Alþýðublaðið - 06.09.1977, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 6. september 1977
Telex keppnin:
ísland í
átta lida
úrslitunum
— eftir sigur yfir Finnum
Islendingar sigruðu Finna i
telexkeppninni i skák nú um
helgina og veitir það islenzku
sveitinni rétt til að taka þátt i
átta landa úrslitum keppninnar.
Af Islands hálfu fór keppnin
fram i starfsmannasal Útvegs-
bankans. Keppt var á 8 borðum
og leikirnir sendir út til Finn-
lands um telextæki. Svarleikir
Finna komu siðan til baka á
tækinu.
A fyrsta borði islenzku
sveitarinnar keppti Friðrik
Ólafsson. Mótherji hans var
Poutianinen. Finninn hafði
hvitt. Skákinni lauk með ósigri
Friðriks, sem féll á tima.
A öðru borði keppti Guðmund-
ur Sigurjónsson fyrir Islands
hönd. Mótherji hans var Ran-
tanen. Finninn féll á tima, en þá
hafði Guðmundur mun betri
stöðu.
A þriðja borði var fyrir Is-
lands hönd Ingi R. Jóhannsson.
Mótherji hans var Pyhaele.
Skákinni lauk meö jafntefli.
A fjórða borði gerðu Jón L.
Árnason og Raste jafntefli.
Á fimmta borði tefldi Helgi
Ólafsson við Kanko og vann
skákina.
A sjötta borði tefldi Margeir
Pétursson fyrir Islands hönd.
Mótherji hans var Binheim.
Skákinni lauk með jafntefli.
A sjöunda borði tefldu Ingvar
Asmundsson og Kivipelto. Skák
þeirra lauk með jafntefli.
A áttunda borði gerðu Magnús
Sólmundarson og Piuva jafn-
tefli.
Úrslit þessara 8 skáka urðu
sem sagt tveir sigrar Islend-
inga, fimm jafntefli og eitt tap.
—ES.
Kennslumálin í Reykjavík:
SBR varar við
ómenntuðum kennurum
Stjórn og fulltrúa-
ráð Stétta rféla gs
barnakennarai Reykjavik kom
saman til fundar á föstudag til
að ræða þau vandamál, sem
skapazt hafa vegna skorts á
menntuöum kennurum I borg-
inni. Að fundi loknum var samin
greinargerð, sem send var
fræðsluskrifstofu Reykjavikur.
Þessi greinargerö hefur einnig
verið send f jölmiðlum, og er hún
á þessa leið:
„1 sjónvarpsviötali 30. ágúst
sl. ræddi fræðslustjórinn i
Reykjavík, Kristján J.
Gunnarsson , um þann vanda,
sem skapast hefur i grunnskól-
um borgarinnar i haust vegna
skorts á kennurum.
Spurður af fréttamanni um
úrræði, svaraði fræðslustjóri
þvi til, að um þrjá valkosti væri
að ræöa til lausnar þessu máli.
Þeir voru þessir:
1) að ráöa fólk án réttinda til
kennslu.
2) að ráða ekki fólk i stöðurnar,
sem þýddi skerta kennslu hjá
nemendum i viðkomandi skól-
um og
3) að flytja nemendur frá nýrri
skólum borgarinnar til þeirra
eldri, þar sem fátt er i bekkjum.
Stjórn og fulltrúar SBR
(Stéttarfélags barnakennara i
Reykjavik) tók fyrrnefnd atriði
til umræðu á fundi i dag og voru
niðurstöður þeirra umræðna
eftirfarandi:
I.
Undanfarin ár hefur fjöldi
þess fólks farið vaxandi viða um
land, sem stundar kennslustörf
við grunnskóla án tilskilinna
kennararéttnda. Fræðsluyfir-
völd hafa ráðið fólkiö, og að-
standendur barnanna orðiö að
sætta sig við það, en samtök
kennara mótmæltaftur og aftur
árangurslaust. A þennan hátt
hefur kennaraskorturinn verið
„leystur” aö mati yfirvalda.
Fram til þessa hefur aðsókn
kennaramenntaðs fólks að
barnadeildum grunnskóla
Reykjavikur verið þaö mikil að
unnt hefur verið að ráða kenn-
ara i allar stöður. Nú steðjar
það vandamál að fræðsluyfir-
völdum Reykjavikurborgar að
ekki sækir nægilega margt
kennaramenntaö fólk um þær
stöður, sem lausar eru.
Stjórn og fulltrúaráð SBR
mótmælir eindregið þeirri hug-
mynd að leysa kennaraskortinn
i borginni á sama hátt og gert
hefur verið á ýmsum stöðum til
þessa. Samtök kennara hafa
margoft bent á veigamestu
ástæðurnar fyrir kennaraskort-
inum i landinu og vill stjórn og
fulltrúaráð SBR enn á ný taka
undir þær.
Stjórn og fulltrúaráð SBR
trúir þvi ekki, að fræðsluyfir-
völd borgarinnar hafi i hyggju
aö ráða réttindalaust fólk til
kennslu í barnadeildum grunn-
skóla i vetur.
II.
Stjóm og fulltrúaráö SBR
bendirá,að undanfarin ár hefur
ekki verið framfylgt ákvæðum
námsskrár i mörgum skóla-
hverfum borgarinnar. Hafa
kennarar undrast mjög það
tómlæti, sem forráðamenn
nemenda hafa sýnt i þvi máli.
Ef nú á enn að skerða nám-
stima nemenda i grunnskólum
borgarinnar eða flytja þá i
skólavögnum fram og aftur til
að „leysa” þann vanda, sem
skapast hefur vegna skorts á
Framhald á bls. 10
rj J
\Uj fjl
Vilu >i irj-
PÓST- OG SlMAMÁLASTJÓRNIN
Lausar stöður hjá Umdæmi II
ísafjörður
tvær stöður loftskeytamanna/
simritara
Súðavik
staða stöðvarstjóra
Nánari upplýsingar eru veittar hjá starfs-
mannadeild i sima 2 60 00 og einnig hjá
umdæmisstjóra á ísafirði.
Laus staða
Staða háskólamenntaðs deildarfulltrúa I heimspekideild
Háskóla ísiands er laus til umsóknar.
I.aun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins.
Umsóknir ásamt itarlegum upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, Reykjavik, fyrir 28. september nk.
Menntamálaráðuneytið, 2. september 1977.
Reiknistofa Bankanna
óskar að ráða starfsmenn til tölvustjórn-
unar.
I störfunum felast m. a. stjórnun á einni af
stærstu tölvum landsins ásamt móttöku og
frágangi verkefna.
Við sækjumst eftir áhugasömu fólki með
stúdentspróf, verslunarpróf eða tilsvar-
andi menntun.
Störf þessi eru unnin á vöktum.
Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu
Bankanna, Digranesvegi 5, Kópavogi,
fyrir 8. september n.k.
Laust embætti er
forseti íslands veitir
Staða kennslustjóra við Háskóla Islands er laus til um-
sóknar.
Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir með upplýsingum um námsferil og störf skulu
hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavik, fyrir 5. október n.k.
Menntamáiaráðuneytið
2. september 1977.