Alþýðublaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 7
7 blaífö9' AAiövikudagur 2. nóvember 1977 damenn verka- ngarinnar m formann Framleidslusamvinnufélags ni Rafafls og möguleika slíkra félaga VeriðaOleggja siðustu hönd á hina frægu japönsku tárblnu við vél II Kröfluvirkjun. i að efla og byggja upp félagið. En þessi betri launakjör höfum við getað veitt félagsmönnum okkar þrátt fyrir þá staðreynd, aö við- skiptamenn okkar fá verulega hagstæðari kjör hjá okkur en almennt þekkist. — t hverju liggja þau kjör? — Fyrstog fremst i föstum efn- isafslætti á þeim vörum sem fél- agiö selur. Þó sést munurinn sennilega bezt á tilboöum sem við gerum á almennum markaöi. Þar kemur i ljós að við getum boðið verkkaupa betri kjör en gengur og gerist, enda hreppum við iðu- lega verkefni eftir þeim leiðum. Þaö hefur verið staöfest hjá stéttarfélagi okkar, meðal annars á aðalfundi fyrir nokkru, að þessi rekstur okkar hefur haft mjög viðtæk áhrif á kjör rafiðnaöar- raanna, enda má fullyrða, að þau launakjör sem við veitum hafi orðið til þess aö hækka verulega kaupgjald þeirra sem vinna ann- ars staðar. — Hvernig er þessum launum háttað? — Þannig, að allir iðnaðar- menn sem hjá okkur starfa eru með sömu laun. í rafiðnaðinum er það þannig, aö sama kaup er • greitt mönnum, hvort sem þeir eru i ákvæðisvinnu eða tima- vinnu. Akvæðisvinnuhagnaðurinn er settur i einn pott og deilt úr honum eftir vinnustundafjölda viðkomandi manna, hvort sem þeir hafa unnið i ákvæðisvinnu eða ekki. — Hvað um járniðnaðarmenn- ina? — Sama gildir um þá. Þeir eru á sama kaupi og rafiönaöar- mennirnir. Við höfum búið til einn sameiginlegan taxta, þar sem enginn greinarmunur er gerður á iönum. Við látum okkur ekki nægja að .tala um launajöfnuö, við fram- kvæmum hann. Þetta hefur auð- vitað reynt á félagshyggju okkar, en um leið verið okkur styrkur. — Hvað segja atvinnurekendur við þessu? — Þeim stendur sumum anzi mikill stuggur aö þessu félags- formi. Óttast útbreiöslu þess, énda er einsýnt að það þrengir mjög að möguleikum þeirra til gróöasöfnunar. — Hafa þeir sýnt andstöðu I verki? — Samtök rafvirkjameistara 1 hafa leynt og ljóst reynt að vega 5.n að þessari starfsemi, meðal ann- ars með þvi að reyna aö hafa af okkur verk með ýmsum ráðum. Og einnig hafa þeir komið I veg fyrir að við fengjum aðgang að endurskoðunarskrifstofu fyrir uppmælingu, sem sveinafélagið og meistarar reka sameiginlega. Það hefur þó ekki borið þann ár- angur sem þeir bjuggust við, þvi þeir sem við vinnum fyrir hafa treyst okkar útreikningum, en ef vafi hefur leikið á einhverju, höf- um viö fariö i gegnum plöggin með verkkaupum til að fá það rétta i ljós. Auk þess sem forystu- menn sveinafélagsins hafa að- stoðað við uppgjör slikra útreikn- inga. — Hvernig er hugur verkalýðs- félaganna i ykkar garð? — Það er ekki hægt að segja annað en að hann sé okkur hlið- hollur. Þau hafa lýst yfir áhuga á starfsemi okkar, enda eru þessi samvinnufélög utan allra sam- taka atvinnurekenda og yfirlýst- ur tilgangur þeirra aö vinna að aukinni þekkingu félagsmanna sinna á verkalýðsmálum, sam- vinnumálum og þjóðfélagsmál- um, og hvetja annað verkafólk til