Alþýðublaðið - 22.10.1977, Page 3

Alþýðublaðið - 22.10.1977, Page 3
ssr.. Laugardag ur 22. október 1977 Lagt til að stjórnarskránni verði breytt: „Brýnt ad taka af tvímæli um eignarrétt á náttúruauðaefum” Þingmenn Alþýðu- bandalags/ þeir Ragnar Arnalds/ Geir Gunnars- son, Helgi F. Seljan og Stefán Jónsson, flytja á Alþingi frumvarp til stjórnskipunarlaga um BREYTINGU A STJÓRNARSKRA IS- LANDS. Segir í greinargerð, að brýnt sé orðið að taka af öll tvímæli um eignarrétt á náttúruauðæfum og landi og marka skýra stefnu í því máli. Hér sé miðað við þá grund- vallarreglu: að eignir, sem enginn hefur sannanlega átt fram að þessu og eru þess eðlis, að þær þurfa að nýtast a'f þjóðarheildinni, verði i stjórnarskrá lýðveldis- ins lýst sameign þjóðarinnar allrar: að mörkin milli einkaeignar og sameignar þjóðarinnar verði ákveðin með löggjöf, þar sem hagsipuna þéttbýlisbúa sé fyllilega gætt, og þeim sé tryggður réttur til eðlilegrar umgengni og útivistar I land- inu og til þess lands undir húsbyggingar á sanngjörnu verði: að staða bænda sé ekki skert og þeir haldi þeim hlunnindum, sem fylgt hafa islenskum búskaparháttum á liðnum öldum. t greinargerðinni eru nefnd nokkur dæmi um tegundir náttúruauðæfa sem gætu orðið og sem jafnvel hafa verið bit- ■bein manna á meðal: verðmæti i sjó og á sjávarbotni, afréttir og almenningar, námur i jörðu, orka f rennandi vatni og jarð- hiti. Um siðasttalda atriðið segja flutningsménn, að „frá- leitt sé að landeigendur geti slegið eign á jarðhita djúpt I jörðu, ekki siður en á orku vatns. Með stjórnarskrár- ákvæði þurfi að tryggja rétt samfélagsins til orkunnar i iðrum jarðar, og taka af öll tvi- mæli um það, aö eignarréttar- ákvæði 67. gr. stjórnarskrár- innar verndi ekki rétt landeig- andans til jarðhita á ótak- mörkuðu dýpi. „Það er margyfirlýst skoðun fræðimanna, sem um þetta hafa fjallaði, m.a. skoðun prófessor- anna ólafs Lárussonar og Ólafs Jóhannessonar, að landeigandi eigi ekki rétt til jarðhita niður á hvaða dýpi, sem er og þvi megi með lögum takmarka rétt hans við ákveðið dýpi, t.d. 50-100 metra dýpi, en séreignaröflin munu vafalaust spyrna á móti, eins lengi og þau geta, og visa til 67. gr. stjórnarskrárinnar. Þess vegna þarf að ákveða það i stjórnarskrá, að allur jarðhiti, a.m .k. neðan viö 199 metra dýpi, sé áameign þjóðarinnar”, segir i greinargerðinni að lokum. Eignarréttur á orku I rennandi vatni hefur lengi verið deiluefni á tslandi. Fyrir 60 árum, þegar orku- málin voru hvað efst á baugi, var það álit meiri hluta svonefndrar fossanefndar, og ráðgjafa hennar, Einars Arnórssonar, þáverandi lagaprófessors og siðar hæstaréttardómara, aö orka vatnsins væri ekki undirorpin eignarrétti landeigenda. Oflugt starf FUJ í Hafnarfirdi Gunnar Fridþjófsson kförinn formaður Aöalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði var haldinn í fyrradag, fimmtudag, i Alþýðuhúsinu í Hafnar- firði. Fráfarandi formað- ur, Lárus Guðjónsson, greindi frá fjölbreytilegu og miklu starfi á síðasta ári. Það fólst m.a. í útgáfu blaða og dreifirita, bar- áttufundi í Bæjarbíói, ferðum í Munaðarnes, skemmtanahaldi og fleiru. A fundinum var Gunnar Frið- þjófsson kjörinn formaður til næsta árs. Mikill hugur var I fundarmönnum að efla starfið enn meira á næsta starfsári, og þá sérstaklega með hliðsjón af þvi, að I hönd fara tvennar kosn- ingar. Á fundinum var mikið rætt um prófkjörið i Reykjaneskjördæmi og niðurstöðu þess. Töldu fundar- menn, að FUJ hefði náð þar góð- um árangri og haldið skyldi áfram á sömu braut. í lok fundar- ins var skorað á Gunnlaug Stefánsson að gefa kost á sér i þriðja sæti á framboðslista Al- þýðuflokksins i kjördæminu fyrir næstu Alþingiskosningar, en hann hlaut 1100 atkvæði i prófkjörinu i annað sætið. Kosið í 1. des. nefnd stúdenta Kosning til 1. des. nefndar 1977 fer fram i Sigtúni við Suðurlandsbraut laugardaginn 22. október n.k. t framboði eru tveir listar, A- listi VÖKU og B-listi