Alþýðublaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. júlí 1977 \ 3 2 „Hvalir” I höfn. 10 HVALIR VEIDDIR Á EINUIN SÓLARHRING -heildarafli á vertíðinni 63 hvalir Alls hafa nú veiBzt 63 hvalir á yfirstandandi hvalvertíB, 55 lang- reyöir og 8 búrhveli, en undan- farna daga hefur veiði veriö fremur treg, enda bræla og þoka á miðunum. Hins vegar var veiöi ágæt i fyrradag og fyrrinótt, aö þvi er Hallgrimur Jónasson hjá Hvalh.f., tjáði AB. Veiddust þá 10 hvalir á einum sólarhring og þyk- ir það afli i betra lagi á ekki lengri tima. Hvalvertiðin i ár hófst mun siðar en venjuiega, eöa 23. júni, vegna kjarasamninganna. Vertiðin hefst yfirleitt um mánaðarmótin maf-júni og stend- ur fram i siðari hluta september-- mánaðar. A vertíðinni i fyrra veiddust 389 hvalir og var lang- reyður aðaluppistaöa aflans. Meðalafli siðustu ára hefur verið um 400 hvalir á vertið, en fram- leiðsla hvalstöðvarinnar, hval- kjöt og rengi, er að mestu fryst i blokkir og selt á Japansmarkað. —ARH Tannlæknismálið á Suðureyri: Sendi reikning fyrir öllu verkinu en hafði aðeins lokið hluta þess Kveðst hafa ætlað að koma síðar og klára Alþýðublaðið greindi fyrir skömmu frá rann- sókn sem unnið var að á reikningum tannlæknis, sem vann við barna- tannlækningar á Suður- eyri. Ráðamönnum Suð- ureyrarhrepps þótti nokkuð athugavert við reikninga tannlæknisins og beiddust rannsóknar. Málið var sent Rann- sóknarlögreglunni i Reykjavik, sem hefur nú lokið rannsókn og lagt málið i hendur saka- dóms sem siðan sendir það saksóknara til frek- ari ákvörðunar. Mál tannlæknisins mun þannig vaxið að hann fyllti út skrá sem sýndi að hann átti að hafa lokið skoðun á öll- um bömum skólans og fékk hann greitt sam- kvæmt skrá þessari. Sannleikurinn var hins vegar sá að hann hafði einungis lokið skoðun á hluta bamanna. Tann- læknirinn segir að hann hafi ætlað sér að koma aftur til Suðureyrar i haust og ljúka verkinu og þann háttinn mun hann hafa haft á áður. — ES Mikill undirbúningur hjá Alþýðuflokknum á Vestfjörðum Alþýðubláðið hafði 1 gær samband við Ágúst H. Pétursson á Patreksfirði, en hann er formaður nýkjörins Kjördæmisráðs Al- þýðuflokksins á Vest- fjörðum. Ágúst sagði að aðal- fundur kjördæmisráðs, sem haldinn var á Núpi um helgina, hefði tekizt með ágætum. Fundinn sóttu um 30 kjördæmis- ráðsmenn úr öllum byggðarlögum kjör- dæmisins. Formaður Alþýðuflokksins, Bene- dikt Gröndal, sótti einnig fundinn. Auk ákvarðana um prófkjör afgreiddi fundurinn fjölmörg önnur mál, s.s. starfsreglur fyr- ir kjördæmisráð. Þá gerði fund- urinn einnig ályktanir um ýmis stórmál s.s. um fiskfriöunar- mál, og birtist sú ályktun á öðr- um stað I blaðinu. Aðrar álykt- anir verða birtar siðar. 1 stjórn kjördæmisráðs Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum voru kjörnir eftirfarandi menn: formaður, Agúst H. Pétursson, Patreksfirði, varaformaður, Gunnar Jónsson, Isafirði, meö- stjórnendur, Ingibjörg Jónas- dóttir, Suðureyri, Karitas Páls- dóttir, Isafiröi og Kristján Möll- er, Bolungarvik. I varastjórn voru kjörnir Jens Hjörleifsson, Hnifsdal og Gylfi Guðmunds- son, Bolungarvik. Samkvæmt lögum Alþýöu- flokksins ber kjördæmisráði að kjósa þrjá fulltrúa i flokksstjórn og tvo til vara. Þeir, sem kjörnir voru i flokksstjórn fyrir Vest- fjarðarkjördæmi eru: Agúst H. Pétursson, Patreksfirði, Ingi- björg Jónasdóttir, Súgandafirði og Gestur Halldórsson ísafirði. Varafulltrúar voru kjörnir: Björn Gislason Patreksfirði, og Pétur Sigurðsson Isafirði. t uppstillinganefnd Kjördæm- isráðs voru kjörnir: Björgvin Sighvatsson, tsafirði, Leifur Bjarnason, Patreksfiröi, Lárus Þ. Guðmundsson, Onundarfirði, Þorgeir Hjörleifsson Isafirði og Kristin Magnúsdóttir Bolungar- vik. Samþykkt var aö fela-upp- stillinganefnd að aðstoða stjórn Kjördæmisráðs (yfirkjörstjórn) við undirbúning og framkvæmd prófkjörsins. Þá var að lokum kjörin blað- stjórn fyrir Skutul, málgagn Al- þýðuflokksins á Vestfjöröum. 