Alþýðublaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 7. febrúar 1978 SSXS1' Reykjavíkurdeild R.K.Í. afhendir merki á neðantöldum útsölu- stöðum frá kl. 9:30. Börnin fá 10% i sölulaun og þau söluhæstu fá sérstök verðlaun. Merkjasala r a öskudag Vesturbær: Skrifstofa Reykjavikurdeildar RKl öldu- götu 4 Verzlunin, Vesturgötu 53 Melaskólinn v/Furumel Skjólakjör, Sörlaskjóli 42 Skerjaver, Einarsnesi 36 Verzl. Perlon, Dunhaga 20 Austurbær: Skrifstofa Rauða kross íslands Nóatúni 21 Verzlunin Barmahlið 8 Silli og Valdi, Háteigsveg 2 Sunnukjör v/Skaftahlið (Lidó) Hliðaskóli v/Hamrahlið Austurbæjarskólinn Verzl. Skúlaskeið, Skúlagötu 54 Smáíbúða- og Fossvogshverfi: Fossvogsskóli Breiðagerðisskóli Álftamýrarskóli Laugarneshverfi: Laugarnes-apótek, Kirkjuteig 21 Laugalækj.arskóli v/Sundlaugaveg Kleppsholt: Langholtsskóli Vogaskóli Þvottahúsið Fönn, Langholtsvegi 113 Árbær: Árbæjarskóli Hraðhreinsun Árbæjar, Rofabæ 7 Breiðholt: Breiðholtsskóli, Arnarbakka 1 Fellaskóli — Breiðholti III Hólabrekkuskóli v/Suðurberg/Vesturberg ölduselsskóli v/öldusel Páli Líndal: Mér var ekki boðið að vera viðstöddum og ekki beð- inn um lykla að hirzlum Þegar mér þann 3. febrúar barst i hendur fréttatilkynning ásamt syrpu af gögnum frá skrif- stofu borgarstjóra dags. 3. febrú- ar 1978, var klukkan tæplega 17.00. Þessi tilkynning hefur verið meiraog minna birt i dagblöðum. 1. Það kom i ljós að maður sem hefur verið samstarfsmaður minn lengi og að ég hélt góður vinur/Jóns G. Tómasson skrif- stofustjóri borgarstjórnar,virðist hafa sent alla syrpuna, sem ætlað er að sverta mig.á undan til dag- blaðanna, sennilega um kl. 15.00. Hann veit sem er að það er ekki auðvelt að koma við svari i blöðum undir kvöld á föstudegi. Það átti sem sé að minu mati að nota helgina til að ósannindin i fréttatilkynningunni gróðursett- ust vel i hugum manna. 2. Ég hafði þegar samband við Björn Jóhannsson fréttastjóra Morgunblaðsins/Og bað hann að koma i blaðið athugasemd frá mér og hét hann þvi. Það loforð var ekki efnt. Ég hef ekki tök á að sanna þetta frekar en annað sem sagt er i sima. Hins vegar hef ég enga ástæðu til að kenna honum um. Einhver virðist hafa kippt i spotta. Kæruna á borgarendur- skoðanda afhenti ég aftur á móti Styrmi Gunnarssyni að viðstödd- um Kjartani Gunnarssyni for- manniHeimdallar. Migminnir að ég hafi lika ámálgað þetta við Styrmi. Hegði ég satt að segja haldii^að athæfi það.sem ég kærði,innbrot i læstar hirzlur minar undir for- ustu borgarstjórans i Reykjavik, hefði ef til vill þótt fréttaefni á borð við fréttatilkynninguna frá Jóni Tómassyni,sem er á útsiðu Morgunblaðsins með stærsta letri, en kæra minfer hálffalin á 5. siðu við hliðina á bilaauglýsingu. 3. Næsti áfangastaður minn i dreifingu á kæru minni var Þjóö- viljinn. Þar hitti ég Úlfar Þor- móðsson blaðamann og lét hann fá ljósrit af bréfi þvi^em ég hafði 'ljósar fregnir af aö væri til, og hef minnzt á. Hvort bréfritarar eru nú ánægðir með þau gögnfsem þeir hafa fengið.veit ég ekki.en það er ekki ofmælt.að með tillögunni um Hallærisplanið sé verið aö fjalla um hundruð milljóna og einhveri- irhljóta að hagnast mjög mikið á þvi að fá allt i einu margfalda nýtingu á lóðum i Miðbænum. Það þekkjaallir lóðaverðiö þar. 1 fréttatilkynningu Jóns G. Tómas- sonar er talað ,,um óljósar að- dróttanir i garð borgaryfirvalda” i sambandi við þetta mál. Hverj- ar eru þær? 4. Það er athyglisvert, að i fréttatilkynningunni eru hvergi nefndir heimildarmenn. Það er sagt, að ég hafi „neitað van- skilum”. Hver segir það? Siðan hafi ég greitt umræddar fjár- hæðir. Stendur það i bókhaldinu? Ekki kannastég við að hafa greitt borgargjaldkera neitt 9. des. 5. Enn stendur: „Var honum tjáð af borgarstjóra, að endur- skoðunardeild óskaði eftir að gera leit að skjölum i herbergi hans.og honum gefinn kostur á að vera viðstaddur/ sem hann af- þakkaði”. Ekki kannast ég við þetta, og ekki var ég beðinn um lykla að hirzlum. 