Alþýðublaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 6
6 MiðviRudagur 2. nóvember 1977 ffiS!" i Radagnir i nýbyggingum: Einar Oddgeirsson (nær) og Pétur Björnsson leggja i Krummahóla 10. (AB-mynd: HV) •JJUU Í4J Neytendaþjónustan: Magnús Oddsson (nær) og Eysteinn Guð- mundsson skipta um rafmagnstöflu I Vesturgötu 53. (AB-mynd HVJ Framleiðslusamvinnu- félög eru ekki mörg hér á landi/ en finnast þó. Eitt þeirra hefur vaxið með ólíkindum á aðeins þremur árum, tekið að sér marg- vísiegustu verkefni um allt land og ber þar án efa hæst allar raflagnir í Kröflu- virkjun, það mikla og um- deilda fyrirtæki, en það verk fékk Rafafl að und- angengnu útboði, þar sem Rafafl var lægstbjóðandi. Þetta félag heitir Framleiöslu- samvinnufélag iðnaðarmanna, en hefur til þessa veriö þekktast undir nafninu Rafafl. Það hét áð- ur Vinnufélag rafiðnaðarmanna, en hefur nýlega skipt um nafn og hyggur á starfsemi I fleiri iön- greinum. Formaöur félagsins er Sigurður Magnússon rafvélavirki. Blaða- maður Alþýðublaðsins gekk fyrir stuttu á hans fund til að fræðast um starfsemi svo viöáttumikils félagsskapar. Siguröur er að visu meö önnum kafnari mönnum, en með þvi að sitja i hjá honum milli Skólavörðustigs 19, þar sem Raf- afl hefur aðstöðu, upp I Barma- hlið 4, þar sem félagið hefur lika aðstöðu, tókst að hafa nokkrar upplýsingar upp úr honum. Hann var að skoða útboðslýsingar i Hrauneyjarfossvirkjun, sem hugsanlegt er aö Rafafl geri til- boð I, og mátti hann þvl litið vera að þvi að sinna tilfallandi blaða- snápum. Sigurður var fyrst spurður um tilurð Rafafls. — Upphafið má rekja til þess, að eftir aðalkjarasamningana sumarið 1970 var Rafvirkjafélag- ið eitt félaga i verkfalli. Þá kom til tals á verkfallsvöktum áhugi á að við rafvirkjar yrðum sjálfum okkur nægir um vinnu, til þess að komast hjá þvi, að rafvirkja- meistarar hefðu efnahagslega framtið stéttarinnar I höndum sér. Þessi hugmynd þróaðist smám saman og á fundi i félaginu var siöan samþykkt stofnun sliks framleiðslufélags. Kaupdeilan leystist, en þessu máli var haldið vakandi áfram og unnið að undirbúningi að stofnun framleiðslu samvinnufélags, sem siðan var stofnaö árið eftir, 1971. Það var Framleiðslusamvinnu- félagrafvirkja, sem rak fyrirtæki undir firmanafninu Samvirki. Arið 1974 gerist það svo, að helmingur félagsmanna gengur úr þessu félagi og stofnar Vinnu- félag rafiönaðarmanna, sem sið- an stofnar Rafafl. Astæöan fyrir þessum klofningi eldra félagsins var sú, að okkur fannst þaö vera að þróast I ranga átt. Reglur um inngöngu I félagiö voru svo þröngar, að það leiddi til stöðnunar. Rafiðnaöarmenn höfðu mikinn áhuga á að ganga I félagið, en þeir áttu hins vegar örðugt um vik, þvi hluti félags- manna vildi þrengja svo starfs- svið félagsins. Við gengum sem sagt út i að stofna nýtt félag og eftir nokkrar vikur voru nýir félagsmenn I fél- aginu orönir milli 30 og 40, Nú eru félagsmenn um 100, iðnaðarmenn úr ýmsum greinum iðnaðarins, rafiðnaöarmenn sem aðrir. En allt er breytingum undir- orpið. Nú hefur lögum félagsins veriö breytt á þann hátt, að þaö heitir Framleiðslusamvinnufélag iðnaðarmanna og hafa iðnaðar- menn úr ýmsum sveinafélögum gengið i það, svo sem járniðnað- armenn, enda rekum við nú verk- takastarfsemi i járniðnaði eins og rafiönaði. I þvi skyni hefur fyrir- tækiö Stálafl verið stofnað. - Og mér er engin launung I þvi, að i framtiöinni ætlum við að koma upp slikum fyrirtækjum i öðrum iðngreinum, eftir þvi sem aöstæð- ur leyfa. — Hversu umfangsmikiö er þetta starf Rafafls? — Félagið rekur umfangs- mikla rafvirkjastarfsemi, sem hefur þróazt frá einu verkstæði I Reykjavik i 6 fyrirtæki viða um land, á Kópaskeri, Sauðárkróki, Raufarhöfn, I Hafnarfirði, Vest- mannaeyjum auk Reykjavikur. A siðastnefnda staðnum rekum við þaö sem við köllum Neytenda- þjónustu, þ.e. verkstæði fyrir smærri verkefni og viðgerðir I heimahúsum, auk þess sem við rekum hverskonar nýbygginga lagnir. 1 sambandi við stofnun deildar- innar i Vestmannaeyjum má geta þess, að nær allir rafiðnaðarmenn i bænum gengu i Rafafl, þegar það var stofnað. Astæðan var sú, að stéttarfélagið þar var óánægt með ýmis kjara- og aðbúnaöar- mál og á félagsfundi sem þar var haldinn varð sú hugmynd ofaná að rafiðnaðarmennirnir þar reyndu sjálfir að skapa sér viöun- andi vinnuskilyrði. Þetta sýnir að rekstur Rafafls hefur vakiö at- hygli og áhuga verkafólks. Járniðnaðarreksturinn er hins vegar rétt aö byrja og Stálafl skráð i Reykjavlk sem fyrirtæki. Starfsmenn þess hafa hins vegar verið úti á landi viö störf > að mestu á Akureyri, Bolungarvik og á Eskifiröi. Ef að likum lætur reynum viö að koma þessari starfsemi á svipaðan grundvöll og I rafiðnaðinum. Það er rétt að taka fram, að þar sem við höfum sett upp fyrirtæki úti á landi, er það með þátttöku og aðild heimamanna eöa með mönnum sem flutzt hafa úr þétt- býlinu út á land til fastrar búsetu. — Hver er svo munurinn á ai vinna hjá Rafafli og að vinna hjí verktökum i iðnaðinum? — Meginmunurinn liggur i þvi aö starfsmenn Rafafls eru sjálfir eigendur framleiðslutækjanna og hafa jafnan ákvörðunarrétt um framkvæmd vinnunnar, vinnu- tima, vinnutilhögun og annað sem að starfinu lýtur. Einnig skipta þeir með sér ábyrgð, skyldum og arði fyrirtækisins. Auk þess má segja^að fyrirtæk iö greiðir 15—20% hærri laun en almennt gerist á vinnumarkaðin- um i þessum greinum. Hins vegar er þaö ekkert launungarmál, að félagið hefur ekki getaö gert allt það fyrir starfsmennina sem ákjósanlegt hefði verið, vegna þess að við höfum sett f jármagniö Starfsmenn Stálafls við lagningu hitaveitu frá Laugalandi I Eyja- firði til Akureyrar. (Ljósm. Bjarnleifur Bjarnleifsson) Erum barn lýdshreyfi Rætl við Sigurð Magnússc iðnaðarmanna um starfser Frá stofnfundi Rafafls 1974. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.