Alþýðublaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 4
4 AAiðvikudagur 2. nóvember 1977 2S&" i i 1 k Á ^\1 i TTl | 1 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. , Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð 1500krónur á mánuði og 80 krónúr I lausasölu. Prófkjörin og ábyrgð kjósenda Látlaus skrif og umræður hafa verið um prófkjör Alþýðu- flokksins. Ekki leikur vafi á því, að prófkjörið er eftirtektarverðasta ákvörðun, sem stjórn- málaflokkur hefur tekið hér á landi um langt ára- bil. — Á sama tima og kjósendur fá að hafa veruleg afskipti af vali manna á framboðslista Alþýðuf lokksins, dunda fámennir áhrifahópar í öðrum flokkum við það, að ákveða og senda frá sér óbreytta framboðs- lista. Þar kemst enginn að, nema sá sem er í náðinni. Alþýðuf lokkurinn sýndi kjósendum mikið traust með því að binda próf kjör í lög sín. Kjósendur hafa sýnt, að þeir eru trausts- ins verðir. Þúsundir óf lokksbundinna manna hafa tekið þátt í próf kjöri Alþýðuf lokksins. Þessi mikla þátttaka hefur valdið fjaðrafoki í her- búðum andstæðinga Alþýðuf lokksins. Stríðs- menn þar hafa ausið bleki í barnaskap í marg- vísleg dylgju- og óþverra- skrif um Alþýðuf lokkinn og prófkjörið. Þeir minnast hins vegar ekki á þá ólgu,sem prófkjör Alþýðu- flokksins, hefur valdið í þeirra eigin f lokkum. Þar hafa ungir menn risið upp og krafizt þess að ákvarðanataka um fram- boð verði í höndum flokksmanna allra a.m.k., og hinar fámennu flokksræðisklíkur sviptar völdum. Þeir hafa litla sem enga áheyrn fengið hjá f orystumönnum Alþýðubandalags og Framsóknar, en Sjálf- stæðisf lokkurinn hefur í nokkrum tilvikum orðið við óskum þeirra. Ofræg- ingaskrif Þjóðviljans og Tímans um prófkjör Alþýðuf lokksins, koma heim og saman við aftur- haldssamar og stein- runnar stjórnir þessara tveggja flokka, sem hafa dagað uppi í þeirri Ijós- giætu, sem borizt hefur inn á hið íslenzka stjórn- málasvið. Alþýðuf lokkurinn hefur ekkert farið dult með það, að innan hans er tekizt á um menn og mál- efni. Slík átök eru ekki veikleikamerki heldur þvert á móti. Þvílíkur doði hefur verið yfir ís- lenzku stjórnmálalífi, að menn verða jafnvel kindarlegir á svipinn, þegar þeir verða vitni að einhverju umróti. Svo brothætt er flokksræðið að það er komið í varnar- stöðu við minnstu hreyfingu. Þetta er óféleg staðreynd um íslenzk stjórnmál, sem valdið hefur svo miklum pólitískum leiða og andúð meðal almennings, að til- raun Alþýðuflokksins til að efla virkt lýðræði er tekið tveimur höndum. En þrátt fyrir ófræg- ingarherferð and- stæðinga Alþýðuf lokksins vegna prófkjörsins, er það von og ósk allra sannra Alþýðuf lokks- manna, að pólitískt siðgæði andstæðinganna sé ekki komið á það stig, að þeir reyni með beinum áhrifum að brengla niðurstöður þeirra próf- kjara sem eftir eru. Slík afskipti eru siðlaus og til skammar fyrir þá, er stuðla að þeim. Alþýðuf lokkurinn hefur með prófkjörunum reynt að stuðla að auknu lýðræði, sem hverjum frjálsum mann er lífs- nauðsyn. Honum hefur jafnvel tekizt að, knýja fram viðbrögð á Alþingi. Þetta er mikill sigur. Á sama hátt er það ósigur fyrir lýðræðisöf lin í landinu ef menn í öðrum stjórnmálaf lokkum reyna af einhverjum annarlegum ástæðum, að hafa áhrif á prófkjör Alþýðuf lokksins. —AG UR YMSUM ÁTTUM Herferðin mikla. Guðmundur Vésteinsson, bæjarfulltrúi, ritar forystugrein I Skagann, málgagn Alþýðu- flokksins i Vesturlandskjör- dæmi og ber hann yfirskriftina ,,herferðin gegn formanni Alþýðuflokksins”.Leiðarinn fer hér á eftir i heild sinni: „Andstæðingar Alþýðuflokks- ins hafa á siðustu vikum hleypt af stokkunum herferö gegn Benedikt Gröndal, formanni Alþýðuflokksins. 