Alþýðublaðið - 06.09.1977, Blaðsíða 12
"\
(Jtgefandi Alþýöuflokkurinn
Kitstjórn Alþýöublaösins er aö Sföumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild blaösins er
llverfisgötu 10, slmi 14906 — Askriftarslmi 14900.
aö
ÞRIÐJUDAGUR
6. SEPTEMBER 1977
Ef hugur
og hönd...
Þaö voru „listahjónin” Steinunn Marteinsdóttir og Sverrir Haralds-
son aö Hulduhólum, sem fengu viöurkenningu Mosfellshrepps fyrir
fagran garð. Fegrunarnefnd hreppsins segir, aö garöurinn sé þegar
I dag oröinn séreinkenni fyrir sveitina vegna listræns handbragös
og sé hann táknrænt dæmi um hvaö hægt sé aö gera til fegrunar ef
hugur og hönd vinni saman. Þeim hjónum var afhent viöurkenning-
in 30. ágúst, jaspíssteinn með áfestri koparplötu. — Eins og mönn-
um er kunnugt er Sverrir þekktur listmálari og Steinunn þekkt fyrir
kermik-muni slna.
Ríkisskuldabréfin:
23-faldast
á 12 árum
Maður sem keypti rikisskulda-
bréf fyrir eina milljón króna árið
1965 og hefur ekki leyst þau út
ennþá, getur á laugardaginn
kemur labbað sig niður i Seðla-
banka og tekið út liðlega 23 mill-
jónir. Það er innlausnarverð
bréfa hans eftir tólf ár. Bréfin
hafa 23-faldazt.
Ef sami maður hefði hins vegar
lagt eina milljón inn á almenna
sparisjóðsbók fyrir tólf árum i
stað þess að eyða henni i ríkis-
tryggð skuldabréf, hefðu vext-
irnir af milljóninni numið 4 mill-
jónum 338 þúsundum króna, ef
miðað væri við 13% vexti allan
timann. Vextir hafa hins vegar
verið breytilegir þessi ár, 7, 10 og
13%, þannig að raunveruleg upp-
hæð er lægri.
Það er Einar S. Einarsson aöal-
bókari Samvinnubankans og for-
seti Skáksambandsins sem tekið
hefur saman þessar tölur og
komu þær fram hjá honum i þætti
Páls Heiðars Jónssonar I útvarp-
inu á sunnudaginn.
Alþýðublaðið hafði samband
Þa6 mælir allt me&
norsktt Á Ikubdningunni
'O
' f
A/Klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru innbrenndir
og þarf því aldrei að mála.
A/Klæöning er úr áli sem má beygja án þess það brotni og ef það verður
fyrir miklu höggi tognar á því en það rifnar ekki.
Annars er álið í A/Klæðningu svo þykkt að það þolir töluvert högg án þess
að á því sjáist. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A^KIæðningu sem
hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar klæðningar.
A/Klæðning er auðveld í uppsetningu og
hefur reynst vel í íslenskri veðráttu.
Afgreiðslufrestur eralveg ótrúlegastuttur.
Leitið upplýsinga og kynnisímöguleikum
A/Klæðningar.
Sendið teikningar og við munum reikna
ýt efnisþörf og gera
verðtilboð yður að kostnaðarlausu.
Skoðið sýningarbás okkar nr. 58
LH>77
inn:
ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012.
TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.
við Einar vegna þessa i gær, og
sagöist hann þá hafa reiknað út,
að kaup hefði á þessum áraf jölda
tifaldazt (miða við bankamanna-
kaup) og ibúðaverð einnig. Hins
vegar lægi það íjóst fyrir að rikis-
tryggð skuldabréf hefðu 23-fald-
azt á sama tima. Þannig væru
skuldabréf rikissjóðs i rauninni
hvetjandi til verðbólgubrasks,
miðað við verðbólguþróunina hér
á landi. Slikt hefði þó sannarlega
ekki verið ætlunin þegar útgáfa
þeirra hófst. Ætlunin hefði verið
að bréfin héldu verðgildi sinu og
tilgangurinn hefði veriö að veita
sparifjáreigendum möguleika á
verðtryggingu sem sparifé er
ekki aðnjótandi. Reyndin hefði
hins vegar orðið sú, að rikis-
skuldabréfin hafa ýtt undir spá-
kaupmennsku verðbólgubrask-
ara.
