Alþýðublaðið - 06.09.1977, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 6. september 1977 bia&íö1'
alþýöU'
Útgefandi: Alþýöufiokkurinn.
Kckstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson.
Aðsetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi
14906. Askriftarsimi 14900. Frentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1300 krónur á mánuöi og 70 krónur i
lausasölu.
Þegar frystihúsin græða
Menn deila nú hart um
hvernig komið er fyrir
hraðf rystiiðnaðinum á
Suð-Vesturlandi.
Morgunblaðið hefur ekki
vílað fyrir sér að bera
sökina á verkalýðshreyf-
inguna, og segir laun
verkafólks í fiskiðnaði of
há. Jafnframt hefur
blaðið vakið upp atvinnu-
leysisdrauginn og ógnar
launafólki með honum.
Alþýðusamband
Islands svaraði þessum
skrifum Morgunblaðsins
hraustlega í síðustu viku,
og óskaði svara við ýms-
um spurningum um
rekstur f rystihúsanna.
Var meðal annars spurt
hvort rekstur þeirra og
stjórn væri í nægilega
góðu lagi. Ekki hefur
Morgunblaðið ennþá
svarað þessum spurn-
ingum, en launaf ólk bíður
með óþreyju eftir
svörum.
í Alþýðublaðinu á
laugardag var viðtal við
Guðmund Hákonarson,
stjórnarformann
Fiskiðjusamlags Húsa-
víkur. Þar kemur fram,
að samkvæmt bráða-
birgðauppgjöri hefur
hreinn hagnaður Fisk-
iðjusamlagsins fyrstu sjö
mánuði þessa árs verið 32
milljónir króna, þegar
búið er að draga frá af-
skriftir og launatengd
gjöld. 65 af hundraði
hagnaðarins fer í endur-
greiðslur til þeirra, sem
leggja inn fisk. Þessar
greiðslur hafa numið allt
að 21% fiskverðs.
Um ástæðuna fyrir
þessari góðu afkomu
Fiskiðjusamlagsins segir
Guðmundur orðrétt: ,,Ég
tel okkar rekstur vera í
eðlilegu horfi og hér er
ekki nein vitleysa í
rekstrinum. Við fáum
jafntog gott hráefni, sem
hefur að sjálfsögðu sitt
að segja. Maður hefur
óljósan grun um að rekst-
urinn á þessum húsum sé
ákaflega misjafn og sum
þeirra haf i hreinlega ekki
nægilegt hráefni. Þessi
hús eru síðan tekin inn t
myndina, þegar
viðmiðunargrundvöllur
er fundinn".
Morgunblaðið ætti að
líta nokkru nánar á þetta
dæmi og fleiri, þar sem
frystihús eru rekin með
verulegum hagnaði. Þar
er það vinna verkafólks-
ins, sem skapar hagn-
aðinn, auðinn. Því fer
hins vegar fjarri að það
séu laun verkafólksins,
sem hafa slæm áhrif á
reksturinn. Upphlaup
Morgunblaðsins útaf
frystihúsunum er dæmi-
gert um skrif blaðsins;
það skal vera verka-
lýðurinn, sem sökina á,
þegar illa gengur. Orsak-
anna er ekki leitað
annarsstaðar. Ef á hinn
bóginn gengur vel þakkar
Morgunblaðið það góðri
stjórn eigenda og for-
stjóra.
Sjónvarp, kvikmyndir og ofbeldi
Hverskonar ofbeldi
hefur farið vaxandi hér á
landi síðustu árin.
Barsmíðar, líkams-
meiðingar og manndráp
eru óhugnanlega tið,
einkum meðal unglinga.
Menn velta m jög vöngum
yfir því hvað valdi. I
nágrannalöndum okkar
kenna menn sjónvarpi og
kvikmyndum um vaxandi
ofbeldishneigð. I Banda-
ríkjunum eru glæpir, sem
börn og unglingar
fremja, orðið eitt helzta
vandamálið, sem lög-
reglan á við að stríða.
Kvikmyndaf ram-
leiðendur og sjónvarps-
stöðvar keppa um mark-
aðinn og helzta vopn
þeirra eru ofbeldis- og
hryllingsmyndir.