6. Svo segir,að ég hafi veitt mót- töku bifreiðastæðagjöldum að fjárhæð kr. 5.069.729, sem ekki hafi verið skilað i borgarsjóð. „Inn á þessa fjárhæð greiddi Páll Lindal 9., 14. og 15. des. samtals kr. 1.973.704. Ég greiddi enga peninga i borgarsjóð . 14. og 15. des. frekar en 9. des. 7. Ég er sakfelldur hvað eftir annað opinberlega af einum æðsta embættismanni borgarinn- ar fyrir,að ekki sjáist að greiðsl- um frá mér hafi verið skilað i borgarsjóð. Ekki reynir þessi maður að leiðrétta þetta, þótt hann telji nú að rangt sé eftir sér haft.Þarf ekki óhlutdræga rann- sókn og dóm, áður en slikt er gert? 8. Um viðtal mitt við borgar- stjóra vil ég ekki fjölyröa meira en orðið er,slikur var ofsinn i hon- um, að ég hef aldrei séð þennan dagfarsprúða mann i slikum ham. Mér fannst þvi rétt að biðjast lausnar eins og kunnugt er. Ég hafði ámálgað við hann oftar en einu sinni að ég hefði hug á að hætta i minu starfi, svo að það var mér siður en svo óljúftað hætta, þótt ég hefði kosið að það yrði með öðrum hætti/Sbr. bréf mitt tíl borgarráðs. 9. Sú staðhæfing,að ég hafi ekki sinnt tilmælum endurskoðunar- deildar um aðkoma og gera grein fyrir málum eftir að ég fékk skýrslu endurskoðunardeildar að kvöldi 31. jan., eru visvitandi ósannindi. Ég trúi þvi ekki, að Bergur Tómasson haldi þvi fram, enda stendur ekkert um það i bréfi hans dags. 2. febrúar . Að morgni 3. feb., áður en fréttatil- kynningin er send út bað ég sér- staklega fyrir skilaboð til Bergs og borgarstjóra#að ég væri tilbú- inn að mæta hjá þessari svoköll- uðu stjórn endurskoðunardeildar strax eftir helgi. Ég hafði nokkru áður verið beðinn af borgar- endurskoðanda að aðstoða hann við að reyna að skilja greinargerð upp á 22 siður. Voru það skráðar yfir 300 húsbyggingar allar götur frá 1965. Ég kom strax næsta morgun (14. jan.) og útskýrði málið fyrir honum,en það held ég að hafi tekið nær 3 klst. 10. Mér er sem sagt fagnaðar- efnifaðþetta mál skuli nú komið i hendur manna, sem ég hef alla ástæðu til að halda,að hafi vit og dómgreind. Ég hefði ekki viljað liggja undir þvi alla ævi að „mál- inu” hafi verið stungið undir stól, mér hlíf t o.s.frv. af borgarráði og „vinum minum.” 11. Þessi grein er orðin alltof löng,en hún er aðeins brot af þvi, sem ég gæti sagt af lifinu í Austurstræti 16 frá 1949. Það er ekki ómerkur þáttur af sögu Reykjavikur. 12. Að lokum vil ég segja þetta og beini þá máli minu til mins gamia húsbónda Gunnars Thoroddsen,sem er félagsmála- ráðherra og þar með yfirmaður sveitastjórnarmála i landinu. Getur hann látið það viðgang- ast.að æðstu stjórnendur borgar- innar,brjóti opinberlega stjórnar- skrá landsins og hegningarlög? Geturmaðursem hefur tekið sina verðskuldaða doktorsgráðu út á „friðhelgi einkalifs” látið það viðgangast, að bæði ég undir- ritaður og mitt fólk þurfi vikum saman að liggja undir ofsóknum óvandaðra manna i borgarkerf- inu. Þær ofsóknir eru náttúrlega kostaðar af fé okkar allra