Alþýðublaðið - 22.10.1977, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 22.10.1977, Qupperneq 5
ssssr Laugardagur 22. október 1977 5 Þaö er afar eftirtektarvert og aö margra dómi um leiö einkar óviöfelldiö, hvernig kvenpening- ur þessa lands hefur ruözt inn á vel flest sviö þjóöfélagsins á nokkrum undanförnum árum. Ekki nóg meö, aö þær séu sí- fjasandi um útivinnu og betra kaup, heldur heyrast háværar kröfur um aö þær vilji komast I „æöri stööur” þ.e. störf sem karlmenn hafa einir gegnt fram til þessa. Nærri má geta, aö heimilis- friöurinn er löngu fyrir bí vlöast hvar. Ekki bara vegna eillfs nöldurs um verkaskiptingu, heldur eru nokkrar hinna al- höröustu farnar aö steöja um meö eigiö tékkhefti upp á vas- ann. Þaö þótti vel af sér vikiö I ungdæmi hennar ömmu minn- ar, ef húsmóöirin á heimilinu haföi óljósa hugmynd um inn- legg bónda sins. Og ekki var hún spurö um, hve marga lítra af brennivini bóndi hennar reiddi heim úr kaupstaönum, hvaö þá aö húngætigættsérá þeim meö honum. Slikt geröu ekki nema gálur. Nú má jafnvel sjá kvenfólk á öllum aldri raöa sér fyrir utan bankana, og biöa þess aö ná tali af innviröulegustu mönnum þessa lands — bankastjórunum. Erfið bið. Já, vel á minnzt. Þaö er býsna sérstæö reynsla, sem fæst, þeg- ar beöiö er eftir bankastjöra. Leiöin frá gangstéttinni, og alla leiö upp íhelgidóminn er aö vi'su ekki löng en þeim mun seinfarn- ari. Þaö fannst mér aö minnsta kosti, þegar ég einn hrollkaldan októbermorgunkom mér fyrir á tröppum einnar peningastofn- unarinnar I borginni. Vixillinn varauövitaöfallinn I gjalddaga, og allt á siöasta snúning, þvl frestur er á illu beztur. En nú varö ekki lengur komizt hjá reikningsskilum. Menn með stresstösk- ur. Þarna voru þegar mættir tveir viröulegir menn I Gefjun- arfrökkum og meö svartar stresstöskur. Sá litli vonar- neisti, sem ég haföi reynt aö halda lifandi frá því sex um morguninn, slokknaöi alveg viö þessa sjón. En ég kreisti þó framlengingarblaöiö I vasa mlnum og ákvaö aö standa kyrr. Brátt bættust þó fleiri I hóp- inn, sem beiö þess aö opnaö yröi. Loksins eftir langa biö, birtist maöur meö digra lyklakippu milli handa. Hann opnaöi dyrn- ar og horföi meö hæfilegum áminningarsvip á kuldabláan hópinn, sem rann inn I beinni röö. Enginn sagöi orö. Þegar allir höföu ritaö niöur nöfn sin i þar til geröa bók og fengiö sér sæti á biöstofunni, hófst hin eiginlega biö. Menn báru sig misjafnlega vel, og voru sumir hverjir orðnir enn vonlausari á svipinn en þeir höföu veriö úti á tröppunum, meöan öörum óx heldur ásmeg- in. Enn aðrir áttu greinilega eitthvaö undir sér og voru á heimavigstöövum, enda höföu þeir spurt eftir „Jóni banka- stjóra” eða „Pétri banka- stjóra”, rétt eins og þeir væru aö bjóöa góöan dag. Loks eftir klukkutima biö var fariö aö kalla menn inn I hiö allra heilaeasta. I þeirri röö, sem þeir höföu skráö nöfn sln I bókina góöu. — Númer þrjú, sagöi dyr- avöröurinn, og þar meö var röö- inkominaö mér, — eftir tveggja tima biö. Neitunarvaldið í leður- stólnum. Bankastjórinn leit ekki einu