Alþýðublaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 12
alþýðu-
blaðið
Útgefandi Alþýöuflokkurinn
Hitstjórn Alþýðublaösins er aö Sföumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö
Hverfisgötu 10, sfmi 14906 — Askriftarslmi 14900.
MIÐVIKUDAGUR
2. NÓVEMBER 1977
.J
Tolltekjur af litsjónvörpum
1977 um 200 milljónir kr.
— en 340 millj. á næsta ári skv. f járlögum
Tolltekjur af innflutt-
um sjónvarpstækjum
voru áætlaðar um 200
millj. kr. á þessu ári og
liklegt er að þao* verði
nálægt þvi. Horfur eru
á að innflutningur
tækja verði þó öllu
minni en gert var ráð
fyrir, en hlutfall lit-
sjónvarpstækja i inn-
flutningnum mun
meira.
Þessar upplýsingar komu
fram I svari menntamálaráð-
herra, Vilhjálms Hjálmarsson-
ar, viö fyrirspurn um dreifingu
sjónvarps I gær. Enn fremur
kom fram aö kostnaöur viö lit-
væöingu sjónvarps er oröinn um
80 millj. króna, en þess má geta
aö sérstakt álag á afnotagjöld af
litatækjum skilar tæplega 10
millj. kr.
Næsta skref i litvæöingunni,
sem til greina kæmi, sagöi ráö-
herra aö yröu kaup á vél, sem
sendi tít kvikmyndir í litum.
Virtist ekki eölilegt, aö taka
ákvöröun um þaö, fyrr en kunn-
ugt væri oröiö um tolltekjur
þessa árs. Siöan sagöi ráö-
herra:
,,Ég vil taka þaö fram, aö ég
legg þyngsta áherzlu á dreifing-
una, endurbætur og útfærslu.
En fram hjá því veröur ekki
horft, aö tdltekjum er ætlaö aö
standa undir stofnkostnaöinum,
og þar skila litatækin mestum
hluta. Þegar þess er ennfremur
gætt, aö flestir viröast nú endur-
nýja I litum er ljóst, aö vinna
ber aö litvæöingunni jafn-
framt”.
Sióan geröi menntamálaráö-
herra grein fyrir helztu fram-
kvæmdum i dreifingarkerfi út-
varpsins á yfirstandandi ári og
sagöi áætlaöan kostnaö vegna
þeirra um 50 millj. kr. Þá
myndu afborganir og vextir
nema um 43 millj. kr.
Stærsta framkvæmdin er
framlenging örbylgjukerfis frá
Akureyritil Gagnheiöar austur.
Þessi framkvæmd er all dýr og
þjónar hún bæöi sima og sjón-
varpi og er kostuö sameiginlega
af Landsslmanum og Rlkisút-
varpinu.
Hvað verður gert á
næsta ári?
Ekki hefur endanlega veriö
gengiö frá framkvæmdaáætlun
fyrir næsta ár, en ráöherra
sagöi aö þó mætti „reikna meö”
eftirfarandi:
Nýjum sjónvarpsstöövum I
Hörgárdal, öxnadal, Blöndudal
og Svartárdal. A Almanna-
skaröi, tengistöö fyrir Lón I
Lóninu og i Borgarhöfn, I
Drangsnesi, við Kollafjörö I
Strandasýslu og viö Bakkaflóa.
Þá er nauösynlegt aö endur-
nýja stöð I Grundarfiröi, sem er
bráöabirgöastöö og mjög úr sér
gengin.
1 Hegranesi I Skagafiröi er
áætlaö aö endumýja 10 ára
gamlan sendi, sem hefur oft
veriö bilaöur og er oröinn mjög
dýr i rekstri'. Veröur hann
væntanlega endurnýjaöur meö
samskonar sendi og á Blikidu-
ósi. Veröur þar um umtalsverða
aflaukningu aö ræöa, sem
koma á til góöa þeim svæöum
Skagafjaröar, þar sem sviös-
styrkur frá Hegranesi er nú I
lágmarki.
Þá er og I ráöi, aö endurbæta
Framhald á bls. 10
Reykjavíkurborg og Sumargjöf:
Undirrita samninga
um eda eftir helgi
Um næstu áramót
mun Reykjavikurborg
sem kunnugt er taka við
rekstri þeirra dagheim-
ila i borginni, sem
Bar na vin afél agið
Sumargjöf hefur rekið
firam til þessa.
Umræður varðandi
þessa breytingu hafa
staðið yfir að undan-
förnu, en senn mun liða
að þvi að samningar
verði undirritaðir og er
jafnvel búizt við þvi i
þessari viku.
Enn hefur ekki veriö tekin end-
anleg ákvöröun um hver verkefni
Sumargjafar veröi i framtlöinni.
Aö sögn Bergs Felixsonar fram-
kvæmdarstjóra er nú hafin undir-
búningur aö byggingarfram-
kvæmdum viö Eiríksgötu, en þar
ætlar félagiö aö reisa barnaheim-
ili, sem þaö rekur hugsanlega
einnig . Hafa veriö uppi hug-.
myndir um aö hafa rekstrinum
ööru visi en tíökast hefur og er
fyrirhugaö aö þarna veriö bland-
aö saman leikskóla og dagheim-
ili.
