Alþýðublaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 231. TBL. — /977 — 58. ÁRG. Ritstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 — Sími (91)81866 735 milljónir greiddar í olíustyrk í ár Um 70.000 einstakling- ar fá greiddan oliu- styrk í ár og nemur styrkurinn 10.500 krón- um á einstakling. Olíustyrkur er sem kunnugt er jöfnunar- gjald, eins konar niður- greiðsla til þeirra, sem þurfa að kynda upp hús sin með ollu. Oliustyrk- ur er eingöngu greiddur einstaklingum og það er viðskiptaráðuneytið sem ákvarðar upphæð hans ár hvert. Aö sögn Ingva Olafssonar hjá viðskiptaráðuneytinu, fá um 70.000 einstaklingar borgaðan oliustyrk og fær hver einstakling- ur greiddar 10.500 krónur 1 ár. Það lætur þvi nærri, að olíustyrk- ur nemi 735 milljónum króna á ársgrundvelli. Styrkurinn er greiddur út fjórum sinnum á ári. Fimm manna fjölskylda fær þvi 13.125 krónur ársfjóröungslega til að greiða niður kostnaðinn viö oiiukyndingu. —ATA í Umsóknir óskast: ) Greitt úr styrktar- sjóði BSRB Akveðið hefur verið að úthluta fé úr styrktarsjóði þeim sem stofnaður hefur verið, vegna verkfalls BSRB. Nokkuð fé hefur borizt I sjóðinn og þvi hægt að út- hluta nokkru til þeirra félaga BSRB sem eiga i verulegum fjár- hagsvandræöum vegna verkfalls- ins. Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu sendast skriflega til sjóðs- stjórnar, skrifstofu BSRB, Laugavegi 172, fyrir 25. þessa mánaðar. Tilgreint skal i umsókn nafn umsækjenda, heimilisfang, vinnustað hans og stéttarfélag og launaflokk. Einnig ber honum aö tilgreina tekjur maka og stéttar- félag hans, auk þess hve margir eru á framfæri. -hm Bankamenn Skrifað undir samninga Klukkan hálf tólf i gærmorgun skrifuðu formenn bankamanna og samninganefndar bankanna undir samn- inga um kaup og kjör, og gilda samningarnir frá 1. júli sl. Samningar þessir gilda fyrir alla rikisbankana, hluta- félagabanka og spari- sjóði um allt land, auk þess sem starfsfólk Reiknistofu bankanna eru aðilar að þeim. Kjaraviðræður þessara aöila hafa nú staðið yfir um nokkurra mánaða skeið, en samkomulag náðist um siöustu helgi. Að sögn eru brey tingar á launum og öðr- um kjörum bankamanna í aðal- atriðum eins og i nýgerðum samningum BSRB.en eru nú it- arlegri en áöur þar sem tekið er tillit til fleiri atriða en áður hef- ur veriö gert, til samræmingar við samninga annars staðar. Eins og fyrr segir voru samn- ingamir undirritaðir i gær, en gilda frá 1. júli sl. til 1. október 1979.Myndin sem hér fýlgir var tekin við undirskriftina, þegar þeir Sólon Sigurösson formaöur Sambands fsl. bankamanna og Björgvin Vilmundarson for- maður samninganefndar bank- anna skrifuðu undir. (AB- mynd: HV) —hm Gildir ekki sama um Jón og SÉRA Jón... Ráðherrar kaupa bíla án adfiutningsgjalda — en fatlaðir fá aðeins hluta þeirra eftir gefinn Bifreiöahlunnindi ráöherra og bankastjóra rikisbankanna voru til umræðu á þingi i gær. 1 svari við fyrirspurn Stefáns Jónssonar og Helga F. Seljan varöandi bifreiðahlunnindi ráð- herra, sagði Matthias Mathiesen, fjármálaráðherra, aö sérmeðferð á bifreiðum ráð- herra hafi fyrst komið til meö tollskrárlögum á árinu 1970, en þau hafa verið endursett siöan, siðast 1976. Efnislega byggjast þessi ákvæði á bilareglum frá 1970, sem settar voru, þegar veriö var að afúema biiaeign ýmissa rikisstofnana til einka- afnotafyrir forstjóra stofnanna. Þá var ákveðið, aö ráöherrár gætu fengiö rikisbifreiðar til afnota, en þá eingöngu opin- berra nota. Kysu þeir það ekki ættuþeirkost á að fá keyptabif- reið i upphafi ráðherraferils án greiðslu aðflutningsgjalda og söluskatts. Sú hefð haföi þá lengi gilt um bifreiöakaup ráð- herra, þegar þeir létu af em- bætti. Jafnframt var gert ráð fyrir láni að tiltekinni fjárhæð til 10 ára og með 5% vöxtum til bifreiðakaupanna. Frá upphafi var gert ráð fyrir að rikið greiddi að fullu rekstrarkostnað ráöherrabifreiöanna í svari ráðherra kom og fram, aö i tið „vinstri” stjórnarinnar hafi veriö ákveöið, aö ráðherrum skuli heimilt að endurnýja bif- reiðar sinar með sama hætti að þvi er varðar aðflutningsgjöld eftir þriggja ára samfellt starf og að sú heimild standi allt að einu ári eftir að ráðherradómi lýkur. Fyrirspyrjendur höföu i fyrir- spurn sinnieinnig leitað upplýs- inga um launagreiðslur til átta bifreiöastjóra ráöherra og starfssviö þeirra. Kom fram i svari fjármála- ráðherra, að á siöasta ári hafi greidd laun til bilstjóranna, auk afleysinga, samtals numiö kr. 16.927.352. Hafi launin veriö mjög mismunandi vegna mis- mikillaryfirvinnu.frá 1.567 þús. kr. upp i 2.607 þús.kr.Starfráð- herrabilstjóranna felst i akstri og umsjón meö bifreið ráöherra og „ýmsum sérstörfum og Ut- réttingum i þágu ráðuneytanna eftirþvi'sem þörf krefur”, sagði ráðherra. Bankastjórar við sama borð ólafur Jóhannesson, við- skiptaráöherra, upplýsti að bankastjórar rikisbankanna Framhald á bls. 10 Áttatíu naud ungaruppbod í Kópavogi fyrirtæki þar í erfiðleikum i Lögbirtmgarbiaðinu föstudaginn 28. október siðastliðinn birtust tilkynn- ingar frá bæjarfógetanum i Kópavogi um hvorki meira né minna en tæplega áttatíu nauðungaruppboð/ vegna vanskila. Fjárhæðir þær, sem um var að ræða í hverju tilviki, voru að sjálfsögðu mjög misjafnar, allt frá tíu þús- undum króna, upp í rúmar átta milljónir, en i heild var um að ræða fjármuni sem námu tæplega sextíu og sjö milljónum króna, eða 66.833.548.00 krónur. Það sem sérstaklega vekur at- hygli á þessum uppboðstilkynn- ingum og jafnframt er nokkuð túlkandi fyrir þaö ástand sem nú rikir I efnahagsmálum hérlendis, er hversu mörg fyrirtæki, þar á meðal nokkur er talin hafa verið traust og gróin, eru meðal upp- boðsþola. Þar á meðal má nefna Sigurð Eliasson h.f., blikksmiðjuna Vog- ur h.f., Efnagerðina Valur, Timb- ur og Stál h.f., Dósagerðina h.f. og fleiri. Yfirleitt er um að ræða uppboð vegna vanskila á opinberum gjöidum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.