Alþýðublaðið - 23.07.1977, Page 5

Alþýðublaðið - 23.07.1977, Page 5
•JJgJJ*' Laugardagur 23. júli 1977. 5 larformann, í tilefni af því, að brauðgerðin hættir nú störfum: Baldvin Jónsson, formaöur stjórnar Alþýöubrauögerðar- innar. ber vitni ef svo væri. Hér eru karlar og konur sem hafa unniö upp undir 50 ár hjá fyrirtækinu. Hér hefur verið gott fólk og mér hefur lánazt það vel, þótt við neyddumst til að segja þvi upp núna, enda var það ekki sárs- aukalaust. Auk þess má geta þess hér, að ég var i 12 ár formaður Bakara- sveinafélagsins, svo það má geta nærri hvort mér hefur ekki verið svolitið annt um það félag. A þeim árum, sem ég var formað- ur, var aldrei farið i verkfall. Ekki vegna þess að við værum deigari en aðrir, heldur vegna þess að við náum betri samning- um án þess að fara i verkfall. Enda var aldrei kvartað undan linku i félaginu. Nú verður það hins vegar að segjast eins og er, að kjör bakara hafa dregizt aftur úr siðustu árin og þeir þurfa umtalsverðar bætur. — En hvað verður nú, við aö Al- þýðubrauðgerðin hættir starf- rækslu? Verður hlutafélagið leyst upp? — Nei, segir Baldvin Jónsson. —■ Við ætlum að halda þvi áfram. Hins vegar hefur ekkert verið ákveðið um framtiðina. Forstjóri fyrirtækisins er orðinn 82 ára og sagði raunar upp störfum fyrir tveimur árum, en við leyfðum honum þá einfaldlega ekki að hætta. A nýafstöðnum aðalfundi voru málin skýrð fyrir hluhöfum og nú mun nýkjörin stjórn taka ákvörð- un um hvaða starfsemi hluta- félagið hyggst hafa i framtiðinni. Heldur er ótrúlegt, að svona stórt brauðgerðarhús verði rekið á gamla staðnum, þannig að fyrsta verkefnið verður sjálfsagt aö taka ákvörðun um, hvort leggja skuli i stórkostlegar viðgerðir á gömlu húsunum, eða fara i ný- byggingu. —hm Við þetta skrifborð hefur Guðmundur unnið ótatdar vinnustundir, enda ber það aldurinn með sér og þætti aldeilis fint á timum antiktizkunnar. Hluti af stofnsamningi hlutafélagsins Alþýðubrauðgerðarinnar, en hún er dagsett 29. október 1940.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.