Alþýðublaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 2. nóvember 1977 blaóió 2 Ráðstefna Evrópuráds um verndun fiskafla: ..................i—■—i—* Stjórnmálamenn gera sér grein fyrir nauðsyn fiskverndunar Ráögjafarþing Evrópuráös, sem 19 þjóöir eiga aöild aö, hef- ur undanfarin ár einbeitt sér i vaxandi mæli aö umræöum um fiskveiöimál og nauösyn á verndun auölinda hafsins. í sambandi viö þessar umræöur og samkvæmt ákvörðun ráö- herranefndar Evrópuráös, sem i eiga sæti' uta nrikisráöherrar aöildarlandanna, var efnt til sérstakrar ráöstefnu Evrópu- ráðs um verndun sjávarafla, og fór hún fram á Möltu dagana 25.-28. október s.l. Ráöstefnuna sóttu haffræðingar og fiski- fræðingar frá ýmsum löndum auk þingmanna, sem sæti eiga i landbúnaðar- og sjávarútvegs- nefnd Evrópuráösþings. Enn fremur sat ráðstefnuna varnar- málaráöherra írlands, Robert Molloy, og ræddi sérstaklega um löggæxlu í fiskveiðilandhelgi og á vemdarsvæöum. Ráöstefnuna sóttu auk þess fulltrúar ýmissa Miöjaröar- hafslanda, sem ekki eru i Evrópuráðinu, s.s. Spánar, Is- raels.JUgóslaviu og Lýbiu. Af Islands hálfu sátu ráð- stefnuna Jón Jónsson forstööu- maöur Hafrannsóknastofnunar og Ingvar Gislason alþingis- maöur, sem sætiá i landbúnaö- ar- og sjávarútvegsnefnd Evrópuráösþings. Flutt voru fjölmörg fram- söguerindi um hina ýmsu þætti fiskverndunarmála á Noröur- Atlantshafi og I Miöjaröarhafi. Meðal helztu mála má nefna er- indi prófessors Hempels i Kiel um ástæöur fyrir sveiflum i fiskstofnum, erindi dr. Prestons frá Bretlandi og dr. Saliba frá Möltu um áhrif mengunar á við- gang fiskstofna og annars sjávarafla, erindi prófessors Tiews frá Þýskalandi, sem ræddi bæöi um fisksjúkdóma og fiskirækt sem vaxandi atvinnu- grein frá þvi sem nú er, erindi Tambs-Lykke forstjóra Al- þjóöahafrannsóknarráðsins i Kaupmannahöfn um leiöir til þess aö áætla stærö fiskstofna og erindi um sama efni eftir S.J.Holt sérfræöing hjá FAO i Róm. Þessi erindi öll höfðu mikinn fróöleik aö geyma og vöktu til umhugsunar, enda eru fyrir- lesárarnir kunnir visindamenn og viðurkenndir á alþjóöavett- vangi. Þessi ráðstefna Evrópu- ráösins um verndun sjávarafla markar aö ýmsu leyti timamót i starfsemi ráösins á þessu sviöi. Hún er til vitnis um þaö, að stjómmálamenn í Evrópu láta fiskveiðimál nú meira til sin taka en oftast áöur og gera sér miklu skýrari grein fyrir nauö- syn fiskvemdunar og skynsam- legrar nýtingar fiskstofna og annars sjávarafla. Ráöstefnan bar með sér, aö raunsæ viöhorf i þessum efnumsækjaá iheimin- um, ekki slzt i Evrópulöndum, þar sem lengi hefur gætt ihalds- samrasjónarmiöa Ifiskveiöi- og fiskverndunarmálum. Barátta Islendinga i nær 30 ár fyrir breyttristefnu á þessu sviöi hef- ur án efa átt drjúgan þátt i aö móta hin nýju viðhorf. Miðnætur- skemmtun — ágóðinn rennur til byggingar Sjálfsbjargarhússins Hátuni 12 Háskóli Islands: 67 útskrifaðir Fornar dyggðir og nýj- ar. Fjáröflunarskemmtun fyrir Sjálfsbjargarhúsið i Reykjavik. Föstudaginn 4. nóvem- ber n.k. verður haldin miðnæturskemmtun i Háskólabiói tii styrktar byggingu Sjálfsbjargar- hússins við Hátún 12 i Reykjavik. í vesturálmu hússins — fbúða- álmu — er nú veriö að innrétta tvær efstu hæðimar, en i húsinu veröa alls 36 Ibúðir á fjórum hæö- um, sérstaklega innréttaöar meö þarfir fatlaðra i huga. Efsta hæö- in, þar sem eru niu ibúöir, veröur tekin I notkun um næstu áramót og áfram veröur haldiö eftir þvi sem fjárhagur leyfir. Vonaster til að allar ibúöirnar veröi tilbúnar til notkunarfyrri hluta næsta árs, ef fjáröflun gengur vel. Þá er ónefndur þriöji áfangi Sjálfs- bjargarhússins, sundlaugin, en grunnur hennar var steyptur áriö 1968. Samtökin hafa ekki haft bol- magn til þess aö koma sundlaug- arbyggingunni lengra áleiðis og er þaö mjög miöur þar sem ætl- unin er aö reka hana aö hluta I sambandi viö endurhæfingarstöö Sjálfsbjargar, sem starfrækt