Þannig hefur ráðagerð fjár-
málavisundanna, eins og Einar
kallaði þá, i raun fariö út um þúf-
ur. Auk þess að verðbólgan hefur
spennt verðgildi skuldabréfanna
upp úr öllu valdi, hafa kauþ á
þeim dregiö peninga úr bönkum
og öðrum innlánsstofnunum, —
og þar með frá atvinnulifinu. —
Það er allt i lagi að verðtryggja,
sagði Einar, — en þetta gengur ut
yfir allt velsæmi.
Þegar við spurðum Einar um
nýyrðið sem hann notaði yfir f jár-
málaspekinga þjóðarinnar, fjár-
mála „visundar”, kvað hann
þetta vera nýyrði sem Högni
Torfason hefði sett saman og væri
myndað á sama hátt og orðið
„höfundur”. Enda væru viðkom-
andi menn lærðir og visir um
margt, en ættu ótrúlega margt
sameiginlegt með visundum þeim
sem rása um sléttur Ameriku án
þess að athuga hið minnsta hvað
fyrir væri!— Högni er raunar
sleipur nýyrðasmiður og meöal
orða sem hann hefur búið til má
nefna „þotu”, sem nú er orðið
rótfast i málinu.
//Maðurinn á götunni"
— Eg get sagt þér það strax,
sagði Aron Guðbrandsson for-
stjóri Kauphaliarinnar, þegar Al-
þýðublaðið hafði samband viö
hann i gær og spurði, hverjir þaö
væru sem keyptu helzt rikis-
skuldabréf. — Það er fólkiö á göt-
unni, hinn almenni borgari,
verkamenn og aðrir. launþegar.
Hingar koma auðvitað lika for-
stjórar og heildsalar og aörir at-
vinnurekendur, en þeir koma til
að reyna að Verða sér úti um lán
til að reka fyrirtækin sin. Þaö er
fólkið sem vinnur hjá þeim serri
kaupir rikistryggð skuldabréf.
Þetta fólk hefur lagt fyrir á
bankabók, en þegar það sér að
verið er að gera sparifé þess að
engu vegna óstjórnar efnahags-
málanna, tekur það peningana út
úr bankanum og kaupir sér rikis-
skuldabréf fyrir það.
. Þegar Aron var að þvi spurður,
> hver væri algengasta upphæðin
sem slikt fólk keypti fyrir svaraði
hann þvi til að það væri misjafnt.
Frá 10 þúsundum upp i eina mill-
jón. Sumir keyptu að visu meira,
en það væri þá fólk sem hefði ver-
ið að selja fasteignir eða eitthvað
slikt og vildi leggja féð i eitthvað
aröbært. —hm
STORAUKIN
ORKUSALA
NORÐUR
OG VESTUR
— áætlad ad Hvalf jardar-
lína kosti 1.028 millj.
Framkvæmdir við Hval-
fjarðarlinuna ganga nokkurn
veginn samkvæmt áætlun og
verður lögn linunnar væntan-
lega lokið um mánðamót
nóvember/desember. Þessar
upplýsingar fékk blaðið hjá
Halldóri Jónatanssyni aðstoðar-
framkvæmdarstjóra Lands-
virkjunar i gær.
Búið er að reisa 158 möstur af
177, en linan er um 60 km löng,
frá spennistöð Landsvirkjunar á
Geithálsi, að járnblendiverk-
smiðjunni á Grundartanga.
Þessa dagana er einmitt unnið
að þvi að reisa tvö hæstu möstr-
in i allri linunni þar sem hún er
tekin þvert yfir Hvalfjörðinn, en
hvort mastrið tim sig er 60
metrar að hæð. Þá er lokiö við
að strengja um þriðjung linunn-
ar, eða 20 km, frá Fremri-Hálsi
i Kjós og að Seljadal við
Grimmannsfell.
Sagði Halldóraö reiknað væri
með að hefja rafmagnsflutning
um linuna inn á byggðalinu i
byrjun desember og þar með að
stórauka rafmagnssölu til Vest-
urs- og norðurlands frá þvi sem
nú er.
A Brennimel i Hvalfirði er
verið að reisa sérstaka spenni-
stöð, þar sem Hvalfjarðarlinan
mun tengjast byggðalinunni, en
hjá Rafmagnsveitu rikisins er
nú unnið að fullum krafti af þvi
að framlengja byggðalinuna að
þessari spennistöð.
Sagðist Halldór Jónatansson
ekki vita betur en að þaö verk
gengi samkvæmt áætlun og að
hægt yrði aö tengja þessar tvær
linur á tilsettum tima.
Aætlaður kostnaður vegna
Hvalfjarðarlinunnar er 1.028
milljónir króna, sem skiptist
þannig að varið verður 951 mill-
jón kr. á þessu ári og 77 milljón-
■um á næsta ári.
—GEK.