Reyk- vikinga. Reykjavik 5. janúar Páil Lindal Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara ÍO ára: Þátttaka íslands í frímerkja velmetin og eftirsótt sýningum Hinn 21. október 1967 hittust i Hafnarfirði 3 menn til að ræða möguleikann á að stofna hér á landi Landssamband fyrir hin ýmsu félög frimerkjasafnara, er kæmi fram fyrir þau á innlendum og erlendum vetvangi. Voru þetta: Ernst Sigurðsson, Selfossi, Aðalsteinn Sigurösson, Reykjavik, og Siguröur H. Þorsteinsson, Hafnarfirði. Var samþykkt aö boöa til stofn- fundar Landssambandsins, þann 5. febrúar 1968 og telst það stofn- að þann dag. Fyrsta Landsþing þess var háö sama ár, dagana 22, 24. nóvember, að Frikirkjuvegi 11. Voru þar þeir er aö undirbún- ingnum höfðu unnið kosnir i fyrstu stjórn Landssambandsins. Þar voru þá 6 klúbbar og félög mætt til leiks og stofnuðu Lands- samband islenzkra frimerkja- safnara. Island var þá þegar orðið aðili að alþjóðlegu samstarfi frimerkjasafnara, I gegnum klúbb Skandinaviusafnara i Reykjavik, en sú aöild var þeim skilyrðum bundin, aö Landssam- bandið tæki sjálfkrafa við aöild- inni, þegar þaö yröi stofnaö. A þessu fyrsta þingi voru mætt- ir 14 fulltrúar þessara klúbba, auk stjórnarmeðlima. Var þeim mikið i mun, aö koma nú fram sameinaöir og tjá óskir frimerkjasafnara. Var þegar á fyrsta þingi gerð samþykkt um sérstimpla, myndefni frimerkja- samstæða, upplag frimerkja, hreinsun stimpla og margt fleira. Þá var einnig strax hafist handa um að reyna að koma á árlegum frimerkjasýningum. Þá hafði forseti lagt fram tillögur að útgáfuráöi fyrir Póst- og simamálastjórn er ákvarða skyldi tilefni og myndefni islenskra frimerkja. Voru tillögur hans ræddar á þingum og sam- þykkt að gera þær að tillögum Landssambandsins. Hefir þetta útgáfuráð nú starfað i 9 ár. Þá hefir Landssambandið séð til þes« að islenski fáninn hefir blakt Vi. ún á öllum frimerkja- sýningum er taldar eru heims- sýningar siðan það var stofnað, meö þvi aö stuðla að þátttöku ein- staklinga og opinberri þátttöku. Er svo komið, að þátttaka Islands er orðinn vel metin og eftirsótt, bæði á Alþjóöasýningum og Svæðasýningum. Sigurður H. Þorsteinsson, skólastjóri á Hvammstanga, hef- ir veriö forseti Landssambands- ins frá upphafi. Varaforsetar hafa verið : Ernst Sigurðsson, Selfossi. Gisli Þorkelsson, Kópavog. Bjarni P. Jónasson, Kópavogi. Lórens Rafn Kristvinsson, Kópavogi, Finnur Kolbeinsson, Reykjavik, og Sigurður P. Gestsson, Kópavogi. Þá hafa 17 félög og klúbbar gengið i Landssambandið á þess- um árum. Að visu eru þau ekki öll starfandi enn i dag, en ýmsar breytingar verða ávallt á félags- starfsemi hérlendis, eins og öllum er kunnugt er að þeim málum starfa. Þá hefir útgáfustarfsemi ætið verið ofarlega á baugi hjá Lands- sambandinu og fræðsla við safn- ara ásamt erindrekstri. Timarit frimerkjasafnara var gefið út fjölritað i 3 ár, en áöur höfðu veriö gefin út fréttabréf, sem send voru fjölmiölum og klúbbunum i 2 ár. S.l. ár hefir timaritið GRÚSK verið gefið út ásamt Félagi frimerkjasafnara i Reykjavik, en nú af Landssam- bandinu einu. Kennslubók i frimerkjasöfnun kom út á s.l. ári og hverskonar minjagripir hafa veriö gefnir út i sambandi við sýningar og af ýmsum tilefnum, og jólamerki frá árinu 1968, aö einu ári undan- skyldu. Landssambandið hvetur með- limafélögin til að minnast þessa afmælis á febrúarfundum sinum. (Fréttabréf frá L.l.F.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.