sinni upp, þegar hann hristi höf- yöiö og sagði: „Nei, þetta er ekki hægt, bankinn gerir ekki svona nokkuð”. Siöan kom fróöllegur fyrir- lesturum, aö fólk þyrftiaö gera fjárhagsáætlun, þar sem af- borganir af vixlum og annað sllkt væri tekiö meö I reikning- inn. Oðru visi væri aldrei hægt aö standa i skilum meö sitt. Bankinn geröi einmitt svona útlánaáætlun, og þar væri búiö aö reikna meö þessum pening- um, til aö hægt væri aö veita „nauöstöddu fólki” fyrir- greiöslu o.s.frv. Mér fannst ég vera illa inn- rætt ótukt, þegar ég smeygöi mér út svo lttiö bar á, — stað- ráöin I þvl að tala viö einhvern annan bankastjóra næst. Jóhanna S. Sigþorsdottir OR VMSUM ÁTTUM Neytunarvaldid í leðurstólnum Orð f tíma töluð. Vilhelm G. Kristinsson frétta- maður á útvarpinu ritar eina ágæta grein i VIsi I gær. Þar fer hann mörgum háðulegum orö- um fréttaflutning Morgun- blaðsins af verkfalli opinberra starfsmanna. í greininni segir meöal annars: Morgunblaöiö er oröiö dá- samlegur páfi, og maöur sefur varla fyrir eftirvæntingu og hleypur i póstkassann fyrir all- ar aldir til að sjá hvaða flöt á málinu strákarnir viö Aöal- stræti hafa nú fundið. Vérst er aö sitja undir alvarlegum aug- um barnanna sinna við morgun- veröarborðiö eftir aö þau hafa stautað sig fram úr risafyrir- sögnunum: Ert þú einn af þess- skúrkum og óþverrum, pabbi minn. Vilhelm víkur siðan nokkrum vel völdum oröum að nokkrum þjóökunnum mönnum sem hafa látið orö falla um verkfalliö. Þar fá sinn skammt þeir Albert Guðmundsson, Björn fjármála- stjóri Rafmagnsveitunnar og Jón Sigurösson, deildarstjóri i fjármálaráöuneytinu og tilvon- andi framkvæmdastjóri járn- blendiverksmiöjunnar á Grund- artanga. Grein Vilhelms lýkur á eftirfarandi orðum: //Tanga-Jón, Rafmagns- Björn og ritstjórar Morgunblaðsins Þó svo þú eigir ekki salt I grautinn handa konunni og börnunum þegar þú kemur heim, mettur úr mötuneytum hins opinbera, þó svo þakiö sem þú ert aö reisa yfir konuna og börnin sé að falla ofan á þau á vlxileyöublaöi, þá láttu ekki hugfallast. Hugsaöu um hlut- skipti langafa og langömmu, eða fólksins I Svörtu-Afriku. Hvað um það þótt þú eigir ekki fyrir kjöti og mjólk. Blttu þá bara gras, en hugsaöu um verðbólguúlfinn um leið. Og ef svo kynni aö fara, aö grænabylt- ingin væri þegar til kæmi, kom- in undir græna torfu og risin á henni verzlunarhöll úr járni, steini og gleri, þá seddu hungriö á litillætinu. Siöasten ekkisist: Varastu aö hugsa um að aörir hafi meira en þú. Verðbólgan veröur ekki niðurkveðin ef þú hugsar svo- leiðis. Og vist munu Tanga-Jón, Rafmagns-Björn og fleiri góöir og ábyrgir menn verða fyrstir til aö lækka viö sig kaupiö, aö ekki sé nú talaö um ritstjóra Morgunblaðsins, bara ef þú læt- ur af ósiö þinum. Opinber starfsmaöur, aldrei framar verkfall. Undu glaöur viö þitt. Viröingarfyllst Vilhelm G. Kristinsson, fréttamaöur á framfæri hins opinbera (ekki frlmúrari)” ----TrTnnrn í qœrkVeWK_____---1 iri ormu)rJl?lTTT—^ írrí^r^rísaJ^P _ F\Ö\n»®nm H®9« 1 tííó03 risj

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.