Alþýðublaðið - 23.12.1977, Side 24

Alþýðublaðið - 23.12.1977, Side 24
AÖur en lengra er haldiö þykir hlýöa aö lýsa ndckuö þvi sviöi, sem ég átti þess kost aö vera samferöa manninum, sem minningamar eru viö bundnar. Fremri Laxárdalur i HUna- vatnssýslu hefur löngum veriö talinn haröindasveit, þó land- gæöi séu þar meö afbrigöum. Fyrir rúmum sextiu árum var þó dalurinn fjölbyggöur, en er löngu kominn i eyöi aö lang- mestu leyti. Þrátt fyrir margháttaöa öröugleika viö bú- stang og Hfsframfæri, mátti kalla aö félagslif væri þar furöu fjölbreytt. Þar var starfandi ungmennafélag, sem kenndi sig viö dalinn og kvenfélag, sem starfaöi af venjulegum krafti og hugmóö slikra félaga. Þetta gat gerzt þrátt fyrir einangrun og fásinni þeirra tima. Fundirvoru haldnir í félögunum alltitt og þá skiptust heimilin á aö hýsa fundargesti. Sameignlegar samkomur voru og haldnar, þó þröngt væri um húsakynni til þeirra hluta, enda máttu þar sáttir þröngt sitja. Nálægt miðjum dal var eyöi- jöröin Vesturá, sem hér kemur mest viö sögu. Voriö 1919 hóf Kristján Tryggvason frá Meyjarhóli I Svalbarðsströnd uppbyggingu jaröarinnarfrá grunni. Kristján var þá nær fertugur (fæddur 1880) og þá nýkvæntur. Hann haföi viö margt fengizt, enda fjölhæfur svo af bar. Nám haföi hann stundað i hin- um alkunna skóla i Ólafsdal og var auk þess læröur húsasmiö- ur. Hann stundaöiþvi bæöi jarö- yrkju (plægingar) og húsasmiöi auk annarrar trésmiöi og þótti i hvivetna haröduglegur og ráö- leitinn. Ekki veröur annaö sagt en aö Laxdælingar tækju honum og konu hans vel. Meöal annars geröu ungmennafélagar þaö aö ráöi, aö rétta hjálparhönd viö byggingu bæjar og peningshúsa, hver eitt dagsverk. Var þá ekki sakazt um þó dagurinn lengdist. Tekizt haföi meö harösækni þeirra Vesturárhjóna aö koma upp sómasamlegum húsakynn- um yfir fólk og fénaö, sem raun- arvarekkibústofnistærra lagi, aö hausti 1919. Eiginkona Kristjáns, Ingiriö- ur Jósefsdóttir, var móöursystir min og haföi þaö svo ráöizt aö móöir min ásamtokkur systkin- um, börnum hennar, var bar I húsmennsku og vinnu eftir þörf- um. Kristján var hinn ágætasti félagsmálamaður og i öllu viö- feldinn i allri kynningu. Bóka- safnátti hann og ágætt á þeirra tima visu, og var alls ólatur aö láta aöra njóta góös af og leiö- beina ungum. Varö hann þvl mér þegar hugum kær, þó mis- eldri væri mikiö, eöa nær þr já- tiu ár. Sá var siður á félagsfundum dalbúa, aö taka lagiö og söng þar hver meö sinu nefi eins og gengur, en i hópnum var aö finna margar ágætar söngradd- ir. Þau Vesturárhjón höföu bæöi mikiö yndi af söng og voru þvi engir eftirbátar i félagssöngn- um. Kristján haföi ágæta bassa- rödd og þó raunar viöara söng- sviö, og bjó yfir staögóöri kunn- áthi sönglaga. Heldur var fátt um hljóðfæri í dalnum, máske til ein eöa tvær einfaldar harmonikur, sem notaðar voru til aö leika fyrir dansi. Ekki er mér þaö alveg ljóst, hvenær sú hugmynd skaut upp kollinum, aö vert væri aö freista þessaökoma upp blönduóum söngkór. En hitt er vist, aö þar bárust böndin aö Kristjáni á Vesturrá, sem forgöngumanni aöþvi fyrirtæki. Þráttfyrir góö- an vilja mun hann hafa fundiö, aö hér gæti verið um aö ræöa meiri vanda en vegsemd. En þaö var ekki siöur hans aö draga sig i hlé frá vanda i félagsmálum, og þvi féllst hann á aö gera tilraun. Þaö kom i ljós , aö Kristján var ágætlega læs á nótur i bók- um og átti allnokkuð af nótna- bókum, en tónkvisl var hiö eina, sem hann hafði viö aö styöjast I raddæfingum. Sennilega er fátt, sem þjappar fólki betur saman en söngur og þaö kom i ljós, þegar hafizt var handa undir handleiöslu söngstjórans, aö áhugann skorti ekki hjá dalbú- um. Hlutur Kristjáns Tryggva- sonar varbæöistórog erfiöur aö þvi leyti, aö þaö var basöi tima- frekt og hreint ekki auðvelt aö kenna raddir meö þvl einu aö raula fyrir. Er mér ails ekki kunnugt um, aö aörir hafi lagt á slikan bratta fyrr eöa siðar. Og nokkuö var vist. Samkór- innkomstupþ og söng viö góöan oröstir nokkur ár, unz skyndi- lega hailaöi undan fæti. Um þessar mundir tóku ýms- ar jarðir aö rýmast i svokölluð- um betri sveitum. Laxdælingar voru engir eftirbátar i þvi aö leita betri kosta ef völ er á, og nú hófst brottflutningur úr byggðarlaginu. Aö sjálfsögöu kom þetta hart niöur á félagsUfi þeirra, sem eftir sátu, og þar kom aö miödalsbyggðin tók að eyöast. Vesturárhjón tóku og þann kostinn aö yfirgefa dalinn eftir sjö ára búsetu og meö Kristjáni Tryggvasyni hvarf styrkasta stoöin i félagsmálum dalbúa. Vallgrónar rústir geyma nú minningu þeirra hjóna á daln- um og vist eru flestir samferða- mennirnir f rá þeim árum I valn- um. Þó seint sé, er þessum fáu lfn- um ætlað að rif ja upp minningu um merkilegan mann, sem vann stórvirki i þeim reit, sem hann haslaði sér. Honum varö ekki fært fremur en öörum aö striöa gegn straumi þeirrar ald- ar, sem þá var upp aö renna, var þó lifsflótti honum fjarri skapi. Vera má, aö siöar veröi betri skil gerö, þó hér veröi látiö staöar numiö. % f JÓLIN eru tími hvíldar og friðar. í tilefni þeirra sendir Alþýðusamband íslands launafólki og samherjum þess óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Mætum sameinuð til baráttunnar. \

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.