Alþýðublaðið - 06.09.1977, Blaðsíða 3
*52» Þriðjudagur 6. september 1977
Frambod Fridriks Ólafssonar:
Yfirlýsingar um stuðningkoma úr
öllum heimshornum
Stuðningsyfirlýsing-
ar streyma nú til Skák-
sambandsins, vegna
framboðs Friðriks
Ólafssonar til embættis
forseta Alþjóða skák-
sambandsins. Að sögn
Einars S. Einarssonar
forseta Skáksambands
íslands barst i fyrra-
dag bréf frá skáksam-
bandi ísraels, þar sem
lýst er yfir eindregnum
stuðningi við Friðrik
sem forsetaefni ög auk
þess við þá yfirlýstu
stefnu Skáksambands
íslands, að stjórnmál
og skák eigi enga sam-
leið. í bréfi ísraels-
manna er farið góðum
orðum um Friðrik, og
sagt, að það myndi
hafa góð áhrif á skák-
lifið i heiminum, ef
hann yrði kosinn forseti
FIDE.
Auk stuðningsyfirlýsingar-
innar frá Israelsmönnum, hafa
borizt slikar yfirlýsingar frá
öðrum þjóðum utan Evrópu, svo
sem Zambiu, Thailandi,
Brasiliu og Japan. Er stuðning-
ur Camaras, forseta skáksam-
bandsins i Brasiliu sérstaklega
ánægjulegur, þar sem hann er
afar áhrifamikill maður, bæði i
sinu heimalandi og sem forseti
Suður-Amerikusvæðis FIDE.
Camara birti raunar bréf Skák-
sambands Islands um framboð
Friðriks Ólafssonar i viðlesnu
brasilisku dagblaði undir fyrir-
sögninnni, „Sigurstranglegt
forsetaefni”.
Einar sagði, að stjórn Skák-
sambands tslands væri nú að
kanna, hvort möguleiki væri á
að senda fulltrúa á þing FIDE i
Caracas i október. Þaö væri
erfitt vegna fjárskorts, en þó
nauðsynlegt að þeirra mati.
Ýmsir sem sent heföu sam-
bandinu bréf vegna framboðs
Friðriks hefðu haft við orð, að
þeir myndu ræða við fulltrúa
Skáksambands Islands á þvi
þingi. Auk þess væri þettá sið-
asti fundur FIDE á þessu ári,
fyrir kosningarnar og ekkert
tækifæri mætti láta ónotað til
áróðurs. —hm
Fjölmenni hjá her-
stöðvaandstæðingum
Mikið fjölmenni var á
samkomu herstöðvaand-
stæðinga síðastliðinn
laugardag. Upphaflega
stóðtil aðsamkoman færi
fram undir berum himni i
skeifunni fyrir framan
Háskólann, en vegna veö-
-
urs var samkoman flutt
inn í samkomusal Félags-
málastofnunar og fyrir
bragðið þurfti mikið f jöl-
menni frá að hverfa
vegna þrengsla. Dagskrá
var fjölbreytt, lesin upp
Ijóð, framin tónlist og
f luttar ræður svo eitthvað
sé nefnt. Um kvöldið
stigu herstöðvaandstæð-
ingar síðan dans á sama
stað og þótti samkoman
takast vel i alla staði.
Mynd og texti — KIE.
...................... *
Höfnin dýpkuð og unn-
ið við húsbyggingar
á Höfn í Hornafirdi
— Hér hafa verið í
gangi töluverðar gatna-
framkvæmdir í sumar,
og þá eingöngu við að
undirbyggja fyrir varan-
leg slitlag, sagði Sigurður
Hjartarson sveitarstjóri á
Höfn í Hornafirði i viðtali
við Alþýðublaðið.
— Þarna er einkum um að
ræða eldri götur, sem fyrirhug-
að er að leggja oliumöl á, á
næsta ári. Af öðrum verkefnum
má nefna, að verið er að steypa
upp annan áfanga gagnfræða-
skóla, en þar verða til húsa
iþróttahús og sérkennslustofur.
Einnig er hafin bygging leik-
skóla og dagheimilis, og er ætl-
iii' nmnn 1111111111 I i
unin að gera hana fokhelda fyrir
áramót. I fyrri áfanga er gert
ráð fyrir vistun 40 barna, og
verður leikskóli starfræktur
þar. I seinni áfanganum verður
aftur aðstaða til matseldar.
Sigurður sagði enn fremur, að
talsvert hefði verið unnið við
hafnarframkvæmdir á Höfn.
Innsiglingin hefði verið dýpkuð
og hefði kostnaöur við það verk
numið 15-17 milljónum króna.
Innsiglinguna hefði þurft að
dýpka enn meira ef vel hefði átt
að vera , en það hefði ekki
reynzt kleift vegna fjárskorts,
og yrði þvi að biða enn um sinn.
Næsta verkefni við höfnina yrði
svo að koma upp hafnarvog, og
yrði þaö væntanlega gert á
næsta ári.