Hetjurnar drepa menn og
limlesta með bros á vör
og það gildir ekki lengur í
kvikmyndum, að glæpir
borgi sig ekki. Þessar
hetjur kvikmyndanna
verða síðan fyrirmyndir
barna og unglinga.
Hér á landi virðast nú
litlarhömlur lagðar á það
hvaða kvikmyndir
heimilt er að sýna.
Of beldismyndir eru
kannski bannaðar12 og 14
ára börnum, en strangar
tekið á hlutunum ef
nöktum karli eða konu
bregður fyrir á tjaldinu.
Islendingar hafa löngum
verið lítthrifnir af boðum
og bönnum. Það eru bara
einhverjar ,,kerlingar",
sem vilja láta banna,
segja þeir. En það yrði
íslendingum til sóma, ef
þeir reyndu að takmarka
sýningar í sjónvarpi og
kvikmyndahúsum á
myndum, sem eru
kennslustundir í þvi
hvernig á að limlesta og
drepa menn.
Þessi 220 þúsund
manna þjóð hefur fylli-
lega fengið sinn skammt
af glæpum að undan-
förnu. Fyrirmyndirnar
eru oft sóttar í kvik-
myndir. Það er því engin
fásinna að bregða þeirri
hugmynd á loft að fækka
kennslustundum í of-
beldi. —AG
Minningarord
GUÐLAUGUR RÓSINKRANZ
í rikisstjórn Stefáns Jóh.
Stefánssonar, sem sat aö völd-
um á árunum 1947—49, var
Eysteinn Jónsson menntamála-
ráöherra. Hann skipaöi nefnd
manna til þess aö semja frum-
varp aö lögum um Þjóöleikhús-
iö, sem þá var gert ráö fyrir, aö
tæki til starfa innan skamms,
svo sem einnig varð raun á. 1
nefndina voru skipaöir Guö-
laugur Rósinkranz, Siguröur
Bjarnason og sá, sem þessar
linur ritar. Frumvarp okkar
varö að lögum og reyndist Þjóö-
leikhúsinu traustur starfs-
grundvöllur viö stofnun þess.
Eru þau reyndar i gildi enn, þótt
endurskoöun þeirra sé nú löngu
oröin timabær, svo sem eðlilegt
er.
Fyrstu kynni min af Guölaugi
Rósinkranz voru samstarf okk-
ar i þessari nefnd. Þar urðu mér
þegar ljósir þeir kostir hans,
sem ég átti eftir aö kynnast
miklu nánar siöar: Dugnaöur,
ósérhllfni, áhugi, hagsýni.
Skömmu siöar var Guölaugur
Rósinkranz skipaöur þjóð-
leikhússtjóri. ÞaÖ var að öllu
leyti skiljanlegt og eölilegt, aö
veiting jafnmikilsvægs emb-
ættis og þjóöleikhússtjóra-
starfsins i fyrsta skipti yröi
nokkurt ágreiningsefni. En
reynsla sýndi fljótlega, aö val
ráöherra var hyggilegt og skyn-
samlegt. Einkum og sér i lagi á
fyrstu árum listastofnunar eins
og Þjóðleikhúss var þörf á hag-
sýnum manni, góðum stjórn-
anda. Vitaö var, aö I stétt
islenzkra leikara, sem þá höföu
starfað við einkaleikhús, flestir
sem áhugamenn, voru margir
frábærir listamenn, bæöi vel
menntir og rikir að hæfileikúm.
Engan kviðboga þurfti þvi aö
bera fyrir listrænu gildi þess,
sem hið nýja Þjóöleikhús gæti
boöið landsmönnum. En fram-
tiö stofnunarinnar gat veriö i
hættu — og þar meö framtiö at-
vinnuleiklistar i landinu — ef
fjármálastjórnin misheppnaöist
og verkstjórn væri ábótavant.
En einmitt I þessum efnum
kunni Guölaugur Rósinkranz
sérstaklega vel til verka. Hann
var hagsýnn maður, án þess þó
aö vera smásmugulegur i meö-
ferö fjár. Og hann var strangur
verkstjóri, án þess aö beita
ósanngjarnri kröfuhörku. Hann
var jafnframtgóðviljaöur og til-
litssamur i stjórnsemi sinni.
