Alþýðublaðið - 13.07.1977, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 13.07.1977, Qupperneq 5
■II AAiðvikudagur 13. júlí 1977 VETTVANGUR 5 OR YMSUM ATTUM Jafnaðarstefnan — sósíalismi, sem byggir á lýðræði Dagblaðið Visir tekur enn til meðferðar fyrirbærið Evrópu- kommúnisma, i leiðara sinum L gær. I niðurlagi leiðarans er þvi haldið fram að lýðræði og sósia- lismi séu andstæður. Ekki er nein ástæða til aö ætla að þessi fullyrðing sé fram sett fyrir slysni, enda verður að ætla að stjórnmálaritstjórar blaðsins viti, aö allverulegur munur er á sóslalfskum stefnum I hinum ýmsu löndum heims. Veiga- mesti munurinn er þó að sjáif- sögðu milli þess sósialisma sem grundvallast á lýðræðislegum stjórnarháttum og þess sósia iísma, sem tileinkar sér bar- áttuaöíerðir og markmið komm unista. Fullyrðing blaðsins um. að lýðræði og sósiaiismi séu and stæður er þvi alveg út i hött. Óheyrilega margir Jafnaðarmenn styðja Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík 1 sambandi við þessa sleggju- dóma Visis eref til vill timabært að leiða hugann örlitið að þvi mikla fylgi sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft i Reykja- vik á undanförnum árum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð lagt mikla áherzlu á lýð- ræði og lýðræðislegar baráttu- aðferðir. Ef litiö er á stefnuskrá flokksins fer þetta vart milli mála enda þótt ýmislegt annað virðist oft verða uppi á ten- ingnum i framkvæmchnni. Annað höfuð einkenni Sjálf- stæðisflokksins er að hann er hægri flokkur. Að visu segja talsmenn flokksins, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé mjög frjáls- lyndur og þar af leiðandi fús til að gera ýmislegt til að koma til móts við kröfur hinna flokk- anna. Ef litið er á fylgi flokksins i siðustu alþingiskosningum kemur i ljós, að Sjálfstæðis- flokkurinn hlýtur 24.023 atkvæði i Reykjavik eða 50.1% greiddra atkvæða. Þessi rúmlega helm- ingur borgarbúa fær þó sjö þingmenn kjörna fyrir höfðu- borgina af tólf, eða 58,3%. Ef litið er á borgarstjórnar- kosningarnar sem einnig fóru fram á miðju ári 1974 verður Ut- komanennbetrifyrirflokkinn. 1 þeim kosningum hlaut Sjálf- stæðisflokkurinn 26.973 atkvæði, sem er hvorki meira né minna en 58.4% borgarbúa sem neyttu atkvæðaréttar sins. Flokkurinn fær i þessum kosningum i sinn hlut 9 borgarfulltrúa af 15, eða 60% borgarfulltrúanna. Nú vita allir borgarbúar að þetta mikla fylgi flokksins samanstendur ekki af tómum hægrimönnum. Mun trúlegra er að obbinn af þessu fólki, sem stutt hefur Sjálfstæðisflokkinn i Reykjavik, sé vinstrisinnað, fólk sem i grundvallaratriðum fylgir stefnu jafnaðarmanna, þess sósialisma sem byggir á frelsi, jafnrétti og bræðralagi, og þeim lýðræðislegu stjórnar- háttum sem þróast hafa á Vesturlöndum fram til þessa. Jafnaðarmenn eiga að skipa sér undir merki Alþýðuflokksins Það hefur heldur ekki farið á milli mála, að fylgi Sjálfstæðis- flokksins i höfðuborginni stendur ekki traustum fótum um þessar mundir. Óánægjan innan flokksins er áberandi, og það svo mjög, að helztu stuðn- ingsklikur flokksins eru komnar i hár saman út af grundvallar- stefnu Sjálfstæðisflokksins. I framkvæmdinni er þessi grundvallarstefna reyndar svo veik og flöktandi, að forystu- menn flokksins eiga erfitt með að gefa almennum flokksmönn- um viðhiitandi svör við spurn- ingum um einföldustu hluti. Ef litið er á stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins og öll helzu grundvallarmarkmið fer ekki á milli mála aö þarna er hægri- flokkur á ferð. Þegar að fram- kvæmdum kemur, og sömu- leiðis þegar kemur að þvi að gefa timabundnar tækifæris- yfirlýsingar, þá er þessi stefna orðin að einum alsherjar hræri- graut.sem enginn botnar neitt i. Þegar þessi mál eru athuguð ofan i kjölinn hlýtur þróunin aö verða i þá átt, að Sjálfstæðis- flokkurinn tapi þeim óeðliiega stóra meirihluta, sem honum hefur tekizt að tryggja sér i höfuðborginni. Megnið af þessu fólki er i rauninni i andstöðu við hægristefnur i stjórnmálum, en er i rauninni fylgjandi grund- vallarmarkmiðum jafnaðar- stefnunnar. Þetta fólk á fyrst og fremst samleið með Alþýðu- flokknum. Það er þess vegna mikilvægt að sá stóri hópur sósialdemókrata, sem stutt hefur Sjálfstæðisflokkinn i höfuðborginni hætti slikum skripaleik og snúi sér að þeim flokki, sem berst fyrir þeim hugsjónum, dægurmálum og markmiðum, sem þetta fólk vill sjálft að verði að veruleika. —BJ Starfsfólk Skálatúns: Átelur hard lega ríkjandi ástand „Atelur starfsfólk Skálatúns harðlega rikjandi ástand og skor- ar á stjórnvöld að hækka daggjöld til vistheimila fyrir vangefna að mun, þannig að starf með van- gefnum megi bera jákvæðan ár- angur,” segiri samþykkt, sem al- mennur starfsmannafundur á Skálatúnsheimilinu hélt fyrir stuttu. Vistheimilið á Skálatúni er fyrir vangefna, og i samþykkt starfsfólksins segir einnig eftir- farandi, um málefni vengefinna og heimilisins: „Starfsfólk Skálatúns hefur þaö markmið að hjálpa vistfólki til að veröa eins sjálfbjarga og unnt er. Er skipulögö starfsemi i þeim til- gangi frá morgni til kr. 16 á dag- inn. Vegna ónógra daggjalda er mjög fátt starfsfólk eftir kl. 16 á daginn og um helgar og þykir þá sýnt, að ekki náist sá árangur sem næðist ef fleira starfsfólk væri á kvöldin og um helgar til þess að fylgja eftir þeirri þjálfun sem fram fer á daginn.” —hm Jli Litiö inn i stærstu husgagnaverslun landsins - þad kostar ekkert aó skoða. Sænsk gædavara á gódu verði: 50x210 cm 60x210 cm 100x210 cm IJIur: IIvill I hilla 5 h i 11 ti + slá + slá kr 22.410 26.100 kr 23 670 27.360 kr 30 570 36 990 Jón Loftsson hf. A A A A A A m L_j Hringbraut 121 Sími 10600 fataskápar] rúm mikiö rýml

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.