— Loks má geta þess, að nú
var verið að ljúka við einn
áfanga heilsugæzlustöövar
hérna. Framkvæmdirnar eru
fjármagnaðar af rikinu að
mestu leyti, eða 85%, en hrepp-
arnir i A.-Skaftafellssýslu fjár-
magna afganginn.
Hluti 1. áfanga stöðvarinnar
er tilbúinn til notkunar, en það
skortir enn húsgögn og önnur
tæki til að starfsemi geti hafizt,
svo húsnæðið verður liklega
ekki tekið til notkunar fyrr en
með haustinu. Við vonumst þó
til aö læknirinn geti flutt i það i
október, og tækin komi siðan
smátt og smátt, sagði Sigurður
Hjartarson.
—JSS
Skáksamband-
id bídur svars
— frá lánastofnunum, vegna
fyrirhugaðra
— Við höfum ekki enn
fengið endanleg svör frá
lánastofnunum og yfir-
völdum, sagði Einar S.
Einarsson forseti Skák-
sambandsins, þegar Al-
þýðublaðið spurði hann í
gær hvað liði húsakaup-
um sambandsins vógna
hugsanlegs flutnings
aðalstöðva FIDE til
landsins.
Einar sagði að margir aðilar
hefðu gert Skáksambandinu til-
boð um húsnæði og engu þeirra
hefði verið hafnað til þessa, þótt
liúsakaupa
óneitanlega væri sérstaklega
eitt hús sém þeir væru hrifnir
af. Það væri bæði mjög hentugt
og auk þess skemmtilegt hús-
næði. — Við seljum okkar
eignarhluta i Grensásveginum,
sagði Einar, — en það er ekki
þar með sagt að við aukum
stórlega við húsakostinn. Ef við
kaupum það húsnæði sem við
erum ánægðastir með, myndum
við auka húsnæðið um 10 fer-
metra.
En við sem sagt biðum eftir
endanlegu svari þeirra sem við
þurfum að leita til með fyrir-
greiðslu, og við vonum að við fá-
um svar fyrir vikulokin, sagði
Einar.
—hm
Seyðisfjörður:
Geysimiklar gatna-
f ramkvæmd ir
í sumar
Á Seyðisfirði hefur verið unn-
ið mikið að gatnagerð það sem
af er árinu. Einkum hefur verið
unnið við að undirbyggja fyrir
varanlegt slitlag, og eru mal-
bikunarvélarnar væntanlegar
til staðarins alveg á næstunni.
Að sögn Jónasar Hallgrims-
sonar bæjarstjóra er fyrirhugað
að leggja út 1300 tonn af mal-
biki, auk 7-800 tonna fyrir Haf-
sild og Sildarverksmiðju rikis-
ins. Einnig verða framleidd ein
2600 tonn af oliumöl, sem verður
notuð á næsj^ ári og 1979.
Af byggingarframkvæmdum
má nefna, að nýverið skilaði
bæinn tveim leigueinbýlishús-
um, auk þess sem bráðlega
verður hafin bygging 12 ibúða
fjölsýlishúss. Veröur væntan-
lega hafizt handa um, að skipta
um jarðveg fyrir bygginguna i
haust. Þá hefur mikið verið
unnið við bæði ibúðar- og verzl-
unarhúsnæði á staðnum.
Sagði Jónas enn fremur, að
vinnuflokkur bæjarins hefði
unnið að þvi i sumar að leggja
nýja holræsalögn fyrir staðinn.
Þetta væri gifurlega mikið
verkefni, þar sem sæta yröi
sjávarföllum við vinnuna og það
væri fyrst núna, sem séð væri
fyrir endann á þessu verkefni.
Framan við þessa holræsa-
iögn væri hlaðið heljarmiklum
grjótblokkum, og hefði Sveinn
Einarsson hleðslumaður frá
Hallormsstað haft yfirumsjón
með þvi verki.
Þá kvað Jónas aðstöðuna fyr-
ir vöruflutningana hafa verið
bætta til mikilla muna, með til-
komu nýrrar byggingar, 5-600
fermetra aö stærð. 1 sumar
hefði verið unnið við að steypa
gólfið , og bráðlega yrði lagt
rafmagn i hana. Þegar þvi væri
lokið væri hægt að taka hana til
notkunar og flytja þar með úr
gömlu vöruskemmunni, sem
væri með eiztu húsum i bænum,
eða frá þvi fyrir aldamót.
Þá var nýlega hafizt handa
við undirbúning byggingar nýs
sjúkrahúss á Seyðisfirði. Hefur
verið unnið að þvi undanfarna
daga, að keyra úr grunninum,
og var gert ráð fyrir, að það
kláraðist i gær eöa dag. Þá
verður byrjaö að slá upp fyrir
steypumótum.
— Næsta stórátakið hérna hjá
okkur verður væntanlega að
endurnýja skólahúsnæðið, sem
er orðið alltof litið enda komið
til ára sinna, sagði Jónas Hall-
grimsson. I vetur verður sjálf-
sagt kennt á einum f jórum stöð-
um til að fullnægja þeim kröfum
sem nú eru gerðar. Og slikt
ástand er að sjálfsögðu alger-
lega óviðunandi. —
—JSS