Liklega eru fá störf erfiöari en
stjórn stórra og mikilvægra
listastofnana. Oft þarf aö ganga
vandrataðan meöalveg milli
eölilegra óska um aöstööu til
sem beztra skilyrða til listiök-
unar og óhjákvæmilegs aöhalds
i fjármálum. Auðvitaö voru
ákvaröanir Guölaugs Rósin-
kranz i þeim efnum ekki ávallt
öllum ánægjuefni, þegar þær
voru teknar. En þegar frá leiö,
varö yfirleitt ljóst, aö þjóöleik-
hússtjórinn var gæddur sjald-
gæfum hæfileika til þess aö
varðveita skynsamlegt jafn-
vægi I þessum efnum.
Ekki má skilja þessi orö svo,
að Guðlaugur Rósinkranz hafi
eingöngu verið fjármálamaöur
og verkstjóri. Hann haföi mik-
ínn áhuga á leiklist og öölaöist
smám saman mikla þekkingu
og reynslu á þvi sviði. Og marg-
oft sýndi hann það I verki, aö
smekkur hans var góður og
traustur.
Þegar ég var kjörinn I þjóö-
leikhúsráö nokkrum árum eftir
aö leikhúsiö tók til starfa,
kynntist ég ekki aðeins þjóö-
leikhússtjóranum betur en áöur,
heldur einnig manninum
Guðlaugi Rósinkranz. Ég fékk
miklar mætur á mannkostum
hans, reglusemi, alúð og góövild
i garö annarra manna. Ég
minnist þess ekki, aö hann hafi
nokkru sinni lagt illt orð til
nokkurs manns. Þaö kunni ég
vel aö meta.
Þessi persónulegu kynni
reyndust mikils viröi, þegar
samstarf okkar varö enn
nánara, er ég tók viö forstööu
menntamálaráöuneytisins áriö
1956, en þaö samstarf hélzt öll
þau ár, sem Guðlaugur Rósin-
kranz átti eftir að gegna emb-
ætti. A samvinnu okkar I öll
þessi ár bar aldrei minnsta
skugga. Ekki komst ég hjá þvi
að þurfa oft aö synja tilmælum
hans. Aldrei varð þaö til þess,
að styggöaryröi félli. Sem betur
fer gat ég oft oröiö viö óskum
hans. Þá leyndi sér ekki, hversu
innilega hann bar hag stofn-
unarinnar fyrir brjósti og af
hversu heilum hug hann vann aö
velgengni hennar. Þaö var og er
Þjóöleikhúsinu mikil gæfa, aö
fyrsti forstööumaöur þess skuli
hafa verið slikur maöur. Þaö er
ein skýring þess, hvilikur
þjóöarsómi Þjóöleikhúsiö og
listastarf þess er.
A langri starfsævi vann
Guölaugur Rósinkranz aö
mörgum öörum hugöarefnum
en stjórn Þjóöleikhússins. Hér
skal aðeins getiö starfs hans i
þágu norrænnar samvinnu, en
hann var um langt skeiö
formaöur norræna félagsins og
sænsk-islenzka félagsins. Hann
haföi djúpan skilning á gildi
norræns samstarfs fyrir Is-
lenzkt menningarlif. A þessu
sviði gætti einnig ótrúlegrar
starfsorku hans og starfsgleöi.
Islenzk leiklist stendur I
þakkarskuld við Guölaug Rósin-
kranz fyrir forystu hans fyrir
Þjóðleikhúsið á mörgum fyrstu
starfsárum hans. Oft léku
hvassir vindar um störf hans og
stöðu, eins og eölilegt er, þegar
um mikilvæg störf og vandasöm
verkefni er aö tefla. En dómur
sögunnar verður áreiöanlega
sá, að þegar á heildina er litiö
hafi Guölaugi Rósinkranz auön-
azt aö inna af hendi störf sin i
þágu Þjóöleikhússins og
islenzkrar leiklistar meö þeim
hætti, aö stofnunin og þessi
mikilvæga listgrein munu njóta
þess um langan aldur. Svo vel
tel ég mig hafa þekkt Guðlaug
Rósinkranz, að betra hlutskipti
hefði hann ekki getaö kosiö sér.
GylfiÞ. Glslason.