Alþýðublaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 6
6 c ISSk'- t ****** Fólk situr klukkustundum saman á útiveitingastöðum og fylgist meö iðandi mannhafinu, ræðir saman, og fær sér kaffi, öl eða vin. Sumir drekka bara vatn! Og börnin eru ekki skilin eftir heima. Þau fylgja með og njóta lifsins eins og hinir. Þeir, sem verzlað hafa i Paris, vita, að þar er verðlag vægast sagt misjafnt. Fatnaður getur veriö ótrú- lega dýr. Hægt er að fá skó, sem kosta 120 þúsund krónur, einfaldan sumarkjól frá þekktu fyrirtæki fyrir 600 þúsund krónur. Þessi konfektaskja kostar 318 franka, eða liðlega 12 þúsund krónur;«Hún er iitil, og I henni eru ekki fleiri en 25 molar. Svo er nú þaö. Miðvikudagur 13. júlí 1977 SSSS" / / PflRIS: HER KOMfl Götulif i Parfs er eins fjölbreytilegt og framast er unnt að hugsa sér. Þessi mynd Sigurboginn. Þarna eru margar þekktar verzlanir, veitingahús og skrifstofur FflSTflR ÁÆTLUNARFERÐIR FLl Margir segja, að Paris sé borg borganna. Þar sé aö finna á einum stað meiri menningu og skemmtilegra mannlif en i nokkurri annarri borg. Svo eru aörir,semsegja,aðþetta eigi fremur viðum Róm. En hvað sem þvi liður, þá hefur Paris veriö einhverskonar draumaland i hugum fjölda manna. Þeir, sem þar hafa búiö, hafa tekið ástfóstri við borgina, og fæstir þaöan viljað fara. Nú hafa Fiugleiöir byrjað beint áætlunarflug til Parisar, og er flogið þangaö einu sinni i viku, á laugardögum. Fyrsta ferðin var farin 2. þessa mánaðar með „pompi og pragt”, eins og vera ber. Hins vegar er það svo, að þykja vart tiðindi lengur, þegar Flugleiðir hefja flug á nýrri áætlunar- leið. Umsvif félagsins eru orðin slik, aö almenningur hefur gleymt dögum brautryðjendanna, sem af framsýni og atorku stofnuðu Flugfélag tslands og Loftleiðir. Þriggja stunda flug. Ferðin til Parisar tekur aðeins þrjár klukkustundir . Frá Keflavikur- flugvelli er farið klukkan 15:00, og lent i Paris klukkan 20:00 að staðar- tima, en tveggja klukkustunda munur er á tima þessara tveggja staða. í þessari fyrstu ferð voru meðal annarra Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráöherra, Brynjólfur Ingóifsson, ráðuneytisstjóri i samgönguráö- neytinu, Agnar Koefod Hansen, flugmálastjóri, forstjórar Flugleiða, þeir Alfreö Ellasson og Sigurður Helgason, Henrik Sv. Björnsson, fyrrum sendiherra i Paris, Martin Petersen, deildarstjóri hjá Flugleiðum, og nokkrir blaöamenn. 1 Paris tóku á móti gestunum Einar Benediktsson, sendiherra, og yfir- maður flugvallarins. Við það tækifæri flutti samgönguráðherra stutta ræðu, og lýsti ánægju sinni með þennan áfanga I flugsögu Islendinga. Að sjálfsögðu lýstu Frakkar yfir ánægju sinni með þessa islenzku „innrás” i landið, og þar með lauk helztu formsatriðum. Það varhinn þrautreyndi yfirflugstjóri Flugfélagsins, Jóhannes Snorra- son, sem stýröi Boeing 727 þotunni til Parisar, og geröi það af snilld. Að öðru leyti var valinn maður i hverju rúmi. tslenzki hópurinn fyrir framan Fontaineblau

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.