Þá hefur Sumargjö einnig fest
kaup á leikfangaverzluninni
Völuskrini, og hefur Margrét
Pálsdóttir verið ráöin verzlunar-
stjóri. Veröur lögö áherzla á, aö
flytja inn endingargóö og þrosk-
andi leikföng.
Varöandi barnaheimilin þrjú,
sem nú eru I eigu Sumargjafar,
sagöi Bergur Felixson, aö enn
heföi ekki veriö endanlega gengiö
frá þvihvernig rekstri þeirra yröi
háttaö. Þó væri frekar búizt viö,
aö dagvistarstofnanirnar yrðu
allar látnar fylgjast aö til borgar-
innar.
—JSS
Pílagrímaflug
ÍOO MANNS
starfa við flutninga milli Afríkuríkja
t gær höfðu þotur
Flugleiða flutt 2.860
pilagrima frá Oran i Al-
sir til Jeddah i Saudi-
Arabiu og 2.490 frá
Kanó i Nigeriu til
Jeddah. Farnar höfðu
verið 20 ferðir, 11 frá
Oran en 9 frá Kanó.
Þessir flutningar hófust 25.
október og eru framkvæmdir með
tveimur þotum sem fhigliöar
Loftleiöa fljúga. Gert er ráö fyrir
aö samtals veröi fluttir 28 þúsund
pilagrimar í ár, en þegar Flug-
leiöir annaöist slika flutninga á
slöasta ári voru fluttir 16 þúsund
pílagrímar á trúarhátlð
Múhameöstrúarmanna I Jeddah.
Fjórar áhafnir eru staösettar i
hvorri borg, Oran og Kanó, auk
þess sem allfjölmennt starfsliö er
staðsettá jöröu niöri viö viöhald
vélanna og afgreiöslu. Samtals
munu starfsmenn Flugleiöa I
þessum pilagrimafluttningum
vera um 100 manns og á starfinu
aö veröa lokiö um miöjan desem-
ber,en þá ætti heimflutningi pila-
grimanna aö vera lokiö.
—hm
t gær var hitinn mlnús eitt
stig og þvi vissara aö kiæða
yngstu borgarana vel þegar
þeir fara út á róló.
GERÐ VARNARGARÐS UM
KÍSILIÐJUNA AÐ LJÚKA
— Dælur verksmidjunnar verda notadar til
hraunkælingar ef á þarf að halda
Gerð varnargarðs i
kringum Kisiliðjuna i
Mývatnssveit er nú að
komast á lokastig og er
búizt viðaðverkinu ljúki
einhvern næstu daga.
Þetta kom fram i viðtali
við Þorstein ólafsson
annan framkvæmda-
stjóra Kisiliðjunnar i
Mývatnssveit i gær. Það
kom einnig fram i við-
talinu við Þorstein að
nýlega hefur verið tekin
ákvörðun um að koma
fyrir hraunkælingar-
kerfi á varnargarðinum.
Þessa dagana er unniö aö þvl aö
setja kælikerfiö saman, en enn er
ekki fariö aö koma þvi’ fyrir á
fyrirhuguöum staö uppi á varnar-
'garöinum. Meginuppistaöa kæli-
kerfisinseru dælur og pipur f eign
Kísiliöjunnar, en þessi útbúnaöur
hefur veriö notaöur viö aö dæla
kísilgúr Ur Mývatni og upp I þrær
verksmiöjunnar. Til aö hægt sé að
nota dæliútbúnaö Kfsiliöjunnar til
hraunkælingar þarf aöeíns aö
bæta viö nokkrum rörum til aö
leiöa vatniö upp á varnargaröinn.
Aö sögn Þorsteins er nú notast
viö tvær af þremur þróm Klsiliöj-
unnar irekstrinum, en sem kunn-
ugt er hafa þær hvaö eftir annaö
oröiö fyrir skakkaföllum I um-
brotum þar nyröra.
Sagöi Þorsteinn aö Kísilgúr-
foröi verksmiöjunnar ætti aö
duga langt fram á næsta vor, ef
ekki yrðu frekari truflanir vegna
umbrota.
—GEK
Óvissa um
framvind-
una fyrir
norðan
Er haft var samband viö
skjálftavaktina I Mývatns-
sveit i gærkvöld var þar allt
meö kyrrum kjörum. Þróun
siöustu daga hélt áfram i gær,
þ.e.a.s. land hélt áfram að risa
og jaröskjálftar á svæöinu
voru fáir. Á mánudag héldu
menn um tima aö ástandiö
væri aö breytast, er landris
tók snöggan kipp. Þetta
reyndist þó ekki vera, þvi
nokkru siöar seig landið aftur.
Þótt svo aö flestir reikni
meö aö til tiöinda dragi I Mý-
vatnssveit fljótlega, treysta
jarðfræöingar sér ekki til aö
timasetja eöa spá fyrir um
hvenær þau muni hefjast. Þau1
gætu hafizt I dag og þau gætu
dregizt I tvo til þrjá mánuði.
____ —GEK