Alþýðublaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 5
biaSfð Föstudagur 23. september 1977 iðnaóur hvers hann er megnugur Þér býðst að skoða og smakka, - og Gjöf til gests dagsins í dag: kaupa á sérstöku kynningarverði, bæði Kórónaföt eða ullarkápa frá Hildu h.f. matvöru og annað. Ferðin getur margborgað sig. Og ekki leiðist þér á meðan, því nú er kátt í Höllinni. Kræsingar, tískusýningar, iðnaðarbingó, maður dagsins. Ðarnagæsla síðdegis. Hittumst í Höllinni og tökum þátt í fagnaðinum. p IÐNKYNNING * ni LAUGARDALS s JLi ■2.okt/77 Kvikmyndin um Hitler verdur varla til studnings fyrir nýnazista hreyfinguna Eftir Dag Halvorsen Ef dæma á eftir þeim viðtökum, sem Hitlers- kvikmyndin hefur fengið i Þýzkaiandi og Austur- ríki, mun hún varla verða til stuðnings hreyfingu nýnazizta. Fólki finnst hún langdreginog innan- tóm, þar sem Hitler er sýndur í stanzlausu kapp- hlaupi við tímann, milli flokksfunda, minningar- hátíða, vígsluhátíða og hersýninga! Þess hefur hvergi orðið vart, að myndin auki á hættu á þvi fjöldabrjálæði, sem einkenndi tima Hitlers, og talið er, að draumur hans um þriðja rikið, sé nú endanlega jarðsettur út úr hugum Þjóöverja. Fest hefur verið talsvert gagnrýndur fyrir ýmiskonar ónákvæmni i samsetningu æfi- sögu Hitlers, sem hann samdi og byggði kvikmynd sina á. Margir telja, aö hann hafi um of verið blindaður af hrifningu fjöldans á foringjanum, meira en hófi gegnir. Samt er viðurkennt, að flett sé viða hispurslaust ofan af áróðursbrögðum hans og þau stundum sýnd i fremur spaugi- legu ljósi. t heild má segja, að myndin, sem upp er dregin sé þrúgandi og afleiðingarnar af valdatima Hitlers á engan hátt faldar. Hinsvegar er fundið að þvi, að höfundur bindi sig um of við herstjórnartæknina, sem vissu- lega kom öðrum þjóðum mjög á óvart, svo sem vitað er. Grimmdaræði nazismans þykir þó ekki nógu glögglega sýnt þó margt komi fram-allt frá bókabrennum til gjöreyð- ingarherferðar á Gyðingum. Ef dýpra er skyggnzt liggja ógnir bessara tima fyrst og fremst i ir.ióðursýkistilburðum fólksins, sem fram kemur eins og farsótt og sýkti hugarfar svo stórs hluta þýzku þjóðarinnar. Litlar likur eru taldar á, að andæfa þurfi sýningu kvik- myndarinnar vegna þess, að hún hafi óheillaáhrif á ómótaðar sálir. Athugasemdir beinast eink- um að þvi, að þó nokkuö sé greint frá baksviðinu fyrir þvi að nazisminn náö.i fótfestu, sé ekki gerð nægileg félagsleg skýrgreining á eöli nazisma eða fasisma. Fram er dregið, aö þýzku iðjuhöldarnir hafi styrkt Hitler og án skilyrða, að öðru leyti er farið létt yfir ágóða þeirra, og þess er hvergi minnzt, að það var I.G. Farben, sem fram- leiddi eiturgasið, sem notað var i Auschwitz og öörum útrým- ingabúðum nazista. Kvikmyndinni lýkur með þvi, að sigurvegararnir ryðja burt táknum nazismans. Martrööin erá enda. I bók sinni segir Fest, að nazisminn hafi horfið ótrú- lega fljótt úr hugskoti fólks. En beir eru margir, sem vilja setja stór spurningarmerki við þá fullyrðingu. Bæði þjóöfélagslegar rann- sóknir og það að hlýöa á rabb fólks á ölstofum sýna, að enn þá er að finna mörg brot i þjóðar- sálinni af áhrifum, sem fólk varð fyrir á Hitlerstimanum. Hitler var ekki höfundur naz- isma eða fasisma, og tilhneig- ingar til þeirra hurfu ekki meö honum. Að visu þurfti sérstakar aðstæður I þjóölifinu, til þess að þær blossuðu upp, ótta við stjórnleysi, efnahagslega neyð, atvinnuleysi og þörfin fyrir reglu og skipulag, þar með þörf- infyrir styrka stjórn, sem löng- um hefur verið inngróin þýzku þjóöinni og var þvi ekkert ný- mæli á dögum Hitlers. Ekkert af þessu hvarfheldur, þó hann félli frá. Múgsefjunin, sem Hitler og liöi hans tókst að rækta svo rækilega, sem raun varð á. var hér snar þáttur. En þess ber aö gæta að þrátt fyrir allt- komst 1 regla á I þjóölifinu, atvinnuleysi var upprætt, þó ýmislegt mis- jafnt megi segja um að- ferðirnar, unga fólkið fékk við- I fangsefni o.s.frv. Kvikmyndin þykir leiða um skör fram i ljós hið jákvæða en draga fjöður yfir, að nokkru, ýmislegt, hið næstum að segja djöfullega i’framferöi nazista. Þannig er reynt að draga úr ástæöunni til sektarkenndar þjóöarinnar, og hvergi sýnd hin mikla hlutdeild almennings, sem gerði nazisium kleift að fara sinu fram. Ekki þykir nægilega leitt i ljós, hvaða öfl i landinu gerðu fyrirbærinu Hitler mögulegt aö ná völdum, en meira dvalið viö tækni hans i að halda völdunum. Þvi þykir skýrgreining Fests of yfirborðskennd, til þess að vera sú aðvörun gegn endurtekningu, sem ýmsir væntu, og þörf var fyrir. Ef horfter á ýmsar hræringar i þýzku þjóðlífi, svo sem hryöju- verkastarfsemi Baader Mein- hoff og fleiri, verður að segja, aö hættan fyrir lýðræðið sé eng- an veginn liðin hjá, og þvi full á- stæöa til að vera á veröi. Þar gæti hispurslaus skýrgreining á öfgaöflunum komið aö haldi. En hana er ekki að finna i kvik- mynd Joachim Fests. Lausl. þýtt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.