Alþýðublaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR
31. TBL. — 1978 — 59. ÁRG.
Ritstjórn bladsins er
til húsa í Sídumúla 11
— Sími (91)81866
— Kvöldsími frétta-
vaktar (91)81976
15% gengisfelling
tilkynnt á morgun?
Kjarasamningar brotnir med skerdingu vísitölu
Það er nú Ijóst, að ríkis-
stjórnin hyggst fella gengi
islenzku krónunnar á
morgun, miðvikudag, um
15 af hundraði. Gengisfell-
ingunni fylgja síðan ýmsar
ráðstafanir, og sú alvar-
legust fyrir launafólk, að
vísitölunni verður að hluta
kippt úr sambandi.
Sérfræðingar ríkis-
stiórnarinnar hafa lagt
fram fimm valkosti, sem
Blaða-
menn
sam-
þykktu
verk-
falls-
heimild
— með 98%
greiddra atkv.
Á föstudag og laugardag
efndi Blaðamannafélag fs-
lands til atkvæðagreiðslu
um verkf allsheimild,
stjórn félagsins til handa.
Atkvæði greiddu 94
félagsmenn, en það eru
67% fullgildra félaga.
Sögðu 92 já, einn nei og
einn seðill var auður. Var
verkfallsheimildin þar
með veitt með tæplega 98%
greiddra atkvæða. Fundur
samningsaðila hófst í Toll-
stöðvarhúsinu kl. 14 í gær.
Ekki er okkur Ijóst hvort þessi mynd á að vera táknræn fyrir það ástand, sem nú rfkir f landbúnaði og sjávarút-
vegi. Þarna stendur gamall áburðardreifari og línur og lóðabelgir yfir og allt um kring. I baksýn er bátur,
amerisk glæsikerra og skellinöðrur, líklega allt keypt fyrir arðinn af fyrrnefndum atvinnugreinum. Snotur
mynd, ekki satt???___________________________________________________________________ (ABmyndKIE)
verið hafa til umræðu að
undanförnu, og þá meðal
annars i verðbólgunefnd-
inni svokölluðu. I fiestum
tilvikum er gert ráð fyrir
því, að gengið verði á
gerða kjarasamninga;
ýmist að visitöluhækkun
verði felld niður að öllu
leyti eða hluta.
Fulltrúar stjórnarandstöðunn-
ar og launþegasamtakanna hafa
rætt þessar hugmyndir, bent á og
munu benda á aðrar færar leiðir.
Það má hins vegar telja fullvist
að rikisstjórnin ljái þeim tillög-
um ekki eyra og fari sinu fram.
1 tillögum stjórnarandstöðunn-
ar og fulltrúa launþegasamtak-
anna er lögð á það höfuð-áherzla
að efnahagsaðgerðirnar komi
ekki siður niður á félögum og fyr-
irtækjum en einstakling-
um. Einnig að dregið verði
úr rekstrarútgjöldum rik-
isins og opinberum fram-
kvæmdum og að dregið
verði úr útflutningsuppbótum i
samráði við bændasamtökin.
Einnig að sveitarfélögum verði
heimilað að hækka aðstöðugjöld
á atvinnurekstur.
Ekki er enn Ijóst til hvaða ráða
launþegasamtökin gripa, ef rikis-
stjórnin ákveður að brjóta gerða
kjarasamninga með þvi að taka
kaupgjaldsvisitöluna úr sam-
bandi að einhverju leyti. Þó má
ætla, að slikri ákvörðun verði
mætt af mikilii hörku.
GENG1 SSKRÁNING
l » rt*i>HOS
*o*« « ll.i SðtU*
* <“a*<. BOjtAÍ
«4»fK(l*VK Wð £»K$*A* K*
0*10 ra& wo**** ***
*roc*#öi* *.*«$*>* ««
• ilHHti4»»S *(»«$* MC*«
***** tóö «»*»**(< t*
MÍHtt \tfii ttiCISÍi* f*
tÚttCH 106 SVt*«*E5«* r*
AMStttDAU m cntfK i
iiíSAfcO** t60 flítiOOS
rt*i**»o*t m v>>m mö*$
*o*» xw ú*u*
«» AVÍtÚtttSKf* SCH.
fíttí**
X c vtv
Enn skal rádizt á garðinn þar sem hann er lægstur:
„Valkostirnir bitna fyrst og fremst
a launafolkmu” — seglr Bjöm Jónsson, forseti ASf
„Það er í sjálfu sér litið
um þessi mál að segja í
dag, þar sem ekkert liggur
enn fyrir um það hvaða
leið verður valin þegar til
kemur. ... . .. ,
Hins vegar held ég
mér sé óhætt að segja að
engin þeirra valkosta sem
okkur voru kynntir á föstu-
daginn eru þannig að við
getum sætt okkur við hann.
Ein þeirra leiða, sem koma
fram i nefndarálitinu og byggja
flestar á þvi að kjarasamningum
sé rift, er þó með þvi móti að ekki
yrði formlega hreyft við kjara-
samningunum. A hinn bóginn er
fjöldamargt i þeirri leið sem við
getum ekki samþykkt. Það er til
skoðunar hjá okkur núna, hvort
hugsanlega væri hægt að breyta
þeirri leið þannig að hún gæti orð-
ið umræðugrundvöllur frá okkar
hendi, en meira er ekki hægt að
segja um hana i dag, sagði Björn
Jónsson, forseti ASI, i viðtali við
Alþýðublaðið i gær.
Björn var ásamt fleiri forystu-
mönnum ASt, svo og forystu-
mönnum BSRB og Vinnuveit-
endasambandsins, kvaddur á
fund rikisstjórnarinnar á föstu-
daginn i siðustu viku og voru for-
ystumönnunum þar kynntir þeir
valkostir sem rikisstjórnin telur
að séu fyrir hendi um aðgeröir i
Framhald á bls. 10.
Verdlagsyf irvöld bída líka átekta
,,Það eru engar fréttir frá okk-
ur að sinni, þvi við biðum með all-
ar verðlagsákvarðanir . Eins og
allir aðrir i landinu vitum við að
eitthvað stendur til hjá rikis-
stjórninni, en hins vegar ekki
hvað það er. Þegar það liggur
fyrir, hvort sem það er gengis-
lækkun eða annað, verður verð-
lagsnefndin að taka afstöðu til
málanna, en þangað til höldum
við að okkur höndum," sagði
Kristján Andrésson, á skrifstofu
verðlagsstjóra, i viðtali við Al-
þýðublaðið i gær.
Töluvert af umsóknum um
hækkunarheimildir mun nú liggja
fyrir hjá verðlagsstjóra, en ekk-
ert hefur verið gert i þeim nú um
sinn. Eins og Kristján sagði er
beðið átekta. —hv