Alþýðublaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 6
/
Föstudagur 23. september 1977 SKS?
6
,,Vid munum berjast
þar til yfir lýkur”
Danilo Bartulín, vopnabróðir Salvadors Allendes, rifjar upp síðustu
stundir hetjulegrar varnar La Moneda-hallarinnar f Santiago de Chile
(Danilo Bartulin, vopnabróðir
Salvadors AUendes, rifjar upp
síðustu stundir hetjulegrar
varnar La Moneda-hallarinnar í
Santiago de Chiie).
Skömmu eftir valdarán fas-
ista i Chile 11. september 1973
barst um allan heim siðasta
ljósmyndin sem tekin var af
Salvador Allende. Á þessari
sögulegu mynd sem tekin var i
umsetinni forsetahöllinni, er
forsetinn sýndur sem hermaður
er býst til bardaga. Hann hefur
hjálm á höfði og heldur á vél-
byssu í hægri hendi.
Forsetinn og fylgdarmenn
hans eru alvarlegir á svip.
Salvador Allende féll I bardaga.
Hann varði til hinstu stundar
forsetaembættið sem þjóð hans
hafði falið honum. Með þeirri
dáð gaf hann öðrum lýsandi for-
dæmi. Hann var sjálfum sér
samkvæmur og trúr hinum só-
siali'sku hugsjónum sinum allt
til dauðans.
Enhvað varð um mennina tvo
sem fylgja honum á myndinni?
Þeir sem ákváðu að standa við
hlið forsetans þennan morgun I
La Moneda-höllinni vissu að
vopnum andstæðinganna yrði
beint gegn þeim. En þeir stóðu
allir sem einn, til hinstu stund-
ar, gegn skriðdrekum, stór-
skotaliði og loftárásum.
Þegar ég sá þessa mynd
ákvað ég að leita upplýsinga um
mennina tvo. Ég hélt fast I von-
ina um að þetta myndi takast og
gerði mér far um að hafa sam-
band við flóttafólk frá Chile.
Loks fékk ég upplýsingar um
manninn með svarta yfirskegg-
íð, sem stendur Allende á vinstri
hönd. 1 ljós kom að þetta var
DaniloBartulin læknir forsetans
og einn af yfirmönnum llfvarð-
arins. Margir Chilebúar urðu til
að fræða mig um þennan mann.
Danilo Bartulin er af júgóslav-
neskum ættum, en borinn og
barnfæddur I Chile. Hann var
náinn vinur forsetans, sem bar
til hans mikið traust. Arið 1968
var Allende frambjóðandi I
þingkosningum. A kosninga-
ferðalagi sinu kom hann m.a. til
Chiloe-eyjunnar og gisti þá
heima hjá Danilo.
11. september 1973 varð
Danilo vitni að síðustu stundum
forsetans. Þótt ótrúlegt sé
komst hann lífs af úr þeim
hildarleik sem þá átti sér staö i
La Moneda. Ég frétti að Luis
Alberto Corvalan, sonur for-
manns chilenska kommúnista-
flokksins, hefði hitt Bartulin I
fangabúðunum i Chacabuco og
notið þar læknisaðstoðar hans.
Og loks frétti ég að Bartulin
hefði tekist að komast úr landi,
til Mexico.
Timinn leið, og þar kom að ég
þurftiað fara tilMexicoi blaða-
mannserindum. Þegar þangað
kom hringdi ég I „Chilehúsið”
— miðstöð chilensku flótta-
mannanna i Mexico. Ég spurði
eftir Danilo Bartuiin.
Pinochet hershöfðingi, höfuðpaur valdaránsins.