Alþýðublaðið - 23.12.1977, Side 9

Alþýðublaðið - 23.12.1977, Side 9
S&T Föstudagur 23. desember 1977 JÓLABLAÐ 9 myndir & texti: Atli Rúnar Halldórsson Krakkarnir á Geðdeild Barnaspítala Hringsins við Dalbraut héldu mikinn jólafagnað á þriðjudaginn og var þar margt manna: starfs- fólk, foreldrar, systkini, ættingjar og fleiri. Undanfarna daga og vik- ur hafði staðið yf ir undir- búningur fyrir fagnað- inn, æfð jólalög og leikir, húsið þvegið og pússað i hólf og gólf og skreytt. Spenningurinn var orðinn mikill loks þegar 20. desember rann upp. Dagskráin hófst með því að fluttur var helgi- leikur, sem æfður hefur verið stíft á Dalbrautinni undanfarið. Lesið var úr jólaguðsp jallinu og atburðir þar leiknir. Fjöldi barna og starfs- manna tók þátt í f lutning- um, sem þótti takast með miklum ágætum. Hafði greinilega verið lögð mikil vinna í allan undir- búning, t.d. búningasaum á vitringa, hirðingja, engla og Ágústus keisara. Síðan var f arið í nokkra leiki. Menn kepptust um að sprengja blöðrur og vefja niður af pappírsrúl I um, en hápunkturinn var sá er tveir krakkar fengu það verkefni að vefja Sverri Bjarnason deildarlækni á Dalbrautog einn pabbann úr salnúm inn í salernis- pappír! Gengu báðir svo rösklega til verks, að þeir Sverrirog pabbinn líktust helzt egypskum múmíum þegar upp var staðið! Þá var dansað af mikl- um móð í kring um jóla- tréð við harmóníkku- undirleik, en í miðju kafi gerðist það að guðað var hressilega á glugga. Voru þar komnir tveir fúl- skeggjaðir og góðlegir jólasveinar með úttroðna poka á bakinu. Kvaðst annar heita Kertasníkir, en blaðamaður náði ekki nafni hins. Af limaburð- um og vaxtarlagi gæti hann þó hafa heitið Gáttaþefur. Kertasníkir sagði til skýringar nafni sínu að hann væri hið mesta sníkjudýr og kæmi það sér vel nú, þar sem hann og hinir jólasvein- arnir stæðu í því að safna í byggingars jóð fyrir jólasveinablokk í Breið- holtinu! Fengu allir gotteríspoka frá körlun- um, auk þess sem hann Gunnar litli Valur fékk bíl í afmælisgjöf (hann átti afmæli þennan dag) og allir sungu af raust: ,,Hann á afmæli hann Gunnar, hann á afmæli í dag!" Að lokum fengu allir dýrindis veitingar í eldhúsinu: rjómaís, flat- kökur, smákökur og fleira, og voru þeim gerð góðskil. Krakkarnir léku sér á göngunum og var ekki annað að sjá en að þeim líkaði lífið alveg bærilega! Var það sam- dóma álit manna, að jóla- fagnaðurinn á Dalbraut- inni haf i tekist með glæsi- brag og sjaldan hefur undirritaður skemmt sér betur á balli! Pabbinn orbinn múmia! Jólasveinarnir voru skeggjaöir mjög og hárpriiöir, rétt eins og jólasveinar eiga aó vera. Sverrir læknir breytist i miimlu. Atriði Ur helgileiknum: Agóstus keisari lætur fara vel um sig i hásætinu, en englarnir láta sér nægja að sitja á hörðu gólfinu. Blöðrublásturskeppni. i

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.