hef- ur veriö I húsinu rúmlega hálft annað ár. Þar aö auki er sund tvimæla- laust sú besta þjálfun og iþrótt, sem völerá fyrir hreyfihamlaöa. Leikkonurnar Guörún As- mundsdóttir og Sigriöur Hagalin hafa allan veg og vanda af fjár- öflunarskemmtuninni i Háskóla- biói og sjá um leikstjóm, en alls taka rúmlega 20 leikarar úr leik- félagi Reykjavikur þátt I sýning- unni. Haraidur Einarsson samdi dansana og Aróra Halldórsdóttir, leikkona sér um búninga. Forsala aögöngumiða verður i Austurstræti, fimmtudaginn 3. nóvember milli kl. 15.00 og 18.00. Þaö veröa leikarar úr Leikfélagi Reykjavikur, sem annast söluna klæddir ýmsum leikbúningum. Þá verða jafnframt seldir happdrættismiöar Sjálfsbjargar, en nýtt happdrætti er nú aö hlaupa af stokkunum. Aögöngumiöar aö skemmtun- inni veröa jafnframt seldir I Há- skólabiói n.k. fimmtudag og föstudag. Eftirtaldir 67 stúdent- ar luku prófum við Há- skóla íslands i upphafi haustmisseris: Embættispróf i læknis- fræði: Björn Sigurösson Kristján K. Vikingsson Aðstoðarlyfjafræðings- próf: Anna Friöriksdóttir Maria Lovisa Einarsdóttir Embættispróf i lög- fræði: Bjarni G. Björgvinsson Ingvar J. Rögnvaldsson Jónina Jónasdóttir. Lára V. JUliusdóttir Siguröur I. Halldórsson Kandidatspróf í við- skiptafræði: Agnac GltarJSoröfjörö Áskell E. Jónsson Finnur Geirsson Guðni Baldursson Helgi Jóhannsson Hermann A. Bjarnason Hilmir Hilmisson Inga Jóna Þórðardóttir Ólafur Haukur Johnson Ólafur Orn Klemensson Snorri Björn Sigurðsson Sturla Jónsson Sveinn Aðalsteinsson Þorkell Sigurlaugsson Kandidatspróf i islenzku Eysteinn Þorvaldsson B.A.-próf i heimsspeki- deild: Björn Pálsson Broddi Broddason Dagný Þorgilsdóttir Friörik G. Olgeirsson Gunnar B. Arnkelsson Halldis Armannsdóttir Hallur P.H. Jónsson Ólafur M. Jóhannesson Stefán Andrésson Steingrimur Jónsson Vilborg S. Arnadóttir örnólfur J. Ólafsson Verkfræði - og raunvis- indadeild: Bygginga verkfræði: Þorvaldur St. Jónsson Rafmagnsverkfræði: Pétur E. Þóröarson B.S.-próf i raungrein- um: Stærðfræði: Franz Arni Siemsen Steinþór Kristjánsson Efnafræði: Kristinn Kristjánsson Líffræði: Guölaug Torfadóttir Helgi Jensson Sigriöur Steingrimsdóttir Vigdis Einarsdóttir Jarðfræði: Einar Höröur Svavarsson Hallgrimur Jónsson Landafræði: Gisli Sváfnisson Guömundur Guöjónsson ólafur H. Jónsson B.A.-próf i félagsvis- indadeild: Anna G. Jónsdóttir Asdis Skúladóttir Elisabet Halldórsdóttir Guðbjörg Ragna Ragnarsdóttir Guðriöur Ragnarsdóttir Helgi Viborg Ingibjörg E. Guðmundsdóttir Ingibjörg G. Guömundsdóttir Kristin Geirsdóttir Kristin Gústafsdóttir Kristin S. Valdimarsdóttir Magnús Jónsson Ólafur Þ. Harðarsson Ragnheiöur Indriöadóttir Stefania Traustadóttir Þorsteinn Guömundsson Ævar Kjartansson Leikfélag Akureyrar: Gefur söngva úr Lofti út á kassettu — Flugfélagiö býður upp á ódýrar leikhúsferðir í tilefni af sýningu á söngleiknum Lofti hjá Leikfélagi Akureyrar mun félagiö gefa söngva úr leiknum út á tónbönd- um. Lög þessi eru eftir Leif Þórarinsson. Hann dvaldist á Akureyri með- an æfingar fóru fram og samdi tónlistina jafnóð- um. þessi eru allar götur frá þjóðlagatónlist og yfir í rokk. Tónböndin verða seld á sýn- ingum leikritsins. Þegar er upp- selt á frumsýninguna, föstudag- inn 4. nóvember, önnur sýning verður laugardaginn 5. nóvem- ber kl. 8.30 ogþriðja sýningin 6. nóvember. ódýrar helgarferðir til Akureyrar Flugféiag íslands efnir nú til þeirrar nýbreytni aö bjóöa mönnum upp á ódýrar helgar- feröir til Akureyrar. Þetta eru svokallaöar pakka- feröir og I þeim eru innifaldar 3 nætur á hóteli og leikhúsferö. Þá veröur þátttakendum gert kleyft að komast á skiöi og sitt- hvaö fleira. Leikfélag Akureyrar hugsar gott til glóðarinnar að fá ekki aöeins Akureyringa og aöra Norölendinga á sýningar sinar, heldur einnig fólk annars staðar aö af landinu. ES

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.