VERÐ- ANDI. VAKA býður fram efnið MENNTUN OG MANNRÉTT- INDI og nefndarmenn: 1. Anna Sverrisdóttir, 2. Auðunn Svavar Sigurðsson 3. Einar örn Thor- lacius, 4. Kristinn Arnason, 5. Ottó Guðjónsson, 6. Stefán Jóns- son, 7. Sveinn Geir Einarsson. VERÐANDI býður fram efnið KVENFRELSISBARATTAN og nefndarmenn: 1. Aðalheiður Steingrimsdóttir, 2. Guðrún Pálina Héðinsdóttir, 3. Jón Ingi Sigurbjörnsson, 4 Mörður Arna- son, 5. Svava Guðmundsdóttir, 6. Þórunn Reykdal, 7. örn Daniel Jónsson. Fundurinn hefst kl. 14 með framsöguræðumbeggja lista., Siöan hefjast almennar umræður. Kosning hefst kl 15 og stendur þar til mælendaskrá er tæmd, en húsinu verður lokað kl. 17. Stúdentum er bent á að hafa með sér stúdentaskírteini. Kjörstjórn 1. des. nefndar 1977. Frá Vöku 1 dag velja stúdentar við Háskóla tslands hvaða efni þeir vilja að 1. desemberhátið þeirra verðihelguð. Kosningarnar fara fram i Sigtúni við Suðurlands- braut. Fundurinn hefst klukkan 14 með framsöguræðum af hálfu lista Vöku og Verðandi. Klukk- an 15 hefst siðan kosning, og stendur fram til klukkan 17. Húsið verður opið allan timann. Þar með hefur margra ára bar- átta Vöku fyrir þvi að-mönnum sé gert sem auðveldast að neyta atkvæðisréttar, borið nokkurn árangur. Nauðsynlegt er að stúdentar kjósi snemma og taki stúdenta- skirteini með sér. Menntun og mannréttindi: Vaka félag lýðræðissinnaðra Framhald á bls. 10 Stuðningsfólk Benedikts Gröndals í prófkjöri Þeir, sem eru reiðubúnir til að vinna að kjöri Benedikts Gröndal i prófkjörinu, eru beðnir að koma til fundar i dag, laugardag, klukkan 14 i kaffistofu starfsfólks Hraðfrystistöðvarinnar i Reykjavik, Mýrargötu 26. Stuðningsmenn Rfkið greiði 75% stofnkostnaðar sundlauga 2 f ullnægjandi sund- stadir á Vestf jördum! — frumvarp um breytingu á lögum um skólakostnað Þingmennirnir Karvel Pálmason, Jónas Arnason og Sighvatur Björgvinsson ftytja á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lög- um um skólakostnað, en samhljóða frv. hefur verið fluttá tveimur undanförn- um þingum, á þess að hljóta afgreiðslu. I greinargerð frum- varpsins segir, að það hafi lengi verið Ijóst að með nú- gildandi ákvæðum um hlutdeild ríkissjóðs í greiðslu stofnkostnaðar skólahúsnæðis og óbreyttri stefnu í hönnum slíkra mannvirkja, þar á meðal sundlauga, eigi fjölmörg minni sveitarfélög við sjávarsíðuna víðs vegar um landið þess engan kost að koma upp sundlaugum svo viðynandi sé. Litil og févana sveitarfélög geti með engu móti lagt fram 50% af stofnkostnaði slikra mannvirkja, enda sýni þær upplýsingar sem fyrir liggi, að ástand i þessum málum sé hið hörmulegasta og fjöldi útgeröarstaða á landinu hafi alls enga aðstööu til sund- kennslu. Áberandi verst er ástandið á Vestfjöröum, en þar munu 13 staöir falla undir ákvæði frum- varpsins, ef samþykkt verður, og af þessum 13 stöðum hafa 8 alls enga sundlaug, 3 staðir hafa ófull- nægjandi aðstöðu eða aðstöðu sem er i byggingu og aðeins 2 staðir á Vestfjörðum hafa aðstöðu til sundkennslu. Frumvarpið felur i sér, að við byggingu sundlauga i minni sjávarþorpum, þ.e. þeim sem hafa innan við 4000 ibúa, skuli rikissjóður greiða 75% stofn- kostnaðar i stað 50%. „Með slikri breytingu væri þeim sjávarþorp- um, sem nú hafa enga möguleika á að eignast sundlaug, gert kleift að byggja slikt mannvirki”, segja flutningsmenn. Með frumvarpinu er birt fylgi- skjal, þar með birtur er fjöldi sundstaða i hinum, einstöku landshlutum. Mótmæla- staða 1 dag upp úr klukkan hálf f jögur munu nokkur félög inn- an BSRB standa fyrir mót- mælastöðu fyrir framan Há- skólann. Eins og kunnugt er byrjar samningafundur klukkan fjögur og er fólk kvatt til að mæta hálftíma áður og taka á móti samninganefnd rikisins. Eri ráði að mætaráðherrunum með þögulli mótmælaaðgerð. Aðgerðir þessar eru ekki á vegum BSRB, heldur á vegum nokkurra aðildarféiaga, með Starfsmannafélag Rikisins, SFR. f broddi fylkingar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.