1 blaðstjórn voru kjörnir: Agúst H. Pétursson, Patreksfirði, Björgvin Sighvatsson, tsafirði, Eyjólfur Jónsson, Flateyri, Gunnar Jónsson, tsafirði, Gylfi Guðfinnsson, Bolungarvik, Kristján Þórðarson, Barða- strönd, Kristmundur B. Hann- esson, Reykjanesi við tsafjarð- ardjúp, Sigurður J. Jóhannsson, tsafirði, Þráinn Hallgrimsson, tsafirði og Þórður Pétursson Súgandafirði. _ BJ Heildaraflinn 850 þús. lestir — fyrstu 6 mánuði ársins 1977 Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags Islands er heildar- aflinn á fyrri hluta ársins 1977 tæplega 850 þús. lestir, en var á sama timabili i fyrra 613 þús. lestir. Botnfiskafli i ár var 280 þús. lestir, á móti 260 þús. á sama timabili i fyrra, þar af er togaraaflinn rúmlega 120 þús. lestir og bátaaflinn 160 þús. lest- ir I ár. Aflinn á fyrra helmingi ársins 1977 skiptist þannig á milli svæða á landinu: Bátaafli Togaraafli Vestmannaeyjar- Stykkishólmur: 110.660 46.432 Vestfiröir: 19.696 20.857 Noröurland: 14.040 34.003 Austurland: 14.165 15.781 Landaðerlendis: 0 3.286 Loönuaflinn fyrstu 6 mánuði ársins var tæplega 550 þús. lest- ir, en á sama timabili i fyrra var hann tæpl. 345 þús. lestir. MOSFELLSDALUR MALBIKAÐUR I sumar er ráðgert að vegurinn i gegnum Mos- fellsdal verði lagður varanlegu slitlagi. Nán- ar tiltekið er hér um að ræða vegarkafla á milli Suðurár og Köldukvislar (Norðurár) við Gljúfra- stein. Þetta kom fram i viðtali við Jón Röén- valdsson yfirverkfræð- ing hjá Vegagerð Rikisins. Að sögn Jóns veröur lagt var- anleg slitlag á um 11 km. af þjóö- vegakerfi landsins, fyrir utan við- gerðir og er þetta heldur styttri spotti en lagður hefur verið und- anfarin ár. Samdráttur þessi stafar eins og svo viöa annars staðar af peningaleysi. Auk vegarins I gegnum Mos- fellsdal, verður lagt slitlag á nokkra afleggjara út frá Kefla- vfkurveginum, það er á afleggj- arana I Hafnir, Njarðvikur og i Voga. Þá verður lagt slitlag á fyrsta einn og hálfan km. milli Selfoss og Eyrarbakka (byrjað frá Selfossi). Verða vafalaust margir fegnir þessu framtaki enda er með þvi höggviö i eitt frægasta „þvottabretti” Vega- málastofnunar. Að siðustu má nefna að haldið veröur áfram að lengja malbik- uðu brautina austur með suður- ströndinni og er áætlaö að komast i sumar 2 km austur fyrir Þjórs- árbrú. — GEK Sjukrahótel RauAa krosaina eru a Akureyri og i Reykjavik. RAUÐI KROSS ISLANDS Blóðflokkarannsóknir á íslandi í tilefni heilabrota: Keltneskt blóð í mönnum — norskt í nautgripum! Rannsóknir á blóð- flokkum (slendinga hafa sýnt, að nálægt tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eru af norrænum upp- runa, en einn þriðji hlut- inn af keltneskum upp- runa. Rannsóknir á blóð- flokkum nautgripa á (s- landi hefur hins vegar sýnt, að ísl. nautgripa- stofninn er svo til ein- göngu af norskum upp- runa. Kemur því þarna fram ákveðin mótsögn, því að ef verulegur hluti íslendinga á ættir að rekja til Irlands, Skot- lands og Wales, þar sem einkum voru bústaðir Kelta, þá ættu landnáms- menn þaðan að hafa haft með sér búfé þaðan ekki síður en þeir norrænu. Dr. Stefán Aöalsteinsson fjall- ar nokkuö um uppruna naut- gripa á tslandi i nýútkomnum Náttúrufræöingi. Segir hann aö þaö hafi verið ráöizt I að rann- saka blóðflokka isl. nautgripa 1960, en verkið unnu, auk Stefáns sjálfs, Norömaöur og tveir Sviar. Alls var tekiö blóö úr nálægt 1000 nautgripum úr öllum landshlutum: og voru blóösýnishornin rannsökuð i Noregi og Sviþjóö. 1968 voru svo tekin enn fleiri sýnishorn af blóði úr nautgrip- um og þau rannsökuð i Banda- rikjunum. Hafa þau verið borin saman við blóðsýnishorn úr mörgum öðrum nautgripakynj- um viös vegar að úr Evrópu og Ameriku. Niðurstaöan varö sú, að Isl. nautgripirnir eru ná- skyldir þremur gömlum naut- gripakynjum i Noregi, Dala- kyni, Þrænda-kyni og Þela- merkur-kyni, en mjög litið skyldir enska og skczka kyn- in,u. A íslandi er þvi til búfé sem hefur verið einangraö frá öðru búfé 1 1000 ár og þeir erfða- visar sem landnámsmenn fluttu með sér i nautgripastofninum frá Noregi hafa varðveitztallan þann tima. — ARH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.