Alþýðublaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 5
'alþýðu- blaoid Miðvikudagur 2. nóvember 1977 5 Lífskjör og klifur músagangur „Mjög mikill friöur er á vinnumarkaðnum. Þar hefur ekki orðiö verkfall siöan áriö 1917 hefur mér veriö sagt. Lágmarkslaun eru tryggö meö lögum. Þau eru núna um 80.000 islenzkar krónur, þaö er aö segja fyrir einhleypinga. Þaö eru launin, þegar búiö er aö draga frá skattana. Ef um fjölskyldumann er aö ræöa, þá eru l&gmarkslaunin sem hann fær heim með sér hærri, um 140.000 Ikr. Ef maö- urinn á mörg börn, þá byrjar stjórnin aö gefa honum peninga f staö þess aö skattleggja hann”. Framangreind tilvitnun er tekin lir grein úr sunnudags- blaði Timans 30. október, en þar er greint frá heimsókn Jónasar Guðmundssonar, stýrimanns, listmálara, rithöfundar, blaða- manns og stjórnarmanns flug- félagsins Vængja til Luxem- burg. Jónas breiddi úr Vængj- um sinum og flögraði nýlega til fundar við nokkra Islendinga, sem búa i Luxemburg, og segir m.a. I Ti'manum frá tveimur löidum sem stofnað hafa krá i rikinu og brynna nú allra þjóða kvikindum af ölámum sinum. Þeir eru bara sagðir gera það gott, enda segir stýrimaðurinn fljúgandi að „Islendingar i Luxemburg séu hátekjumenn, flestir a.m.k. og búi þeir við ágætar aðstæður”. Já, það er gottað vita til þess að einhvers staðar á jörðinni er lifvænlegt fyrir láglaunafólk og það i hákapitalisku landi! En hvemig stendur á þvi að ekki er farið ofan i saumana á þvi, aö i riki, sem er eins og flugnaskitur á landabréfinu og leggur undir sig heilar 4 linur i landafræðinni skuli þrifast fólk, meira að segja Islendingar, og þeir m.a.s. sagðir hátekjumenn?! Það er litt skiljanlegt og mér sýnist óhjákvæmilegt að Jó- hannes og Matti láti senda menn til LUX til að kanna málið. En sem ég skrifa þetta tek ég eftir nokkrum linum i ritsmið stjórnarmanns Vængja, sem geta verið lykill að gátunni miklu: Hann spyr viðmælanda sinn sigildrar spurningar um lifskjörin i landinu og fær svo- hljóöandi svar: „Þau eru mjög góð. Þeir fara þó dálitið aðra leið en við ger- um, ef smáriki er borið saman i við annað smáriki. Ýmsar k ostna ða rsam ar stofnanir hér á landi eru hrein- lega ekki til i Luxemburg. Til dæmis er þar ekki háskóli, nema aö háskóli i Bandarikjun- um erþarmeöútibú. Þeir senda sina stúdenta inn i háskólana i Þýzkalandi og I Frakklandi.” Já, þama kom það! Miklir dauðans álfar eru nú þessir aumingja valdhafará Islandi að vera ekki fyrir löngu búnir að notfæra ser þessa leið út úr efnahagskollsteypunni. En ekki er þar með sagt að of seint sé að byrja núna. Hugmyndin var að veltast um í kolli Ólafíu En nú má ekki skilja þetta þannig að hugmyndir i þessa átt hafi ekki heyrst á Islandi áður. Svo hefur vissulega verið, en þær hafa bara aldrei verið tengdar saman i fastmótaö hug- myndakerfi, sem er forsendan fyrir þvi að koma þeim i fram- kvæmd. Kratar hafa margoft bent á hvilikur baggi landbún- aðurinn er á þjóöinni og stuðn- ingsdeild krata á Dagblaöinu hefur einnig bent á þetta þjóð- félagsmein. Allaballar og Þjóð- viljinn hafa i áratugi bent á hvilikt voðabákn opinbera skrif- ræðið og bankavaldið sé orðið og algerlega ofviöa þjóðfélaginu. Þessu ætlar Ballarnir aö breyta með þvi að planta sinu fólki á bitlingajöturnar og þannig skal aflifa kerfið innanfrá — en það tekur tima, og þeir þurfa miklu fleiri bitlinga til að merkjanleg- ur árangur sjáist. Einu raunhæfu hugmyndirnar sem upp hafa komiö varðandi það að losa skattborgara við sem flestar kostnaðarsamar rikisstofnanir, fæddust á hveiti- brauðsdögum byltingarstjórnar Ólafs, Lúðviks og félaga (það var þessisem ætlaði að áttfalda meðallaun öreigalýösins á Islandi, reka herinn norður á Langanes eða jafnvel úr landi, stöðva veröbólguna og stööva innflutning á tertubotnum og kruðerii). En meinið við hug- myndimarvarþaö, að þær voru ranglega túlkaðar i opinberri nefnd, sem með málið fór og þvi hlutu litið fylgi almennings. ' Kennaraskólinn til Kópaskers Þessi margumrædda hug- mynd var sú, að koma ótal rikisstofnunum burt úr Reykja- vik. Ætlun Ólafiu var hins vegar ætið sú, að koma þessum stofn- unum alveg burt úr landinu til að létta undir með rikissjóði, en nefnd þeirri sem skipuö var og kostuö af almenningssjóðum, tókst að klúðra málinu svo ger- samlega að útkoman varð óskiljanleg teoria um „flutning rikisstofnana út á landsbyggö- ina”. Þetta aumingja fólk hélt, að það væri að gera botn- lausum