Alþýðublaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 12
alþýðu- i n rt»jT' Útgefandi AlþýöuNokkurinn ÞRIÐJUDAGTJK Kitstjórn Alþýðublaösnins er aö Siöumúia 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö , Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900. 7. FEBRUAR 1978 Kröfluvirkjun Vélasamstæða raúmer eitt Nákvæmar tölur um afköst koma eftir 12-15 daga Alþýðublaðið hafði í gær tal af Einari Tjörva Elias- syni verkfræðingi og spurði um ástand mála við Kröflu nú, en í fyrradag var hleypt straumi á véla- samstæðu númer eitt. Sem kunnugt er á hún að öllu eðlilegu að geta skilað 30 megavatta af li, en úr henni munu aðeins fást um 5 megavött enn. Einar Tjörvi sagöi aö enn væri beöiö eftir ákvöröun rikisvalds- ins, vegna fjármagns til frekari borana. Þaö afl sem vélasam- stæöa eitt er drifin meö nú er fengiö úr borholum númer 9 og 11 og aö litlu leyti úr holu númer 7. Hola númer 9 er mjög góö og eins og menn geta helzt óskaö sér aö holurnar væru. Hola 11 er aö visu einnig góö, en hún er óstööug, þar sem gufan kemur úr tveimur jaröhitalögum. Stööugri er hola númer 7, en nýting hennar er erfiöleikum háö, þar sem auka- efni (kalsium- karbónat) vill falla út og stifla hana. Orkan, sem úr henni fæst er enda ekki mikil, sem fyrr segir. Alls eru holurnar 11 (þar af tvær prufuholur) og af hinum niu eru tvær úr leik, — hiö fræga „Sjálfskaparviti” og önnur til. Einar Tjörvi sagði aö ekki væri enn hægt að segja meö nákvæmni hve mikiö afl fengist úr vélasam- stæöunni, þótt áætlað væri aö þaö væri um þaö bil fimm megavött. Mætti ætla aö um þaö yröi fyrst hægt aö segja eftir 12-15 daga. Orkan er flutt inn aö aöveitustöö á Akureyri, eftir hluta byggöalin- unnar, sem ætlunin er aö endi á Egilsstöðum. AM Kvikasilfursmagn innan edlilegra marka — í þeim appelsín- um sem rannsakaðar voru hér Alþýöublaöiö haföi samband viö Hrafn Friöriksson, forstööu- mann Heilbrigöiseftirlits rikis- ins, vegna rannsóknar þeirrar á appelsinum sem fram hefur fariö aö tilhlutan stofnunarinn- ar, vegna gruns um eitrún. Þegar þessi frétt barst um þessi tilfelli i Hollandi og Þýzkalandi fyrir helgina um eitrun i appelsinum, þá brugö- umst viö þannig viö, aö viö tók- um sýnishorn af þeim appelsin- um sem nýlega voru komnar til landsins. Þessi sýnishorn send- um við til rannsóknarstofnun- ar fiskiðnaðarins þar sem þau voru skoöuö og kvikasilfurs- magn i þeim mælt. Rannsóknin fór fram núna yfir helgina og niöurstööur voru aö berast, og þær eru á þá lund, aö kvikasilfursmagn er innan eölilegra marka i þeim appel- sinum sem voru rannsakaöar, sagöi Hrafn Friöriksson. Heilbrigöiseftirlit rikisins hefur nú I dag I samráöi viö landlækni, lagt til viö Heilbrigö- isráöuneytiö. aö það geri inn- flytjendum og tollyfirvöldum skylt, fyrst um sinn, aö fram fari sýnitaka og kvikasilfurs- magnsmæling úr appeislnu- sendingum, áöur en þær eru sendar á markaöinn, sagöi Hrafn ennfremur. Allur er varinn góöur og viö teljum rétt aö fylgjast meö þessu og teljum einfaldast aö gera þaö á