1 þessari árööursherferð er allt gert til að kasta rýrð á hæfileika BenedBcts og giftudrjúg störf hans í' þágu Alþýðuflokksins bæði fyrr og siðar. Ot af fyrir sig sætir það ekki tiðindum að stjörnmálamenn verði fyrir sliku aðkasti. Og allra sist þeir menn, sem fffl-ystu hafa fyrir Alþýðuflokkn- um. Allt frá öndverðu hafa formenn Alþýðuflokksins sætt hinum hatrömmustu árásum af hálfu þeirra, sem viljað hafa Alþýðuflokkinn feigan. Menn á borð við Jón Baldvinsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Emil Jónsson og Gylfa Þ. Gíslason, sem nú njóta almennrar viður- kenningar, hafa mátt þola slikt hlutskipti og nú virðist sem röö- in I þessu efni sé komin að Benedikt Gröndal. Dýrkeypt reynsla sýnir, að Alþýöuflokknum er á hverjum tima lffsnauösyn, að liðsmenn hans standi þétt að baki formanni sinum. Flokknum hef- ur vel vegnað, þegar hann hefur borið gæfu til slikrar samstöðu, en beðið ósigur þegar hún hefur bilaö. Frá þvi aö Benedikt Gröndal tók viö formennsku I Alþýðu- flokknum hefur hann unnið þrotlaust aö þvi, meö fjölmörg- um ágætum flokksmönnum, aö efla starf flokksins á öllum sviöum og styrkja grundvöll hans á ýmsan hátt. Þetta þýöingarmikla starf er nú að skila jákvæðum árangri og Al- þýðuflokkurinn hefur hafið þá sókn, sem andstæðingum hans stendur verulegur stuggur af. Stjórnarflokkarnir finna að þeir eru að tapa trausti kjósenda. Þeir óttast dóm kjósenda i kom- andi alþingiskosningum og þeir óttast Alþýðuflokkinn. Andstæðingar Alþýðuflokks- ins gera sér grein fyrir þvi, aö auðveldasta leiðin til þess að koma höggi á flokkinn er að sverta forystumenn hans og þó alveg sérstaklega formanninn. Þess vegna reyna þeir nú allt hvað þeir mega aö vekja upp úlfúð og sá fræjum tortryggni i raðir Alþýðuflokksfólks gagn- vart formanni sinum. Um þessar mundir er reitt hátt til höggs að Benedikt Gröndal i þeim tilgangi einum að bregða fæti fyrir sókn Alþýðuflokksins I Islenskum stjórnmálum. Ef velunnarar flokksins snúa bökum saman gegn þessum óvinafagnaði, þá mun þetta áhlaup dæmt til að mistakast.” Lýst er eftir peningum „Við vitum að það eru til pen- ingar I þessu þjóöfélagi, en vandamáliö er bara það aö ná I þá”, sagði Vilhjálmur mennta- málaráðherra á frægum fundi með stúdentum á Hótel Sögu hér um árið. Þá var þrefað um námslán. Enn er tekizt á um kaup og kjör og ráðherrar virð- ast hafa leitað aö peningunum án sýnilegs árangurs. Annaö slagið rekast menn þó á hluti sem hugsanlega gætu komið þeim á sporið. Til dæmis er litil frétt I Mogga i gær, þar sem sagt er frá þvi að nokkrirblank- ir þegnar Vilhjálms og Matthiasar hafi aukið á basl sitt og fjárfest i léreftsdúkum fyrir par milljónir. Já, þarna eru peningar, en „vandamálið er að ná I þá”, eins og þar er skrifað. Verk Muggs] og Schevings' fóru á hálfa millj. króna VERK nokkurra frægra málara voru boðin upp á vegum borgar- fógetans í Reykjavfk á laugardag- inn, en verkin voru úr dánarbúi. Ragnheiðar heithuiar Jðnsdóttur skðlastjðra. UppMðið fðr fram f uppboðssal tollstjðraembættisins og var saiurinn troðfullur. bamkvæmt upplýsingum uppboðshaldarans Jónasar Gústavssonar fékkst hæst verð fyrir 6 samstæðar teikningar eftir Mugg, þar sem Ustamaðurinn leit- aði viðfangsefna i þjóðsögurnar. Fyrirlestrar: Kvenrétt indabar- átta og barna bækur Kari Skjönsberg, formaöur Kvenréttindafélags Noregs og lektor I bókasafnsfræði við Stat- ens Bibliotekskole I Osló, heldur tvo fyrirlestra i Norræna húsinu i þessari viku. Fyrri fyrirlesturinn veröur I kvöld, miðvikudaginn 2. nóvemberog hefst klukkan 20:30. Nefnist hann: „Kjönnsrolle- mönster i nyere skandinaviske barne- og ungdomsböger” og sá siðariveröur annað kvöld á sama tima og nefnist „Den kvinne- politiske situasjon i Norge”. Kari Skjönsberg hefur fengizt við rannsóknir á barnabókum i Noregi undanfarin 25 ár og skrif- að um það efni fjölda greina og bóka. Ein merkasta bók hennar er „Kjönsroller, miljö og sosial lagdeling I barnelitteraturen”. Kari Skjönsberg hefur jafn- framt þessu tekið virkan þátt i kvenréttindabaráttu og verið for- maður Norsk Kvinnesaksforen- ing frá 1972, en sá félagsskapur var stofnaður 1884. Hún hefur skrifað fjölda greina um kven- réttindi og gefið út bókina „Mannsamfundet midt imot”, þar sem fjallað er um kvenrétt- indahreyfinguna I Noregi í 100 ár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.