rikiskassanum greiða með þvi að senda aflóga rikis- stofnanir hingað og þangað um landið, i stað þess að leggja þær endanlega niður, eins og byltingarráðið hafði alltaf gert ráð fyrir. Var skýrsla .nefndarinnar enda reiðarslag fyrir ráðið og obbann af landsmönnum, og starf nefndarinnar varö til þess að hefta um sinn för formanns nefndarinnar, Olafs Ragnars Grimssonar, upp þritugt bjarg metorða og embætta. Þessi vel- bergklifrandi pólitikus viröist þó aftur vera að komast á skrif, eftirað hann festi vað sinn i bet- ur klifrandi Allaballa. En hvað um það, allir muna hugmyndir ólafs Ragnars og félaga, sem að mig minnir gengu út á það, að senda Kvennaskólann i Reykja- vik til Kópaskers, Landhelgis- gæzluna út i Breiðafjarðareyj- ar, tannlæknadeild Héskólans i Þingeyjarsýslur (þar sem opin- berar skýrslur herma að sé mest sykurneysla á Islandi), Búnaðarfélagið og Skógrækt rikisins austur á firði o.s.frv. o.s.frv. En það sem prófessor Olafur og sveinar hans áttu að gera, var það að skila tillögum um það hvaða stofnanir ætti aö leggja niður og hveriiig. Hvern- ig sem á þvi stóð, þá fórst það alveg fyrir. Rætnar tungur segja, að þetta stafi af þvi að ef farið hefði verið út i niðurlagn- inguna i stórum stil, þá hefði Háskólinn, og fleiri „æðri” menntastofnanir óhjákvæmlega orðið efstar á blaöi (sbr.dæmið frá LUX hér á undan.) Með öör- um orðum: Hugmynd Ólafiu var sú að leggja Háskólann nið- ur i eitt skipti fyrir öll, senda þá sem bógur væri i úr hópi náms- fólks út i heim til náms á eigin kostnað og senda lektora, aðjúnka, stundakennara og prófessora út i fiskvinnu eöa girðingarvinnu i sveitum. Þaö má þvi vera að atvinnuspursmáliö hafi spilað Framhald á bls. 10 Með Alþýðuflokkn- um f Júgóslavíu Guöjón og Kári i góöum félagsskap En maturinn var þarna sér- lega góður eins og raunar alls- staðar þar sem við komum. Frá Bled var ekiö til Klagen- furt i Austurriki þar sem gist vará litlu rólegu hóteli rétt utan við borgina. Þar var mjög snaggaraleg þjónusta. Aður en siðasti bitinn var kominn upp i mann var diskurinn farinn. Sumir voru samt handfljótir og náðu honum aftur. Daginn eftir var Klagenfurt skoðuð og siðan ekið til Júgósla- viu aftur og borgin Maribor skoðuð en um kvöldið komum við til Zagreb, gist á Hótel La- guna, 5 stjörnu hóteli, en öll hó- telin okkar I þessari ferð voru ný eöa nýleg og skreyttust 5 stjörnum og voru mjög góð. Næsta dag var okkur boðið að kynnast atvinnulegri uppbygg- ingu og stjórnun fyrirtækja. Við heimsóttum stóra verksmiðju sem framleiðir rafmagnstæki. Stjórn verksmiðjunnar beið með bros á vör til að leiða fá- fróða Islendinga i stórkostlegan sannleika um ágæti þessa fyrir- komulags, kapitaliskan komm- únisma, og þá auðvitað um leið framsýni og stórkostlega hæfi- leika föðurs Júgóslaviu, Titó forseta. Verksmiðjan var siðan Framhald á bls. 10 áhugi á ferðalögum þangað. Júgóslavia var i raun einangruð i mörg ár, hvorki austrið né vestrið vildu við þá kannast. Sú saga var sögð að i skóla i Rússlandi hafi komið upp sú spurning hve áttirnar væru margar. Fjórar svaraði einn nemandinn. Rangt sagði kenn- arinn áttirnar eru þrjár, austur, vestur og Júgóslavia. En á siðustu árum hafa aukizt mikið samskipti Júgóslaviu og vesturlanda, á siðasta ári komu yfir 20 milljónir ferðamanna til landsins svo mesta tekjulind þjóðarinnar er ferðamannaiðn- aðurinn, enda hjálpast margt að,að gera þetta að einu vinsæl- asta ferðamannalandi i heimi. Loftslag ákjósanlegt, landslag við allra hæfi, fólkið mjög elsku- legt og bjórinn ágætur og ódýr. Hópurinn fór frá Reykjavik 5 júli og var farið til baðstrandar- bæjarins Portoros og þar dvalið á hótelunum Newptun og App- ollo og baðströndin dyggilega notuð til 10. júli en þá lögðum við upp I kynnisferð sem stóð i viku. Fyrsti áfangastaður ferð- arinnar var Bled þar sem skoð- aður var kastali einn mikill og verður útsýnis frá honum flest- um ógleymanlegt. Hádegis- verður var borðaður á nýju hóteli sem er svo tæknilega byggt að sundlaug er á efstu hæðinni, og lekur vatnið úr henni niður allar hæðirnar fyrir neöan, en þá eru bara sett potta- blóm undir lekann. Sem sagt, sjálfvirkt vökvunarkerfi. Alþýðuflokkurinn hefur á undanförnum árum efnt til ut- anferða til ýmissa landa, á s.l. sumri var farið til Júgósiaviu. Samskipti landanna hafa ekki verið mikil fyrr en á siðustu ár- um að nokkuð hefur aukizt Partoros v_

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.