið upp í Sovét 1 fréttabréfum hinnar ötulu APN-fréttastofu i Reykjavik er gjarnan skrifað talsvert um frið i heimi og „slökun spennu” á al- þjóðavettvangi. Sovétmenn eru sem kunnugt er ákafir talsmenn spennuslökunarstefnunnar og fylgja henni stundum eftir með umfangsmiklum flotaæfingum á heimshöfunum. Nú greinir APN frá undraverðu afsprengi spennuslökunarstefn- unnar i Sovét. Það varðar þó ekki alþjóðapólitik nema að takmörk- uðu leyti, heldur er þvi ætlað að bæta úr sljóleika ökumanna bif- reiða og lappa þannig upp á um- ferðarmenninguna i veldi Bréf- snevs. Þeir i Sovét hafa nefnilega fundið upp tækið „Antison” sem hannað er i bænum Gorki og að sögn „bregst það fljótt og vel við ef athygli ökumanns dofnar við akstur”. „Antison” virkar á þann hátt að það fer i gang ef vöðvar I höndum ökumanns slaknar. Er siökunin mæid með sérstökum mæli, sem festur er i stýri bifreið- arinnar og þegar athygli öku- mannsins dofnar, fer hljóðmerki i gang og bifreiðin staðnæmist eftir 1-2 sekúndur. Ekki nefnir APN hvort tæki þetta hefur verið sett i bilaflota aðalritara Flokksins, en sem kunnugt er hafa erlendir þjóðhöföingjar gjarnan fært hon- um bensa og jagúera að gjöf þeg- ar þeir hafa farið hjá garði. —ARH Að læra af milljarða mistökum

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.