þennan hátt sagöi Hrafn Friöriksson forstööumaö- ur Heilbrigöiseftirlits rikisins aö lokum. Síðustu fréttir. Landlæknisembættiö i sam- ráöi við Heilbrigöiseftirlit rikis- ins leitaöi frekari upplýsinga um meint eitrunartilfelli hjá al- þjóöa heilbrigöisyfirvöldum i Hollandi og Þýskalandi fyrir helgina. Svar var aö berast frá Hollandi, þar sem segir aö sennilega sex eöa sjö manns hafi neytt appelsina, sem búiö var aö sprauta i kvikasilfri, og er það fólk nú allt komiö til heilsu á ný. ®-b- Magnús og Guðmundur efstir f prófkjörinu í Vestmannaeyjum Atkvæði hafa verið tal- in i prófkjöri Alþýðu- flokksins til bæjarstjórn- arkosninga í Vestmanna- eyjum# sem fram fór um liðna helgi. Kosið var um fimm efstu sætin, en frambjóðendur voru átta alls. Allir frambjóðendur voru í kjöri til allra sæt- anna og verða hér birtar niðurstöður um atkvæða- magn í sætin, sem hver hlaut og auk þess heildar- atkvæðamagn hvers um sig. Orslit urðu, sem hér segir: 1. Magnús H. Magnússon 144 atkv. (alls í 1.-5. sæti 237). 2. Guðmundur Þ. B. Ölafsson 83 atkv. (allsi 1.-5. 159). 3. Tryggvi Jónasson 128 atkv. (alls i 1.-5. sæti 209). 4. Agúst Bergsson 167 atkv. (alls i 1.-5. sæti 198). 5. Friða Hjálmarsdóttir 151 atkv. (alls i 1.-5. sæti 151). Kosningin er bindandi. Atkvæði greiddu alls 267 manns en ógildir seölar voru 13. Ekki ákveðið um fé til nýrra borana fyrr en prufukeyrslu er lokið Fé til borana hefur alla tíð verið naumt skammtað, miðað við það, sem fest hefur verið í stöðvarhúsi, vélum og þvilíku, sagði Guðmundur Pálmason hjá Orkustofnun í gær, þegar blaðiö hafði tal af honum og spurði hvað liði fjár- veitingum til b'orana við Kröflu. Guömundur sagöi aö Orku- stofnun heföi fyrir löngu skilaö sinum tillögum um máliö og væri áherzla lögö á nýjar boranir, fremur en aö hressa upp á eldri holur, likt og veriö var aö gera i sumar og haust. Ekki vildi Guö- mundur upplý.sa nánar hverjar þær upphæðir væru, sem stofnun- in teldi nauösynlegt aö útvega, en visaöi á Iönaðarráöuneytiö, sem meö tillögurnar hefur aö gera nú. Jafet Ólafsson hjá Iðnaöar- ráöuneyti benti á að Páll Flygen- ring væri manna fróöastur um þessi mál, en kvaöst þó geta upp- lýst, þar sem Páll er erlendis, aö engar fréttir væru enn komnar af þessum málum og mundi þeirra ekki að vænta fyrr en prufu- keyrslu á vélasamstæöu eitt væri lokiö, en eins og kemur fram i annarri frétt hér i blaöinu, tekur prufukeyrslan um 12-15 daga. Fíkniefnamálið Fjórir í gæzluvarðhaldi I samtali viö Alþýðublaöiö, sagöi Guðmundur Gýgja hjá Fíkniefnadeild Rannsóknarlög- reglunnar, að fjórir menn sætu 1 gæsluvarðhaldi vegna fíkniefna- málsins stóra sem nú er til meö- ferðar. Máliö væri umfangsmikiö og rannsókn i fullum gangi og miðaöi vel áfram. Niöurstööu væri þó ekki aö vænta fyrr en upp úr miöjum mánuöi og væri ekki mikið hægt aö segja á þessu stigi málsins. Rannsókn þessi nær langt aftur i timann, sagöi Guömundur, og kemur fjöldi manns viö sögu. Aðallega er hér um aö ræöa hass og hefur efniö veriö fengið frá ýmsum iöndum: Afganistan, Nepal og Libanon, svo eitthvaö sé nefnt, sagöi Guömundur Gýgja hjá rannsóknarlögreglunni aö lokum. ö.b. Veldi tilfinninganna bönnuð Akveöið hefur verið, að tiihlut- an rikissaksóknara og rann- sóknarlögreglustjóra rikisins, að hætta viö sýningar á kvikmynd- inni „Veldi tilfinninganna”, á kvikmyndahátiö listahátiöar sem nú stendur yfir i Reykjavik. Framkvæmdastjórn hátiðar- innar sendi i gær frá sér tilkynn- ingu, þess efnis að hún sæi sér ekki fært annað en að hætta við sýningar á mynd þessari, þar sem Hallvaröur Einvarðsson, rannsóknarlögreglustjóri, og Frh. á 10. siöu Heimilistæki seldust upp í höf uðborginni einum kaeliskáp, eða svo „Það er í sjálfu sér ekkert undan sölunni síð- ustu daga að kvarta, ekki henni sem slíkri. Ekki að öðru leyti en því að það er ekki hægt að kaupa inn önnur tæki fyrir þessa peninga sem fengizt hafa, þannig að við höf- um ekkert eftir lætin, sagði sölumaður er fyrir svörum varð hjá Rafiðj- unni hf., umboðsaðila Ignisheimilistækja, við Alþýðublaöið í gær. „Þaö er alltaf voðalega gam- an aö selja”, sagði hann enn- fremur, „en helzt þyrftum viö að fá eitthvaö fyrir söluna. Viö höfum allan okkar lager i toll- vörugeymslu, þannig að hann er eign erlenda aðilans, og við tök um aöeins heim til hvers eins- dags. Þvi er það sýnishornalag- erinn sem viö höfum veriö aö selja núna, og siöast þegar þetta geröist þurftum viö aö taka þriggja milljón króna lán til aö geta endurnýjað hann. Þetta er engan veginn heilbrigt og ég held aö menn hljóti að fara aö átta sig á þvi. Annars er varla eftir stykki i búöinni”. Alþýöublaöið hringdi á tvo staöi til viöbótar i gær, til aö for- vitnast um sölu i heimilistækj- um undanfarna daga. 50-60 litsjónvarpstæki á dag „Þaö er allt uppselt hjá okkur. Þaö er búiö aö ganga anzi mikiö á undanfarna daga og ég myndi segja aö salan væri margföld miöaö við þaö sem talizt gæti eölileg hreyfing, sagöi sá er fyrir svörum varö hjá Husqvarna-umboðinu, Gunnari Asgeirssyni, i gær. „Meöal annars höfum viö selt litsjónvörpin i bunum, sagöi hann ennfremur, til dæmis á föstudaginn, en þá tókum viö heim á milli fimmtiu og sextíu litsjónvarpstæki, sem öll seldust samdægurs. Okkur telst til aö ef miða á viö þaö sem kalla mætti eölilega sölu á þessum árstima, sem aö visu er vanalega hægur og rólegur, þá höfum viö siöustu daga selt sem nemur tveggja mánaöa sölu. Þaö er margfalt fram yfir eölilega hreyfingu”. Allt farið hjá SIS „Hér er allt fariö. Viö eigum eftir eina fimm hundruö litra frystikistu og einn ameriskan kæliskáp, sérstakan og sérpant- aðan grip meö þrem huröum, sem kostar um sex hundruö þúsund, en i hann hefur enginn lagt enn, sagöi kona er varö fyr- ir svörum hjá véladeild sam- bandsins. „Auk þess”, bætti hún viö, „eigum viö eftir eina eldavél, tvö svart-hvit sjónvarpstæki, aö ég held, þrjár eöa fjórar saum- avélar og annaö ekki. Ég get ekki nefnt nákvæmar tölur um sölu, en hitt get ég sagt þér aö ég sat, bæöi fimmtudag Frh. á 10. slöu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.