að yfirtaka atvinnutækin, eins og fram kemur i lögum félagsins, - og einnig i lögum sem samþykkt voru af Alþingi I fyrra. Þessi félög eru þess vegna bandamenn verkalýðshreyfingarinnar, til þess stofnuö að vinna aö bættum kjörum verkafólks. Enda eru allir félagar þeirra einnig félagar i verkalýðsfélögum. Þá má geta þess, að vorið ’75, þegar samningar stóðu yfir, lýsti samninganefnd ASI þvi yfir og lét bóka það einhliða við frágang samninganna, að Alþýðusam- bandiö myndi ekki liða það. að starfsemi þessara félaga yrði heft á nokkurn hátt af hálfu atvinnu- rekenda. Tilefnið var, að þá um vorið hafði frétzt af væntanlegum að- gerðum atvinnurekenda til að lama starfsemi tiltekins fram- leiðslusamvinnufélags hér i borg- inni, meö þvi að koma i veg fyrir efnissölu til þess. — Eruð þið að hugsa um að koma á samvinnufélögum innan annarra iðngreina? — Eins og ég sagði áðan, von- ast ég til að sú þróun sem þegar er hafin, leiði til starfsemi af þessu tagi i öðrum iöngreinum. Þvi er ekki að leyna, að umræður eru i gangi um stofnun samvinnu- félaga i atvinnurekstri i fleiri iön- greinum. Aftur á móti getur okk- ar starfsemi fyrst og fremst orðiö öðrum hvatning, en við teljum að ekki sé hægt að koma á fót svona félögum i atvinnurekstri með aðgerðum ofanfrá. Þarna verður að koma til hreyfing neðan frá, frá starfsmönnum fyrirtækjanna. Við getum verið fyrirmynd, en áhugasamir hópar verða að vera fyrir hendi i grunneiningunum, vinnustöðunum. — Erusvona félög einhver alls- herjarlausn i kjarabaráttunni? — Nei, ekki allsherjarlausn. En ég er trúaður á að með þess- um hætti sé hægt að styrkja rétt- indasókn verkafólks um að taka frumkvæðið i framleiðslu atvinnuveganna og búa sig undir þaö framtlðarmarkmið sem verkalýðshreyfingin hér á íslandi og annars staðar hefur sett sér, - að verkafólk ráði sjálft vinnu sinni og uppræti þær andstæður sem eru á milli launavinnu og auðmagns i þjóðfélaginu. —hm Þetta kann að lita ruglingslega út, en er þó allt eins og það á að vera. Raflagnirfrá Rafafli i nýja strfrbyggingu(Mynd: Jóhannes Harðarson) SKAK % Umsjón: SVAVAR GUÐNI svavarsson „Getið þér virkilega sundurgreint?” 1 byrjun sjöunda áratugsins kom út i sænskri þýðingu hin at- hyglisverða bók rússneska skákmeistarans Alexanders Kotovs: „Leiðin til meistaraár- angurs i skák”. Bókin er frekar ætluð þeim sem komnir eru nokkuð á leið i skákinni. I fyrsta hluta bókarinnar: Sundurgreining afbrigða, heitir byrjunarkaflinn: „Getið þér virkilega sundurgreint? ” Kotov gerir siðan grein fyrir þeim mistökum i sundurgreiningu sem ókerfisbundnar rannsóknir geta leitt til jafnvel hjá mjög hæfum skákmönnum. Það er almennt að skákstyrk- leikinn fylgir sundurgreiningar- hæfninni. En i sundurgreining- unni er enginn öruggur, áhuga- maður eða meistari eins og eft- irfarandi sýnir. Við skulum kynna okkur þessa stöðumynd. Þessi staöa kom upp i skák milli tveggja ónefndra rúss- neskra meistara og Kotov valdi þessa stöðu sem dæmi fyrir byrjunarkaflann. Ummæli höfundarins um þessa stööu hljóða svo: „Kóngs- árás hvits er ógnandi og hann leitaði aö rakinni leið til þess að brjóta niður stöðu andstæðings- ins eða i það