Alþýðublaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 1
Ritstjórn blaðsins er til húsa í Sídumúla 11 — Simi (91)81866 — Kvöldsími frétta vaktar (91)81976 FOSTUDAGUR 23. SEPTEMBER Dr. Gylfi Þ. Gfslason í vidtali vid Alþýðubladid: Gef ekki kost á mér til frekari þingsetu Ekki hættur afskiptum af stjórnmálum, en ætla að vinna að áhugamálunum á öðrum vettvangi — Ég tilkynnti á fundi með stjórnum Alþýðu- f lokksf élaga nna i Reykjavík og stjórn full- trúaraðsins í dag# að ég mundi ekki gefa kost á mér til þingsetu i næstu Alþingiskosningum og þar með ekki taka þátt í prófkjörum til undirbún- ings framboðunum, sagði dr. Gylfi Þ. Gíslason al- þingismaður, þegar Al- þýðublaðið hafði sam- band við hann síðdegis i gær, og spurðist fyrir um fyrirætlanir hans í stjórnmálunum. — Þetta jafngildír ekki því að ég ætli mér að hætta afskipt- um af stjórnmálum. Ég mun eftir sem áður berj- ast fyrir málstað Alþýðu- flokksins í ræðu og riti og Dr. Gylfi Þ. Glslason. reyna að stuðla að eflingu hans eftir megni. Það er auðvitað hægt að gera þótt menn eigi ekki sæti á þingi. Hefur setið 32 ár á þingi — Hver er ástæðan fyrir þessari ákvörðun þinni? — Ástæðan er sú, að i lok kjörtimabilsins hef ég setið á Alþingi i 32 ár og af þessum ár- um verið ráðherra i 15 ár. Þetta er óvenju langur starfstimi á sviði stjórnmála, enda var ég kjörinn á þing 1946 aðeins 29 ára gamall og var þá yngstur þing- manna. Fyrstu tiu ár min á þingi var ég jafnframt pfófessor við Há- skólann. A þeim árum fékkst ég talsvert við ritstörf, sem ég hef mikla ánægju af, og eru sumar kennslubóka minna frá þeim tima notaðar enn i dag. Þau fimmtán ár sem ég var ráð- herra, gat ég hinsvegar að sjálf- sögðu ekkert sinnt ritstörfum, nema þeim sem beinlinis voru tengd stjórnmálastarfinu. Hugur minn stendur til kennslustarfa Eftir að ég tók aftur við kennslustarfi við Háskólann 1972, hef ég skrifað talsvert, til dæmis þrjár kennslubækur fyrir nem- endur mina i viðskiptadeild, og hafa þær verið fjölritaðar. Ný- lega hefur svo Bókaútgáfan Ið- unn gefið út eftir mig kennslu- bækur fyrir menntaskóla og aöra framhaldsskóla um viö- skiptafræði, og i haust mun koma út á vegum Almenna bókafélagsins bók um jafnaðar- stefnuna, sem ég skrifaöi i fyrrasumar og sumar. En mig hefur lengi langað til að skrifa rit um islenzka stjórnmálasögu, hagsögu landsins siöustu ára- tugi, jafnvel þessarar aldar, og tengja þetta sögu Alþýðuflokks- ins, — og kannski einnig þvi sem ég hef upplifað i þessu sam- bandi. Slikt verk væri mér ógjörn- ingur að vinna, samtimis þing- setu og fullri kennslu i Há- skólanum, en ég hef kennt þar fulla kennslu þótt mér sé það ekki skylt, meðan ég sit á þingi. Hugur minn stendur frekar til þess að nota starfskrafta mina til sliks verks en að sitja áfram á Alþingi eftir næstu kosningar, — auk þess sem ég á enn ósamd- ar kennslubækur fyrir við- skiptadeildina. Ætla aö vinna á öðrum vettvangi Fyrsta sporið i þessa átt steig ég, er ég átti frumkvæöi að þvi að Benedikt Gröndal tæki við af mér sem formaður flokksins fyrir þrem árum, en þá var stjórn flokksins jafnframt stækkuð og breikkuð. Akvörðun min núna er i beinu framhaldi af þessu. Ég er hvorki að hætta af- skiptum af stjórnmálum né taka mér neinskonar hvild frá störf- um. Ég ætla aöeins aö vinna verk min á öðrum vettvangi en i sölum Alþingis. —hm Midstjórn Alþýðusambandsins um hækkanir landbúnadarvara: þann hátt, að framleiðend- ur landbúnaðarafurða verði látnir sæta sömu kjörum og aðrir framleið- endur til útflutnings, — þ.e., bera alla ábyrgð á út- flutningi sínum á markaðsverði," segir í ályktuninni og er því bætt við, að með því væri mögu- legt að lækka innanlands- verðið með niðurgreiðslun- um sem innlendir aðilar njóta nú, og/eða lækka söluskatt." Segir miðstjórn ASl í ályktun sinni, að aðgerðir sem þessar bjargi litlu fyr- ir smábændur, en komi hinum bezt settu fyrst og fremst til góða. Allt aðrar félagslegar aðgerðir þurfi til að koma, ef bæta eigi kjör smábænda. ,,Miðstjórnin lítur svo á, að verðhækkanirnar nú að undanförnu sanni svo að ekki verði um villzt, að gildandi verðlagskerf i „Miðstjórn Alþýöusam- bands íslands varar mjög alvarlega við þeirri þróun sem nú er aö markast í verðlagsmálum land- búnaöarins," segir í álykt- un sem miöstjórn ASi sam- þykkti samhljóða á fundi f gær. „Meö síðustu verö- ákvöröunum hækka kjöt- vörur um og yfir 30%, en fyrir skömmu hækkuðu mjólkurvörur um 20%. Þessar hækkanir valda 3,7% hækkun framfærslu- kostnaðar og enn munu öll kurl ekki komin til grafar, og virðist hugsanlegt að enn verði hækkanir að fá- um vikum liðnum." í ályktun miðstjórnar ~ASI segir ennfremur, að með slíkri verðlagsþróun sé svo nærri gengið kaup- verður tæpast rofinn með öðrum ráðum en að stemma stigu við, offram- leiðslu til útflutnings á Varar mjög alvarlega vid verdlagsþróun landbúnad arins getu alls almennings, að ekki verði við unað, og að jafnframt séu hagsmunir þorra bændastéttarinnar lagðir í stórfellda hættu. Slíkar hækkanir hljóti að minnka sölu landbúnaðar- afurða og þá sérstaklega kjöts og smjörs. Slíkur samdráttur í sölu á innan- landsmarkaði leiddi svo óhjákvæmilega til vaxandi útflutnings og þar af leið- andi vaxandi skattheimtu í formi útf lutningsbóta á ot- framleiðslu sem sáralítið fáist fyrir. „Þessi vitahringur stórfelldri haettu Hagsmunir bænda í Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.