minnsta að komast i afgerandi betri stöðu. Eftir mikinn þankagang um hitt og þetta valdi hann verstu hugsan- legu leið 26. Bc3? Þvi var svarað samstundis meö hinum afger- andi leik svarts 26t-, Rf4!” Kotov reynir i staðinn eftir- farandi leiki: 26. Rxg6, 26. Bxh6 og 26. Rg4! og kemst að þeirri niðurstööu að siðasta afbrigðið endi i unnum tafllokum fyrir hvitan. Merkilegt nokk, sér hann ekki besta framhald hvits. Þegar ég fékk bókina , .Leiðin til meistara árangurs i skák” og leit i fyrsta skipti stöðumyndina I byrjunar- kaflanum þá fannst mér áber- andi veikleiki f7 peðsins athygl- isverður. Eftir stuttar sundur- greiningar kom i ljós að 26. Rxf7 útilokar 26.-, Kxf7 og Dxf7 vegna 27.-, Bxe6 o.s.frv. Litið erfiðara var það eftir 26.- , Bxg3. Þá getur hvitur leikiö 27. Rxh6+, Kf8. (27.-, gxh6. 28. Bxe6+, Kf8. 29. Bh6+ o.s.frv.) 28. hxg3, Bd5. 29. Bg5 o.s.frv. Jafnvel hin besta vörn 26.-, Rf4, nægir ekki: 27. Rxh6+, Kf8. 28. Bxf4, Dxf4. (Ef 28.-, Bxf4. 29. Hxg6.) 29. Rf5!! Dxf5. 30. Dh8+, Ke7. 31. Dxg7+, Kd7. 32. Dxb7! og þar með er hið sterka bisk- upapar svarts farið og hvitur getur án teljandi erfiðleika unn- ið. Það er undarlegt að þetta augljósa afbrigöi hafi algjör- lega farið framhjá Kotov. Kotov varpaði fram spurning- unni „Getið þér virkilega sund- urgreint?” Og við áhugamenn irnir sem unnum skákinni finnst aö við séum i góðum félags skap og það er gott að vita að „Caissa” er óútreiknanleg meira og minna fyrir alla! Þetta er auðvitað ekki siðasta orðið um það. (Framan ritað er eftir Karl Frantzén i SCHACH nýtt nr. 7 1977). Nýtt um sama efni Núna i september 5.-14. 1977 tefldi Kotov i London í tíu manna móti. Hann er farinn að reskjast þessi frábæri og skemmtilegi skákmaður og varö aö láta sér nægja sjöunda Alexander Kotov sætiö á eftir Hort o.fl. Þar kom samt fyrir atvik, sem vakti athygli mina og er bráð- skemmtilegt þegar athugaöur erfyrri hluti þessa skákþáttar. Kotov féll I gryf ju þá sem hann svo óspart hefur varað viö ára- tugum saman. Var þetta kannski gert með vilja? Þvi trúi ég vart, en hafi svo verið þá er viss snilli yfir skepnuskapnum. Hann hefur sinni „sjarma” eins og svo margt annað i þessu ömurlega mannlifi. Litum nú á snillina* HviUKotov. Svart: Lambert. Kóngsindversk-vöm. I.d4, Rf6. 2. Rf3, g6.3. Bf4, Bg7. 4. e3, 0-0. 5. Rbd2,d6.6. h3, c5. 7. c3, Rc6. 8. Bc4, a6. 9. a4, cxd4. 10. exd4, e5. 11. Be3, e4. 12. Rh2, d5. 13. Ba2, Be6. 14. 0-0, Re7. 15. Rb3, Rd7. 16. Dd2, Rf5. 17. Bf4, De7. 18. f3, Rd6. 19. Ra5, Hfc8. 20. Bxd6, Dxd6. 21. fxe4, dxe4 ’ 22. Rxb7, Db6, 23. Bxe6, Dxe6. 24. Df2, Dd5. 25. Rc5, Rxc5. 26. dxc5, Dxc5. 27. Dxc5, Hxc5. 28. Hadl, f5. 29. g4, Hb8. 30. Hf2, Be5. 31. Rfl, f4. 32. He2, f3. 33. Hed2, Bc7. 34. Re3, Bb6. 35. Kfl, h5.36. Hd6, Hg5. 37. h4, Bxe3. 38. hxg5, hxg4. 39. Hxg6 + , Kf7. 40. Hdd6, He8. 41 HdF6+ Ke7. Lambert bauð nú jafntefli Kotov hafnaði og benti á að hann gæti unniö á eftirfarandi hátt: 42. He6+, Kd7. 43. Hxe8, Kxe8. 44. He6+ og siöan 45. Hxe4. Lambert gaf þá skákina af kjánaskap, þvi leiki svartur I 43.-, g3! en ekki Kxe8 er þaö Kotov sem er óhætt að gefa. svavar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.